Dagur - 10.01.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 10.01.1998, Blaðsíða 9
•I LAVGARDAGVR 10. JANÚAR 1998 - 25 gert síðastliðin 20 ár og auk þess var ég eina konan á heimil- inu þar til ég var svo heppin að eignast tengdadætur og barna- börn. Mér líkar vel við sam- starfsmenn mína í ríkisstjórn en ég vildi gjarnan að þar væru fleiri konur.“ En eru þessir karlar ekki mest að makka saman og láta þig af- skiptalausa? „Samstarfið í ríkisstjórninni er mjög farsælt. Eðli málsins sam- kvæmt hef ég mikið samstarf við aðra ráðherra." Með hverjum áttu mesta sam- leið? „Mér gengur yfirleitt vel að vinna með fólki. Við Halldór As- grímsson höfum til dæmis unnið mjög vel saman í mörg ár. Sama gildir um marga aðra.“ Davíó góður verkstjóri Er Davið góður stjórnandi í rtkis- stjórninni? „Nú er kominn jákvæður blær á spurningarnar. Davíð hefur marga góða kosti og hann er góður verkstjóri. Hans stóri kostur er húmorinn. I erfiðum störfum er alveg nauðsynlegt að koma auga á það skoplega í til- verunni." En nú finnst mörgum sem ráð- herra Framsóknarflokksins skorti einmitt sýn á það skoplega í til- verunni. Þeir hrosa sárasjaldan og það er eins og þeim þyki ekk- ert gaman í vinnunni. ar. Það hjálpar mér, til dæmis í svona viðtölum þar sem spurn- ingarnar eru margar ekki til þess fallnar að vekja kátínu." En hefur það ekki komið sér illa fyrir þig í pólitísku starfi að þú ert enginn refur? „Eg skil ekki af hverju þú telur það kost hjá stjórnmálamanni að vera refur. Það er erfitt að fara Iangt frá eðli sínu. Maður þarf að hafa seiglu, gefast ekki upp og vera trúr markmiðum sínum. Eg hef leitast við að starfa á þann veg. Það hefur reynst mér vel hingað til.“ Framfaramálin eru mörg En þú er vægast sagt umdeildur heilbrigðisráðherra. Menn segja að þú sért ósjálfstæð og að Friðrik Sophusson sé með þig í spotta. „Eg tek mínar ákvarðanir sjálf, en leita oft ráða og þá jafnan hjá mínu eigin fólki. Annars er svona spurning svipuð og ég spyrði þig, Kolbrún, ert þú í spotta hjá ritstjóra á öðru blaði en Degi? I seinni tíð hefur gustað nokk- uð um þá stjórnmálamenn sem gegnt hafa þessu starfi og bæði Sighvatur og Guðmundur Arni gáfust upp. Mér þykir ekki ólík- legt að ítrustu kröfur til útgjalda til heilbrigðis- og tryggingarmála gætu verið allt að 100 milljarðar. Alþingi hefur hins vegar ákveðið til þessara mála 63 milljarða. Því er augljóst að það verður Annars eru framfaramálin svo mörg sem hefur verið komið í verk að þau verða ekki talin upp í stuttu viðtali. Það verða alltaf einhverjir erf- iðleikar sem glíma þarf við og aldrei verður hægt að fullnægja öllum þörfum. En það sem er einna verst er hversu fréttaflutn- ingur er oft villandi sem nýleg dæmi sanna. Um jólin komu til dæmis fréttir af því í DV að geð- sjúklingar væru útskrifaðir og ættu ekki í önnur hús að venda en hótel borgarinnar eða Hjálp- ræðisherinn. Þessi fréttaflutn- ingur átti ekki við nein rök að styðjast en var nægjanlegur til að valda usla og óöryggi hjá sjúklingum og aðstandendum þeirra. Sama gegnir um þegar fullyrt var að sjúkrahúsforstjóri ræki sjúkrahús á eigin