Dagur - 12.03.1998, Síða 11

Dagur - 12.03.1998, Síða 11
 FIMMTUDAGUR 12. MARS 1998 - 27 LÍFIÐ í LANDINU Ingibjörg Haf- stað verðurað líkindum efstá Skagafjarðarlist- anum, sem stofnaðurvarí janúarsl. ef marka má skoð- anakönnun sem gerðvarjyrír stuttu. Ingibjörg Hafstad, oddviti Staðarhrepps, kemur væntanlega til með að leiða Skagafjarðarlistann, sem er sameiginlegt framboð Kvennalista, óháðra, Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og fleiri. Skagafjörðurí góðurn máhrni „Það var farið að ræða um Skagafjarðarlistann fyrir alvöru í nóvember/1 segir Ingibjörg Haf- stað, oddviti í Staðarhreppi. „En á fjölmennum fundi í janúar var listinn svo stofnaður og fólk skrifaði sig í málefnahópa sem hafa verið við vinnu síðan.“ Að Skagafjarðarlistanum standa Alþýðubandalag, Alþýðu- flokkur og Kvennalisti, sem allir voru búnir að ákveða að bjóða ekki fram undir merkjum flokk- anna og svo bættust við óháðir og fleiri sem vinna undir merkj- um félagshyggjunnar. Keimari og bóndi Ingibjörg Hafstað er kennari að mennt, en rekur kúabú í Vík ásamt manni sínum. Hún segist ekkert hafa kennt sl. tvö ár, enda verið upptekin af starfi sínu sem bóndi og oddviti. Hún varð langefst í skoðanankönnun þeirri sem gerð var til að undir- búa uppstillingu og segir ýmis mál í deiglunni. Þar megi helst telja félagsþjónustukerfið og skólamálin, en vegna tilvonandi Að Skagafjarðarlistan- um standaAlþýðu- bandalag,Alþýðu- flokkur og Kvenna- listi. sameiningar þurfi margt að vinna á þeim vettvangi. Oddvitar hafi verið að störfum og ráðið menn til að vinna drög að hug- myndum að nýju stjórnskipulagi, svo auðveldara verði fyrir nýja sveitarstjórn að taka til starfa þegar þar að kemur. - Eru einhver sérstök hitamál hjá ykkur? „Nei, ekki get ég sagt það,“ svarar Ingibjörg. „Það mætti kannski helst minnast á um- hverfismálin, en ég hef orðið vör við það að fólk er tilbúið til að leggja mikið á sig til að vinna að sameiningunni og það hefur átt- að sig á því að best sé að draga úr pólitískum áherslum á meðan þetta gengur yf ir. Ekki bara fiskur -Hvernig er atvinnuástandið í Skagafirði? „Þetta var frekar slæmt á síð- asta ári á Sauðárkróki og Hofs- ósi og dálítið um brottflutning fólks þess vegna. En nú hefur atvinnuástand verið að færast í eðlilegt horf, þó svo auðvitað sé um sveiflur að ræða hér eins og annarsstaðar. En Skagafjörður hefur þá góðu kosti að búa yfir margþættri atvinnustarfsemi, að vera ekki eingöngu háður fisk- vinnslu," segir Ingibjörg. „Sauð- árkrókur er orðinn mikill skóla- bær og í Skagafirði hefur verið komið upp sambýlum, bæði á vegum unglingadeilda og fatl- aðra. Það má segja að við séum öfundsverð hvað snertir mikla möguleika í uppbyggingu at- vinnustarfsemi og mér finnst að fréttaflutningur mætti gjarnan vera jákv'æðari, að segja frá því sem er gott að gerast og það er svo sannarlega mjög margt." -vs. Kolla fer í bíó Robin Williains stelur senunni Good WUl Hunting 2'A* Matt Damon er nýjasta eftirlæti Hollywood eftir að hafa skrifað handritið og leikið aðalhlutverk- ið í Good Will Hunting. Damon leikur þar hlutverk vand- ræðaunglings sem reynist vera stærðfræðiséní. Það kemur síð- an í hlut sálfræðings, sem Robin Williams Ieikur, að gera séníið og vandræðagemlinginn að manni. Good WiII Hunting hefur ver- ið tilnefnd til íjölda Oskarsverð- launa, þar á meðal sem besta mynd, fyrir bestu leikstjórn og besta handrit. Þrír leikarar hennar eru einnig tilnefndir til verðlauna fyrir frammistöðu sína. Vissulega er Good Will Hunting að stærstum hluta notaleg skemmtun. Hins vegar stendur hún ekki undir merki sem frammúrskarandi kvikmynd og akademían virðist því full rausnarleg í útnefningum sín- um. Matt Damon er annar hand- ritshöfunda og almennt er búist við þvf að hann fái Óskarinn fyr- ir. Handritið er prýðilegt og í fljótu