Dagur - 04.04.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 04.04.1998, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 4.APRÍL 1998 - S FRÉTTIR Stórfyrirtækin að græða á tá og fíngri Hluthafar hjá (slenskum sjávarafurdum voru ekki eins brattir á aðalfundi fyrirtækisins í gær eins og félagar þeirra hjá Granda svo ekki sé minnst á ráðamenn Landssímans. Á móti fengu þeir að hlýða á boðskap Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra. Póstur og sími græddi imi 2 milljarða í fyrra. Grandi græddi 516 milijónir á besta ári í sögu félagsins. Tap hjá ÍS um 310 milljónir króna. Póstur og sími hagnaðist um tæpa 2 milljarða króna á síðasta ári eftir skatta. Þá hagnaðist Grandi um 516 milljónir króna á sl. ári sem var það besta í sögu félagsins. Þetta kom fram á aðal- fundum Landssímans og Granda í gær. Sterkur sími A aðalfundi Landssímans kom fram að þessi góða afkoma sé að- allega vegna sterkrar stöðu fjar- skiptanna í rekstrinum. Hinsveg- ar varð tap á póstþjónustunni um 93 milljónir króna. Það er þó betra en árið á undan þegar tap- ið nam um 400 milljónum króna. Helstu ástæður fyrir þess- ari breytingu á milli ára eru rakt- ar til gjaldskrárbreytinga hjá póstinum auk aðhalds og hag- ræðingar. Rekstrartekjur Pósts og síma utan fjármunatekna námu rúmum 14 milljörðum króna. Þar af voru tekjur af síma- þjónustu 10,7 milljarðar og 3,3 milljarðar af póstinum. Meðal- Ijöldi starfsmanna var 2.345 og launagjöld námu 4,1 milljarði króna. Þá fjárfesti stofnunin fyr- ir 2 milljarða króna í fyrra. Hátt verð á mörkuðiun Rekstrartekjur Granda og dótt- urfélaga þess námu tæpum 4 milljörðum króna í fyrra á móti 3,8 milljörðum árið á undan sem er um 2% aukning. Helstu ástæður fyrir þessu besta ári í sögu félagsins eru m.a. raktar til stöðugleika í efnahagslífi, verð á mörkuðum erlendis var hátt og gengisþróun jákvæð með tilliti til áhrifa á erlendar skuldir félags- ins. Þá réðst félagið í skipulags- breytingar í fyrra með því að skipum var fækkað og starfsemin í landi Iöguð að nýjum aðstæð- um. Undantekning hjá ÍS Undantekningin frá þessum hagnaði stórfyrirtækja sem héldu aðalfundi sína í gær var hjá Is- lenskum sjávarafurðum og dótt- urfélögum þess sem töpuðu 310 milljónum króna í fyrra. Þetta var í fyrsta skipti í sjö ára sögu félagsins sem tap verður á rekstri þess en 1996 var methagnaður af starfseminni. Helstu ástæður fyrir þessu tapi eru raktar til lok- unar fískréttaverksmiðju Iceland Seafood Corporation í Pennsyl- vaníu og flutningur starfseminn- ar í nýja verksmiðju í Newports News í Virginíu. Auk þess varð fyrirtækið fyrir tapi vegna óvæntrar og skyndilegrar upp- sagnar Rússa á samstarfssamn- ingi IS og UTRF. Þar fyrir utan er tapið skýrt með kaupum og yf- irtöku á nýjum félögum á sl. ári. - GRH Ingimar Eydal, sveitarstjóri Hjálparsveit- ar skáta, og nýi snjóbíHinn. Ke^ptu nÍJ?n sm Hjálparsveir skáta á Akureyri festi nýlega kaup á nýjum snjó- bíl. Um er að ræða bíl af gerð- inni Tucker Snow-cat, árgerð 1998, með pláss fyrir átta far- þega. Kaupverð nemur 11 millj- ónum. Ingimar Eydal sveitarfor- ingi telur að með kaupunum sé stigið stórt skref í eflingu örygg- ismála á Norðurlandi. „Það hef- ur sýnt sig margoft að öflugur snjóbíll getur verið eina öryggis- tækið sem treystandi er á,“ segir Ingimar. Ekki þarf að fara lengra aftur en nokkrar vikur til að finna sönnun þessa, þegar hjálp- arsveitarmönnum frá Dalvík var bjargað. Bíllinn verður formlega tekinn í notkun við Súlurætur laugardaginn 4. apríl kl. 11.00 árdegis. — BÞ Kosningahiti hjá Dagshrún Framboð verkafólks sakar stjdm D&F uin forsjárhyggju 1 til- skipunarstíl og áróð- ur. Félagið vísar þvi á bug. „Málið er einfaldlega þannig að við verðum að geta fylgst með því að sá sem kýs sé á kjörskrá," seg- ir Halldór Bjömsson, annar af tveimur formönnum í bráða- birgðastjórn Dagsbrúnar - Fram- sóknar. Forsjárhyggja Framboð verkafólks hefur harð- lega mótmælt framkvæmd póst- kosninga um sameiningu D8cF við Sókn og Félags starfsfólks í veitingahúsum. Framboðið held- ur því fram að kosningin sé ekki leynileg vegna þess að með ómerktu umslagi með atkvæða- seðlinum fylgir annað umslag sem er merkt á bakhlið með kennitölu og heimilisfangi kjós- andans. Þá gagnrýnir framboðið Framboð verkafólks hefur mótmælt framkvæmd póstkosninga um sameiningu D&F. að stjórnin skuli senda með at- kvæðaseðlinum