Dagur - 05.02.1998, Blaðsíða 15
FIMMTVDAGVR S.FEBRVAR 1998 - 31
Ðwptr.
BÍLALÍFIÐ í LANDINU
Hvað kostar
bílalán?
Innflytjendur bíla
urðu til skainms tíma
varirvið að kaupendur
lögðu meiri áherslu á
útlit og græjur en ör-
yggi og styrkleika. Nú
erþetta að breytast
fullyrða menn, ungir
kaupendurhugsa um
öryggi fjölskyldunnar.
Framleiðendur leggja
aðaláherslu á að auka
öryggið - og minnka
mengunina.
Fyrir um það bil tveim árum
Iögðu bílkaupendur almennt
frekar áherslu á að nýi fjöl-
skyldubíllinn væri á álfelgum en
að hann væri búinn Ioftpúðum.
Ljóst var að fleiri spurðu um
hljómflutningstækin en það
hvort bíllinn væri styrktur með
sérstökum burðarbitum. Sem
sagt: Öryggið var ekki efst í
huga kaupenda, heldur miklu
frekar útlit og hljómgæði!
Þegar talað er um vaxandi
kröfur neytenda til bifreiða kem-
ur í ljós að þær kröfur snúa fyrst
og fremst að öryggisþættinum.
Úti í Evrópu láta yfir 45.000
manns lífið á ári hverju í bílslys-
um. Það er von að þeir í Brussel
hafi áhyggjur af ástandinu. Is-
lendingar hafa yfirleitt ekki rek-
ið upp nein fagnaðaróp vegna
nýjunga sem leiða af sér stór-
aukið öryggi í farþegarýminu.
En þetta kann að vera að breyt-
ast.
Runólfur Ólafsson, FÍB:
Öryggið og mengunin
„Núna hafa menn orðið varir \ið
það í auknum mæli að öll örygg-
isuppbygging er að aukast. Þar
má nefna hliðarstyrktarbitana,
sem eru að koma í alla bíla.
Þetta er orðið hin almenna krafa
á neytendamarkaði. Bílar hafa
fyrir bragðið þyngst nokkuð, en
svo hefur á móti náðst góður ár-
angur með tölvustýringu á bens-
ínnotkun. Tilhneiging bílamark-
aðarins í dag er öryggi og um-
hverfisvernd," sagði Bunólfur
Ólafsson, framkvæmdastjóri Fé-
lags íslenskra bifreiðaeigenda, í
samtali við Dag.
Sem dæmi um umhverfis-
vænni bíl nefndi Bunólfur
Mitsubishi GTI. Hann sagðist
ekki viss um að stór hluti neyt-
enda skellti sér á slfkan bíl
vegna þess að þeir væru svo
meðvitaðir um eigin mengun.
„En sá hluti á eftir að aukast,“
spáði Runólfur. Hann sagði að
menn myndu neyðast til að
kaupa slíka bíla, framleiðendur
væru á fullu að koma með
lausnir á umhverfisvandamálum
- og auknu öryggi farþega.
„Varðandi öryggi bílanna skilst
mér á sölumönnum bíla að mun
meira sé spurt um öryggisatriðin
núna, sérstaklega >Tigra fólkið
sem á lítil börn, og er umhugað
um öryggi þeirra og umhverfi í
bílnum,“ sagði Runólfur.
Siguröur Helgason, Umferð-
arráði: Mun öruggari bílar
„Vitund fólks gagnvart öryggisat-
riðunum held ég að sé alltaf að
aukast. Nú er loftpúðinn að
verða fastur búnaður í flestum
bílum til dæmis. Það er þróunin
að bílaframleiðendur leggja sí-
fellt aukna áherslu á öryggið
innan í bílnum, það er að þetta
rými innan í bílnum þar sem
ökumaður og farþegar hans
sitja, verði eins öruggt og nokk-
ur kostur er,“ sagði Sigurður
Helgason hjá Umferðarráði.
„Þegar þú skoðar myndir af
bílum sem fara í árekstrapróf þá
sérðu að þeir brotna að framan
og gefa að sumu Ieyti eftir. En
farþegarýmið helst oftar en ekki
nokkuð heillegt. Það stafar af
því að Evrópureglur, sem margir
setja nú hornin í á neikvæðan
hátt, eru strangar og kröfurnar
til öryggis bílsins, bæði hvað
varðar árekstur framan á, og
eins gagnvart hliðum og hurð-
um, hafa aukist alveg gríðarlega
mikið. Rýmið er alltaf að verða
öruggara og öruggara. Þú sérð
kannski í sjónvaqrinu og á
blaðamyndum slys og árekstra
þar sem fólk nánast labbar út
lítið meitt eða ómeitt, en hefði
allt saman steindrepist fyrir
svona 10 til 20 árum,“ sagði Sig-
urður.
Sigurður sagði að bílar væru
mun öruggari í dag þegar stál-
bitar eru settir bæði framan og
aftan við farþegarými og hafa
gífurlega mikið að segja. Notkun
þessara bita kom inn í Evrópu-
reglur í hitteðfyrra.
Talandi um Evrópusambandið
og Evrópska efnahagssvæðið,
þar sem Island er statt, þá er
mikil áhersla Iögð á umferðar-
málin. Þeir vilja fækka slysum
stórlega. Engin smámenni eru
kölluð til að stjórna aðgerðum í
umferðarmálum Evrópu. Sem
dæmi má nefna að formaður
nefndar sem mest hefur með
umferðarmálin að gera innan
ESB er Neil Kinnock, lyTrver-
andi formaður breska Verka-
mannaflokksins, mikill baráttu-
jaxl og dugnaðarforkur. Vonir
standa til að fækka dauðsföllum
vegna umferðarslysa í Evrópu
um allt 'að fi 'með aukinni belta-
notkun einni saman. -JBP
Kaup á nýjum bílum
og notuðum eru auð-
veldari í dag en
nokkru sinni.
