Dagur - 03.02.1998, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1998 - 13
KR-ingar funheitir
Darryl Wilson og félagar í Grindavík tróna enn á toppnum i DHL-deildinni.
KRingar gerðu góða
ferð á ísafjörð. Ilauk
ar rassskelltu ÍR.
Grindvíkiugar máttu
þakka fyrir sigurinu á
Akranesi.
UMFN - Valux 113-89
Valsmenn fengu kennslustund í
körfubolta er þeir heimsóttu
Njarðvíkinga á sunnudaginn.
Heimamenn, sem unnið hafa tvo
leiki í röð, komu fullir sjálfs-
trausts til leiks og réðu gangi
mála frá fyrstu mínútu. Þeir
berjast nú hatrammri baráttu
um hagstætt sæti í deildinni sem
gefur þeim heimaleikjarétt í úr-
slitakeppninni. Valsmenn eiga
hinsvegar sáralitla möguleika á
að komast í úrslitakeppnina og
sigla Iygnan sjó í deildinni með-
an Þór og IR halda áfram að tapa
leikjum sínum.
ÍR-Haukar 54 105
ÍR-ingar fengu einhverja verstu
útreið sem lið hefur fengið á
heimavelli í DHL-deiIdinni f vet-
ur. Haukarnir gerðu það sem
þeir vildu gera meðan rænulaus-
ir Breiðhyltingarnir voru í elt-
ingaleik við sjálfa sig og Hauk-
ana allan tímann. Hætt er við
því, að erfitt geti verið fyrir þá að
ná upp sjáifstraustinu eftir 51
stigs tap á heimavelli og ekkert
annað en erfið fallbaráttan er
framundan fari IR-ingar ekki að
taka sig saman í andlitinu og
vinna leiki.
stiga forystu þegar nokkrar sek-
úndur lifðu af leiknum. Það
nægði en Damon Johnson náði
að minnka muninn niður í eitt
stig með þriggjastiga flautu-
körfu. Benedikt og Iærisveinar
hans gátu andað léttar. Svona
kæruleysi komast þeir þó varla
upp með aftur.
Damon Johnson fékk allt það
svæði sem hann vildi og skoraði
hann rúmlega helminginn af
stigum ÍA. Vandinn er bara sá að
það vinnur enginn einstaklingur
leik. Til þess þarf lið.
Helgi Bragason og Sigmundur
Herbertsson dæmdu þennan
leik. Helgi dæmdi vel og senni-
lega hefði leikurinn verið betur
dæmdur ef hann hefði dæmt
einn.
KR -KFÍ 72 89
KR-ingum tókst það sem fáum
hefur tekist í vetur, að rótbursta
Isfirðinga á Isafirði. Þetta er
annar leikurinn í röð sem liðið
tapar á heimavelli sínum og nú
hefur KFI hrapað úr öðru sætinu
í deildinni í það fjórða. KR er aft-
ur á móti að rétta úr kútnum og
hefur unnið tvo leiki í röð, nokk-
uð sem ekki hefur oft gerst í vet-
ur. Keith Vassel er leikmaður
sem Hrðist falla vel inn í Iiðið og
Baldur Olafsson er að blómstra
þessa dagana hjá Vesturbæjarlið-
inu, sem þarf að vinna næstu
leiki sína til að tryggja sig inn í
úrslitin. Baráttan verður milli
KR, Skallanna og IA um tvö síð-
ustu sætin í úrslitakeppninni.
Keflavík - UMFT 100-94
Keflavík marði sigur á Tindastóli
á heimavelli sínum í framlengd-
um leik. Fannar Olafsson átti
mjög góðan Ieik fyrir Keflvíkinga
og á eftir að reynast liðinu drjúg-
ur í úrslitakeppninni. Oslípaður
demantur þar á ferð.
Stólarnir mættu ákveðnir til
leiks og voru óheppnir að vera
rændir sigrinum á síðustu
stundu. Guðjón Skúlason, fyrir-
liði Keflvíkinga, veit betur en
flestir hvernig á að bregðast við
undir slíkri pressu og það var
hann sem lagði grunninn að
þessum mikilvæga sigri sinna
manna á lokasekúndunum.
Keflavík er nú komið í þriðja
sætið í DHL-deildinni, átta stig-
um á eftir toppliði Grindvíldnga,
sem virðast nokkuð öruggir með
toppsætið leiki þeir eins og þeir
best geta. — GÞÖ
Skallagrímux - Þór 88 - 71
Skallagrímsmenn kláruðu leik-
inn gegn Þór síðustu tvær mín-
úturnar í fyrri hálfleik á meðan
gestirnir stóðu og horfðu á. Stað-
an í leikhléi var því 45:30 fyrir
heimamenn. Gestirnir reyndu
hvað þeir gátu í seinni hálfleik
að minnka muninn en það gekk
ekki eftir. Þórsarar fá þó hrós fyr-
ir að gefast ekki upp og spiluðu
af krafti þar til klukkan gall.
Benard Garner fór fyrir heima-
mönnum en Hafsteinn Lúðvíks-
son og Jesse Ratliff voru bestir í
Iiði gestanna og hefðu Þórsarar
mátt nýta tröllið Ratliff meira í
sókninni.
ÍA - Grindavík 84-85
Það benti ekkert til þess að leik-
ur Skagamanna og Grindvíkinga
ætti eftir að verða spennandi
þegar liðin gengu til leikhlés.
