Dagur - 21.01.1998, Page 6

Dagur - 21.01.1998, Page 6
22-MIDVIKUDAGUR H.JANÚAR 19 9 8 ro^tr HEIMILISLÍFIÐ 1 LANDINU Þaðferekkertá milli mála að heimili Ingi- bjargar Sólrúnar og fjölskyldu hennarer Jyrst ogfremst HEIM- ILIfjölskyldunnar. Greinilegt erað íbúð þeirra erekki ætlað að vera neinn sýningar- staðurogað helster hugsað um aðfólki líði vel þar. ■ Ingibjörg siturgjarnan viö eldhúsborðið og les blöðin, finnst það notalegt. myndir: hilmar. „Ég hef eiginlega aldre/ tengst hlutum mjög mikið og eiginlega er ég þe/rrar gerðar að hugsa ekki mikið um að eignast hluti, “ segir Ingibjörg. „Mér finnst mig ekki vanta neitt, þau húsgögn sem ég á, hef ég hirt eða keypt fyrir lltið og það er ekki fyrr en á síðustu þremur árum eða svo að ég hef farið að kaupa mér húsgögn." Þau búa á efri hæð í vinalegu húsi í vesturbænum, hafa búið þar nokkuð lengi. „Þetta er mjög þægilegt fyrir okkur,“ segir Ingi- björg, „afi og amma búa í næsta nágrenni og þvf stutt fyrir strák- ana að fara til þeirra." Ingibjörg segist ekki spá mikið í hluti og ekki hafa gert mikið af því að kaupa sér húsgögn á sinni búskapartíð. „Eg hef eiginlega aldrei tengst hlutum mjög mikið og eiginlega er ég þeirrar gerðar að hugsa ekki mikið um að eign- ast hluti. Mér finnst mig ekki vanta neitt, þau húsgögn sem ég á, hef ég hirt eða keypt fyrir lítið og það er ekki fyrr en á síðustu þremur árum eða svo að ég hef farið að kaupa mér húsgögn.“ Ingibjörg bendir á fallegan rauð- an sófa og sófaborð í stofunni. „En það er eitt sem ég geri,“ segir hún. „Alltaf þegar ég fer til annarra landa, þá reyni ég að ná mér i eitt- hvað sérstakt, eitthvað sem minnir á land- ið,“ og hún sýnir nokkra hluti sem standa á hillu. „Þetta er til dæmis frá Grænlandi, hvalsporður, og eggið er frá Rússlandi. Dúkkurnar tvær, þær eru líka frá Rússlandi og svo á ég auðvitað ýmislegt frá Kína og við fórum þangað fyrir tveimur árum,“ bætir hún við. „Maðurinn minn lærði i Kína.“ Ingibjörg segist alltaf reyna að finna einhveija hluti sem tengjast jólum í hverju landi, ef hún mögulega getur. Henni finnst skemmtilegt að vera með allskonar hluti frá hin- um aðskiljanlegustu stöðum á jólatrénu. Bækur og tónlist Hvað með bækur, eru einhverjar sérstakar bækur í uppáhaldi hjd Ingibjörgu Sólrúnu? „Það eru þá helst sagnfræði og heimspeki. Mér finnst æ meira gaman að Iesa þannig bækur," segir hún. „Og listaverkabækur. Kannski er það vegna þess að þetta eru allt bækur sem hægt er að glugga í og maður er ekki nauðbeygður til að Iesa þær ffá upphafi til enda. Eg finn líka að ég er ekki lengur þessi alæta á bækur sem ég var. Þegar tím- inn er takmark- aður þá reynir maður fremur að velja og hafna. En Lax- nes er alltaf góður og gaman að grípa í að lesa bækurnar hans aftur og aft- ur.“ I stofunni er talsvert af hljóm- diskum og Ingibjörg segist hlusta talsvert á klassíska tón- list. „Það er tónlist sem maður getur slakað á við og haft í bak- grunninum. Hún krefst einskis af manni og það er gott að lesa við hana,“ segir Ingibjörg. Það er eiginmaður Ingibjargar, Hjör- Ieifur, sem er duglegastur að safna diskum. „Hann tekur svona syrpur í að kaupa diska, kannski svona svipað og maður keypti bækur í gamla daga.“ Varla hefur borgarstjórinn langan tíma til að slaka á heima við. Hvernig finnst henni best að eyða frítíma sínum? „Mér finnst notalegt að sitja við eldhúsborðið og lesa, það geri ég gjarnan," og Ingibjörg sýnir eldhúsborðið, í blámáluðu eldhúsinu, þar sem eiginmaður- inn er önnum kafinn við að elda kvöldmatinn. „Annars er það tvennt sem mér er heilagt og ég hef reynt að passa. Það eru föstudagskvöldin og sunnudagar, það eru fjölskyldutímar," segir hún ákveðin. Er eitthvert húsgagn eða hlut- ur sem Ingibjörgu er sérlega kær? „Nei, það held ég ekki. Og þó, ég á eina mynd sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, það er mynd af langömmu minni. Hún hékk alltaf inni 1' svefnherbergi hjá foreldrum mfnum. Svo fann ég inni í svefnherbergi mínu nagla, ,sem er þannig staðsettur að hún hefur nákvæmlega sömu afstöðu og hún hafði þar,“ segir Ingi- hjörg og brosir af tilhugsun um þessa tilviljun. vs Ingibjörg segisthlusta talsvertá klassíska tónlist. „Það er tónlist sem maður getur slak- að á við og haft í bak- grunninum. “

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.