Dagur - 21.01.1998, Page 11
MIÐVIKUDAGUIt 21. ] AKÚAR 199 8 - 27
%<r-
LÍFIÐ í LANDINU
KjartanÁs-
mundsson, 20
ára, hefurverið
blindurfráfæð-
ingu en sækir
samtalla leiki
með Grindavík í
körfunni.
Kjartan Ásmundsson er harður körfuboltaáhugamadur en æfir sjálfur boccia. Hann fer
t keppnisferðalag til Svíþjóðar í byrjun febrúar og keppir á Malmö Open á
afmælisdaginn sinn.
Keppir í MaJmö á
afinælisdagiim
„Ég fer á alla leiki með Grinda-
vík, bæði í körfunni og fótbolt-
anum. Mamma og pabbi eru
ekkert í þessu. Ég var bara svo
klár að fylgjast með og þess
vegna fékk ég áhugann. Þetta er
svo spennandi," segir Kjartan
Asmundsson, 20 ára Grindvík-
ingur.
Fer á hvern leik
Kjartan er sonur Kolbrúnar
Guðmundsdóttur og Asmunds
Jónssonar bifvélavirkja. Kjartan
á tvö systkini, Stefaníu, 17 ára,
sem spilar körfubolta í Þýska-
landi í vetur, og Guðjón, 23,
sem spilar fótbolta með Grinda-
vík og er númer 4. Kjartan hefur
verið blindur frá fæðingu. Hann
vinnur á tveimúr stöðum, fer
yfir bæklinga fyrir Flugleiðir á
Hæfingarstöðinni í Keflavík. Á
Blindravinnustofunni í Reykja-
vík merkir hann bursta og fieira
þess háttar.
Kjartan Ásmundsson
fylgist vel með íþrótt-
um þó að hann sé
hlindur. Hannferá
hvem leik með
Grindavík.
Kjartan er sérlegur áhugamað-
ur um körfubolta, að sjálfsögðu
harður stuðningsmaður Grinda-
víkur, og fylgist líka með fót-
bolta - Liverpoolaðdáandi af lífi
og sál. Hann sækir hvern ein-
asta leik með Grindavík sem
hann mögulega kemst á og veit
alveg nákvæmlega hvað er að
gerast og hvernig liðinu gengur
þó að hann sjái ekkert. Hann
veit hver er besti maðurinn á
vellinum því að hann skynjar
þessa hluti út frá því sem er að
gerast í kringum hann.
Bubbi mundi eins og skot
Kjartan fylgist líka með íþrótt-
um í sjónvarpinu þó að hann
segist „gera lítið af því“. Ein-
hvern veginn hljómar það nú
samt eins og heldur meira en
bara „Iítið“. Hann er sjálfur virk-
ur íþróttamaður, æfir Boccia og
fer í keppnisferðalag til Svíþjóð-
ar í byrjun febrúar, keppir á
Malmö Open á afmælisdaginn
sinn, 7. febrúar.
Kjartan hefur mikinn tónlist-
aráhuga, heldur upp á Bubba og
segir hann hafa batnað með ár-
unum. Hann heimsótti nýlega
Stöð 2 og Bylgjuna og fékk þá
að tala við Bubba í beinni út-
sendingu. Hann segir að Bubbi
hafi munað eftir sér eins og skot
því að þeir hafi kynnst þegar
Bubbi var eitt sinn að spila í
Grindavík. -GHS
NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR
Ægivald Bjama Ben.
í bókinni Ein með öllu, eftir Ás-
geir Hannes Eirfksson, fyrrver-
andi þingmann og pylsusala, má
finna ágæta sögu, hafða eftir
Haraldi Blöndal, Iögfræðingi.
Segir þar frá fundi Sjálfstæðis-
flokksins á Akranesi þar sem
Pétur Ottesen þingmaður,
vermdi stól fundarstjóra, en sér-
legur gestur fundarins var
Bjarni Benediktsson, forsætis-
ráðherra. Er saga þessi ágætt
dæmi um það ægivald sem
Bjarni hafði sem formaður í sín-
um flokki. I bókinni segir:
„...Að lokinni tölu dr. Bjarna
um ástand og horfur í landinu
var gengið til dagskrár um mál-
efni héraðsins og þurfti að
greiða atkvæði um eina tillögu.
Pétur Ottesen Ieitaði því at-
kvæða hjá fundarmönnum og
greiddu þeir allir tillögunni at-
kvæði sitt.
Formsins vegna bað Petur svo
um atkvæði á móti, en engin
hönd sást á lofti nema hönd dr.
