Dagur - 05.02.1998, Blaðsíða 4
20-FIMMTUDAGUR S. FEBRÚAR 1998
®TOYOTA
Bílasalan
Sióiholi
Óseyri 4 • Ykureyri
Sími 462 3300
Toyota Landcruiser STW. 1997.
Ek. 8 þús. km. Vínrauður.
Verð 3.310.000,-
Landrover Discovery STW. XS
3900 Sj. 1998. Ek. 2 þús. km.
Verð 3.190.000,-
Peugeot 306 1600 Style. 1998.
Ek. 2 þús. km. Verð 1.290.000,-
Toyota Corolla Sedan 1600 XLI.
1997. Ek. 27 þús. km. Verð
1.380.000,-
Renault Megan Berline 1600.
1997.Ek. 19 þús. km.
Verð 1.390.000,-
Toyota Corolla h/b 1300 XLI.
1997. Ek. 19 þús. km.
MMC Pajero 3000 STW. 1992.
Ek. 123 þús. km. Verð 1.980.000,-
Jeep Cherokee limited, V6. 1994.
Ek. 96 þús. km. Verð 2.700.000,-
Nissan Patrol 2800 Turbo
Diesel. 1993.
Ek. 94 þús. km. Verð 2.200.000,-
Greiðslukjör við allra hæfi,
24-43 mánuðir og öll skipti skoðuð.
Bílasalan
Stórholt
Óseyri 4 • Akureyri
Sími 462 3300
Bílasalan
08
Akureyri Sími 462 1430
Nissan Sunny SLX 5 gíra.
Ek. 68 þús. km. Flöskugrænn, árg. ‘93.
Toppbíll. Verð 850.000
Skoda Felicia LXI 5 gíra. Ek. 46 þús.
km. Dökkgrænn, árg. 1995.
Verð 490.000
Volvo 740 GL station SSK.
Ek. 122 þús. km. Steingrár, árg ‘88.
Verð 790.000
Honda Civic Shuttle 4x4 5 gíra.
Ek. 125 þús. km. Grænsans., árg. '89.
Toppbíll. Verð 660.000
Daihatsu Applause 4x4 5 gíra. Ek. 74
þús. km. Einn eigandi. Steingrár,
árg. ‘91. Toppbíll. Verð 740.000
Hyundai Pony SE. Ek. 25 þús. km.
Einn eigandi. Blár, árg. ‘94.
Toppbíll. Verð 670.000
Mercedes Benz Vito, bensín, 5 gíra,
6 farþegasæti. Ek. 2 þús. km. Hvítur,
árg. ‘97. Kostar nýr 2.715.000.
Verð 2.290.000
Subaru Legacy 1,8 GL, 5 gíra.
Ek. 123 þús. km. Brúnsans., árg. ‘90.
Toppbíll. Verð 770.000
Mazda Pickup E1600, gott eintak.
Sumar- og vetrardekk. Góður pallur /
opnanleg skjólborð. Verð 190.000 stgr.
Bílasalan
Akureyri Sími 462 1430
BÍLALÍFIÐ t LANDINU
Trabantinn og ég -
ástarsaga
Stífbónuð
glæsikerra sem
glansar á sólrík-
um degi. Mjúk
leðursætin gæla
við mann og
glæsilegt mæla-
borðið glansar
og starir sínum
ótalmörgu að-
dáunaraugum á
bílastjórann.
Mælar og tæki sem segja manni
allt um snúningshraða og
vinnslu vélarinnar, senda manni
skilaboð um hitastig á aðskiljan-
legustu stöðum í bílnum.
Maður stígur létt á bensín-
gjöfina og þrýstist í mjúkan
faðm leðursætisins um leið og
maður snýr vökvastýrinu kæru-
leysislega með einum fingri.
Eins og svifnökkvi líður bíllinn
áfram og maður finnur ekki fyrir
hraðanum fyrr en sóllúgan opn-
ast og ferskur andblærinn leikur
við gullið hár. Þetta er lífið
hugsar maður, eða hvað?
