Dagur - 21.01.1998, Page 4

Dagur - 21.01.1998, Page 4
20-MIDVIKVDAGVR 21. JANÚAR 1998 ro^tr UMBÚÐALAUST L EINAR KARASON SKRIFAR í einni af minna þekktum bók- um þess mikla snillings Knut Hamsun segir frá unga fiski- manninum Benóní, sem jafn- framt hafði þann starfa að bera póst á milli héraða á norðurslóð- um. I upphafi bókar kynnumst við ungum manni sem þráttfyrir dálítið einfeldningslega sjálfs- ánægju gengur vel það sem hann er að bjástra við, þannig að voldugasti maður héraðsins, hinn roskni og auðugi athafna- maður Mack, tekur Benóní uppá sína arma eða undir sinn verndarvæng og gerir smám saman að meðeiganda, með þeirri röksemd einni að Benóní „virðist hafa happahendur". Hvað Mack á við skýrir hann ekki frekar, enda kannski ekki einfalt mál, en í framvindu sög- unnar skýrist þessi mannlýsing; í tveimur bindum er dregin upp þannig mynd af manni að les- andanum skilst hvað átt er við með að einhver hafi „happa- hendur“. Það felst ekki endilega í áberandi eða mælanlegum eðl- isþáttum einsog til dæmis greind eða verklagni, heldur byggir mannlýsingin frekar á til- finningu eða alþýðlegu hyggju- viti um þá menn sem hafa eitt- hvert lag á að láta sér lánast flesta hluti; einhverju samblandi persónueinkenna eða hreinlega mannkosta sem gerir mönnum ldeift að fljóta oftast ofan á, að því er virðist fyrirhafnarlítið; í nútímalegu tungutaki yrði kannski talað um „áru vel- gengni" eða eitthvað slíkt, og þarna er á ferðinni eitthvað skylt því sem margir þekkja úr fþrótt- um og lýsir sér þannig að betra Iiðið virðist alltaf hafa heppnina með sér. Benóní og Davíð Eg er að rifj'a upp sögupersónu Hamsuns, hann Benóní með happahendurnar, vegna þess að honum hefur stundum skotið upp í kollinn þegar Davíð Odds- son hefur verið í sviðsljósinu. Trúlega gerðist það fyrst fyrir rúmum áratug þegar við Reyk- víkingar héldum uppá 200 ára afmæli borgarinnar. Borgarstjór- inn lét þá undirbúa risavaxna útihátíð einsog menn muna, enda þótt það geti verið vara- samt á stað þarsem sumur eru jafn víndbarin og votviðrasöm og hér suðvestanlands, og einhvern- veginn eru sumir stjórnmála- menn þannig að þeir hefðu ör- ugglega fengið óveður ofan í veisluna sína og heimsins stærsta terta hefði orðið frægust fyrir að fjúka á víð og dreif út um malbikið og svelgjast um niður- föllin með hálfétnum pulsum og rifnum slitrum af plastrellum og pappírsfánum, - en einsog menn muna urðu hátíðisdagamir í júlí ‘86 aftur á móti einhveijir mestu if 15** u Hi ír Iff ::^y fmm< w : | ■ ' f : - ' Borgarstjórinn Davíð Oddsson lét undirbúa risavaxna útihátíð þegar Reykvíkingar héldu upp á 200 ára afmæli borgarinnar „en einsog menn muna urðu hátíðisdagarnir ‘86 aftur á móti einhverjir mestu góðviðrisdagar ímanna minnum, “ segir Einar Kárason meðal annars. „Svipað var að sjálfsögðu uppi á teningnum á laugardaginn þegar Davíð átti fimmtugs- afmæli, enda nýtur þetta daviðshús Perlan sín aldrei betur en i froststillum með vetrarsól og heiðum himni." góðviðrisdagar í manna minnum. Svipað var að sjálfsögðu uppi á teningnum á Iaugardaginn þegar Davíð átti fimmtugsafmæli, enda nýtur þetta davíðshús Perlan sín aldrei betur en í ffoststillum með vetrarsól og heiðum himni, og var vegleg umgjörð utan um prúðbúnu fyrirmennin sem veisl- una sóttu, í bland við þann glað- væra skara borgarstrætanna sem alltaf mætir fyrstur þegar fréttist af ókeypis brennivíni. Svona hef- ur þetta Iíka gengið til í pólitík- inni; hann