Gestirnir leiddu með 13 stiga
mun, 34 - 47, og höfðu haft Iít-
ið fyrir leiknum. Darryl Wilson
var ekki í byrjunarliði Grindvík-
inga og kom ekki inn á fyrr en á
11. mínútu. Það dugði honum
þó til að skora 17 stig. Konstant-
in varði 5 skot og Helgi Jónas
stjórnaði leik gestanna mjög vel í
fyrri hálfleik.
Skagamenn komu mun
ákveðnari til leiks í seinni hálf-
Ieik og á nokkrum mínútum
skoruðu þeir átta stig á móti
tveimur frá Grindvíkingum. Þá
hrökk Wilson aftur í gang og
skoraði hverja þriggjastigakörf-
una á fætur annarri. Grindvík-
ingar léku eins og þeir best geta
í 7-8 mínútur og náðu 19 stiga
forskoti þegar nokkrar mínútur
voru eftir af leiknum. Æðislegur
endasprettur hjá Damon John-
son ásamt óafsakanlegu kæru-
leysi gestanna hafði nánast rænt
þá sigrinum. Konstantin náði 4
$ SUZUKI
////
Mikill búnaður, lítill
rekstrarkostnaður
og hagstætt verð
eru aðalsmerki
Suzuki bílanna.
Útlitið, rýmið,
fjórhjóladrifiö.
Baleno skutbíll
vinnur strax hug
og tíjartár
SUZUKi
AFL £
ORYGGI
Baleno
3d = 1.140.000,-
. 4d = 1,265;00cr,”
4d, 4x4 = 1.435.000.,
Wagon 4x4 = 1.595.000,-
Laufásgötu 9 • P.O. Box 358 • 602 Akureyri
Símar: 462 6300 & 462 3809 • Fax 462 6539
SÚZUKI SWIFT BALENO
ÍÞRÓTTIR
Staðan eftir
17 umferðir
Staðan í deildinni
l. febr. 1998
Grindavík 17 14 2 1501:1332 28
Haukar 17 12 4 1369:1157 24
Keflavík 17 10 6 1473:1385 20
KFÍ 17 10 6 1399:1319 20
Njarðvík 17 9 7 1405:1315 18
Tindastóll 17 9 7 1260:1212 18
ÍA 17 8 8 1250:1249 16
KR 17 8 8 1293:1320 16
Skallagr. 17 7 9 1327:1415 14
Valur 17 5 1 1 1292:1392 10
Þór 17 2 14 1235:1479 4
ÍR 17 2 14 1247:1476 4
Línurnar eru nú heldur að
skýrast í DHL-deildinni. Grind-
víkingar hafa komið sér þægilega
fyrir á toppnum en Haukarnir
fylgja þeim fast eftir og eru eina
liðið sem á raunhæfa möguleika
á að ná Grindjánunum að stig-
um. Skallarnir eiga veika von um
úrslitasæti. Þeir þurfa að treysta
á að KR og IA tapi leikjum og
geta því ekki treyst eingöngu á
sjálfa sig. IR og Þór berjast fyrir
lífi sínu í deild þeirra bestu. Úr-
slitin gætu ráðist á Akureyri í 19.
umferðinni þegar Þórsarar taka á
móti IR í Höllinni. Gunnar
Sverrisson, þjálfari Þórs, fær þá
það skemmtilega hlutverk að
bjarga sínum mönnum frá falli
með því að senda gömlu félag-
ana niður um deild. — GÞÖ
Boltamun
ekkitil
framdráttar
Örn Magnússon fer mikinnn í
svari sínu við mínum skrifum
um aulaháttinn hjá forystu-
mönnum HSI. Þar afsakar hann
aulaháttinn með dómarahlutann
með „mannlegum mistökum".
Tvenn mistök af þessu tagi á
einni viku segja allt sem segja
þarf.
Um mál Finns Jóhannssonar
sakar Örn blaðamann um að
hafa ekki kynnt sér málið, þ.e.
ekki rætt við skrifstofu HSI. Það
er alveg rétt hjá Erni, ég talaði
ekki við skrifstofuna enda þarf
ekki leyfi þaðan til að mynda sér
skoðun á störfum handknatt-
leiksforystunnar. Eftir samtöl við
fjölda manna úr handboltanum,
m. a. þjálfara, forráðamenn liða
og dómara, er ijóst að altalað er í
hreyfingunni að mönnum finnst
skrýtið að veita manni keppnis-
Ieyfi erlendis sem er í keppnis-
banni hérlendis.
Guðni Þ. Ölversson.
Tony VaUejo
hættir með ÍR
Antonio Vallejo, sem þjálfað
hefur körfuknattleikslið IR und-
anfarin tvö tfmabil, hefur Iátið
af störfum hjá félaginu. Eftir
niðurlæginguna sem IR-ingar
urðu fyrir í heimaleik sínum á
móti Haukum á sunnudaginn,
gekk Tony á fund stjórnarinnar
og sagði starfi sínu Iausu.
Það hefur verið ljóst í nokkurn
tíma að leikmenn IR hafa ekki
verið á eitt sáttir við störf þjálf-
arans. Liðið hefur ekki náð sam-
an og árangurinn eftir því. Því
voru margir til að trúa því að nú
væri best að taka uppsögn hans
gilda og fá annan til að þjálfa
Iiðið. Til þess var valinn Karl
Jónsson, sem þjálfað hefur
meistaraflokk kvenna hjá IR og
þar áður var hann hjá Snæfelli í
Stykkishólmi. — GÞÖ