Dagur - 21.01.1998, Síða 2

Dagur - 21.01.1998, Síða 2
18-MIDVIKUDAGUR 2 l.JANÚAR 1998 LIFIÐ I LANDINU Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavík Síniinn hjá lesendaþjónustiumi: SI31626 netfang: ritstjori@dagur.is Símhréf: 486 ÍlJleðaSSl 8270 „Þjóðin er komin á hættulega braut og það þarfað bregaðst við eins fljótt og hægt er. Málgagn lýðræðisins þarf að komast að og i síðasta lagi i næstu Alþingiskosningum", segir greinarhöfundur m.a. Mótmæli Ein mesta skemmdarverkastarf- semi síðustu ára hefur farið fram, sameining sveitarfélaga. Með blekkingum og ósönnum áróðri hefur valdaklíkum í þjóð- félaginu tekist að eyðileggja eitt það mikilvægasta sem þjóðinni hefur hlotnast, það er fulltrúa- Iýðræðið í sveitafélögum. Ráðist hefur verið á samstarf sveitafélaganna, svo sem sam- eiginleg útboð á þjónustu. Eitt af því sem þessar valdaklfkur hafa að markmiði er að stjórna ofan frá og þagga niður hinar ýmsu raddir fólksins sem eru hættulegar valdaklíkunum og geta komið í veg fyrir að styrkja það vald sem þær keppa að, það er „einveldi". Þjóðin er komin á hættulega braut og það þarf að bregaðst við eins fljótt og hægt er. Mál- gagn Iýðræðisins þarf að komast að og í síðasta lagi í næstu Al- þingiskosningum. Ámi Bjöm Guðjónsson, Kristileg stjómmálahreyfing ^ jVlemfimmð Áramótaheit er eitt- hvað sem meinhorn dagsins þolir ekki og hefur raunar aldrei skilið. Enda er það svo í flestum tilfell- um að þessi heit vara aðeins í álíka langan tíma og timbur- menn. Áður en fólk veit af er það komið í vítahring sjálfs- blekkinga þegar grámóska hvunndagsins tekur við eftir skammvinna áramóta- og nýársdýrðina. Alveg er það með ólíkindum hvað sumt fólk getur verið snúið í roðinu þegar það býður góðan daginn. Sumir umla það ofan í hálsmálið á meðan aðrir tauta það fyrir munni sér. Betur væri að þetta fólk léti það ógert að heilsa á þennan máta og sýni þess í stað sitt rétta andlit með því bara að þegja. Alltaf er landinn jafn ruglaður. Á sama tíma og hann kvartar og kveinar yfir blankheitum á hann gnótt af seðl- um til að leika sér með í flug- elda og blys og annan óþarfa. Það er alveg maka- laust hvað sumir geta verið tillitslausir í umferðinni. Oku- maður sem hliðrar til fyrir gangandi vegfaranda er nánast flautaður niður af næsta bíl fyrir aftan. Það væri kannski sök sér að fólk væri óþolinmótt þegar um- ferðin er mikil en í þessu dæmi var Iítil sem engin umferð. Meira um sóða. I sumum bíóum er varla þverfótað fyrir allskyns umbúða- drasli, popkornsleif- um og klístruðu gossulli þegar farið er á kvöld- sýningar. Það er eins og það sé ekkert þrifið á milli sýninga. Það er með ólíkindum hvað sumt fólk getur verið miklir sóðar. I sundlaugun- um kemur það enn- þá fyrir að fólk er staðið að því að fara ekki í sturtu áður en það fer ofan í Iaug- ina. í fyrsta lagi I leiðara sínum í Degi 4. nóvember sl. gagnrýnir Stefán Jón Hafstein útgáfu upplýsingarits rfkis- stjórnarinnar er ber heitið: Áfangar á réttri Ieið. Yfirskrift Ieiðarans var: „I besta heimi allra heima.