varð borgarstjóri um það bil sem var að bresta á með mesta tekjuinnstreymi sem borg- arsjóður hefur nokkurntíma not- ið, og þegar því fór að Iinna fyrir tilverknað utanaðkomandi krafta var hann kallaður yfir í lands- málin þarsem þjóðarskútan var um það bil að hefja siglingu upp- úr djúpum öldudal til þess að fljóta nú á efstu báruföldum. Og Ijósast vitni um þessar „happa- hendur" er auðvitað sú stað- reynd að þótt nefndur stjórn- málamaður sé aðeins fimmtugur hefur hann þegar gegnt virðuleg- ustu valdaembættum landsins í sextán ár, og það samfellt - og geri aðrir betur. Maður og flokkur Þessi persónulega velgengni hef- ur reynst Sjálfstæðisflokknum drjúg; hreyfingunni hefur í rauninni tekist að fela sig á bak- við hana. Mönnum dylst eða gleymist að handan við rólyndis- legt, traust og gamansamt yfir- bragð formannsins leynist maðksmoginn stjórnmálaflokk- ur; sjálfum sér sundurþykkur í öllum mikilvæg- ustu málum, og einungis sam- hentur í þeirri tæru hugsjón að slá vörð um for- réttindi og sér- hagsmuni þeirra valdaafla sem þangað hafa skriðið, þar hafa rottað sig sam- an. Óheppni og ldaufaskapur pólitískra and- stæðinga Sjálf- stæðismanna hefur Iíka hjálp- að til; - þeir hafa gengið manna harðast í að per- sónugera flokkinn í Davíð, í stað þess að reyna að fá fólk til að líta framhjá formanninum og virða fyrir sér sorphauginn að baki hans. Um þetta eru til ótal dæmi, minnisstætt er til dæmis ástandið frá því fyrir borgar- stjórnarkosningarnar 1990 þeg- ar Sjálfstæðisflokkurinn lá ágæt- lega við höggi, þótt borgarstjór- inn stæði vel að vígi persónu- lega. Samt völdu oddvitar and- stöðunnar í borgarstjórn að láta kosninga- baráttuna alla snúast um Dav- íð Oddsson, við rólyndislegt, traust með eilífum upphrópunum og gamansamtyfir- einsog „viljum við hafa hann áfram sem borgarstjóra?" Ef það var eina spurningin þá var svarið kannski ekki sérlega flókið í augum kjós- enda, enda fór það svo að útá borgarstjórann fékk Sjálfstæð- isflokkurinn næstum tvöfalt fylgi á við alla hina flokkana samanlagt. Sömu tilhneigingu stjórnarandstæð- inga til að klaufast út í fúafenið, smækka sjálfa sig andspænis því þarsem Ihaldið stendur sterkast, Mönnum dylst eða gleymist að handan bragðformannsins leynist maðksmoginn stjómmálaflokkur, sjáljum sérsundur- þykkurí öllum mikil- vægustu málum. mátti sjá þegar einn þeirra fór að gremjast yfir því í augsýn al- þjóðar að Davíð skyldi Iaumast til þess að koma fram á bók- menntadagskrá á alþýðlegu kaffihúsi í stað þess að taka þátt í því að afgreiða frumvarp frá annarri til þriðju umræðu. Virðulegt eða hlægilegt Velgengni getur verið hættuleg; það er stundum sagt að það geti verið ennþá erfiðara að lifa af meðbyr heldur en mótlæti. Sag- an sýnir að menn sem lengi njóta óskoraðs valds eiga fátt meira á hættu en að tapa sjálfs- gagnrýninni, og um leið að standa berskjaldaðir gagnvart þeirri hættu að virðuleikinn breytist í bjánaskap; að þeir fari að verða hlægilegir. Flugelda- sýningin sem lýsti upp höfuð- borgina aðfaranótt síðasta laug- ardags og drundi með skruggum og dynkjum útí næturkyrrðina, hún var alveg á mörkunum - það var þrátt fyrir allt bara einn maður sem átti fimmtugsaf- mæli. Og afmælisgrein Hannes- ar Giss, eða öllu heldur Guð- spjallið hans, sem birtist í mið- opnu Moggans á laugardaginn, - þau helgiskrif voru handan við mörkin; þau voru blátt áfram hlægileg.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.