Dagur - 04.04.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 04.04.1998, Blaðsíða 1
Samþykktu 1993 að hætta laxveiðiférðum Bankaráð Landsbank- ans samþykkti árið 1993 í kjölfar upp- sagna starfsfólks í hagræðingarskyni, að hætta laxveiðiferðum. Síðan þá hefur 1111142 milljónum verið eytt í laxveiði og lúxus henni tengdri. Samþykkt var í bankaráði Lands- bankans fyrir 5 árum að binda enda á laxveiði á vegum bank- ans. Arið 1993 var fjölmörgu starfsfólki bankans sagt upp í hagræðingarskyni. I kjölfar þess báru þær Kristín Sigurðardóttir, sem þá sat í bankaráðinu fyrir Kvennalista, og Anna Margrét Guðmundsdóttir, sem þá var og er enn fulltrúi Alþýðuflokksins í bankaráðinu, upp tillögu um að laxveiðiferðum á vegum bankans skyldi hætt og var tillagan sam- þykkt. Kjartan Gunnarsson var þá formaður ráðsins en hann er varaformaður þess nú. Þrátt fyrir þessa samþykkt hef- ur 42 milljónum króna verið var- ið í laxveiðiferðir og kostnað þeim tengdum fyrir yfirmenn Landsbankans á þeim árum sem liðin eru síðan. Lagði til að við hættiun „Eg man ekki eftir þessari sam- þykkt, en ég man að í kjölfar ólgu í starfsmannamálum sagði „Fyrir nokkrum árum ræddu stjórnend- ur Landsbankans að nú væri kominn tími tii að hætta þessum iaxveiöum enda voru fjölmiðlar farnir að sitja um okkur, “ segir Steingrimur Hermannsson. Björgvin Vilmundarson við mig í árlegri veiðiferð bankaráðsins, að nú væri kominn tími til að hætta þessu enda voru Ijölmiðlar farnir að sitja um okkur,“ sagði Steingrímur Hermannsson, bankastjóri Seðlabankans, í sam- tali við Dag, en hann sat f banka- ráði Landsbankans 1993. „Ég man að ég stóð að þessari samþykkt en ég man ekki á þess- ari stundu hversu vítt samþykkt- in náði, hvernig orðalagið var og hvort hún náði yfir bæði banka- ráðið og bankastjórana. En þessi samþykkt var gerð í kjölfar mik- illa uppsagna starfsfólks í bank- anum og okkur þótti ekki stætt á því að stjórnendur bankans væru að fara í laxveiði á sama tíma og verið væri að segja upp fólki í bankanum," sagði Anna Margrét Guðmundsdóttir, bankaráðs- maður í Landsbankanum, í sam- tali við Dag. Komið hefur í ljós að banka- stjórn Landsbankans veitti bankaráði, viðskiptaráðherra og Alþingi kolrangar upplýsingar um kostnað bankans af laxveiði- ferðum á árunum 1993-97. í fyrra svari bankastjórnar um lax- veiðikostnað bankans 1993-97 var greint frá alls 18,3 milljóna króna kostnaði, en í engu sagt frá 10,7 milljóna króna kostnaði dótturfélaganna. Þá vantaði í svörin 12,7 milljóna króna kostnað vegna veiðileyfa og ann- arra útgjalda, m.a. var í engu get- ið um kostnað vegna ferða í Víði- dalsá, Laxá í Dölum og Straum- Ijarðará. Misræmið var alls upp á 23,4 milljónir króna. - S.dór/fþg ítarleg leit í fangelsi illaséð „Við höfum engar upplýsingar um það hvort fangar séu haldnir einhverjum sjúkdómum nema ef þeir segja frá því sjálfir. Það hef- ur enginn hér greint frá neinu slíku,“ segir Kristján Stefánsson, fangelsisstjóri á Litla Hrauni. Eins og fram hefur komið er Iandlæknisembættið að rann- saka grun um HlV-smit hjá fanga eftir að nokkrir þeirra not- uðu sömu nálina við amfetamínneyslu. Kristján kann- ast ekki við neitt slíkt. En eru fíkniefni alvarlegt vandamál inn- an veggja Litla Hrauns? „Það eru alltaf einhver brögð að því að fíkniefni komi hingað inn. Það koma tímabil sem við erum laus- ir við þetta, en að undanförnu hafa verið töluverð brögð að þessu,“ segir Kristján. Hann segir útilokað að koma í veg fyrir að fíkniefni berist inn á Litla Hraun. „Þau koma að mestu leyti með heimsóknar- gestum og þótt við höfum heim- ild til að framkvæma lauslega Ieit þá er hún ekki vel séð og við get- um ekki gengið lengra en að leita utan á fólki,“ segir Kristján. — bþ Landsmenn skríða nú út úr vetrarhíðinu í blíðviðri slðustu daga og hefur iífið í miðbæ Reykjavíkur tekið stakkaskiptum. Áhorfendur kunnu vel að meta gjörninga og uppákomur sem listamenn efndu til i gær. - mynd: s Mun fleiri ferðamenn skoða söfn og sýningar hér á landi en skella sér á bari eða aðra skemmtistaði. Fáir ábariim Hin fögru fljóð og íslenskt næt- urlíf Virðist fremur neðarlega á áhugalista erlendra ferðamanna sem leggja hingað leið sína - sem eru þó að stórum meirihluta karlar, í góðum efnum, há- menntaðir, kröfuharðir og konu- lausir á ferð. Aðeins fjórðungur erlendra ferðamanna sem heimsóttu Is- land í fyrrasumar kom við á ein- hverjum af mörg hundruð bör- um og skemmtistöðum landsins - eða bara örlitlu fleiri heldur en stormuðu til Húsavíkur í hvala- skoðun. Helmingi færri fóru á bar en t.d. á söfn. Meira að segja á myrkum og næðingssömum vetrarkvöldum fór einungis rúm- ur þriðjungur Islandsfara út á líf- ið. Miklu fleiri (55-65%) bleyttu hins vegar í sér í sundlaugunum eða Bláa lóninu, samkvæmt fréttabréfi Ferðamálaráðs. — HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.