Dagur - 21.01.1998, Síða 5
Xk^iir'
MIÐVIKVDAGVR 2 l.JANVAR 19 9 8 - 21
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
Áhugi íslendinga á Nálu virdist
í algleymingi og áAkureyri
hafa verið auglýst tvö nám-
skeið um þá ágætu hók.
að minnast gríðarlegs áhuga á
námskeiðum Jóns Böðvarsson-
ar. Bæði Erlingur og Haraldur
leggja á það áherslu að enginn
fari í föt Jóns Böðvarssonar,
sem sé goðsögn þegar kennsla í
fornbókmenntum er annars
Farið óvarlega með eld
Haraldur Bessason segist oft
hafa kennt Njálu á ensku og
segist hafa sérlega gaman af að bera saman
hetjur Njálu við persónur sem koma fyrir í
Eddukvæðum. „Ég hef líka gaman af því að
bera lífssýn Njálu við miðaldabókmenntir
annarra þjóða.“
Haraldur segist ekki vera svo mikill ferða-
maður í sér svo hann sé enginn sérfræðingur
í staðháttum. „Ég get nú varla talað um
staðhætti neinstaðar nema í Skagafirði, en
þangað komu Njálumenn ekki.“
Haraldur segir margt athyglisvert koma í
Ijós þegar skoðuð er lífssýnin í Njálu annars
vegar og Völuspá hins vegar. „Þeir fóru til
dæmis óvarlega með eld í báðum þessum
verkum.“ HH
Erlingur Sigurðarson, forstöðumaður Sigur-
hæða á Akureyri, heldur námskeið um Njálu
á Sigurhæðum og Haraldur Bessason, fyrr-
verandi rektor Háskólans á Akureyri, fjallar
um Njálu og Völuspá á námskeiði á vegum
endurmenntunarstofnunar Háskólans á Ak-
ureyri.
Erlingur segist gera ráð fyrir að Njálunám-
skeið hans verði með sniði leshrings. Þátt-
takendur ræði bókina, en hann segir sér ekki
í mun að þröngva sínum skoðunum á bók-
inni upp á þátttakendur.
í Njálu er allt að finna
MikiII áhugi er á Njálu og er þar skemmst
Haraldur Bessason segir mann hafa farið óvarlega með
eld bæði í Njálu og Völuspá.
vegar.
„Ahugi á fornum sögnum er
blessunarlega að vakna, eins og
gerist þegar farið er að halda
einhveiju fram,“ segir Erlingur.
„Þetta er sjóður sem stendur vel
undir því að i hann sé sótt. Ég
hef stundum sagt: Njála á svör
við öllu, í Njálu er allt að
finna.“
Erlingur segir það vera mark-
mið sitt með starfseminni á Sig-
urhæðum að tengja starfið al-
menningi. Hann hefur haldið
úti vikulegum dagskrám þar
sem flutt eru Ijóð íslenskra
skálda og fjallað um þau. „Til
þess að miðla bókmenntum til
almennings verður maður að
leita í sinn stokk, og þá voru
ljóðin og Njála sá stokkur sem
var auðteknast úr.“
Erlingur segist ekki láta sig
það miklu skipta hver sé höf-
undur Njálu. Hann segist hafa
meiri áhuga á að beina sjónum
sínum að sögunni sjálfri. „At-
burðir hennar, persónusköpun
og glöggskyggni er með ólíkind-
um.“ Hann segist leggja áherslu
á að lesa söguna og njóta henn-
ar á námskeiðinu.
„Njála á svör við öllu, í Njálu er allt að finna, “ segir Erlingur Siguröarson,
en hann er leiðbeinandi á öðru Njálunámskeiði af tveimur sem auglýst
hafa verið á Akureyri.
Njálumenn á
norðurslóð
List er ekki
fölsun
„Barnabók sem börnunum leið-
ist að lesa er lítils virði, eins og
raunar gildir um allt fólk og all-
ar bækur. Ég hygg að skrifa megi
fyrir börn um flest það sem fyrir
ber í mannlegu lífi og engin
nauðsyn sé að hlífa þeim við
staðreyndum lífsins. Heimur
barnanna er ekki mildu rósrauð-
ari en foreldranna og fölsun á
veruleikanum er andstæða allrar
góðrar listar," segir Guðrún
Helgadóttir í athyglisverðum
pistli um barnabækur í timarit-
inu Börn og menning. Börn og
menning er fyrsta tölublaðið af
breyttri útgáfu tímaritsins Börn
og bækur. Blaðið er sérlegt mál-
gagn íslandsdeildar IBBY. IBBY
er skammstöfun á enska heitinu
The International Board on
Books for Young People, en það
eru alþjóðleg samtök sem vilja
efla útgáfu og Iestur barnabóka.
Blaðinu er ætlað að verða einn
af málsvörum menningar íyrir
börn og ungt fólk á íslandi eins
og segir í pistli ritstjóra, Kristín-
ar Birgisdóttur.
Auk áðurnefndrar greinar
Guðrúnar er fjölmargt forvitni-
legt efni í blaðinu og meðal þess
er grein eftir Vigdísi Finnboga-
dóttur, viðtal við Brian Pilk-
ington og fjallað er um feril
Astrid Lindgren sem varð níræð
fyrir skömmu. KB
Börn og menning er breytt og öflugri útgáfa timaritsins Börn og bækur
og meðal áhugaverðs efnis þar er grein eftir Guðrúnu Helgadóttur.
Leikfélag
Akureyrar
Á ferð með
frú Daisy
eftir Alfred Uhry
Ujörtum mannatma svipar
saman í Atlanta og á Akureyri.
Úr leikdómum:
„Sigurveig ... n;er lia'dum ... ekki
síst í lokuatriðum í nánum samleik
við Þráin Karlsson."
Haukur Ágústsson í Degi.
„Það er ótrúlegt hve Þráni tekst
vel að komasl inn í persónuna.“
Sveinn Haraldsson í
Morgunblaðinu.
...einlæg og hugvekjandi
sýning sem fyllsta ástæða er
til að sjá.“
Þórgnýr Dýrfjörð í
Ríkisútvarpinu.
Sýnt á
Renniverkstæðinu
að Strandgötu 39.
8. sýning 24. janúar kl. 20.30
9. sýning 31. janúar kl. 20.30
V
Söngvaseiður
6. mars verður Samkomu-
húsið \ið Hafnarstræti
opnað gestum eftir gagngera
endurnýjun á áhorfendasal
með frumsýningu á þessu
hugþekka verki þeirra
Rodgers og Hammersteins.
Aðalhlutverk:
Þóra Einarsdóttir
Hinrik Ólafsson
Hrönn Hafliðadóttir
Jóna Fanney Svavarsdóttir.
4
Markúsar-
guðspjall
Einleikur Aðalsteins Bergdal.
Frumsýning á Renniverk-
stæðinu um páska.
Gjafakort í leikhúsið.
Gjöf sem gleður.
Kortasala í miðasölu
Leikfélagsins,
í Blómabúð Akureyrar
og á Café Karólínu.
Sími 462 1400
cr styrktaraðili Leikfélags Akureyrar