Dagur - 10.01.1998, Blaðsíða 14

Dagur - 10.01.1998, Blaðsíða 14
30 - LAVGARDAGVR 10. JANÚAR 1998 HEILSULÍFIÐ í LANDINU Óæskilegur hárvöxtur hjá konum, t.d. íandliti, eralgengur en þráttjyrir það erhann ermikið feimnismál. Svo ætti þó ekki að vera því vax- og rafmagnsmeðferðirgeta leysthluta vandans. Bergþóra Stefánsdóttir á Snyrtistofu Nönnu á Akureyri segir þaö hafa aukist að ungar konur leiti sér hjálpar við óæskilegum hárvexti. Hann sé þó ennþá mikið feimnismái. mynd: bg. Að losna við hárin Bergþóra Stefánsdóttir snyrtifræðingur og eigandi Snyrtistofu Nönnu á Akureyri seg- ir mjög algengt að konur komi í háreyð- ingu. Mest sé um að ijarlægð séu hár á fótleggjum og í andliti. Af fótleggjunum með vaxmeðferð en í andliti annað hvort með vaxi eða rafmagni. Þær ungu vilja rafmagnið, þær eldri vaxið „Ef um háreyðingu í andliti er að ræða þá er mest um að fjarlægð séu hár á höku og efri vör,“ segir Bergþóra. „Þetta er mjög algengt vandamál en sérstaklega hjá kon- um sem komnar eru yfir breytingarskeið- ið. Það er þó orðið algengara að ungar konur komi til að láta fjarlægja slík hár. Fyrir þær þá mælum við með rafmagns- meðferð, því um varanlega háreyðingu að ræða, en fullorðnar konur fara frekar í vaxmeðferð." Bergþóra talar um að vaxið sé að mörgu leyti betra fyrir eldri konur því hjá þeim sé vandamálið meira, meiri hárvöxtur sem erfitt sé að koma algerlega í veg fyrir. Raf- magnið sé Iíka dýrari meðferð og taki tíma. Konan þurfi að mæta á stofuna jafnvel einu sinni í viku í einhvern ákveðinn tíma og alltaf sé hætta á sýkingum og örmynd- un hjá þeim sem eru með mjög viðkvæma húð. „Þær sem eru orðnar fullorðnar legg- ja það ekki á sig en ungu konurnar vilja losna við hárin í eitt skipti fyrir öll.“ 25-30 % hára koma aftur þrátt fyrir rafmagnsmeðferð Mjög mikilvægt er að finna orsökina fyrir hárvextinum áður en rafmagnsmeðferð er hafin. „Ef ungar stúlkur eru með mikinn óæskilegan hárvöxt þá bendir allt til þess að einhver ruglingur sé á hormónastarf- seminni. Þær hafi of hátt hlutfall karl- hormóna, testósteróns. Það lýsir sér sem mikill hárvöxtur í andliti og nára, jafnvel upp að nafla, og þá þurfa þær að fara til kvensjúkdómalæknis og á hormónalyf. Eftir það koma þær til okkar og þá vinnst háreyðingin vel,“ segir Bergþóra. Það er misjafnt hvað konur þurfa að koma oft í háreyðingu ef um rafmagns- meðferð er að ræða. Ef eingöngu þarf að losna við nokkur hár, kannski ættgeng hár á efri vör, þá er mjög auðvelt að taka þau. „Hafi kona tilhneigingu til hárvaxtar þá kemur rafmagnið í veg fyrir að hárið sem tekið er komi aftur, en þetta er alltaf spurning um virkt svæði og hvort komi ný hár. Rafmagnið gengur út á það að eyða hárinu. Við förum með nál niður í hár- sekkinn, brennum fyrir, skjótum rafmagni á rótina og brennum hana. Ef við náum hárinu í vexti þá tekst okkur að eyða því varanlega, ef það er í hvíld þá er kominn fótur fyrir annarri rót undir því. Þótt það hár sé tekið þá vex samt annað. Við segj- um að 25-30% af þeim hárum sem við tök- um upp með rafmagni komi aftur.