Dagur - 20.12.1997, Side 16

Dagur - 20.12.1997, Side 16
32 - LAUGARDAGU R 20. DESEMBER 1997 LÍFID í LANDINU L JÓHANNESAKSPJALL w H '%Us, ';yí#ss> H H SMSiSíáSÍÉi^ Mont er allt í nýlegri könnun sem gerð var um viðhorf ferða- manna um Norðurland til staða og fyrir- bæra á svæðinu kom ýmislegt at- hyglisvert fram. T.d. var spurt hvað ferðamönn- um væri efst í huga varðandi Þingeyjarsýslur. Þeir minntust í því sambandi m.a. á úrvalsbæ- inn Húsavík, hið heimsfræga Mývatn, náttúrufegurð og dýrð- arverk skaparans eða Óðins, Ás- byrgi. Og síðast en ekki síst var ferðamönnum ofarlega í huga í sambandi við Þingeyjarsýslur, fyrirbærið mont. Mngeyskt mont?? Mont er um margt merkilegt fyrirbæri. Samkvæmt orðabók- inni þýðir orðið mont m.a. að vera hreykinn, yfirlætisfullur, grobbinn, upp með sér, státinn og drýldinn. Þetta allt ku Þing- eyingar hafa verið, gott ef ekki um aldir alda, og eru samkvæmt dómi ferðamanna enn. Nú má auðvitað spyrja hvort ástæða þess að ferðamenn nefna mont í umræddri könnun sé fyrst og fremst sú að þeir hafi alltaf heyrt talað um þingeyskt mont, eða hvort þeir hafa upplifað það sjálfir á ferðum sínum um sýsl- una. Og þá væntanlega í sam- skiptum sínum við innfædda þjónustuaðila, afgreiðslumeyjar í sjoppum og grillmeistara skyndi- bitastaðanna. Það kemur ekki fram í könnuninni. En eftir að hafa kannað málið óformlega með viðræðum við ferðamenn, þá hafa þeir ekki sérstaklega kvartað yfir óþolandi drýldni þingeyskra bensínsölumanna svo dæmi sé tekið. Það er sem sé þjóðsagan um þingeyska montið sem litar af- stöðu ferðamanna, fremur en að þeir hafa orðið áþreifanlega var- ir við fyrirbærið á ferðum sínu. Sæmandi sannleikur Mont er um margt merkilegt fyrirbæri. Það hefur verið skil- greint á ýmsa vegu en yfirleitt með neikvæðum formerkjum þó. Það er skammaryrði að segja að einhvem sé montinn. Og þannig hafa menn sproksett sóma landsins, Kristján Jóhannsson, og uppnefnt hann Monterotti. Aðrir, og þar á meðal Þingeying- ar flestir, skilgreina það svo að mont sé „að segja þann sann- leika um sjálfan sig sem sómi er að.“ Líkast til gildir það sama um mont eins og fegurðina, það er í augum sjáandans. Menn stimpla yfirleitt ekki sjálfa sig sem montna, það eru aðrir sem gera það. Mont-stimpillinn er með öðrum orðum afleiðing minni- máttarkenndar stimplarans. Yfir- burðamenn og afreksmenn eru yfir höfuð ekkert að hreykja sér lítt grobbnir af afrekum sínum. Þau tala sjálf þeirra máli. Undir- málsmenn aftur á móti, sem finna sig smáa í samanburðin- um og knúna til að niðurlægja þá sem þeir í raun líta upp til og upphefja þar með sjálfa sig í eig- in augum, gera það m.a. með því að að klína montstimplinum á viðkomandi. Víða loft Og þar er komin ástæðan fyrir þjóðsögunni um mont Þingey- inga. Fyrir og um aldamótin síð- ustu voru Þingeyingar sem sé fremstir meðal jafningja hér á landi á mörgum sviðum. I stjórnmálum, skáldskap, versl- unarmálum og menningarmál- um almennt. Það kemur hins- vegar hvergi fram að þeir hafi sérstaklega verið að setja sig á háan hest vegna þessa. Þeir létu hins vegar til sín taka í krafti þekkingar sinnar og yfirburða. Og þeir sem fundu til smæðar sinnar í samanburðinum, snér- ust til varnar eigin sjálfsímynd og sköpuðu þjóðsöguna um þingeyskt mont. Nú skera Þingeyingar sig ekkert sérstaklega úr hvað hæfi- Ieika eða getu varðar á tiltekn- um sviðum, a.m.k. engar fyrir- Iiggjandi rannsóknir sem styðja slíka kenningu. En þjóðsagan lifir sjálfstæðu lífi. Og þess vegna fara ferðamenn um hér- aðið og hitta hógværa bensín- sölumenn og prúðar pylsusölu- stúlkur og fara svo heim og segja að Þingeyingar séu montnir. Egill Jónasson, eitt af þjóð- skáldum Þingeyinga, var eitt sinn spurður að því hvort Þing- eyingar væri montnari en aðrir menn, og svaraði þannig: Þingeyskt mont er orðað oft, okkur þetta lítið skaðar. Mérfinnst vera Itka loft, en lyktarverra - annarsstaðar. Jóhannes Sigurjónsson skrifar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.