Bjarna. Pétur Ottesen var fljótur
að kveða upp úrskurð sinn og
sagði:
„Tillagan er felld með öllum
greiddum atkvæðum“.“
Umsjón: Sigurður Bogi
Sævarsson.
UMSJÓN
Sigundór
Sigurdórsson
Bílskiirinn
Eins og skýrt var frá í Degi á dögunum hefur
Ragnar Björnsson, bólstrari í Hafnarfirði, átt í
glímu við Póst og síma vegna þess að nafn fyrirtækis hans,
Ragnar Björnsson hf., var íjarlægt úr símaskránni og gert að
leyninúmeri. Hins vegar var nafn Ragnars Björnsson bólstrara,
heimilsfang og heimasímanúmer í skránni. Margir héldu að
Ragnar væri hættur með fyrirtækið og farinn að dunda sér
heima fyrir. Mikið var í hann hringt og einn kom með rúmið sitt
heim til Ragnars, setti það fyrir framan bílskúrshurðina, hringdi
síðan d>Tabjöllunni. Þegar Ragnar opnaði hurðina benti gestur-
inn á rúmið sitt og spurði hann hvort hann gærti ekki lagað það
fyrir sig. Þetta er eitt af mörgum dæmum um uppákomur vegna
þess að nafni fyrirtækisins var kippt út úr símaskxánni.
Jarðarfarir
Miðaldra fólk hefur af eðlilegum ástæðum átt erfitt með að
skilja hvers vegna því gengur jafn illa að fá atvinnu og raun ber
\Ttni. Það hefur til að mynda komið í ljós að ungt fólk er miklu
oftar veikt og því frá vinnu en þeir sem eldri eru. Þessi fullyrð-
ing var af miðaldra manni nefnd við atvinnurekenda á dögun-
um. „Þetta er alveg rétt,“ sagði atvinnurekandinn, „en þeir mið-
aldra eru bara jafn oft frá vegna þess að þeir eru að fylgja vinum
og kunningjum til grafar,“ svaraði atvinnurekandinn.
Góðar óskir
Halldór Ásgrfmsson, formaður
Framsóknarflokksins, hélt ræðu
til heiðurs Davíð Oddssyni, sem
sögð var sú besta sem flutt var í
Perlunni á laugardaginn. Meðal
annars sagði Halldór frá því að
þegar faðir hans, Ásgrímur
Halldórsson, fyrrum kaupfélags-
stjóri, útgerðarmaður og foringi
framsóknarmanna á Höfn, átti
fimmtugsafmæli fyrir ijörutíu
árum síðan hafi hann fengið
skeyti frá Ólafi Thors, þáver-
andi formanni Sjálfstæðisflokksins. í skeytinu stóð: „Óska þér
velgengni í Iífinu en ekki í pólitíkinni, Ólafur Thors."
Grár köttur
Enn yrkja menn urn forsætis-
ráðherra og upplestur hans á
Gráa kettinum fyrir jólin. Eftir-
farandi bragur barst okkur fyrir
skömmu:
Aldamótasimdið
Ýmsir hafa orðið til þess að
benda á að sennilega hafi Ingi-
björg Sólrún borgarstjóri Iofað
upp í ermina á sér þegar hún
sagðist ætla að synda úr Skerja-
firði yfir á Álftanes 17. júní árið
2000 kl. 14.00. Margir halda að
þá muni standa sem hæst trúar-
hátíðin á Þingvöllum. Aðrir
segja enga hættu á því. Sú hátíð
verði ekki haldin fyrr en í júlí.
Þingvellir séu ekki tilbúnir til
að taka við miklum mannfjölda
17. júní. Þeir Indriði G. Þorsteinsson og Matthías Johannessen
hafi látið reikna það út fyrir sig, þegar þeir sáu um þjóðhátíð á
Þingvöllum 1974, að mestar lík-
ur á góðviðri á Suðurlandi væri
í síðari hluta júlí-mánaðar. Þess
vegna yrði trúarhátfðin haldin
þá en ekki 17. júní og því geti
Ingibjörg Sólrún synt yfir Ijörð-
inn í rólegheitum þann dag.
Leitt er á þingi
lúðir þegnar.
Bók ek las
á Bláum ketti
laus við þras
ok leiðan aga.
Er att kurr
í eigin búðurn.
Fylkir skipar.
Fyrðar hlýða
ok þykjast eigi
menn að minni.
Illt er að egna
óbilgjaman.
Forðisk flumbnir
okjleiri pústra.
Skal því hverr
sig hægan hafa.