Orugglega fyrir suma, en ekki
mig. Eg er víst einn af þeim sem
þessi lýsing lætur gjörsamlega
ósnortinn. Lýsingin er því ekki
dæmi um það að ég þekki þessa
tilfinningu, heldur kannski
fremur vottur um að ég hafi
snefil af þeirri innlifunargáfu
sem gerði til dæmis Halldóri
Laxness kleift að lýsa sálarlífi
kvenna betur en flestir.
Næst á umlaii Rússum
Það hvarflar hins vegar ekki að
mér að það geti ekki verið un-
aðsleg tilfinning að aka fínum
bíl sem búinn er öllum helstu
þægindum. Það er líka ljóst að
fínir bílar eru lúxus sem margir
sækjast eftir og ekkert við því að
segja. Hver er sjálfum sér næst-
ur þegar kemur að því að for-
gangsraða gæðum eigin lífs.
Bílar þeir sem ég hef haft til
föruneytis hafa fæstir verið
merkilegir og ég virkað sem ein-
hvers konar loka áfangi á leið
þeirra til ódáinsheima bílaparta-
sölunnar. Menn eins og ég sjá
um endurvinnslu á bílum, það
erum við sem sköpum rýmið á
markaðnum fyrir nýrri árgerðir
með því að taka við þeim gömlu.
Imyndið ykkur ef enginn keypti
gamla bíla. Eg er því í næsta
þrepi fyrir ofan Rússana í hrörn-
unar ferli bílanna, enda fór síð-
asti bíli konunnar minnar til
þeirra að lokinni dyggri þjónustu
við okkur.
Uppáhaldsbíllinn minn var
Trabant sem ég ók um tveggja
ára skeið. Hann var dyntóttur og
ekki alltaf tilbúinn að hlýða
UMSJÓN
Hafliði
Helgason
„Uppáhaldsbíllinn minn var Trabant sem ég ók um tveggja ára skeið. Hann var dyntóttur og ekki aiitaf tiibúinn að hlýða þeim skipun-
um sem honum voru gefnar, en þetta sjálfstæði hans var að sumu leyti heillandi um leið og það gat orðið óþolandi, “ segir Hafliði
m.a. í gre in sinni.
c
Mikið úrval af legum
hjólalegusettum
og pakkdósum
Ekkert smá
skemmti-
LEGUR
STRAUMRÁS
D.
Furuvöllum 3 • 600 Akureyri
Sími 461 2288 • Fax 462 7187
þeim skipunum sem honum
voru gefnar, en þetta sjálfstæði
hans var að sumu leyti heillandi
um leið og það gat orðið óþol-
andi. Trabantinn stóð þó alltaf
við það samkomulag sem við
gerðum okkar í milli. Eg hét að
sjá honum fyrir lífsnauðsynjum
og hann á móti að bregðast mér
ekki með það að flytja mig milli
staða og voru samfarir okkar
góðar.
Sjálfstæður persónuleiki
Það var stundum þreytandi á
köldum morgnum þegar mið-
stöðin hrökk almennilega í gang
um það bil sem maður var kom-
inn á áfangastað. Þar fyrir utan
var Trabbinn góður í snjó og ef
svo ólíklega vildi til að hann
festist, þá fór maður út og lyfti
honum úr skaflinum. Ef hann
varð rafmagnslaus - bílar sem
slökkva sjálfir á ljósunum er ein-
hver þarfasta tækniuppgötvun
seinni tíma! - þá hljóp maður
sjálfur með hann í gang.
Þetta er sá bíll sem ég hef haft
mestar taugar til og þegar hann
sundraðist f árekstri þannig að
plastflygsurnar þeyttust til allra
átta, þá syrgði ég hann mjög. Þá
tilfinningu skilja vart þeir sem
helteknir eru af lúxuskerrum, en
það gerir alveg jafn lítið til og
það að ég skil ekki þá.