Dagur - 21.01.1998, Page 1

Dagur - 21.01.1998, Page 1
T VinimirBubbi Morthens og Hemmi Gunn æfa saman á hverjum morgni í Ræktinni iísbjamar- húsinu á Nesinu. Bubbi kominn afturí ísbjöminn. Hemmi í aldrei í betraformi. „Fólk verður að fatta hversvegna það stundar líkamsrækt. Sumir strákar aefa til þess að geta verið flottir með vöðvana í hlýrabol í Ingólfskaffi og Tunglinu. Það get- ur verið allt í lagi á vissum aldri. En þú átt að æfa til þess að vera sjálfur í lagi, til þess að geta dreg- ið andann djúpt og borið höfuðið hátt,“ segir Bubbi Morthens, sem stundar líkamsrækt á fullum dampi í Ræktinni á Seltjarnarnesi á hveijum morgni með Hemma Gunn, fornvini sínum. Aftur í ísbjönmm Bubbi hefur æft í Ræktinni um langa hríð og dreif Hemma af stað með sér í nóvember síðast- liðnum. Ræktin er í gamla Is- bjarnarhúsinu á Nesinu og því er Bubbi aftur farinn að vinna í Is- biminum eins og hann lofaði að gera aldrei aftur í eftirminnilegu Iagi. Samdi raunar Isbjarnarblús- inn í þessu sama húsi. Sjálfur segir hann Ræktina vera bestu stöðina í bænum, bjarta og rúm- góða og þar æfi líka fullt af Jón- um og Gunnum, íslensku al- þýðufólki sem gott sé að eiga samneyti við. Gufubað og box „Eg þurfti trylltan íþróttamann til að fara með mér í þetta og finn „Ég þurfti trylltan íþróttamann tíl að fara með mér í þetta og finn að þessi likamsrækt styrkir mig andlega og líkamlega, “ segir Hemmi Gunn, sem æfir nú með Bubba Morthens á hverjum morgni. „Við rökræðum tilgang tilverunnar og komumst að sibreytilegri niðurstöðu, “ og bætir við að Bubbi noti körfuna sem tulrót á sig. mynd: hilmar. að þessi líkamsrækt styrkir mig andlega og líkamlega,“ segir Hemmi. „Við lyftum og teygjum, síðan er það körfubolti. Við end- um í gufubaði, rökræðum þar til- gang tilverunnar og komumst að síbreytilegri niðurstöðu. En ann- ars get ég sagt þér að Bubbi not- ar körfuna sem gulrót á mig. Eg hef alltaf gert það best í boltan- um en stenst Bubba enn ekki snúning í körfu. En ætli keppnis- maðurinn komi ekki von bráðar upp í mér og ég vinni hann með vorinu.“ „Við reynum að bæta þol. Lát- um reyna á brjóst og bak þannig að hjarta og lungu styrkist. Síðan læt ég Hemma boxa, slá í púða af fullum dampi,“ segir Bubbi. Hann segir enga spurningu að Hemmi hafi einmitt þurft á þessu að halda. „En hann þarf meira en fimm vikur í æfingum til að bæta þolið. Það veit gamli landsliðmaðurinn og markaskor- arinn. Síðan væri allra meina bót að hann hætti að reykja og mig grunar reyndar að hann sé dijúg- ur í því.“ Þjálfarinn er ljón Hemmi segir að sér sé til efs að hann hefði farið af stað í líkams- rækt hefði Bubbi ekki rifið sig af stað. „Það er ljón í honum og ein- mitt þannig þjálfara þarf ég. Þjálf- aratækni hans minnir mig stund- um á gamla KR-inginn Ola B. Jónsson þjálfara minn í Val. Ef ég skrópaði á æfingu hjá honum hringdi Óli alltaf í mig og spurði hví ég hef ekki mætt. Alltaf tók ÓIi afsökunum af stakri ljúf- mennsku og skilningi. En í stað- inn þurfti ég hinsvegar að taka aukaskammt eftir æfingu næsta dag og það var mikið púl. Þess vegna lét maður sig hafa það að mæta og svipaðri tækni beitir Bubbi," segir Hemmi, sem hafði ekki stundað líkamsrækt um skeið áður en þeir félagar fóru af stað. „Eg skokkaði með gamla muln- ingsvélarhópnum úr Val til mar- gra ára en sá félagsskapur moln- aði upp fyrir eins og tveimur árum þegar við misstum æfinga- tímann í Valsheimilinu að Hlíð- arenda. En með þessum æfing- um með Bubba er allt komið í gang á nýjan leik og á sinn þátt í því að hef ég ekki verið jafn vel á mig kominn á sál og líkama í tuttugu ár,“ segir Hemmi. Frískur fjörugux Bubbi segist hafa stundað Iík- amsrækt síðan hann var tvítugur eða alls 21 ár og það allt að níu sinnum í viku. Þrjá daga í viku mætir hann í Ræktina tvisvar yfir daginn, en aðra daga aðeins einu sinni. „Þetta hefur mikil áhrif á þol og gæti ég ekki verið án þessa. Þetta er spurning um að vera í lagi. Heilbrigð sál í hraustum lík- ama hefur áhrif á allt æði og gjörðir manna," segir Bubbi. - Hemmi talar á svipuðum nótum. Eftirminnilega söng hann „frísk- ur fjörugur" hér um árið og ein- mitt þannig er hann nú. Eins og nýsleginn túskildingur, léttur á löppina og kominn á sextugsald- ur. -SBS. Veitum hagstæð lán til kaupa á landbúnaðarvélum , a .Jm V’ Reiknaðu með SP- FJARMOGNUN HF Vegmúli 3 • 108 Reyk/'avik • Simi 588-7200 • Fax S88-7201 800 6611 Hringdu núna og fáðu þér miða! HÁSKÓLA^SLANDS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.