Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 18

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 18
POPPLÍFIÐ í LANDINU Tkypr Eitt af því skemmtilegra sem breskt popp hefur borið með sér á síðustu tveimur áratugum eða svo, er án mikils vafa skapoppið svonefnda, sem naut mikilla vinsælda í enda áttunda áratug- arins og byrjun þess níunda. Þar fór auðvitað fremst í flokki gleðisveitin Madness, sem upphaflega nefndist Invaders, en sló íyrst rækilega í gegn undir seinna heitinu. Var það strax með fyrstu plötunni, One step beyond sem Suggs, Kix og félagar í Madness, slógu í gegn, en hún innihéit m.a. smelli á borð við titillagið, og My girl. One step beyond kom út 1979 og árið eftir fylgdi svo Absolutly, sem innihélt t.d. hið klassíska Baggy trousis. Vissu hámarki náðu vinsældir Madness árið 1983 með Our house, en fljótlega eftir það fór nokkuð að halla undan fæti. Eftir að sveitin hætti fyrir um áratug, hafa í það minnsta tvívegis verið gerðar tilraunir með mismunandi mannskap að koma henni saman að nýju, t.d. vegna útgáfu á safnplötu. Það hefur hins vegar ekki gengið til lengdar. Nú hafa þær fregnir aftur borist að hún muni koma saman í sumar til tónleikahalds og þá í fyrsta skipti eftir að hún hætti í sinni upp- runalegu mynd. Mun tilefnið væntan- lega m.a. vera það að 20 ár eru nú liðin frá því Madness kom fyrst fram undir því nafni. Ef vel gengur er svo ekki að vita nema að framhald verði á, ný plata jafnvel. Á íslands byggða bóli hafa safnplötur verið eitt það fengsælasta í útgáfu um töluvert skeið. Svo fastur hluti eru þær t.a.m. orðnar í útgáfu hjá Skífunni og Spori, að fyrirtækin eiga stóran hluta af sinni afkomu undir þeim. Hér er auðvitað sérstaklega átt við Pottþéttplöturnar, en þær hafa mörg undanfarin ár verið f hópi söluhæstu platna og oftar en ekki náð gull- og platínusölu. Sú nýjasta, Pottþétt ller nú nýkomin út og er eins og forver- anir tíu tvöföld. Ymislegt rokk og gítar- popp er að finna á fyrri plötunni, en dans- tónlist af öllum stærðum og gerðum er á þeirri síðari. AIls eru þetta 37 lög með flytjendum á borð við Nataliu Imbruglia, Robbie Williams, Welsku sveitinni Catatonia, Oasis, Spice girls, Hurricane #11, Bernard Butler fyrrum gítarleikara Suede og fleiri. Fínt safn eins og flestir forveranna og mun áreiðanlega Ieggjast vel í landann. Endurkoma œrslabelgja Pottþélt 11 Eftir að hafa að mestu jafnað sig á barnsburði sínum númer eitt og öllu sem fylgdi í kringum hann og Evituævintýr- ið, er ein mesta popp- gyðja seinni ára, hún Madonna, komin á kreik að nýju í tónlistinni. Fyrsta lagið hennar um hríð, Frozen, hef- ur að undanförnu hljómað á öldum Ijósvakans og er bara hið þægileg- asta og nýja stóra platan er nú að koma út. Ray of light nefnist grip- urinn og gerir söngkonan sér vonir urn að hún gangi vel í fólk. Sú síð- asta, þar sem Björk m.a. lagði henni Iið fór ekki allt of vel miðað við mörg fyrri verk hennar, þannig að nú vill hún sjá betri viðbrögð. Islenski poppdúettinn Bang Gang, sem m.a. átti lagið walking in my sleep á Spýruplötunni vinsælu og velheppnuðu, hefur í framhaldi af sínu góða framlagi gert útgáfu- samning við Spor, sem er móðurfyr- irtæki Sprota, er gaf út Spýruplöt- una. Verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því, en dúettinn skipa þau Esther Talia Casey söngkona og Barði Jóhannsson hljómborðs- leikari með meiru Mitt í því að Smashing Pumpk- ins hafa verið að vinna nýju plötuna, svo er beðið er eftir með spenningi, berast