“ Þær konur sem kjósa vaxmeðferð þurfa í hana á 4-6 vikna fresti en allt fer það þó eftir hárvexti. Hárið er komið upp fullgró- ið eftir 4-8 vikur og vaxmeðferðin endist því vel. Það getur þó komið fyrir, þó sjald- gæft sé, að hárin stingist undir húðina ef oft er farið í slíka meðferð, sérstaklega ef hárin og húðin er þunn. Sálrænn vandi Bergþóra segir að óæskilegur hárvöxtur sé alltaf mikið feimnismál hjá konum. Þær konur sem komi á stofu í fyrsta skipti haldi alltaf að þær séu einar í slíkri með- ferð. „Þetta á sérstaklega við um ungu konurnar og hjá þeim er þetta mjög sál- rænt. Sumar hafa hugsað um háreyðingu í mörg ár áður en þær harka af sér og koma til okkar. Fram að því hafa þær ver- ið að plokka hárin heima hjá sér og Iiðið illa út af þessu öllu. En þær þurfa ekki að vera feimnar við að koma því við vinnum við þetta alla daga. Það er mikilvægt að það komi fram.“ HBG Þurrkur í leggöngum Allt að 50% kvenna finna fyrir þurrki í leggöngúm einhvern tíma á lífsleið- inni. Þurrkur í leggöngum getur lýst sér sem erting, kiáði, vanlíðan og bruna- tilfinning og valdið mikl- um sársauka við samfarir, oft með blæðingum og eymslum á eftir. Sveiflur í hormúnabúskap Leggangaþurrkur getur komið fyrir á öll- um æviskeiðum konunnar. Þurrkurinn getur stafað af sveiflum í hormónabúskap konunnar, til dæmis á síðustu dögum tíða- hringsins, eftir barnsburð, á breytinga- skeyði og ef konur hafa gengist undir eggjastokkabrottnám. Leggangaþurrkur- inn tengist minnkaðri framleiðslu östróg- ens. Minnkuð framleiðsla östrogens getur líka gefið önnur einkenni eins og nætur- svita, hitakóf og þvaglátatruflanir. Leg- gangaþurrkur getur líka háð ungum kon- um, þá sérstaklega þeim sem taka pilluna því hún hefur áhrif á östrogenmagnið. Ymis Iyf svo sem hjarta- og æðalyf, þung- lyndislyf og jafnvel ofnæmislyf. Maxgskonar lausnir Konum standa í dag til boða margskonar lausnir. Þær geta keypt í apótekum hlaup sem hægt er að setja í Ieggöngin eða á lim mannsins lyrir samfarir til hjálpar í upp- hafi samfara. Hlaup þessi eru ekki lyf og hafa því ekki aðra verkun en að gefa raka. Til eru hlaup sem heita KY (gott að nota í upphafi samfara) og Replens (sprautað upp í leggöngin við leggangaþurrki og er ráðiagt að sprauta upp í leggöngin á þrig- gja daga fresti). Onnur nýjung er einnig komin á mark- að sem eru Acidophilus hylki, sem setja á upp í leggöng. Þetta eru eru mjólkursýru- gerlar (vivag) sem byggja upp náttúrulegt jafnvægi og viðhalda réttu sýrustigi í Ieggöngum og auðveldar þetta konum að losa sig við óþægindi á auðveldan og nátt- úrulegan hátt. Hvaö er til ráöa ? Virkt kynlíf virkar hvetjandi á áhrif östó- gena og viðheldur heilbrigðum vef í Ieg- göngum. Eldri konur sem lifa virku kynlífi eru því í minni hættu á að fá þurrk i leg- göng, jafnvel án estrogenmeðferðar. Hormónameðferð er mikið notuð, þar sem hún bætir upp östrógenskort. Hægt er að fá östrogenkrem og stíla sem notuð eru staðbundin í leggöng. Einnig er hægt að fá östrogen hlaup. Hormóna er einnig hægt að Iáta setja undir húð í nára og virkar það upp f 3 mánuði. Með erótískum kveöjum iió norðun. Halldóra lijarnadóllir hjíikrunarfræðinyur skrifur um kynlíf fyrir Dag og tekur við fyrir- spurnum. Símbréfsnúmer er 460 6171 og net- fangið er