bréf þar sem kjósendur eru hvattir til að sam- þykkja sameiningu félaganna. Framboðið ítrekar hinsvegar þá skoðun sína að það hafi ekki hafnað sameiningu félaganna. Það hafnar aftur á móti þeirri for- sjárhyggju í tilskipunarstíl sem einkennir starfshætti stjórnar Dagsbrúnar og Framsóknar. Þessu til viðbótar átelur Framboð verkafólks þá ákvörðun stjómar- innar að heimila því ekki afnot af kjallara í húsnæði félagsins undir kosningabaráttu sína. Ásökunum vísað á hug Halldór Björnsson segir að við talningu atkvæða um sameiningu félaganna verði fulltrúi frá sýslu- manninum í Reykjavík eða öðrum ábyrgum hlutlausum aðila. Hann vísar á bug öllum ásökunum um að stjórn D8cF sé að reyna að leggja stein í götu Framboðs verkafólks fyrir komandi stjórnar- kjör sem fram fer í seinnihluta mánaðarins. Hann telur stjórnina jafnframt vera í fullum rétti til að hvetja fólk til að kjósa með sam- einingu. Þá hefur stjórn D8rF ákveðið að kosningamiðstöð hennar verði í íyrrum húsnæði Framsóknar sem Rafíðnaðarsam- bandið hefur keypt, en ekki í húsi félagsins. — GRH Deilan enn hjá sátta „Málið er enn hjá sáttasemjara en formaður launanefndar Akureyrar- bæjar lýsti því yfir á fundinum að ekki væri komið formlegt svar frá bænum um framhaldið. Reynt yrði að koma málinu á dagskrá næsta þriðjudag en sú skoðun var ítrekuð að bærinn væri ekki skuldbund- inn til að gera kjarasamning við okkur,“ segir Þorbjörn Guðmundsson hjá Samiðn. Eins og fram kom í Degi í gær er risinn harður ágreiningur milli starfsmanna garðyrkjudeildar Akureyrarbæjar og bæjaryfirvalda sem höfnuðu kröfu þeirra um að færa sig úr starfsmannafélagi bæjarins yfir í Félag garðyrkjumanna. „Þetta er í raun og veru bara spurning um pólitískan vilja til að ganga í þetta mál, en forsvarsmenn bæjarins eru e.t.v. að horfa til þess að fleiri munu vilja fara hliðstæða leið ef við höfum sigur,“ sagði Þorbjörn. — BÞ Landsbankavextir lækka Landsbanki íslands hf. hefur lækkað vexti af verðtryggðum inn- og útlánsvöxtum. Kjörvextir af verðtryggðum iánum með breytilega vexti lækkuðu um 0,3% og eru nú 5,9%. Vextir af verðtryggðum innlánum lækkuðu um 0,15-0,35 prósentustig eftir binditíma. Um leið tóku gildi nýjar útlánareglur um verðtryggð fasteignalán til 5 og 25 ára með föstum vöxtum, sem fela í sér verulegar breytingar hvað varðar kjör og skilyrði fyrir slíkum lánveitingum. — SBS Valsmenn eru bikarmeistarar Ljóst er að Valsmenn halda bikarmeistaratitli sínum í handknattleik, eftir að sérskipaður Dómstóll HSI komst að þeirri niðurstöðu að úr- slit bikarúrslitaleiksins gegn Fram í febrúar skuli standa. Dómstóll HSI kúventi í málinu, en dómarar nú voru aðrir en kváðu upp úr- skurðinn 18. febrúar sh, þegar leikurinn var dæmdur ógildur. Utrýmum atvrnnuleysi „Ég held það Ieiki enginn vafi á því að það sé raunhæfur mögu- leiki að útrýma atvinnuleysi fyrir aldamót. Atvinnuleysið á rætur að rekja til skipulagskreppu. Það er ekki náttúrulögmál og \ið vilj- um skapa breiðfylkingu gegn því,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. I ályktun stjórnarfundar BSRB í gær er lagt tii að aðilar vinnu- markaðarins og stjórnvöld legg- ist á eitt til að útrýma atvinnu- leysi í landinu fyrir aldamót. í framhaldi af þessari ályktun mun stjórnin senda hlutaðeig- andi aðilum bréf þar sem óskað verður eftir samstarfi um þetta brýna viðfangsefni. Stjórnin telur jafnframt að það lýsi alveg furðulegri vanþekk- ingu á kjörum atvinnulausra og láglaunafólks þegar fjármálaráð- herra fullyrðir að atvinnuleysis- bætur séu .of háar. Ennfremur bendir stjórnin á að atvinnuleysi sé mest meðal kvenna. A sama tíma halda stjórnvöld áfram nið- urskurði í heilbrigðisþjónustu sem bitnar einna mest á hefð- bundnum kvennastörfum. — GRH Katrín leiðir á Dalvík Katrín Sigurjónsdóttir á Dalvík Ieiðir B- iista framsóknarmanna fyrir bæjarstjórn- arkosningar í sameinuðu sveitarfélagi Dalvíkurbæjar, Arskógshrepps og Svarfað- ardalshrepps skv. tillögu uppstillingar- nefndar. I næstu sætum eru Kristján Ólafsson, Dalvík. 3. Sveinn E. Jónsson, Arskógshreppi. 4. Gunnhildur Gylfadóttir, Svarfaðardal. 5. Stefán Svanur Gunnars- son, Dalvík, 6. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Svarfaðardal, 7. Jónas Óskarsson, Ar- skógssandi. 8. Halla Steingrímsdóttir, Dalvík. 9. Guðmundur Ingvason, Hauga- nesi. — BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.