reikning." Þannig að þú harðneitar þvt' að stefnuleysi sé allsráðandi t heil- hrigðisráðuneytinu ? „Allir sem vilja sjá, vita að það ríkir stefnufesta í heilbrigðis- ráðuneytinu. Eg hef þá stefnu að samhæfa störf sjúkrahúsanna og auka samvinnu milli þeirra. Dæmi um góðan árangur er öldrunarsjúkrahús á Landakoti. Uppbygging heilsugæslunnar á Reykjavíkursvæðinu er í fullum gangi og verið er að vinna að öfl- ugri samvinnu heilsugæslu- stöðva úti á landi. Það hefur verið lögð mikil áhersla á for- varnir, bæði í áfengis- og vímu- Ásamt eiginmanni sínum, Haraidi Sturlaugssyni, og ömmubörnunum, sem eru tvíburastúlkur. „í dag gefur mér ekkert meiri hv/ld frá krefjandi störfum en að sýsla f kringum þær.“ „Mér finnst skondið að heyra þig segja þetta einu sinni enn því í að minnsta kosti þremur viðtölum hef ég orðið vör við að þú spurðir þessarar sömu spurn- ingar. Eg hef tekið eftir að í við- tölum sem þú átt við okkur framsóknarmenn kemur þú gjarnan að þeirri skoðun þinni að við séum leiðinlegt fólk. Eg hef margoft verið gagnrýnd fyrir að brosa of mikið. Eg man eftir því að fyrir um það bil tíu árum hafði ég orð á því við Hall- dór Asgrímsson að mér fyndist hann mega brosa oftar. Hann sagði: „Eg verð bara að fá að vera eins og ég er“. Þessi orð hans komu upp í huga mér þeg- ar ég var gagnrýnd fyrir að brosa of mikið. Aðalatriðið er að vera maður sjálfur. Þeir sem missa sjónar á því verða minni menn fyrir vikið.“ Ertu kát að eðlisfari? „Eg tel sjálf að ég hafi létta lund og ég á mjög auðvelt með að sjá skoplegu hliðar' tilverunn- alltaf næðingur í þessu ráðu- neyti. Ef maður veldur því sem mað- ur er að gera þá líður manni ekki illa. Eg hef séð svo margt breytast til betri vegar. Það er nýbúið að breyta umönnunar- bótum fyrir foreldra langveikra barna og ég veit að þær breyt- ingar skipta miklu máli fyrir þá. Eg hef tvívegis fengið samþykkt á Alþingi frumvörp um breyting- ar á fæðingarorlofi sem annars vegar gefur aukinn rétt til fjöl- buraforeldra sem eignast veik börn og mæðra sem eru veikar eftir fæðingu og hins vegar sjálf- stæðan rétt feðra til töku fæð- ingarorlofs. Hjúkrunarrýmum hefur verið íjölgað og á fjölmörgum stöðum hafa verið gerðar endurbætur svo sem á Landakotsspítala. A þessu ári sé ég fram á að geta lagt fram töluvert fjármagn til endurbóta á Sjúkrahúsi Reykja- \'íkur og bygging nýs barnaspít- ala hefst á þessu ári. efnavörnum. Þetta er bara fátt eitt af því sem verið er að gera. Stefnan er skýr, en svo getur verið að fólk sé ekki sammála stefnunni." Vér skulum ei æðrast Áttu þér eitthvert lífsmottó? I afmælisdagabók afa míns fyrir minn fæðingardag stendur: Vér skulum ei æðrast þó inn komi sjór og endrum og sinn gefi á bátinn, halda sitt strik, vera í hættunni stór og horfa ekki um öxl, það er mátinn. Satt best að segja er þetta mitt lífsmottó. Já, það er að vera ég sjálf og reyna aldrei annað. Það er engum hollt að horfa sífellt reiður um öxl. Maður breytir ekki fortíðinni en framtíðin er meira á manns eigin valdi.