ritstjori@dagur.is Halldóra Bjarnadóttir skrifar Er pilluátið rétta lausnin? Nú þegar skammdegið leggst yfir Iands- menn af fullum þunga verður sjálfsagt erfitt fyrir marga að Iifa, sérstaldega ef snjórinn með allri sinni birtu lætur ekkert á sér kræla. Landsmenn hafa notið góðær- is og óvenjulegrar veðurblíðu undanfarið og það hefur efalaust létt mörgum skamm- degislífið. En nú gæti farið að halla undan fæti því að erfiðustu mánuðir ársins fara í hönd með öllu sínu myrkri og jafnvel óveðrum, og þá er hætt við að skammdeg- ið verði þunglyndissjúklingunum þungt í skauti. Þunglyndi er afar algengt hér á landi eins og í flestum norðlægum löndum og má ábyggilega segja að stór hluti þjóðar- innar fái einhvern tímann á ævinni snert af skammdegisþunglyndi að ekki sé talað um alla þá sem þjást af alvöru þunglyndi, liggja í bælinu dögum saman með dregið fyrir alla glugga - þeir eru fleiri en maður heldur. Samtímis má segja að þunglyndi sé afar viðkvæmt mál. Það gildir víst það sama um þunglyndi og geðsjúkdóma - þar er tabú í gildi og vandinn ekki ræddur einu orði hvað þá að horfst sé í augu við hann. Sjálfsagt er skýringanna að leita í fáfræði. Sumir viðurkenna reyndar að þeir séu erfiðir á fætur á morgnana yfir veturinn og verri í geðinu og þurfa svo sem ekkert endilega að flokkast sem þunglyndir þó að skapið stirðni því að margir kannast við það hvernig svefninn og þreytan ná tökum á líkama og sál eftir því sem á veturinn líð- ur, skapvonskan verður svæsin og gerir Qölskyldu, vinum og vinnufélögum lífið Ieitt. Þunglyndissjúklingarnir draga fyrir glugga og Iiggja í bælinu, skrá sig veika í vinnunni og Ioka sig af. Þetta er sko ekkert sældarlíf fyrir suma. Enginn getur þó látið það eftir sér að liggja einangraður í bælinu langtímum saman meðan Iífið heldur áfram fyrir utan svefnherbergis- gluggann. AUir þurfa að vinna fyrir salti í grautinn. En hvað er til ráða? Margir freistast til að heimsækja heimilis- lækninn og fá hann til að ávísa þunglynd- islyfi og vissulega hefur það komið fram að heimilislæknar ávísa lyfjum í stórum stíl. Það er auðveld lausn að hringja þetta sím- tal og fá lækninn til að bjarga málum en einhvern veginn virðist það engin lausn. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að þunglyndislyf á borð við prósak eru hálf- gerð ávanalyf, jafnvel kölluð „ecstasy Iight", þó að heimilislæknar skrifi reyndar ekkert endilega undir þau fræði. Þeir virð- ast hins vegar því miður alltof viljugir til að ávísa á pillur og stundum virðast þeir ekk- ert kæra sig neitt frekar um að leita að rót- um vandans. Þetta eru yfirborðslækningar. Pilluát er algjör skammtímalausn sem enginn á að láta bjóða sér til lengri tíma litið. Þetta ættu allir að geta verið sam- má}a um. Engum þarf að líða illa í skamm- deginu og því þurfa þunglyndissjúklingar að gera breytingar á sínum högum, gera sér grein fyrir vand- anum og leita sér yjálpar. Fá lækn- inn til að stinga pennanum ofan í skúffu og leita annarra lausna. Lífið er svo skemmtilegt þegar líðanin er góð. Líka í rnyrkr- inu og kuldanum á veturna! Guðrún Helga Sigurðar- dóttirghs@ff.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.