Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 8
24 - LAUGARDAGUR 21. MARS 1997 Xfc^nr LÍFIÐ í LANDINU Vofa gengur Ijósum logum í Suður-Þingeyj- axsýslu. Sjálfurleik- húsdraugurinn. Og viðhaldið draugsa, leiklistargyðjan, ríður nú svo ákafliga sam- komuhúsum héraðsins að undir tekur í Kinn- arfjöllunum og Skjálf- andaflóinn víbrarog berloksnafnmeð rentu. Á leiðinni frá Húsavík í Breiðumýri í Reykjadal, sem er um hálftíma akstur á t.d. grárri Toyotabif- reið, Iítið eitt beyglaðari á vinstra fram- bretti, er verið að æfa og leika þrjá söngleiki. Hjá flestum leikhúsum áhuga- og atvinnumanna er uppsetning söngleikja talin bera vott um metnað og vilja til að mæta ýtr- ustu kröfum áhorfenda um skemmtan. En það er meira en að segja það að setja upp söngleik. Öfugt við t.d. Godot, þar sem nægir að hafa fjóra laglausa leik- ara í lörfum á sviðinu og eitt visið tré, þá krefst söngleikur 30-70 lagvissra leikara og söngvara, hljómsveitar, kóreógrafs, glæsi- legra búninga og sviðs og guð má vita hvað eða Godot. Söngleikur er því dýrt og mikið verkeíhi sem ekki verður hrist fram úr erminni. Söngleikirnir þrír á „söng- Ieikjarúntinum" í S-Þing., bera því fagurt vitni öflugu menning- arlífi og menningarmetnaði á þessu svæði, þar sem greiniiegt er að ekki eru „allir í boltanum" eingöngu, án þess að hér sé nokkurri rýrð kastað á knatt- Ieikjafólk sem á auðvitað allt gott skilið. Hat-trick Allt er þá þrennt er, stendur þar og þrír söngleikir á sviði á litlu svæði á sama tíma, hlýtur að teljast fullkomin þrenna, „hat- trick“ eins og fótboltabullurnar bresku orða það. Leikdeild Eflingar í Reykjadal reið á söngleikjavaðið með sýn- ingu á Kabarett eftir Masteroff, Ebb og Kander í samkomuhús- inu á Breiðumýri. Leikfélag Húsvíkur frumsýnir í dag Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonar- son. Og Ieikfélagið BúkoIIa frumsýnir í byrjun apríl söng- Ieikinn Oliver eftir Lionel Bart. Kabarett Arnór Benónýsson leikari og leikstjóri snéri heim í heiðardal- inn til að Ieikstýra ættingjum og vinum í Kabarett. Og gerir það með miklum bravör. Sýningin hefur fengið mjög góða dóma og vakið hrifningu áhorfenda. Margir leggja hönd á plóg og sameinaðir eru kraftar reyndra Ieikara og byijenda úr Fram- haldsskólanum á Laugum og Litlulaugaskóla. Það er ekki heiglum hent að feta í fótspor Óskarsverðlauna- hafanna Lizu Minelli og Joel Gray í hlutverkum Sally Bowles og siðameistarans, en það gera Birna Hjaltadóttir og Hörður Benónýsson svo að sómi er að. Birna er kornung og er þarna að stíga sín fyrstu spor á leiksviði og hafði lítið sungið áður. „Ég lærði eiginlega að syngja á æf- ingunum," sagði hún í samtali við Dag. Og hefur greinilega Iært vel og mikið. Enda kennar- inn ekki af verri endanum. Eist- lendingurinn Valmar Valjaots, fiðlusnillingur og alhliða tónlist- arundur, sem starfar nú sem skólastjóri Tónlistarskólans í dalnum. Hann er jafnframt hljómsveitarstjóri í Kabarett og leikur á píanó og á einn stærst- an þátt í að sýningin er jafn góð og raun ber vitni. Þrck og tár Leikfélag Húsavíkur er margróm- að fyrir öflugt starf á undanförn- um áratugum. Á Húsavík búa um 2.500 manns en það þykir ekki tíðindum sæta þó á fjórða þúsund manns sæki sýningar fé- lagins og er skemmst að minnast Gauragangs fyrir tveimur árum. LH rær nú á sömu mið og í Gauragangi með Þrek og tár eftir Ólaf Hauk og Sigrún Valbergs- dóttir leikstýrir nú eins og þá. Það er spenna í lofti í gamla Samkomuhúsinu í dag þegar Þrek og tár verður frumsýnt. Eins og venjulega er leikarahóp- urinn blanda af þrautreyndum leikurum og byrjendum. M.a. leikur Ingimundur Jónsson, einn af Nestorum leikhúslífs á Húsavík. Dagur leit inn á æfingu á dög- unum og greinilegt að það stefn- ir allt í glæsilega sýningu og ör- ugglega fjölsótta. Oliver! Sigurður Hallmarsson leikstýrir Oliver hjá Leikfélaginu Búkollu. Og þar er á ferðinni fjölmenn- asta leiksýning sem sett hefur verið upp í Þingeyjarþingi og þótt víðar væri leitað, því rúm- lega 80 manns koma á svið. Sýningin er samstarfsverkefni Búkollu og Hafralækjarskóla og um 40 nemendur skólans koma við sögu í verkinu. Þegar Dagur leit við á æfingu í Ydölum eitt kvöldið í vikunni var mikið um að vera og sviðið nánast pakkað, þó ekki væri nema um 30 af 80 leikurum og söngvurum á æfingunni! „Það þarf að æfa lokaatriðið vel svo fólk troðist ekki undir á svið- inu,“ segir leikstjórinn og glottir. Hann nýtur á þessari æfingu að- stoðar Þórdísar Arnljótsdóttur, útvarpsmanns með meiru, sem gefur góð ráð varðandi dans og sviðshreyfingar og hefur dvalið nokkra daga í Aðaldal við þá iðju. Leikstjórinn verður sjálfur að fara á svið og bregða sér í hlut- verk Fagins, því Fagin, leikinn af Oddi Bjarna Þorkelssyni, er á æfingu hjá LH í Þrek og tár á Húsavík! Menn láta sig ekki Sviðsmynd úr Oliver.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.