Dagur - 10.01.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 10.01.1998, Blaðsíða 12
28 - LAUGAIIDAGUR 10.JANÚAR 1998 MA TARLÍFIÐ í LANDINU llalaifiilii) Kjötsósa(stór uppskrift) 4 msk. olía 1,5 kg nautahakk 3 saxaðir Iaukar 3 skornar paprikur 6 marðir hvítlauksgeirar 3 dósir af niðursoðnum tómötum 2 bollar tómatpúrra 2 bollar tómatpasta (þynnra en púrran) 1 msk. oreganó 3 msk. basilikum 'A tsk. pipar 1 'A bolli rauðvín 4 msk. kjötkraftur Hakkið er brúnað á pönnu og kryddað. Laukur, hvítlaukur og paprika sett með á pönnuna og steikt. Niðursoðnir tómatar, tómatpúrra og tómatpasta hrært út í kjöt- blönduna ásamt rauðvíni. Látið malla í 30 mín. áður en borið fram. Þægilegt er að frysta þessa kjötsósu. Túnfiskpasta 90 g smjör 1 marið hvítlauksrif 250 g ferksir sveppir, niðurskornir ■54 bolli tómatpúrra 1 dós túnfiskur svartur pipar Hvítlaukur og sveppir eru steiktir í smjöri á pönnu. Tómatpúrra og túnfiskur settur á pönnuna og kryddað með pipar. Látið malla í 10 mín. áður en rétturinn er bor- inn fram. Pasta með sveppasósu 60 g smjör 185 g sveppir, skornir 1 marið hvítlauksrif 300 ml rjómi 1 tsk. sítrónusafi pipar múskat parmesan ostur Hvítlaukur og sveppir eru steiktir í smjöri á pönnu. Rjóma, sitrónusafa, pipar og múskati bætt saman við og látið malla í nokkrar mínútur áður en sósan er borin fram með nýsoðnu pasta. Pasta með tómatsósu 1 msk. olía 2 laukar, saxaðir 'A bolli sellerí, saxað 2 marin hvítlauksrif 4 bollar tómatar, afhýddir og létt marðir 1 msk. sykur óreganó svartur pipar Iárviðarlauf Laukur og sellerí er steikt á pönnu. Hvít- lauknum bætt út í ásamt tómötum, óreganó, pipar, sykri og lárviðarlaufi. Sós- an íátin malla í 30 mín. áður en hún er borin fram. Pasta með „heitri“ sósu 1 msk. olía 1 laukur, saxaður 1 marið hvítlauksrif 4 sveppir, sneiddir 400 g ansjósur 1 dós niðursoðnir tómatar 10 svartar ólífur, sneiddar 2 tsk. fersk chillialdin, smátt skorin 'A tsk. basilikum svartur pipar Laukur og hvftlaukur er mýktur á pönnu og sveppirnir settir saman við áður en hinu hráefninu er öllu bætt á pönnuna. Gott að setja smá rauðvín út í sósuna og jafnvel smá vatn til að vökvinn verði næg- ur. Pasta með rjómasósu og laxi 1 bolli rjómi 2 vorlaukar, hvíti hlutinn paprikukrydd svartur pipar 60 g reyktur lax, skorinn í strimla Laukur og ijómi er soðið saman í 5 mín. þá er sósan krydduð. Laxastrimlarnir sett- ir út í sósuna og hún borin fram með steinselju og rauðum kavíar. Kjötbaka með pasta 214 bolli soðið pasta 1 bolli kotasæla 1 bolli sýrður ijómi 'A bolli skallottlaukur, saxaður 2 boliar kjötsósa, sbr. að framan 1 bolli rifinn ostur graslaukur Soðið pastað er hrært saman við kotasæl- una og sýrða rjómann. Laukurinn settur saman við og blandað vei. Sett í eldfast mót og kjötsósunni hellt yfir pastað. Rifn- um osti stráð yfir. Bakað í 180°C heitum ofni í 30 mín. Pasta með ostasósu 30 g smjör 2 kúrbítar, sneiddir 100 ml hvítvín 100 g gráðaostur 300 ml ijómi Kúrbíturinn er steiktur í smjöri á pönnu. Hvítvíni hellt yfir hann. Þá er osturinn settur á pönnuna og bræddur, rjómanum bætt út í. Látið malla í 10 mín. og smakk- að til með pipar. Soðnu pastanu blandað saman við sósuna og allt látið hitna vel. Borið fram með parmesan osti. Ofnréttur með pasta og ____________beikoni________________ 250 g beikon, skorið í 5 cm bita og steikt mjög vel 1 Iaukur, saxaður _______________4 egg_______________ 1A, bollar mjólk 125 g rifinn ostur, feitur 'A bolli parmesan ostur / tsk. basilikum 14 tsk. pipar örlítið múskat Beikonið er steikt á pönnu, tekið úr feit- inni og laukurinn steiktur í henni. Soðið pastað er lagt í eldfast mót og beikoninu stráð yfir það, þá lauknuni. Eggin eru hrærð saman í mjólk, ostinum þætt út í blönduna og hún krydduð. Hellt yfir pastað í mótinu. Rétturinn er bakaður í 180°C heita í 30 mín. Pasta með steinselju-, hvítlauk- og hvítvms- sósu 3 msk. hvítvín 3 franskbrauðssneiðar, án skorpu 1 bolli fersk steinselja 3 marin hvítlauksrif 14 tsk. svartur pipar 'A bolli ólífuolía Hvítvíninu er hellt yfir brauðsneiðarnar og þá rifið. Steinselju og hvítlauk er blandað vel saman og ólífuolíunni hellt yfir blönduna, hún hrærð vel. Þá er brauðinu blandað út í þessa olíublöndu og hún látin standa örlítið áður en henni er hellt yfir nýsoðið pastað. Pasta með kartöflum og spínati 300 g soðnar kartöflur, afhýddar og skornar í teninga 1 marið hvítlauksrif 2 rauð chillialdin, vel hreinsuð og skorin spínat, forsoðið Soðnum kartöflunum og pastanu er blandað vel saman. Hvítlaukur og chilli léttsteikt á pönnu. Spínatinu bætt á pönnuna og steikt með. Þessu hellt yfir pastað og kartöflurnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.