Dagur - 20.12.1997, Page 19

Dagur - 20.12.1997, Page 19
LAVGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 - 3S LIFIÐ I LANDINU Fluguveiðar að vetri (49) Fluguveiðar á jólaföstu! Flugnahöfðinginn og Lómagnúpur. lega pökkuð meðan jólaljósin frá þjóðvegasjoppum stirna á hjarni og Ijóma í sveitaþorpum sem ekið er framhjá. Við KJaustur er aðventan greinileg: ártalið 1997 upplýst í hlíðinni og langa leið gegnum myrkrið lýsir jólaserían á bensínstöðinni. Ljóskastarinn sem varpar keilu upp í gilið sýnir að stolt staðarins, fossinn sem fellur fram með ljúfu hjali á sumrin, er nú vatnslaus. Við erum í veiðitúr. Að fanga fiska á filmu - og flugu, ef einhverjir eru á sveimi. Landið er hvítt, vatnið svart. Sjóbirtingarnir sem komu í haust eru að helga sér ból. Bún- ir að nudda sér og aka við botn- inn svo stórsér á sporðum, komnir í gegnum roðið við stirtl- una af því að að sópa möl og fægja, goggarnir lúnir af núningi við grjót. Þetta er jólatiltektin. Allt svo hrogn og svil fái skjól þegar stóra stundin rennur upp. A grunnri lygnu í læk í skorningi er stillilogn, ekkert hreyfist eins og hvalir með haus, svo bak og svo sporð, taka dýfu og eru komnir í kaf, en eftir ekkert nema hringur á köldum vatns- fletinum. Hausar og sporðar á hægri siglingu, stöku skvetta. Og svo stekkur einn og hlunkast niður. Það er hátíð í bæ hjá sjó- birtingum. Þeir hlýða kalli nátt- úrunnar. Lifað af landinu Nokkru ofar við annan læk sem rennur í einkaeigu standa menn með stöng og byssu. Húsönd Iiggur \ið stein og býður ein- hverjum sælkera gleðileg jól með lífi sínu. Silfurbjartur geld- fiskur af sjóbirtingakyni hefur glapist til að taka hjá stráknum í hópnum og kominn til andar- innar. Svo kippir annar í, rýkur af stað, og rýfur sig lausan. „Það væri skrítið ef maður mætti ekki lifa af landinu," segir sá með hattinn, „maður gæti þá alveg eins snúið aftur til Noregs11, og Siguður Páisson flugnahöfðingi, Þórarinn í Samveri og Páimi Gunnarsson. nema tvö silungabök með ugg- ana uppúr þar sem þeir iða yfir mölinni. Svo taka þeir á rás, ýta á undan sér öldu um leið og þeir skjótast niður í dýpri hyl. A breiðu neðan við eru stórir drjól- ar á hægu sundi, koma uppúr Hunds- lappadrífa og brak á ísum, hmt hraun og sandar sem áðurvoru svartir- í köldum dimmum hyljum blómstrar ást- in. Ogfluguveiðar á jólaföstu! Það er snjómugga og úfnir hraunhryggir hverfa smátt og smátt í hvítan jólakjól. Kaldur lækur liðast milli bakka, svartur í síðdeginu. Bjartir jökulheimar verða þyngri á brún þegar húm- ar, en sandarnir sunnan við hraun renna saman við sjó í móðu. Fótspor liggja fram á bakkann og þarna kúldrast menn úti í vatninu þar sem grynnist. Þeir eru að kynna sér ástarlíf fiska. Veiðitúr í jólaljósum Það er eitthvað undarlegt við það að hlaða bílinn stöngum og úlpum með flugnaboxin vand- þeir kasta fyrir geldfiskana sem halda sig þarna, fjarri ástarlífs- glauminum neðar í hrauninu. Skyggnst undir yfirborðið Þeir sem þar standa úti í á með kapla, græjur og myndavél sem skyggnist undir yfirborð eru Pálmi Gunnarsson og Þórarinn Agústsson í Samveri að taka meira efni í sjónvarpsþætti sína um veiði og veiðimenn. Sigurður Pálsson sjóbirtingaráðgjafi og flugnahöfðingi er álengdar með alvæpni ef hann skyldi gefa sig til að taka fluguna fyrir myndavél. Nú er sumarið liðið með Iaxa- stökkum, haustið með bleikju- boðaföllum og vetrarbyrjun farin hjá með sjóbirtingalátum. Flugu- veiðar á jólaföstu felast í að leita uppi silfurbjarta geldfiska sem geta brugðið við því sem kastað er út. Eða finna hina til að mynda, þá sem nú eru dökkir á kvið og tilbúnir að viðhalda stofninum. Myndavélin færist nær parinu sem Iiggur undir bakka og er loks komin alveg að því. A skjánum sést þegar hæng- urinn lætur vel að elskunni sinni, þau eru alveg undir bakkanum og iða fram og aftur og stundum sést ekkert nema sporður undan steini, stundum sést allt í fullri stærð og djúpum bláma eins og þarna sé „live“ show fyrir augum heimsins. Þau eru alveg upptek- in. A mwdband líka. Eins og strútar Sigurður þekkir þessa fiska og segir þá Ijósfælna. En núna er dimmt yfir og áhugamálið krefj- andi. En um Ieið og kemst styggð að þeim fer torfa á rás, brunar niður í hyl og leggst und- steini eða bak á sjóbirtingi sem er búinn að þröngva sér niður f smugu og sést varía í. Svona fela þeir sig Íangtímum saman. Þeir hljóta að hægja á líkamsstarf- seminni því vatnið rennur varla í þessum „skápum“ eins og Sig- urður kallar felustaðina. Flugur Þar sem stórfiskarnir bylta sér og stökkva í hríðinni fara flug- urnar út. Það þarf að brjóta úr stangarlykkjum þegar frýs og kappklæðast. En um leið og hlýnar andartak fá flug írnar að kenna á því, fiskarnir þrífa í þær! „Fluguveiðar á julaföstu," hlægja menn og finnst átt jafn fáránlegt, en þetta eru fiskar sem fá líf. Þeir eru bar.: þátttak- endur í náttúrulífsmynd, eitt andartak, og eru látnir ‘ausir til að taka þátt í stórmyni. náttúr- unnar sjálfrar, sem sýnt er fyrir fullu húsi jökla, sanda, eld- hrauna og snjótittlinga undir norðurljósum þegar dimmir. Stutt þar frá sem bensínstöð bíður jóla. Þessir þrír vilja „iifa af landinu “ eins og þeir segja - endur og fiskar i færii Pálmi og Þórarinn mynda ástarlíf fiska: al- veg inn undir bakkanum var par að at- hafna sig. ir klett. Svo taka þeir sig til, þessir líka boldángsfiskar og troða sér hægt og hægt inn í gjótur í hraunbotninum. „Þetta eru skáparnir þeirra," segir Sig- urður og kannast við kauða. Þeir fela sig í grjótinu, skríða inn í gjótur svo ekkert stendur út nema sporður. Leggjast jafnvel flatir til að koma sér fyrir og hreyfa sig ekki. „Hreyfa sig bara alls ekki," segir Sigurður um þá; oft hefur hann fylgst með svona háttalagi og líkir þeim \ið strút- inn sem stingur höfðinu í sand- inn. Við stöndum uppi á kletta- snös og horfum niður í hylinn. Hér og hvar glyttir í sporð undan

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.