Dagur - 20.12.1997, Side 9

Dagur - 20.12.1997, Side 9
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 - 2S daginn, frá hálfníu að morgni til hálf átta að kvöldi.“ Er alltafmikið að gera yfir jólahátíðina? „Það er alltaf mikið að gera en þetta var sérstakt því þama var ég með tvö prestaköll. Þetta gat að vísu oft verið ansi erfitt í sveitunum. Eg man t.d. eftir jóla- degi þegar mikið snjóaði. Ég lagði af stað á jeppanum mínum frá Æsustöðum til að messa á Bergsstöðum í Svartárdal og þeg- ar ég kom nokkuð fram í Svartárdalinn var ófærðin svo mikil að ég varð að skella mér út á ána og keyra á ótraustum ís. Það bjargaðist, en ég þurfti að keyra það hratt að bíllinn hafði ekki tíma til að síga nið- ur. A bakaleiðinni þurfti ég að fara á sama stað til að komast á veginn en þá var ekki að sökum að spyija að allt fór niður og bíllinn hálf fylltist af vatni. Ég blotnaði ekki og greip töskuna mína og hljóp með hana út í Bólstaðarhlíð því þar ætlaði ég að messa. Þegar ég var búinn þar þurfti ég aftur fram í Svartárdal til að skíra tvö börn og það var komið nálægt miðnætti þegar ég skfrði blessuð börnin. Svo þurfti ég að komast aftur út í Æsu- staði og síðustu sex kílómetrana þurfti ég að ganga. Ég kom heim klukkan fjögur um nóttina.“ Les engar nótur en konan hjálpar Ef við snúuni okkur að þér. Hver er Birgir Snæbjömsson ? „Ég er Akureyringur í húð og hár og ákaflega þakklátur fyrir það því mér hefur alltaf Iiðið vel á Akureyri. Ég fæddist í Fjörunni, sem kallað var, en fluttist á Brekkuna fimmtán ára gamall. Eiginkona mín er Sumarrós Garðarsdóttir, hún er líka Akureyringur, að vfsu úr Þorpinu. Við eigum tvö börn, dóttir okkar er búsett hér og á þrjú börn og sonur okkar, sem er myndlistarmaður, býr í Reykjavík og á tvær dætur. Barnabörnin eru því fimm og við teljum okkur mjög rík.“ Hefur konan jn’n tekið þátt í starfinu með þér? „Jú, hún hefur hjálpað mér mikið, t.d. í sambandi við sálmana því að ég les engar nótur. Hún finnur því Iögin fyrir mig. Þegar ég er mikið að heiman þá er hún við símavörslu en það er oft mikill erill. Stundum er hún meira að segja búin að leysa málin þegar ég kem heim. Það hjálpar heilmikið." Hefur henni þótt það sjálfsagt? „Það held ég. Hún var orðin vön kirkju- starfi áður en ég náði í hana. Byrjaði að syngja í kirkjukór þrettán ára gömul." Söngurinn er mitt háifa líf Gefst þér tími til að huga að öðru en starf- inu? „Það er hverfandi lítið. Ég hef Ieyft mér að vera í karlakór og ég syng enn með gömlum Geysisfélögum. Einnig var ég mörg ár rótarýfélagi. Þetta er það eina sem ekki er tengt kirkjunni. Mér hefur verið boðið í ýmis félög en ég alltaf sagt nei því ég hef ekki tíma til að sinna slíku.“ Hefurðu þá sérstaklega gaman af söngn- um? „Söngurinn er mitt hálfa líf. Það hefur hjálpað að vera í kór, bæði upp á það að syngja við athafnir og tóna í messum.“ Það er talað um það hvað Birgir tóni fallega. „Ég er þakklátur fyrir það sem Guð gaf mér og mér finnst sjálfsagt að reyna að nota röddina öðrum til ánægju." Skiptir það ekki miklu máli fyrir presta að geta tónað fallega? „Mér finnst það. Hér á Akureyri var það hver presturinn af öðrum sem það gat. Séra Friðrik Rafnar var ágætur söng- maður, séra Pétur Sigurgeirsson hafði fallega rödd og Kristján Róbertsson var mjög góður tónari. En auðvitað geta ekki allir sungið og þá er bara að mæla fallega fram.