Dagur - 20.12.1997, Side 8

Dagur - 20.12.1997, Side 8
24 - I.AUGA RDAGUR 20. DESEMBF. R 19 9 7 LÍFIÐ í LANDINU Séra Birgir Snæbjörnsson prófastur iAkureyrarkirkju með Þorgeir Ljósvetningagoða í baksýn. „Þegar ég fór að starfa íþessu stóra prestakalli sá ég að það hafði verið óðs manns æði að sækja um það 24 ára gamaii eins og ég hafði gert. Siðan þá hef ég alltaf þakkað Guði fyrir að hafa fallið I fyrra skiptið. Ég er viss um það að hann sagði við mig: „Biddu.“ myndir: gs Ánægjuleg ár en oft mj ög erflð Séra Birgir Snæbjömsson prófasturhefurverid prestur í 44 ár, þaraf37 árviðAk- ureyrarkirkju. íspjalli um jólahátíðina og prestskapinn segirhann... „þessiárhafa veríð ákaflega ánægjulegur tími en oft mjög eifiður. Það eifiðurað stundum hefég haldið ég að ég gæti ekki gengið ígegnum það sem ég þarfaðganga ígegnum. “ Eru ein jól þér minnisstæðari en önnur? „Það eru sérstaklega ein bernskujól sem eru mér mjög eftirminniíeg. Þó 'átti ég í fyrsta skipti að fá sfðar buxur og al- mennileg jólaföt. Eg var látinn máta hjá klæðskera og þegar pakkinn kom heim á Þorláksmessu þá varð heldur betur sorg því ég fékk rangan pakka. Treyjan náði rétt niður fyrir olnboga og buxurnar niður fyrir hné. Eg var þarna átta eða níu ára snáði, alveg sannfærður um að ég myndi ekki eiga nein jól. Eg grét og grét og var kominn aftur í gömlu stuttbuxurnar og ullarsokkana því það voru einu fötin sem ég gat farið f. Þegar afi minn kom, tók í hönd mína og leiddi mig í kirkjuna var ég alls ekld fús til að fara því að mér þótti það fráleitast af öllu að vera innan um fólk svona klæddur. En þegar við komum í kirkjuna og fórum að syngja sálmana þá gleymdust fötin og ég fann að jólin voru komin. Þarna átti ég ekkert síður gleðileg jól en endranær. Þetta sýnir hins vegar að jólin eru ekki það ytra heldur fyrst og fremst trúarleg hátíð. Gleðin yfir því að eignast Guðs son.“ Boðskapur hiinnaima nær til fólks umjólin Þykir þér trúarlegt gildi jólanna gleymast í allri þeirri ös sem fylgir jólahátíðinni? „Ég' er hræddur um'það. jólin í dag eru miklu margbreyttari en áður fyrr. Ég man aldrei eftir bænum svona upplýstum eins og hann er fyrir þessa jólahátíð. Tilhaldið er líka mjög mikið þannig að engu er „Leiðir okkarPéturs lágu náttúmlega mikið saman og okkar samstarfvarmeð ein- dæmum gott. Það stóð yfir í rúm tuttugu ár. Við vomm sem einn maður. “ saman að jafna. Ég var að spyrja Iitla krakka að því til hvers þau hlökkuðu mest um jólin. Svörin voru gjafirnar og góður matur. En auðvitað vita þau af hverju við höldum hina fögru hátíð." Nú er mikil kirkjusókn yfir jóladagana. „Jú, og við prestarnir erum alsælir með það. Hjá okkur í Akureyrarkirkju eru tvær messur á aðfangadag, önnur ldukkan sex en hin klukkan hálftólf .og það hefur ver- ið alveg troðfullt í báðum messúnum. Um átta eða níu hundruð manns sem koma í kirkjuna." Hver heldurðu að sé skýringin á því? „Að boðskapur himnanna nær best til fólks á þessari hátíð. Gleðin yfir því að eignast frelsarann er tilefni þess að fólk kemur og fagnar í kirkjunni." Hungraður á jóladag og sldm um miðnætti Ntí er þessi tími ársins mikill annatími hjá prestum. Hvemig eru jóladagamir hjá þér? „Ég get lýst fyrir þér einum jóladegi, líklega 1966 eða 1967. Þá var ég nefni- lega hér um bil dauður úr hungri. Ég byrjaði á því að fara niður í kirkju til að gifta og skíra. Þá þurfti ég út í Möðruvelli í Hörgárdal að messa. Þar fékk ég að vísu molasopa. Þá lá leiðin inn i Garðshorn í Krældingahlíðinni, þar þurfti ég að skfra. Eftir það fór ég í Lögmannshlíð til að messa, svo aftur niður í Akureyrarkirkju að embætta og síðan upp á sjúkrahús að messa þar. Þá átti ég eftir að gifta tvenn hjón og þarna var ég orðinn svo máttlaus úr hungri að mig Iangaði til að fá leyfi hjá seinni hjónunum til að sitja meðan ég gifti þau. Ég ihafði ekkert bragðað um

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.