Dagur - 04.04.1998, Blaðsíða 8
8- LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
Tfgpir
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 - 9
Lokað vegna flutninga
m
Framsóknarflokkurinn
Skrifstofa Framsóknarflokksins er lokuð vegna flutninga
dagana 6., 7. og 8. apríl.
Opnum í nýju húsnæði á Hverfisgötu 33, 2. hæð
þriðjudaginn 14. apríl.
Framsóknarflokkurinn
Áskriftarsimínn or S1S 6100
Utför móður minnar, tengdamóður, ömmu
og langömmu
SIGRÚNAR L. PÉTURSDÓTTUR
Stóragerði 17, Reykjavík
(áður Helgamagrastræti 5, Akureyri)
fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 6.
apríl kl. 13.30.
Unnur Agnarsdóttir, Óskar H. Gunnarsson,
Gunnhildur Óskarsdóttir, Agnar Óskarsson
og barnabarnabörn.
Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
áttu við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu
ÖNNU MARÍU VALDIMARSDÓTTUR
Landamótsseli
Þórhallur Bragason, Helga Erlingsdóttir,
Valdimar Bragason, Rósa Þorgilsdóttir,
Benidikt Bragason, Guðrún Sigurðardóttir,
Klara Bragadóttir, Guðjón Skarphéðinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim fjöl-
mörgu sem sýndu okkur samhug og vináttu
við andlát og útför
STEFÁNS VALGEIRSSONAR
frá Auðbrekku.
Fjóla Guðmundsdóttir,
Anna Karólína Stefánsdóttir, Höskuldur Höskuldsson,
Guðmundur Valur Stefánsson, Anna Katrín Árnadóttir,
Valþór Stefánsson, Anna Gilsdóttir,
Lilja Stefánsdóttir, Hörður Hafsteinsson,
Hildur Stefánsdóttir, Guðjón Jónsson,
Gunnhildur Fjóla Valgeirsdóttir, ísleifur Helgi Waage,
barnabörn og barnabarnabörn.
FRÉTTASKÝRING
rD^tr.
Útrás utanríMsþj ónustuimar
Aukið álag á utanrík-
isþjónustuna vegna
EES-sanmiugsius,
EFTA og viðskipta-
deildar þess, kaUar á
fleira starfsfólk og
fjölguu seudiráða.
Halldór Ásgrímsson
utauríkisráðherra og
Kristíu Ástgeirsdóttir
fuUtrúi í utannkis-
málauefnd taka irntlir
tiUögur nefndar um
framtíð utauríkis-
þjóuustuuuar
Álit nefndar um framtíð utanrík-
isþjónustunnar, sem lagt var
fram í vikunni og utanríkisráð-
herra fjallaði um í vorræðu sinni,
hefur að vonum vakið athygli.
Ekki síst fyrir þá sök að nefndin
leggur til að utanríkisþjónustan
verði mjög efld að mannafla og
að opnuð verði þrjú ný sendiráð,
í Japan, Kanada og í Austurríki.
Halldór Asgrímsson utanríkis-
ráðherra segir tillögur nefndar-
innar fela í sér um 300 milljóna
króna kostnað, sem er um 25%
útgjaldaaukning frá því sem nú
er í utanríkisráðneytinu.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Knut Vollenbæk utanríkisráðherra Noregs hittust á fundi í vikunni. Halldór vill efla verulega utanríkisþjónustuna, m.a. fjölga sendiráðum.
Næringarráðgjöf á Akureyri
Þarftu að huga að heilsunni og bæta mataræðið þitt?
Nú gefst þér tækifæri til þess að fá faglega ráðgjöf og fræðslu um
heilsusamlegt mataræði.
í Krónunni, Hafnarstraeti 97 (3. hæð), getur þú pantað einkaviðtal hjá
næringarráðgjafa í síma 461 2223.
Viðtalstímar eru mánudaga og föstudaga milli kl. 8.00-12.00.
Veiti ráðgjöf í sambandi við fæðuóþol, fæðuofnæmi, of háa blóðfitu og
blóðþrýsting, blóðleysi, sykursýki, offitu, - svo eitthvað sé nefnt.
Tek einnig að mér fræðsluerindi fyrir hópa.
