Dagur - 23.12.1997, Blaðsíða 6
Jólin hafa alltafveríð mikil
híóhátíð ogsamkvæmt venju
erufrumsýndar margar
gæðakvikmyndirumjól og
áramót. Sýningarhófustþó á
nokkrumjólamyndanna fyrr
í mánuðinum en samkvæmt
Aleinn heima 3
Kvikmyndirnar um strákinn sem
skilinn er eftir aleinn heima hafa
notið vinsælda hér á landi sem ann-
ars staðar. Þegar hefur verið frum-
sýnd þriðja m>Tidin í þessum flokki
og nú með nýjum leikurum. Ungur
drengur, Alex D. Linz, leikur hinn
úrræðagóða Alex Pruitt sem enn á ný
stjórnar heimilinu og næsta ná-
grenni. Að þessu sinni hefur alþjóð- '
legur bófaflokkur komið sér fýrir í
næsta húsi. Flokkurinn hefur stolið
leynikubbi úr tölvum varnamála-
ráðuneytísins og vill fá milljarða
dollara í lausnargjald. Alex bregst við
þessum glæponum á sinn einstæða hátt
og áður en yfir líkur hefur hann öll tögl
og hagldir.
Sýnd í Sambíóunum og Regnboganum.
Hermaðuriim Jane
Demi iVIoore leikur lautinant O’Neil sem
er í þjálfun hjá leyniþjónustu hersins.
O’Neil verður fyrsta konan sem valin er í
sérsveit og verður því að ganga í gegnum
gífurlega þjálfun. Hún er valin vegna
hugrekkis og hæfileika en þjálfunin er
erfið og aðeins helmingur þátttakenda
nær að komast áfram. Flestir búast við að
henni muni mistakast en stelpan er seig.
I síðasta hluta þjálfunarinnar reynir á
O’NeiI þegar yfirmaður hennar slasast al-
varlega í hernaðaraðgerð í Mið-Austur-
löndum. Það er í hennar höndum að
bjarga lífi samstarfsmannanna og ekki
sist hennar eigin. G.I Jane er enska heiti
myndarinnar og var hún frumsýnd í Iið-
inni viku.
Sýnd í Laugarásbíói og Stjörnubíói.
raðkvænis og segir frá ungri stúlku í leit
að föður sínum. Hún ratar í margvísleg
ævintýri á leiðinni og inn í söguþráðinn
fléttast pabbar, mömmur, hálfsystur, hálf-
bræður, hálfpabbar, hálfmömmur, næst-
umþví frænkur, gamlir pabbar og nýjar
mömmur. Með aðalhlutverk fara Berg-
þóra Aradóttir 11 ára, Freydís Kristófers-
dóttir 12 ára, og Bryndís Sæunn Sigríður
Gunnlaugsdóttir sem er aðeins 2ja ára.
Bergþóra hefur þegar vakið verðskuldaða
athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinri Tár
úr steini. Stikkfrí er fyrsta kvikmynd sem
þær Freydís og Sæunn leika í.
Sýnd í Háskólabíói. og Stjörnubíói
Hreystimeimið Herkúles
Teiknimyndin um Herkúles hefur verið
sýnd í Sambfóunum frá því fyrr í þessum
mánuði. Sagan er gömul og klassísk en
umbúnaðurinn er það nýjasta frá Walt
Disney fyrirtækinu. Herkúles var sonur
Seifs, æðsta guðsins á Ólympusfjalli.
Herkúles var hreystimenni mikið og leysir
hverja þrautina af annarri. Hans örlög
urðu að berjast gegn hinu illa í heiminum
til að öðlast ódauðleika guðanna. Myndin
er sýnd með íslensku og ensku tali og er
sannkallað ævintýri fýrir alla fjölskyld-
una.
Sýnd í Sambíóunum.
Hið ósökkvandi Titanic
Fyrsta frumsýning komandi árs verður á
kvikmyndinni Titanic. Sögusviðið er hið
fræga skip Titanic sem fórst í jómfrúar-
ferðinni þann 15. apríl 1912. Um borð
voru 2.200 manns sem mættu örlögum
sínum í köldu Atlantshafinu eftir að skip-
ið hafð rekist á borgarísjaka. I þessari
mynd er skipið aðeins rammi utan um
sögu fjölmargra persóna, ríkra og fá-
tækra, sem örlögin leiða saman. Kvik-
myndin er öðrum þræði ástarsaga
k tveggja ungmenna sem hittast um
■ borð í Titanic. Hún er efnuð
B og dvelur á 1. farrými en
hann bláfátækur strákur á
3. farrými. Allt er gert til
að stía þeim í sundur en
ástin er sterkt vopn. Með
aðalhlutverk fara Leon-
ardo DiCaprio og Kate
■ Winslet sem eru meðal efni-
■i legustu leikara í heim-
inum í dag.
skólabíói,
Samhíóun-
Ö& um, I augai'-
áshíói og
SW? Borgarbfói a
yfirlitinu hérað neðan eiga
kvikmyndaunnendurí vænd-
um lífleg bíójól og ekki síðrí
bíóáramót. Hérerstiklað á
stóru íþvífjölbreytta úrvali
sem í boði er. Það erspenna,
það erdrama og það erhúmor
í nýjum kvikmyndum. Sem-
sagtgráturog hlátur.