fregnir af því að sveitin hafi verið kærð. Það að rokkstjörnur á borð við Billy Corg- an og félaga séu ásakaðir um þetta eða hitt, er í sjálfu sér ekki í frásög- ur færandi, það er alltaf að gerast, en það sem er óvenjulegt hér er að það er útgáfufyrirtæki sveitarinnar sem í hlut á. Og hvert er svo ágreiningsefnið? Jú, fyrirtækið Virg- in í Ameríku, segir sveitina ekki hafa staðið \áð samninginn sem gerður hafi verið við hana árið 1991, hafi aðeins skilað af sér þrernur til fjórum plötum á þessum tima af sjö tilgreindum. Þetta þykir mönnum hið fyndnasta mál vestra, þó svo sé auðvitað ekki, en erfitt er að sjá hver niðurstaðan verður ef málið fer í dóm og þá hver refsingin á að vera. I ofanálag á þetta svo ekkert að raska útgáfunni á nýju plötunni, adore, sem á að sjá dags- ins Ijós í lok maí. Krysfol- Prodigy enn og Þrátt fyrir að dansrokkararnir í Prodigy séu vægt til orða tekið orðnir stórstjörnur á heimsmælikvarða, hafa til að mynda átt bæði lög og stórar plötur á topp tíu í Bret- landi, Bandaríkjunum, Japan og víðar, ætla Keith Flint og hinir töffararnir í sveitinni ekki að skilja Island útundan í tónleikahaldi frekar en fyrri daginn. Þeir eru nefnilega, eins og væntanlega margir hafa orðið varir við, á leiðinni til landsins enn einn ganginn til að halda hér tónleika og væntanlega líka til að skemmta sér ærlega í leiðinni eins og jafnan áður. Mun þetta nánar tiltekið vera í Ijórða skiptið sem þessir kóngar í danstón- listinni heimsækja okkur Frónbúa, en áður hafa þeir til dæmis komið fram á Uxahátíð- inni sællar minningar 1995. Verða tónleik- arnir nú 28. þessa mánaðar og eru væntan- Iega hinir fjölmörgu aðdáendur sveitarinnar (sem eru á öllum aldri og fleiri en margan grunar) farnir að bíða með óþreyju eftir stóru stundinni. Og hafi það verið merki- legt fyrr að fá Prodigy hingað til lands, þá er það enn merkilegra nú, því eins og áður sagði er Prodigy eitt allra stærsta nafnið í tónlistarheiminum í dag. Vegna mistaka í úrvinslu vantaði þessa grein á síðuna fyrir viku, en í staðinn var birt önnur sem áður hafði birst um Propell- erheads. Er beðist velvirðingar á þessu. Gítarhetjur sem öðlast hafa frægð fyrir leik sinn einan og sér og hafa í fæstum tilfellum notað söng, hafa oftar en ekki verið sakaðar um að vera litlir lagahöfundar. Tónlistin sjálf sem þeir hafa skapað þótt köld og tilfinninga- rýr. Á því eru þó undantekningar eins og á flestu öðru og það gildir um hinn ítalskættaða snilling frá New York, Joe Satriani. Hefur Satriani með plötum sínum á vel rúmum ára- tugs ferli, sannað sig með afbragðs lagasmíð- um, sem hann hefur svo framreitt meistara- lega með gítarnum. Stóru hljóðversplöturnar hans hingað til eru fimm talsins, Not of this earth, Surfing with the alien, Flying in a blue dream, The extremist og „Joe Satriani". Auk þeirra hefur hann sent frá sér t.d. sutt- plötuna Dreaming #11 og tvöföldu plöt- una Time machine, sem innihélt ýmsar nýjar og eldri hljóðversupptökur annars vegar og tónleikaupptökur hins vegar. Á síð- asta ári var Satriani svo í félagsskap tveggja annarra þekktra gítarleikara, Steve Vai og Eric Johnson og gáfu þeir saman út tónleikaplöt- una G3, afrakstur geysivelheppnaðar tónleika- ferðar þeirra um Bandaríkin og víðar. Nú er svo sjötta platan frá Satriani að koma út og nefnist hún Crystal planet. Ef að líkum Iætur svíkur hann þar fjölmarga aðdáendur sína ekki og bíða þeir nú spenntir eftir útkomunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.