Dagur - 23.12.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 23.12.1997, Blaðsíða 4
20-ÞRIÐJUVAGUR 23. DESEMBER 1997 D^r UMBÚÐALAUST Allt er svo gaman í dag. Menn láta sig jafnvel hafa það að borða skötu í dag til þess að reyna að finna með bragðlauk- unum djúpt í sér þann vott að þessari frumstæðu þjóð Islend- ingum, sem þar kann enn að leynast. I dag er hið íslenska karnival: þjóðirnar vítrast manni gjarnan á einhverjum einum degi. Brasilíufólk dansar sig rænulaust á sínu karnivali; Svíar reika þunglyndir um úti í skógi á sfnu midsommarfesti eða hópast múmíndýralegir kringum stórt bál; Danir hugga sig um svipað leyti; Kanar fara í fimbulskrúð- göngur á fjórða júlí; Frakkar ímynda sér að þeir séu með götuóeirðir á Bastilludaginn og fara út á göturnar til að rökræða við næsta mann. Og svo fram- vegis. íslendingar hafa Þorláks- messu. Og kaupa. * * * Og kaupa og kaupa. Þetta er há- tíðisdagur venjulega fólksins sem stundum þarf líka að hugsa um. Hann er fyrir þá sem ein- hverja eiga að, þá sem eiga fjöl- skyldur, þá sem hafa mánaðar- kaup, þá sem árið um kring eru í vinnu á daginn og í sjónvarps- vímu á kvöldin, fara í kringluna á Iaugardögum og bíltúr með brauðskothríð á endur á sunnu- dögum - í dag er þetta fólk frjálst og getur þjónað sinni lund. Og þetta gerist: Verslunar- götur kaupstaða landsins fyllast af kátu fólki, sumir eru trylltir til augnanna og eiga eftir að gera svo margt, aðrir eru með blíðleg augu þó þeir eigi eftir að gera veita vor og yndi um miðja vetr- arnótt. Það er vor og yndi sem okkur langar í. Jafnvel þótt ein- hver gæfi okkur gervitungl yrð- um við ekki hótinu sælli þótt við kynnum að segja: en gaman, einmitt það sem mig hefur alltaf vantað. Sumir mæla til fólksins strengilega um raunverulegt inntak jólanna og segja okkur hversu villuráfandi við séum í kaupæði og efnishyggju. Ekki hlusta á þá! Þeir vita ekki að raunverulegt inntak jólanna er þetta: Aldrei er vindlakassinn jafn töfrandi og á aðfangadagskvöld, aldrei er bindið jafn skartandi, aldrei er náttkjóllinn jafnmjúkur og úrið jafn undursamlega rétt; aldrei virðist bókin geyma jafn undursamlega visku eða ómót- stæðilegar einkalífsjátningar; dúkkutetur lifnar til iífsins, pley- móbíl hreyfist í leik, joggingaíli brakar nýr - og þessir hlutir eru allir svo fínir vegna þess að ein- hver annar hefur gefið okkur þá. Frá öllum þessum hlutum stafar hugsunum sem vefjast saman við slikjubirtuna frá jólatrénu og við erum södd og við erum sæl og það skiptir engu máli þó að þeir dofni á jóladag og dofni enn á annan og gráni á gamlárskvöld og séu orðnir hélugrá þing á þrettándanum; þeir hafa lokið sínu hlutverki þá, vegna þess að þeir eru einskærir hlutir, þeir eru bara tákn sem skipta engu máli í sjálfu sér og inn í skáp með þá. * * * Því jólin eru ekki bara ákall til ljóssins og tákngerving sólar- innar. Þau eru ákall okkar hvert til annars og sameiginlegt ákall okkar allra um merkingu í heim- inn, samræmi og reglu og líkn. „Það er kaupskapurinn sem sameinar hjörtun, það er Mammon, það er dansað blygðunarlaust kringum gullkálfinn og það er leyfilegt á þessum eina degi, “ segir greinarhöfundur meðal annars. svo margt, krakkar og unglingar rangla um í hópum og eiga að gera svo margt; hjón til margra ára leiðast; menn hittast; heils- ast; þvælast. Það ríkir alvöru þjóðasátt um að eyða sem mest- um peningum í sem mesta vit- leysu. Það er kaupskapurinn sem sameinar hjörtun, það er Mammon, það er dansað hlygð- unarlaust kringum gullkálfinn og það er