Elín Sigurborg Harðardóttir,
löggiltur næringarráðgjafi, cand.mag.
Hlíðarfjallsvegur (837)
um Borgarbraut á Akureyri
Vegagerðin og Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd Bæjarsjóðs,
óska eftir tilboðum í gerð 1,5 km langs kafla á Hlíðarfjallsvegi um Borgar-
braut á Akureyri, milli Glerárgötu og Hlíðarbrautar, ásamt undirgöngum
undir Borgarbraut, brúm á Glerá og rofvörnum.
Helstu magntölur eru:
Vegur: Bergskering í vegstæði 3.000 m3
Fyllingar og fláafleygar 24.200 m3
Neðra burðarlag 16.700 m3
Biksmygið púkk 15.900 m2
Malbik 17.530 m2
Gangstígar 4.470 m2
Götulýsing 1.450 m2
Skólplagnir 475 m
Undirgöng:
Mótafletir 738 m2
Bendistál 8,7 tonn
Steinsteypa 136 m3
Brýr:
Brýrnar eru eftirspenntar í 3 höfum, 38 m og 43,5 m langar
milli landstöpla. Breidd brúa er 5,25 og 8,25 m.
Mótafletir 1.250 m2
Bendistál 45 tonn
Spennistál 6 tonn
Steinsteypa 560 m3
Rofvörn: 4.600 m3
Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1999.
Utboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Akureyri og í Borgartúni 5-7,
Rvík (aðalgjaldkera) frá og með 6 apríl 1998.
Verð útboðsgagna er kr. 8.000,-
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 27. aprfl 1998.
VEGAGERÐIN
Almenn tengsl
Nefndin leggur til að tengsl milli
ráðuneyta verði efld á sviði utan-
ríkismála þannig að fyrirsvar á
alþjóðavettvangi verði betur
samhæft. Einnig er lagt til að
efla til muna starf að auðlinda-
og umhverfismálum. Skrifstofur
ráðuneytisins verði efldar til að
takast á við ný og aukin verkefni.
Nýstofnuð viðskiptaþjónusta
ráðuneytisins verði efld. Tryggt
verði að sendiráðsskrifstofur Is-
lands hafi nægilegan fjölda
starfsmanna til að sinna vaxandi
verkefnum.
Nefndin leggur einnig til að
aukin áhersla verði lögð á að
sendiráð Islands í Evrópusam-
bandsríkjunum fylgist með mál-
efnum ESB og fylgi eftir hags-
munum Islands hjá sambandinu.
Markvisst verði unnið að því að
koma Islendingum í stöður hjá
alþjóðastofnunum. Fjármála-
stjórn ráðuneytisins og almenn-
ur rekstur verði styrktur. Ráðu-
neytinu verði gert ldeift að halda
áfram þeirri endurnýjun í tækja-
búnaði sem fram hefur farið.
Kjörræðismenn íslands verði
sem best nýttir og þeim veittur
öflugur stuðningur. Tekið verði
tillit til sérstakra aðstæðna flutn-
ingsskyldra starfsmanna utanrík-
isþjónustunnar.
Þá er skýrt tekið fram að
nefndin Ieggi áherslu á að jafnan
séu valdir til starfa í utanríkis-
þjónustunni hæfustu umsækj-
endurnir og jafnræði milli kynj-
anna verði gætt.
Ný sendiráð
Sem fyrr segir er lagt til að opn-
uð verði þrjú ný sendiráð. í fyrsta
lagi er lagt til að komið verði upp
fastanefnd íslands í Vínarborg,
sem sinni Öryggis- og samvinnu-
stofnun Evrópu, samráðsnefnd
samnings um herafla í Evrópu og
sérstofnunum Sameinu þjóð-
anna. Skrifstofa þessarar fasta-
nefndar verði, jafn skjótt og fært
þykir, gerð að sendiráði í Austur-
ríki.
Þá er Iagt til að stofnað verði
sendiráð í Tokýó í Japan, sem
jafnframt sinni öðrum Asíu ríkj-
um og/eða Eyjaálfu. Loks er svo
lagt til að stofnað verið sendiráð
í Kanada.
Nefndin færir ýmis góð rök
fyrir opnun þessara þriggja
sendiráða þó ef til vill séu rökin
lyrir stofnun sendiráðs í Kanada
einna veikust.