“ Stefán Jón líkir Áföngum við útgáfur ým- issa einræðis- og kommúnistaríkja og kallar þá sjálfshól og áróður, lofgjörð ríkisstjórnarflokkanna um sjálfa sig. Skrif Stefáns Jóns í þessum leiðara eru í besta falli undarleg og bera vitni þeim furðu- lega skilningi ritstjórans á landsmálum sem hann er duglegur við að opinbera. Flestir þeir er blanda sér í opinbera umræðu og bærilegt mark er á tak- andi viðurkenna að það er nauðsynlegt fyrir sitj- andi stjórnvöld að gera grein fyrir þeim málum sem þau hafa unnið að og þeim markmiðum sem þau hyggjast ná. Ekkert er athugavert við að gefið sé út upplýsingarit sérstaklega 1' þeim tilgangi. Rit- stjórn og skrif Stefáns Jóns er eitt besta dæmi þess að stjórnvöld geta varlega treyst á fjölmiðla til að koma upplýsingum sínum á framfæri. Stefán Jón segir m.a.: „Þessi framfara- og þróunarrit fara venjulega beina leið í körfu hvers sómakærs blaða- manns.“ Það er því annað tveggja, Stefán Jón hef- ur ekki lesið ritið og er því að tjá sig um rit sem er honum ókunnugt. Eða hann uppfyllir ekki að vera sómakær blaðamaður samkvæmt eigin mælistiku og hefur lesið ritið. Dæmi nú hver fyrir sig, ég tel þó að hér beri að sama brunni. í öðru lagi I leiðara sínum varpar Stefán Jón fram spurningu: „Vildi Davíð Oddsson borga fyrir með útsvarinu, og fá inn um lúguna hjá sér, glanspappír frá „Borgarstjórn Reykjavíkurlistans um það hvernig Ingibjörg Sólrún stýrir farsælli stefnu í Ráðhús- inu?“ Af djúpri speki segir hann að svarið sé nei, Iíkt og slíkt fyrirfinnist ekki. Staðreyndin er hins vegar sú að Davíð Oddsson og aðrir borgarbúar fá inn um lúguna hjá sér Borgarfréttir borgarstjórans í Reykjavík. Kristín A. Árnadóttir, pólitískur að- stoðarmaður Ingibjargar S. Gísladóttur, vinnur efni í það blað og gætir þess að fjallað sé um þau mál er R-listinn hefur komið í framkvæmd. Enn skal Stefáni Jóni Hafstein bent á að ekkert er óeðlilegt við að pólitískt kjörið stjórnvald sjái til þess að þau mál er það hefur komið í framkvæmd og stefna að séu kynnt fyrir kjósendum. Stefán Jón Hafstein gerir sig hins vegar að ómerkingi er hann fær ofbirtu í augun yfir gjörðum ríkisstjórnarinnar en er blindur á þessar sömu gjörðir R-listans. í þriðjalagi Stefán Jón Hafstein vann fyrir R-listann í síðustu borgarstjórnarkosningum og var einn fyrsti bitl- ingaþegi Ingibjargar S. Gísladóttur. Ráðning hans til að gera stjórnsýsluúttekt í Ráðhúsinu sumarið 1994 var í meira lagi umdeilanleg hvort heldur Iit- ið er til menntunar hans, reynslu eða flokka- tengsla. Er Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi R- listans reyndi af bestu getu að verja þá ákvörðun og benda á mannkosti Stefáns Jóns og hæfileika til starfans varð útkoman hálf ömurleg. Einu rök Sig- rúnar í 19:19 á Stöð 2 voru að Stefán Jón væri naskur að finna hluti þannig að það væri mjög af hinu góða að hann væri ákveðinn tíma í því að at- huga hvernig hlutirnir gangi fyTÍr sig. Hann er svona að skynja andrúmsloftið og boðleiðirnar og mun síðan koma með tillögur til úrbóta eftir stutt- an tíma sagði Sigrún ennfremur. Svo snilldarlega var öllum spurningum um menntun og reynslu vísað út í hafshauga. Þrátt fyrir að Sigrúnu hafi þá þótt Stefán Jón vera naskur og skynugur er ljóst af þessum leiðara að Iyktarskyn hans í landsmálum er brenglað og önnur nösin í blaðamannanefi hans illilega stífluð, en hin snýtir rauðu. Theodór Sveinjónsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.