leyfilegt á þessum eina degi. Mánaðarlaunin fjúka og þau næstu líka og febrúarlaunin svo eftir því sem ferðum sleðans fjölgar yfir margpressað/blessað kortið - eyðslan öll, þessi gengd- arlausa og dásamlega óskynsam- lega eyðsla sem færir okkur enn einu sinni heim sanninn um að peningar eru hér á landi afl þeirra hluta sem ekki skal gera - allt þetta bruðl er sökum þess að allir eru að gleðja aðra. Reyna að uppfylla óskirnar, sem auðvit- að tekst aldrei vegna þess að í rauninni langar okkur ekkert í nýja brauðrist, nýtt eldhúsrúllu- statíf eða yfirleitt þetta dót sem við dengjum ofan í kjöltuna hvert á öðru; það er bara eitt sem okkur Iangar og aðeins ein ástæða fyrir því að við erum að þessu brölti öllu: okkur langar til þess að sólin skíni á okkur. * * * * Og blómstrið það á þrótt, að GUÐMIJNDUR ANDRI THORSSON SKRIFAR Inntak j ólanna Menningarvaktm Gamalt hús fær nýtt líf Það var hátíðleg stund á föstu- dag þegar gestum var boðið að koma og sjá gamla Iðnó, nýupp- gert, og horfa enrr einu sinni á sjónleik í því góða húsi. 1 stuttu máli er endurgerð Iðnó menningarviðburður í borginni. Sem kostar að vísu morð fjár, en það kostar klof að ríða röftum. Eins og mjög ræki- lega kom fram við athöfnina á föstudag er saga þessa húss í menningu landsins svo rík að ekki er um neitt annað að ræða en halda því við og reka með reisn. Gamli salurinn er nú að lík- indum fegurstur sala á íslandi. Það var mál manna á föstudag, þeirra sem hörðu augum. Þarna var hver silkihúfan upp af annarri, fólk sem fer víða í boð, og ætti manna gerst að vita hvar listrænt sjónarspil í byggingarlist rís hæst hér á landi. Matsalur Ræður voru fluttar og skálað í sal á efri hæð, sem í framtíðinni verður matsölustaður undir stjórn þess manns sem stóð glottuleitur úti undir vegg: Rún- ars Marvinssonar. Það er spá menningarvaktar að þarna verði eftirsóttasti matstaður borgar- innar á næstu misserum, slíkt er andrúmsloftið innan dyra og út- sýnið yfir Tjörnina. Ekki sést enn hvort Rúnar stefnir á sams konar innréttingar og á sínum gamalgróna stað, líklega væru Þung ábyrgð hvílirá þeim semfara með menningarlega stjóm Iðnó. einfaldari og stílhreinni skreyt- ingar meira við hæfi Iðnó í nú- verandi mynd. Leiksalurinn niðri heimtar látlausan „eleg- ans“ uppi. En þetta verður „enginn maður með mönnum nema þar hafi snætt“ staður næstu missera. Leiksalur Gamli salurinn er hreint út sagt stórkostlega vel úr garði gjör af hálfu þeirra sem um sáu. Þung ábyrgð hvílir á þeim sem fara með menningarlega stjórn stað- arins að sjá um að þarna verði nægt og gott framboð af menn- ingarviðburðum við hæfi þessa salar. A ekki að gera sömu kröfu til þeirra listamanna sem fram koma og hinna sem luku um- gjörðinni? Þá verður nú aldeilis gaman að lifa í Reykjavík! Dómínó Fyrsta verkefni í nýju lðnó var að draga gamla LR úr skel sinni og flytja Dómínó Jökuls Jakobs- sonar niðureftir. Sérlega vel til fundið. Sýningin var einkar vel heppnuð. Leikritið er flott og flutningur allur og leikstjórn til fyrirmyndar. Útkoman varð sýn- ing sem í minnum verður höfð. Sem betur fer var Sjónvarpið á staðnum og festi á band, áhorf- endum er bent á að taka frá tvær og hálfa klukkustund í byrj- un nýja ársins til að njóta. Aldarsaga Samtímis þessum merkisvið- burði kemur út „Aldarsaga" Leikfélags Reykjavíkur eftir Þór- unni Valdimarsdóttur og Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðinga. Við fyrstu sýn er þar blússandi LR rómantík í giæsilegu broti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.