Dagur - 03.02.1998, Blaðsíða 16
Mégane Berline
veró frá 1.338
Þriðjudagur 3. febrúar 1998
Veðrið í dag...
Vestan og noróvestan kaldi og él einkum vestan- og norðantil en
bjart veður á Suðaustur- og Austurlandi. Kótnandi veður.
mti 5 til 0 stig.
m v
RENAULT
B&L, Ármúla 13, Söludeild: 575 1220
VEÐUR-
HORFUR
Línuritin sýna fjögurra
daga veðurhorfur á
hverjum stað. Línan
sýuir hitastig, súluritið
12 tima úrkomu en vin-
dáttir og vindstig eru
tilgreind fyrir neðan.
Reykjavík
Mið Fim Fös Lau
J Mfl Hl«s>
NNV3 NA3 SSA5 S4 SSV3
NV3 SA4 S4 S3
Stykkishólmur
5 —MÍÉ— Fim Fös Lau mm
N4 NNA4 SA5 S5 S3
NNV4 ASA4 SSA4 SSA3
Bolungarvík
°c Mið Fim Fös Lau mm
Blönduós_____________
°9 Mið Fim Fös Lau mm
5 *i ---- r15
.'Osm
NV3 NNV2 SA3 S3 A1
NV4 A3 SA3 SSA2
Akureyrí
VNV5 ASA3 SSA3 SSA3
Egilsstaðir
\14 VNV3 SSA4 SV3 VSV3
V4 SA3 S4 SSV3
Kirkjubæjarklaustur
VNV3 VNV2 S3 SSV2 VSV2
VNV4 SA3 S3 SSV3
Stórhöfði_________________
9 Mið Fim Fös Lau mm
-10
- 5
- 0
VNV6 N3 S7 SSV6 SV5
NV6 SSA7 SSV6 SSV5
ÍÞRÓTTIR
Sigur hjá KA
KA sigraði ítalska
liðið Generale Trieste
í sínum síðasta leik í
Meistarakeppni Evr-
ópu í handknattleik á
þessum vetri og lauk
því keppninni með 2
stig.
Leikur beggja liða var mjög
fálmkenndur í byrjun í KA-
heimilinu, dæmd voru skref á
KA, síðan töf á Trieste en KA
tók svo forystuna með marki
Halldórs Sigfússonar úr víti.
Leikur Trieste í fyrri hálfleik var
oft hrein leikleysa og furðulegt
að slakir dómarar frá Lettlandi
skyldi láta ftalska liðið komast
upp með það meira og minna
allan leikinn. Einnig léku Ital-
irnir sig alvarlega meidda í
nokkur skipti og rændu þannig
af KA tækifærinu til að útfæra
hraðaupphlaup. Utafrekstur
vakti oft furðu, leikmenn KA
voru út af í 18 mínútur en Ieik-
menn Trieste í 8 mínútur. I hálf-
leik var staðan 8:9 fyrir Trieste.
Það var allt annað KA-lið sem
kom inn á í seinni hálfeik, leik-
menn ákveðnir að selja sig dýrt.
Það voru dómararnir líka,
frammistaða þeirra batnaði til
muna en ítalski Ieikþátturinn
hélt áfram. KA tók aftur foryst-
una, komst í 17:14 en þá tóku
Italirnir leikhlé, minnkuðu
muninn í 19:18 og svo aftur í
eitt mark, 20:19, og aðeins mín-
úta til Ieiksloka. Þá var aftur
tekið leikhlé, I<A byrjaði með
Hannes Sigfússon, hin örugga vítaskytta KA, átti góöan leik og skoraði alls 6 mörk. - mynd: bús
boltann og hélt honum til leiks-
loka. Dæmt var aukakast eftir
að leiktíma lauk sem Sigtryggur
Albertsson markvörður tók og
skoraði úr, úrslitin 21:19 og
fyrsti sigur KA í meistarakeppn-
inni staðreynd.
ítalirnir voru ekki sáttir við
úrslitin, reyndu að ná til dómar-
anna við ritaraborðið en voru
hindraðir í þ\á. Þeir létu þó ekki
staðar numið, reyndu að hindra
nokkra leikmenn KA að ná til
búningsherbergja, greinilega til-
búnir í hasar enda frekari Evr-
ópudraumar að baki. Það eru lið
Celje og Zagreb sem fara áfram
úr riðlinum.
„Við ætluðum alltaf að sigra
Trieste hér heima, og miðað við
leikina við Zagreb og Celje sem
voru með bestu liðin, kom ekk-
ert annað til greina. Við spiluð-
um fyrri hálfleik mjög illa, en
tókum okkur saman í síðari
hálfleik. Þátttakan í Meistara-
keppni E\TÓpu var mjög gott
veganesti fyrir íslandsmótið,"
sagði Jóhann Jóhannsson, fyrir-
liði KA.
Mörk KA: Halldór Sigfússon
6 (5), Karlim Yala 6, Jóhann Jó-
hannsson 3, Sverrir Björnsson
2, Björgvin Björgvinsson 1,
Heimir Arnason 1, Hilmar
Bjarnason 1 og Sigrtryggur Al-
bertsson 1 og varði 1 5 skot.
Mörk Trieste: Fussina 8 (3),
Molina 2, Tomic 2, Pastrelli 2,
Tarafino 2, Lonuca 2 og Guerr-
azzi 1. Mestriner varði 13 skot
og Srebrnic 3 skot.
Vala nálægt Evrópumetmu
Góð ferð íslendinga á
frjálsíþróttamót í
Gautaborg. Vala reyndi
við Evrópumet og
Guðný Eyþórsdóttir
setti stúUmamet í 60
metra spretthlaupi.
Vala Flosadóttir bætti enn einni
skrautfjöðrinni í sinn hatt á
frjálsíþróttamóti í Gautaborg
um helgina. Hún bætti árangur
sinn um 6 sentimetra í stangar-
stökkinu og sveif yfir 4.26
metra. Þar með setti hún nýtt
Norðurlandamet. Hún felldi
naumlega tilraun til Evrópu-
mets, 4.36 m. Það er því nokk-
uð ljóst að Vala verður í fínu
formi á Evrópumótinu sem
hefst síðar í þessum mánuði.
Þess má geta að heimsmetið í
stangarstökki kvenna er 4.40 m
og því stutt í að Vala geri tilkall
til þess.
Guðrún Eyþórsdóttir, 16 ára
spretthlaupakona úr IB, stóð sig
mjög vel á þeim tveimur mótum
sem hún keppti á. Hún bætti Is-
landsmetin bæði í 60 m hlaupi,
þar sem hún vann 18 ára flokk-
inn og hljóp á 7.81 sekúndu. Þá
vann hún einnig 200 m hlaupið
og stórbætti árangur sinn. Þar
híjóp hún á 25.23 sekúndum.
Daginn áður hafði hún keppt í
fullorðinsflokki á öðru móti,
sama móti og Vala keppti á, og
þar komst hún í A-úrslit í 60 m,
hljóp á 7.84 sekúndum.
ÍB-ingurinn, Sveinn Ernst-
son, náði sínum besta árangri í
1500 m hlaupi innanhúss þeg-
ar hann hljóp á 4.00,56 mínút-
um. Þá jafnaði Tómas Hilmars-
son, sem búsettur er í Gauta-
borg, sinn besta árangur til
þessa í hástökki drengja með því
að stökkva 1.85 m. — GÞÖ