“ KB Ómar Ragmrsson afsegirmeð öllu að hann gangi erinda bílainnflytjenda í fréttamennsku sinni. Til hans sástáfjöl- mörgum bíla- tegundum ífréttum nýliðins árs. „Mér er borið á brýn að hafa stillt þessum bíl ítrekað upp í fréttunum. Þótt ég hafi haft lít- inn tfma í gær, þá renndi ég gegnum fréttirnar sem ég gerði á síðasta ári, sem eru rúmlega 200 talsins. Bílar komu oft við sögu í fréttunum hjá mér, en þessi tiltekni Toyota-jeppi sást allt árið í 10 sekúndur í einni frétt, enda þótt ég æki jeppan- um 12 þúsund kílómetra fyrir sjónvarpið það ár,“ sagði Ómar Ragnarsson fréttamaður sjón- varps. Látið er að því liggja í blaðafrétt að hann sé á mála bílaumboðs og umboðsmenn annarra jeppa hafðir fyrir þvf eftir að Ó, þú yndislega land, mynd Ómars um öræfaslóðir, var sýnd í sjónvarpinu á sunnu- dag. Ömar segist vilja benda mönnum á að öllu nær sé að hann sé á mála hjá þeim Heklubræðrum, svo megi alla- vega lesa út úr þeim bílakosti sem fram kemur í fréttum hans, grunsamlega oft hafi Heklubílum brugðið þar fý'rir. „Mitsubishi Pajero sást f hálfa mínútu á Skeiðarársandi . Ég var líka með heila frétt um Audibíla sem ég var að aka ásamt öðrum, meðal annars Audi forsætisráðherrans. Svo var ég með bíla annarra um- boða, til dæmis Mercedes Benz A. Svo sáust Peugeot bíl- ar í 4 mínútur og rafmagnsbíl- ar. Ég virðist því á mála hjá hinum ýmsu umboðum eftir þessu að dæma,“ sagði Ómar í gær. Ómar segir að hann eigi ásamt konu sinni Toyota jeppa þennan og hann reki þau eins og annað fólk. „Ástæða þess að bíllinn sést mikið í þessum þáttum er sú að ég var einbíla lang oftast í þessu ferðalagi. í þau skipti sem ég var í samfloti með öðrum gat ég aldrei haldið ferðafélögunum við efnið vegna þess að í svona þáttagerð þarf maður að bíða og fara til baka og stilla upp. í 40 mínút- ur af þessum 60 var ég einn með konunni minni. Ég varð að senda hana til baka til að keyra fyrir mig. Einn ákveðinn forstjóri hérna f bænum er kominn með þessa þráhyggju, hann vill ekki að ég sýni neina bíla. En skoði ég dæmið aftur í tímann þá sé ég að það er illt í efni. í Sliklunum er Range- Rover í upphafi allra 25 þátt- anna, auk þess sem sá bíll var mikið á ferðinni í flestum þátt- unum," sagði Ómar. Ómar sagði að ef hann hefði gert samning við bílaumboðið, þá hefði áreiðanlega ekki verið samið um þessa gerð Toyota jeppa. Framleiðandinn er nefnilega hættur framleiðslu á þessari gerð, þannig að „aug- lýsingin" væri til lítils! „Nú á þessi tiltekni bíll eftir að sjást í 50 sekúndur á skján- um í næsta þætti," sagði Ómar. „Ég skal segja þér hvers vegna. Þá ók ég Ólafsljarðarmúlann á jarðskjálftatímanum. Það fékkst enginn annar til að aka um veginn á þeim tíma. Ann- ars held ég að fáir eða engir aðrir en innflytjendur jeppabíla taki eftir svona nokkru. Kannski var ég heppinn að þetta var ekki sýnt rétt fyrir prófkjörið, því þá hefði konan mín sést grunsamlega oft á ferli, það hefði verið túlkað sem áróður fyrir frambjóðanda í prófkjöri,“ sagði Ómar og hló sínum létta hlátri. -JBP Toyotan sást 1 sjösekúndurí fréttunum Ómar Ragnarsson, - ekki siður á mála hjá Heklu, eða ýmsum öðrum bllainnflytj- endum efút i það er farið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.