Dagur - 20.12.1997, Síða 17

Dagur - 20.12.1997, Síða 17
 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997- 33 KÓN GALÍFIÐ Bók KittyarKelly um bresku konungsfjöl- skylduna hejursetið í toppsæti bandaríska metsölulistans alltfrá útkomu bókarínnarí september. Þarer margt krassandi að finna. Eftir lesturinn ætti ekki að koma neinum á óvart að bókin fæst ekki útgefin í Bretlandi því ímynd konungsfjölskyldunnar bíður verulega hnekki í meðför- um Kitty Kelly. Talsmenn kon- ungsfjölskyldunnar segja bókina hinn versta Iygaóhróður en þess má geta að Anthony Holden, sérfræðingur í málefnum kon- ungsfjölskyldunnar, sem hér var staddur á dögunum, sagði að- spurður við blaðamann Dags að í öllum aðalatriðum færi Kelly rétt með staðreyndir. Kelly ræddi við um 800 manns fyrir samningu bókar sinnar og þar koma fjölmargir fram undir nafni. Heimildar- mennirnir hafa margir hverjir komið sér í klípu með lausmælgi sinni og munu því ekki framar komast í tedrykkju í Bucking- hamhöll. Einhverjir þeirra reyna að klóra í bakkann og harðneita að hafa veitt Kelly áheyrn en frúin veifar upptökum af sam- tölunum máli sfnu til staðfest- ingar. Bókin er eins og besta sápu- ópera og ætti að halda lesendum sínum við efnið. Þarna opinber- ast ástir, svik, siðleysi og óbæld hégómagirnd konungsfjölskyld- unnar, ásamt nísku og hroka. Eigi að marka frásögn Kelly er breska konungsQölskyldan, með örfáum undantekningum, sam- ansafn nær óbærilega leiðinlegs fólks. Sinnulaus móðir og lauslátur faðir Elísabet, móðir núverandi Eng- Iandsdrottningar, fær einna skástu umsögnina þrátt fyrir að hún sé talin drykkfelld, gefin fyrir veðmál og haldin kynþátta- fordómum. Henni er lýst sem fjörugri og viljasterkri konu sem alla tíð hafi verið snillingur í að markaðssetja sjálfa sig og fjöl- skyldu sína. Hún er sögð hafa viljað giftast hertoganum af Windsor en sætt sig við hinn lítt burðuga bróður hans Georg, sem fyrir gráglettni örlaganna Elísabet og Filippus. Hún er skyldurækin þjóðhöfðingi sem vanrækti börn sín og hann er kvennabósi sem á börn utan hjónabands. varð konungur þegar hertoginn fórnaði konungdæminu fyrir konuna sem hann elskaði. Elsta dóttir Elísabetar, Elísa- bet II Englandsdrottning, er að sögn meinlaus og velviljuð kona sem alla ævi hefur liðið fyrir menntunarskort sinn. Sem dæmi um þekkingarleysi hennar má nefna að þegar hún komst til vits og ára taldi hún Dante vera hest. Hún er skylduræknin upp- máluð og ætlar öðrum að vinna jafnvel, en mannleg samskipti eru henni ofviða og hún hefur að sögn meiri áhuga á hestum og hundum en börnum sínum. Eiginmaður hennar, Filippus, þjáist af vanlíðan vegna niður- lægjandi stöðu sinnar sem drottningarmaður enda gegnir hann engu hlutverki öðru en að ganga á eftir konu sinni við op- inberar athafnir. Hann er sagður hrokagikkur sem kann hvergi betur við sig en í hópi fagurra kvenna. Astarævintýrin munu vera allnokkur og í bókinni er fullyrt að hann eigi börn utan hjónabands, en óvíst er hversu mörg. Meðal ástkvenna hans er sögð vera móðir Fergie. Enn- fremur er ýjað að því að Filippus hafi á sínum yngri árum skotist upp í rúm með karlmönnum, en það er siður sem fullyrt er að yngsti sonur hans, Játvarður, Karl. Hann álasar foreldrum sínum fyr/r að hafa ekki sinnt sér og þoldi ekki eig- inkonu sína sem hann sagði vera athyglissjúka. ) i<<bf íy go i ni* stundi af miklum móð. Játvarð- ur, á að sögn í hagkvæmnissam- bandi við Sophie Rhys Jones, til að fela raunverulega kynhneigð sína. Fantar með kórónur Krónprinsinn Karl var uppburð- arlaus og viðkvæmur drengur sem fór á mis við umhyggju for- eldra sinna og hefur aldrei getað fyrirgefið þeim vanræksluna. Vansældin virðist fylgja honum. Hann telur sig vera misskilinn og fellur öðru hvoru í djúpa sjálfsvorkunn. Hann kennir föð- ur sínum um að hafa neytt sig í ástlaust hjónaband og eyddi nóttinni fyrir brúðkaup sitt í örmum Camillu. Á hjóna- bandsárum sínum þjáðist hann af öfund í garð eiginkonu sinnar sem hann sakaði um að stela frá sér sviðsljósinu og sagði vera at- hyglissjúka. Þegar Díana bauð honum sættir hafnaði hann boð- inu og sagðist ekki geta hugsað sér að búa með henni lengur. Dfönu prinsessu er lýst sem vingjarnlegri og geðugri stúlku sem ekki hafi þolað álagið og kaldlyndi Ijölskyldunnar. Hún á að hafa líkt fjölskyldunni við mafíuna. „Eini munurinn er sá að þessir fantar bera kórónur,“ sagði hún. Heimildarmönnum ber saman um að konungsfjölskyldan þjáist ' -'I'L’.S cr - I. u in. j A'irOií I ) af nísku en Díana var ákaflega gjafmild. Hún fór aldrei í mannamun og eiginmaður hennar er sagður hafa horft stjarfur á þegar hún faðmaði og kyssti þjónustufólkið á heimili þeirra. Konungsfjölskyldunni þótti nokkuð skorta á sjálfsaga í fram- komu Díönu en varð fyrst skelf- ingu Iostin þegar Fergie tók að baða sig í sviðsljósinu. Fjölskyld- an tók fljótlega að líta á Fergie sem vandræðagrip enda var líf og fjör hvar sem hún drap niður fæti, en slíkt er ekki talið æski- legt í konunglegu umhverfi. Sagt er að þegar Filippus vilji i.i i <m: r . i ii i ■ i V-'i. rV koma drottningunni til að hlæja taki hann upp símann og segi: „Hvað? Ertu að segja að vörubíll hafi ekið yfir Fergie?“ I bók Kitty Kelly fær Fergie þá einkunn að vera sólgin í mat, kynlíf og kókaín og er sögð eyða 5,7 milljónum á mánuði. Þrátt íyrir þessa galla hefur hún það framyfir aðra í fjölskyldunni að vera hnyttin og iðandi af fjöri. Af framansögðu ætti að vera ljóst af hverju bók Kitty Kelley fæst ekki útgefin í Bretlandi. Og það sem hér hefur verið sagt er einungis brot af þvf slúðri sem finna má í þessari bráðskemmti- legu bók. ■ ft.líl . 11)11 < . -]<0/( 1,1 ., >Mu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.