Dagur - 21.01.1998, Side 7
MIÐVIKVDAGVR 21.JANÚAR 1998 - 23
LÍFIÐ í LANDINU
fólkið
í Óskariiin
í HoIIywood eru menn farnir að
geta sér til um hverjir verði til-
nefndir til Oskarsverðlauna
þetta árið. Titanic og L.A. Con-
fidential eru taldar öruggar um
tilnefningu sem bestu myndir
ársins. Good Will Hunting í
leikstjórn Gus Van Saint er
mynd sem margir veðja á og það
sama á við um nýjustu mynd
Spielbergs, Amistad. Breska
myndin The Full Monty er
einnig talin eiga mikla mögu-
leika.
Sérfræðingarnir segja Matt
Damon, Robert Duvall og Jack
Nicholson örugga um tilnefn-
ingu í flokk bestu karlleikara
ársins. Leonardo DiCaprio kann
að slást í hópinn og Peter
Fonda, Dustin Hoffman og
Kevin Kline slást einnig um sæti
á Iistanum.
Breskar leikkonur standa með
pálmann í höndunum þegar
kemur að tilnefningu í bestu
kvenhlutverkin. Judi Dench þyk-
ir standa sig frábærlega í Mrs.
Brown. Helena Bonham Carter,
Julie Christie, Emily Watson og
Kate Winslet fylgja henni fast
eftir. Einhver þeirra mun þó
Kim Basinger. Liklegt þykir að hún verði tilnefnd til Úskarsverðlauna fyrir leik sinn i
LA. Confidential.
sennilega þurfa að þoka fyrir
bandarískri leikkonu.
Gömlu brýnin Robin Williams
og Burt Reynolds þykja Ifklegir
að verða tilnefndir fyrir bestan
leik í aukahlutverki karla og
Rupert Everett ætti sömuleiðis
að vera öruggur með tilnefningu
eftir frábæra frammistöðu í My
Best Friend’s Wedding. Anthony
Hopkins og Morgan Freeman
þykja einnig sýna stjörnuleik í
Amistad.
Gloria Stuart á eftirminnilega
endurkomu í Titanic og verður
nær örugglega tilnefnd sem
besta Ieikkona í aukahlutverki.
Kim Basinger þótti sýna á sér
nýja og óvænta hlið í L.A. Con-
fidential. Sigourney Weaver og
Christina Ricci stóðu sig vel í
Ice Storm og Phyllida Law
(mamma Emmu Thomson) hef-
ur einnig hlotið mikið lof fyrir
leik sinn í The Winter Guest.
Miklu skiptir fyrir Reykvíkinga að til setu í borgarstjórn veljist ábyrgt
og kraftmikið fólk. Guðjón Ólafur Jónsson uppfyllir þau skilyrði.
Hann hefur mikla reynslu af félags- og stjórnunarstörfum. Hann
hefur gegnt fjölda ábyrgðarstarfa, m.a. sem lögfræðingur hjá
embætti ríkissaksóknara og stjórnarformaður Félagsstofnunar
stúdenta frá 1993 á miklum uppbyggingartímum. Hann er nú
aðstoðarmaður umhverfisráðherra. Guðjón Ólafur hefur sýnt að
hann er traustsins verður.
Tryggjum honum öruggt sæti í borgarstjórn.
Stuðningsmenn
Guðjón Ólafur Jónsson, 29 ára lögfræðingur.
Störf: Framkvæmdastjóri þingflokks framsóknarmanna 1992-93. Lögfræðingur hjá embætti
ríkissaksóknara 1993-95. Aðstoðarmaður umhverfisráðherra frá 1995.
Félagsmál: í Stúdentaráði Hl fyrir Röskvu 1989-91. Stjórnarformaður Félgsstofnunar stúdenta
frá 1993. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna 1994-96.
Fjölskylda: í sambúð með Helgu Björk Eikríksdóttur. Á einn son, Hrafnkel Odda 4 ára.
:
• It
- Öflugur baráttumaður
- Reynsla af rekstri og stjórnun
- Fulltrúi nýrra tíma
- til i slaginn
4