“ Prestnr í 44 ár En hvað með önnur áhugamál? „Þau hafa takmarkast mikið af starfinu. Ég hef eiginlega aldrei tekið mér fullt sumarfrí. Hef verið sóttur í frí ef upp hef- ur komið dauðsfall og það er erfitt að segja nei í slíkum tilfellum. En þetta fer að styttast. Ég er búinn að vera prestur í 44 ár. Hér á Akureyri frá 1960. Þetta hef- ur verið ákaflega ánægjulegur tími en líka oft mjög erfiður. Það erfiður að stundum hef ég haldið ég að ég gæti ekki gengið í gegnum það sem ég þarf að ganga í gegn- um. Það er þó alltaf svo að maður fær hjálp. Mér er gefinn styrkur sem ég á ekki sjálfur." Hvað er það sem tekur mest á? „Það er Iangsamlega erfiðast þegar lítil börn deyja eða fólk á besta aldri. Það tek- ur virkilega á mann og stundum er ná- lægt því að ég brotni. Hjónaskilnaðir eru líka mjög erfiðir. Ég finn til með börnun- um sem lenda í því að missa öryggið sem þau hafa haft. Ég man eftir lítilli stúlku í sunnudagaskóla rétt fyrir jólin. Hún tók í hendina á mér og sagði: „Ég veit ekkert hvar ég á að vera um jólin." Þá var hún send á milli og foreldrarnir ekki búnir að ákveða hvar hún ætti að vera. Þetta hlýt- ur að vera alveg skelfilegt fyrir börn.“ Varö prestur sex ííiiium eftir kandidatspróf Hvenær ákvaðstu að verða prestur? „Þegar ég var í menntaskóla. Ég hafði hugsað mér að verða náttúrufræðingur en í fimmta bekk urðu í skólanum mikil átök um trúmál og við vorum nokkrir sem skipuðum varnarsveit fyrir kirkjuna og kristindóminn. Það leiddi til þess að ég tók þessa ákvörðun." Fannstu þá sterkt fyrir trúnni? „Já. Mig langaði mikið til að reyna að leggja mitt lóð á vogarskálina. Ég var samt mjög kvíðinn yfir hvort ég ætti að leggja út í þetta. Ég var feiminn sem ung- lingur og hélt ég ætti aldrei eftir að geta staðið upp og haldið ræður yfir fólki. En það hefur rjátlast af mér með aldri og æf- ingu. Það er ekki annað hægt í þessu starfi því maður er talandi ákaflega oft. Þetta eru sjálfsagt einar tvö hundruð ræður sem ég sem á ári og það er ekki alltaf mikill tími til að semja. Einu sinni kom það fyrir mig á jólum að ég hafði ekki tíma til að semja allar ræðurnar. Ég fór þá upp í prédikunarstólinn og sagði að nú hefði það hent mig sem kæmi fyrir skákmennina, að falla á tíma. Fólk yrði að taka viljann fyrir verkið." Sástu sjálfan þigfyrir þér sem prest? „Þegar ég fór í guðfræðina var ég búinn að ákveða að verða prestur. Ég Iauk prófi 31. janúar og 1. febrúar var ég orðinn prestur og kominn á laun. Sex klukkutím- um eftir að ég lauk prófinu. Ég byijaði á Æsustöðum í Langadal og var þar í rúm- lega sex ár. Fór þá í Laufás i Eyjafirði og „Ég lauk kandídatsprófi 31. janúar og 1. febrúar var ég orðinn presturog kominn á laun. Sex klukkutímum eftir að ég laukprófinu. “ var í eitt og hálft ár og þá til Akureyrar. Það var 1960. Hér má ég vera til ágúst- loka 1999. Þá verð ég orðinn sjötugur og á að hætta. Það er miðað við mánaðarlok- in í afmælismánuðinum. Minningarnar úr þessum þrem prestaköllum eru ákaf- lega Ijúfar." Guð sagði: „ Bíddu.“ Þú gekkst í gegnum prestkosningar áður en þú hófst störf á Akureyri. „Ég sótti um Akureyri árið 1954 eftir að hafa verið sveitaprestur í eitt ár. Mig langaði mikið til að komast heim. Hér var allt mitt fólk. Við vorum fimm sem sótt- um um, allir tengdir Akureyri. Þegar talið var upp úr kössunum kom í ljós að mig vantaði 20 atkvæði til að vera jafn efsta manni. En 1960 var prestakallinu aftur slegið upp og þá komst ég að. Þegar ég fór að starfa í þessu stóra prestakalli sá ég að það hafði verið óðs manns æði að sækja um 24 ára gamall eins og ég hafði gert. Sfðan þá hef ég alltaf þakkað Guði fyrir að hafa fallið í fýrra skiptið, JÉg er viss um það að hann sagði við mig bíddu.“ Er ekki mikið að gera hjá prestum t þetta stóru prestakalli? „Það er oft kapphlaup við tfmann. Jafn- vel á nóttum erum við kallaðir að dánar- beði til að hafa bænastund við andlát. Þetta er ákaflega verkmikið prestakall. Svo er það náttúrulega þannig að ég er aldrei fullkomlega sáttur við sjálfan mig. Það er margt sem undan dregst því að maður hefur ekki nægan tíma.