bragði verður ekld annað séð en að Damon sé hæfileika- meiri handritahöfundur en leik- ari. Hann stendur sig vel í hlut- verki sfnu en sýnir þó engan stjörnuleik. Minnie Drivers er mun minnisstæðari í hlutverki unnustu hans, ákaflega eðlileg, blátt áfram og samúðarfull. Robin Williams er stjarna myndarinnar. Hann er frábær gamanleikari en er ekki síðri í dramatískum átakahlutverkum. Innlifun hans er mikil og hann býr yfir ríkum sannfæringar- krafti. Þegar hann talar til sam- leikara sinna er eins og hann sé að tala beint til áhorfandans. Það er ómögulegt annað en að vera snortin af leik hans. Sann- arlega er kominn tími til að þessi fjölhæfi leikari hampi Óskarnum og hann á verðlaun skilið fyrir leik sinn í þessari mynd. í heild er myndin þokkaleg skemmtun en á stundum skortir hana kraft og tilfinningu. Það sem stendur upp úr er frammi- staða Robin Williams. Það er mikið að gerast þegar hann er á tjaldinu. S.MÁTT OG STÓRT Ameríkanaseringm Anna Kristín Jónsdóttir, morgunhani á Rás 2, var á þriðjudagsmorguninrt síðasta með viðtal við bandarískah sagnfræðing um áhrif banda- rískrar fjöldamenningar, eins og hann kallaði það, á umheiminn. Þar inn í koma auðvitað bandarískar kvikmyndir sem og dvöl þúsunda bandarískra her- manna í löndum vítt og breitt um heiminn. Oft hefur verið talað um mildl áhrif bandarískra hermanna hér á landi, jafnt og bandarískra kríkmynda sem nær einoka markaðinn hér. Þetta hefur stundum verið kölluð ameríkanasering. Fólk keppist við að neita þessu og segir okkur verjast vel. En ætli það sé ekki besta dæmið um ameríkanaseringuna hér á landi að þeim morgun- hönum á Rás 2 þótti ekkert athugavert að útvarpa viðtali við sagnfræðinginn á ensku óþýddu. Aðeins lítil endursögn, eins lítil og hægt var að komast af með. Körfuboltinn Og talandi um ameríkanaseringu á Islandi. Körfubolti er eins og flestir vita Ieikur sem fundinn var upp í Bandaríkjunum og hefur breiðst þaðan út um heiminn. Ætli það sé tilviljun að þrjú bestu körfuboltalið landsins, mörg undanfarin ár, koma úr þorpunum þremur umhverfis Keflavíkurflugvöll, Keflavík, Njarðvík og Grindavík? Leynireglur Á dögunum gerði minnihluti allsherjarnefndar tillögu um að kannað yrði hvort banna ætti dómurum landsins að vera félagar í leynireglum. Jón S. Bergmann var Húnvetningur og lista hag- yrðingur. Hann orti eitt sinn um þetta mál: Beittu í laumi kjafti og kló, kærleika til vara, þá ertu efni í Oddfellow eða frímúrara. Og imi ástina Jón orti líka eina bestu vísu, sem ort hefur verið um ástina. Ástin blind er lífsins lind leiftur skyndivega. Hún er mynd afsælu og s)>nd samræmd yndislega. Leiðrétting Farið var rangt með nafn leikara í „Smátt og stórt“ í gær. Nafn Þráins Karlssonar var nefnt í stað Aðalsteins Bergdal og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á því. Vilhjálmur Egilsson. mundur Hallvarðsson, sem er andvígur klukkubreytingunni. Hann lauk máli sfnu með ágætri vísu eftir Piet Hein í þýðingu Helga Hálfdanarson- ar og sagði hana segja allt sem þarf um málið: Efklukkan er eitt hjá okkur þá er hún á Spáni tvö, en átta á lndlandsskaga og austur hjá Volgu sjö. Hve gæfan er okkur örlát sem ekki verðskuldum neiit að kjósa okkur land með þeim kostum að klukkan er eitt klukkan eitt. Ef klukkan er eitt Á dögunum urðu harðar um- ræður um frumvarp Vilhjálms Egilssonar um að hér á landi verði klukkunni breytt vor og haust eins og í Evrópulönd- unum. Það hefur komið í Ijós að þingmenn Austurlandskjör- dæmis eru hlyntari því a? þetta verði gert en margir aðr- ir þingmenn. Þar má nefna séra Gunnlaug Stefánsson, fyrrum þingmann krata, og Arnbjörgu Sveinsdóttur, þing- mann Sjálfstæðisflokksins. Þau áttu í orðaskaki út at þessum máli á þinginu um daginn Arnbjörg og Guð- Arnbjörg Sveinsdóttir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.