Þúsundir manna notfæra sér
bílalánin, sem fjármögnunarfyr-
irtæki og tryggingafélög bjóða
upp á, og langflestum tekst að
standa í skilum með greiðslur.
Dagur forvitnaðist um bílalánin
hjá Glitni hf. sem vinnur við
fjármögnun atvinnutækja og
fjármögnu n bíla fyrir einstak-
linga. Heiður Agnes Björnsdótt-
ir er markaðsstjóri Glitnis.
„Það segir sig sjálft að kostn-
aður fylgir því að taka fé að láni.
En frá því að sérstök lán til bíla-
kaupa komu á markað hérlendis
hefur kostnaður við þau sífellt
farið lækkandi. Nú er staðan
þannig að kjör á bílafjármögnun
Glitnis eru í flestum tilfellum
hagstæðari en kjör lána sem
teldn væru í banka til sömu
nota. Vextir á verðtryggðum lán-
um hjá Glitni eru 7,8%, en
dæmigerður viðskiptavinur
fengi slíkt lán í banka með
8,95% vöxtum gegn fasteigna-
veði en 10,7% gegn sjálfskuldar-
ábyrgð.
Kaupandi bíls ræðir við bíla-
salann um Ijármögnun
kaupanna. Bílasalinn sækir um
Iánið sem kaupandinn þarfnast
og umsókninni er svarað fljótt
og vel, langoftast innan fárra
mínútna. Boðið er upp á 75%
lánshlutfall til kaupa á nýjum
bílum til allt að 7 ára, 84 mán-
aða,“ en vilji menn fá 100% lán
til kaupa á nýjum bíl þá skal
greiða lánið á 4 árum.
Þýöa í raun staðgreiðslu-
afslátt
„Hjá mörgum er það að taka
bílalán orðið hluti af því að
kaupa bíl. Þessi lán miðast við
það að gera kaupin þægileg.
Engu að síður sjá sumir
noklu-um ofsjónum yfir bílalán-
unum og eru búnir að gleyma
hvernig þessum málum var
háttað fyrir daga þeirra. Reynd-
in var sú að Ijölmargir fjár-
mögnuðu hluta bilverðsins með
lánum, annað hvort frá bílaum-
boðinu eða slógu lán í banka.
Ef bílasalinn Ijármagnaði bílinn
að hluta missti viðskiptavinur-
inn af staðgreiðsluafslættinum,
sem oft var umtalsverður, en
eftir að farið var að bjóða hefð-
bundin bílalán er aðeins um eitt
verð að ræða, staðgreiðsluverð."
Heiður segir að Frjáls bílalán
Glitnis séu sérstæð fyrir þær
sakir að bíleigandinn getur
tryggt bílinn þar sem honum
hentar, en kraía er um að bíll-
inn sé kaskótryggður á samn-
ingstímanum.
Tvær leiðir bjóðast. Annars
vegar eru Frjáls bílalán Glitnis,
veðlán þar sem kaupandi er
skráður eigandi bílsins frá upp-
hafi. Hins vegar er Bílasamn-
ingur Glitnis, kaupleiga, sem
boðin hefur verið undanfarið ár.
Fjármagnið kosfar sitt
Hvað kostar að taka Fijálst bíla-
lán? Við skulum taka dæmi.
Maður kemur
með bíl sinn til
bílasalans. Hann
fær 1.100 þúsund
krónur fyrir
gamla bílinn en
vill eignast bil
sem kostar 2
milljónir króna.
Mismunurinn er
900 þúsund, og
bílasalinn sækir
um hjá Glitni.
I upphafi
hækkar höfuð-
stóll skuldarinnar
í 943.670 krónur.
Þar kemur til 28
þúsund króna
stofngjald, auk
stimpilgjalds og
þinglýsingar-
kostnaðar, en al-
gengast er að
þessi lántöku-
kostnaður sé lán-
aður einnig.
Lengd lánsins er
84 mánuðir með
jöfnum afborgun-
um, 11.234 krónur á mánuði
plús vextir og greiðslugjald.
Heildarmánaðargreiðslan verð-
ur hæst 18.696 krónur en lægst
í lok tímabilsins, 13.280 krónur.
Eftir 7 ár er bíllinn væntan-
lega kominn á miðjan aldur,
jafnvel orðinn aldraður. En það
sem þú hefur borgað fyrir 900
þúsund króna lánið er eftirfar-
andi: Vextir 261.711 krónur,
greiðslugjöld 23.100 krónur og
auðvitað afborganir, samtals
943.670 krónur. Heildargreiðsl-
ur nema því 1.228.481 krónu.
Kostnaðurinn við lántökuna er
vissulega orðinn nokkur, eða
328.481 króna. Þetta þýðir ljár-
magnsgjöld uppá nærri 47 þús-
und krónur á ári eða um 3.900
krónur á mánuði. Ef tekið hefði
verið Frjálst bílalán til 5 ára
hefði heildarkostnaður orðið
töluvert lægri, eða 248.273
krónur. -jpb
Heiöur Agnes Björnsdóttir fulltrúi hjá Glitni hf., - afgreiðsla
bílalána tekur oft ekki nema nokkrar mínútur og staðfesting
fljót að berast til bílasalans.
mynd: hilmar.