“ Ntí ertu þekktur fyrir það að segja sögur af skemmtilegum atvikum sem hafa hent Þ'g- „Ég held það sé ríkt hjá prestum að sækjast eftir einhverju léttu. Það er nógu margt sem hvílir á þeim og þrúgar. Það er nauðsynlegt að finna eitthvað skemmti- legt með. Það er gott að geta slegið á létta strengi og margir prestar hafa verið snillingar í því. Ég er alveg viss um, að það skiptir fólk máli, að sjá presta í því hlutverki líka. Mér finndist það synd ef prestur er alltaf alvarlegur og með hálf- gerðan sútarsvip þegar hann er að flytja fagnaðarerindi." Við Pétux vorum sem eiim maður Það er margt sem situr eftir frá þessum árum. „Já, og það væri hægt að skrifa heilu bækurnar um það.“ Nú er gamall starfsfélagi að gefa út æviminningar, séra Pétur Sigurgeirsson fyrrverandi biskup, er ekki gaman að lesa bókina hans? „Það er gaman að rifja ýmislegt upp. Okkar leiðir lágu náttúrulega mikið sam- an og okkar samstarf var með eindæmum gott. Það stóð yfir í rúm tuttugu ár. Við vorum sem einn maður.“ Hefur það einhvern tímann hvarflað að þér að setjast niður og skrifa æviminning- ar? „Ég held ég leggi ekki í það.“ En ef yrði hringt í þig og þú spurður hvort þií vildir ekki setjast niður með góð- um skrásetjara. Hvert yrði svarið? „Maður veit aldrei sína ævina fyrr en öll er. En ég ráðgeri það alls ekki.“ Hefur þig aldrei langað til að verða bisk- up? „Nei, það hefur verið skorað á mig að gefa kost á mér í vígslubiskupsembættið en ég hef alls ekki viljað fara í það. Ég hef verið mjög ánægður með mitt hlut- skipti og ekki viljað skipta.“ Sautján giftingar á einni viku Hvemig var það fyrir ungan prest að taka við þetta stóru prestakalli og hafa strax mikið að gera? „Fjölskyldan tók því furðanlega þótt ég sæist lítið heima. Einu sinni var ég kall- aður út á aðfangadagskvöldi frá fjölskyld- unni. En ég var svo lánsamur að eiga góða tengdaforeldra og þangað gat ég keyrt íjölskylduna þegar þess var óskað. Það bjargaði miklu. Ég er viss um að hjá mörgum prestfjölskyldum er þetta erfitt hlutskipti. Meira að segja er það þannig að sumir prestar færast undan því að vinna prestverk jóladagana. Telja sig þurfa að vera með fjölskyldunni sem er að mörgu leyti mjög eðlilegt." Hvernig verður jólahátíðin hjá þér í ár? „Ég er boðinn til dóttur minnar á að- fangadagskvöld þegar ég er búinn að messa. Þetta verður síðasta messan mín klukkan sex á aðfangadegi. Annars eru þetta messur og skírnir en engar giftingar þetta árið. Það er nefnilega breytt frá því sem var. Ég var einu sinni með sautján giftingar frá aðfangadegi og fram á gaml- ársdag. Þá var Iíka verið að veita afslátt vegna stofnunar hjúskapar og það vildu margir nýta sér þennan afslátt. Ég gifti sex hjón á gamlársdegi. Það var biðröð." Þakklátur Guði fyrir góða heilsu Hvað er þér efst í huga fyrir þessa jólahá- tíð? „Það er að koma öllu af sem ég þarf að gera. Mér hefur tekist það hingað til því ég hef verið við góða heilsu og er ákaflega þakklátur fyrir það. Ég hef ennþá nánast óskert starfsþrek þó ég sé með sykursýki og hátt kólesteról. Það er ekkert til að hafa orð á. Ég hef notið þess að geta unnið geysimikið og það er ekki mér að þakka. Það er Gúðs gjöf.“ — hbg Séra Birgirásamt eiginkonu sinni Sumarrós Garðarsdóttur. „Hún hefurhjálpað mér mikið, t.d. ísambandi við sálmana því að ég les engar nótur. Hún finnur því lögin fyrir mig. Þegar ég er mikið að heiman þá er hún við símavörslu en það er oft mikill erill. Stundum er hún meira að segja búin að leysa málin þegar ég kem heim. Það hjálpar heilmikið."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.