Spiceworld
Síðustu fjögur ár hafa Kryddpíurnar náð
stigvaxandi vinsældum meðal ungmenna.
Það er því ekki seinna vænna að aðdá-
endur fái að sjá goðin sín í kvikmynd.
Spiceworld eða Kryddheimur heitir
myndin og lýsir nokkrum dögum í Iífi
Kryddpíanna. Inn á milli er svo blandað
lögum stelpnanna. Þetta er ekki heim-
ildamynd heldur leikin mynd með
handriti sem segir ákveðna sögu. I
sögunni skiptast á gleði og sorgir
hverrar Kryddpíu og fólksins í
kringum þær. Kryddpíurnar leika
aðalhlutverkin en ásamt þeim
koma fram margir þekktir leikarar
og poppstjömur. Þar má nefna
Roger Moore, Meatloaf, Elvis
Costello, Stephen Fry, Bob Geldof,
Elton John og Gary Glitter og
marga fleiri fræga og fýrrum fræga.
Kryddheimur verður frumsýnd með
pompi og pragt á annan dag jóla.
Sýnd í Regnboganum og Borgar-
bíó á Akureyri.
Nafn mitt er Bond
James Bond er enn á ferð í hasarfenginni
kvikmynd um þennan ástsæla spæjara úr
leyniþjónustu hennar hátignar. Atburða-
rásin fer af stað þegar bresku herskipi er
sökkt út af ströndum Víetnam. Hvers
vegna? Hershöfðingjar í austri og vestri
leggja höfuðið í bleyti en fátt er um svör.
Ósvarað er hvað skipið var að gera á þess-
um slóðum og hví var því sökkt af kín-
verska flughernum. Aðeins einn maður
getur komist að hinu sanna og það er
James Bond. Böndin berast að Elliot Car-
ver sem hefur höfuðstöðvar í Hamborg í
Þýskalandi. Það er Pierce Brosnan sem
leikur James Bond en aðrir aðalleikarar
eru Jonathan Pryce, Teri Hatcher og
Michelle Yeoh. Auðvitað er svo Desmond
Llewelyn sem hr. Q en þetta er 16. Bond-
myndin hans.
Sýnd í Sambíóunum og Háskólabíói.
íslenskt stikkfd
Stikkfrí heitir ný íslensk kvikmynd í leik-
stjórn Ara Kristinssonar sem frumsýnd
verður á annan í jólum. Fjallað er á gam-
ansaman hátt um fjölskyldulíf á tímum
Pierce Brosnan
þykir ná góðum
tökum á njósnara
hennar hátignar,
James Bond.
Starship
Troopers
Það er leik-
stjórinn Paul
Verhoeven sem á
heiður af þessari
spennumynd en
hann á að baki
nokkrar slíkar, svo
Basic Instinct
og Total Recall.
Starship Trooper
fjallar um unga
hermenn um
borð í geimskipi
sem eru í því
erfiða hlut-
verki að
verja jörð-
ina fyrir
geim-
ver-
um. Geimverurnar eru illar og ætla sér að
eyða öllu lífi á jörðinni. Helsta aðalper-
sónan er Johnny sem ekki er sérlega
ánægður með hlutskipti sitt og ætlar að
hætta í herþjónustunni. Þegar geimver-
urnar gera sína fýrstu árás á jörðina velja
þeir Buenos Aires sem er fæðingarborg
Johnnys. Fjölskyldu hans allri er útrýmt
og hann ákveður að berjast sem aldrei
fyrr.
Sýnd í Sambíóunum og Borgarbíói á
Akureyri.
Llna langsokkux
Lína langsokkur er vel kunn hér á landi
og því óþarfi að kynna hana sérstaklega.
Þessi ótrúlega stelpa sem elur sig upp
Teiknimyndin um söguhetjuna Herkúles er byggð á
gömlu goðsögninni um hinn sterka son Seifs.
Alex D. Linz hefur leyst Macauly Culkin afhólmi i
kvikmyndinni Aleinn heima 3.
fslenska kvikmyndin Stikkfrí verður frumsýnd á
annan dag jóla.
sjálf hefur allt annað mat á hlutunum en
jafnaldrar hennar. Lína flytur að Sjónar-
hóli með hest sinn og apa en engan full-
orðinn. Hún kynnist bæjarbúunum og
þykir skelfileg í háttum og klæðaburði.
Þó hrífast allir með Iífsgleði hennar og já-
kvæðri lífssýn. Þessi útgáfa um ævintýri
Línu er bandarísk teiknimynd.
Sýnd í Laugarásbíói og Háskólabíói.