Margrét Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins, var í
nefndinni og gerði þar sérstaka
bókun. Þar segir hún að nefndin
hafi aðeins unnið ákveðna
grunnvinnu og þurfi mun víð-
tækari úttekt á allri þátttöku ís-
lenskra aðila í alþjóðlegu starfi.
Vinna nefndarinnar og skýrslan
sjálf sé aðeins grunnur að áfram-
haldandi starfi sem nauðsynlegt
sé að hefja nú þegar. Þá hefur
Margrét lagt til að skoðað verði
hvort ekki sé hægt að fækka
sendiráðum íslands til að mynda
með því að vera bara með eitt
sendiráð fyrir Norðurlöndin.
Vandaverk að forgangsraða
„Eg er sáttur við tillöguna um
fjölgun sendiráða enda ljóst á
þessari úttekt nefndarinnar að
það er mikil þörf að auka okkar
viðveru á ýmsum stöðum. Það
hefur orðið gífurleg breyting í
Evrópu og þar að auki höfum við
ekki haft neina viðveru í S-Am-
eríku, enga í Afríku og mjög litla
í Asíu. Hins vegar er það mikið
vandaverk að forgangsraða í
þessum efnum og ég geri mér
grein fyrir því að þær tillögur
sem nefndin hefur lagt til, sem
fyrsta skref í þessum efnum, ger-
ist ekki í einu vetfangi," sagði
Halldór Asgrímsson utanrílds-
ráðherra um skýrsluna.
Hann bendir á að utanríkis-
þjónustan, eins og öll önnur
starfsemi, þurfi að vera til
stöðugrar endurskoðunar. Það
hafi átt sér stað mjög miklar
breytingar á síðustu árum í utan-
ríkisþjónustunni.
„Eg nefni í því sambandi við-
skiptaþjónustu utanríkisráðu-
neytisins, en með þeirri starf-
semi hefur verið lagt meira á
sendiráðin en áður. Það hefur
verið nefnt að við ættum að
fækka sendiráðum. Margrét Frí-
mannsdóttir, formaður Alþýðu-
bandalagsins, hefur í því sam-
bandi nefnt sendiráð á Norður-
löndunum. Væri það gert myndu
það teljast mikil pólitísk tíðindi
og hin Norðurlöndin myndu
taka það sem merki um að ís-
lendingar ætluðu að leggja
minni áherslu á norrænt sam-
starf en áður. Eg tel að norrænt
samstarf sé grundvöllurinn að
öllu okkar starfi í utanríkismál-
um. Við vinnum náið með hin-
um Norðurlöndunum í flestum
alþjóðastofnunum og f reynd í
okkar starfi út um heim. Eg tel
það því óhugsandi að senda slík
pólitísk skilaboð og er á móti
því,“ sagði Halldór Asgrímsson
utanríkisráðherra.
Verðiun að efla
utanríkisþj ónustuna
„Eg vil fyrst af öllu taka það fram
að verkefni utanríkisþjónust-
unnar hafa vaxið alveg gífurlega
á undanförnum árum með aðild
okkar að evrópska efnahags-
svæðinu. Eg er ekki viss um að
allir geri sér grein fyrir því hve
erlend samskipti hafa vaxið mik-
ið á síðustu árum. Þess vegna
verður ekki komist hjá þvi að efla
hana og íjölga starfsfólki þess
vegna. Við í utanríkismálanefnd,
sem og þingmenn almennt,
verðum mjög vör við það í öllum
samskiptum við utanríkisráðu-
neytið hvað alþjóðasamskiptin
hafa aukist mikið að undan-
förnu,“ sagði Kristín Astgeirs-
dóttir, sem sæti á í utanríkis-
málanefnd Alþingis, um skýrslu
nefndarinnar.
Hún segir, varðandi tillögurn-
ar um fjölgun sendiráða, að það
megi alltaf deila um hvort og þá
hvar eigi að opna ný sendiráð.
Þá tillögu segir hún að þurfi að
skoða mjög rækilega. Kristín
bendir á vaxandi viðskipti við
Asíu en segir að maður geti
spurt sig hvort nauðsyn beri til
að vera með sendiráð bæði í
Kína og Japan. A móti komi að
hér er um að ræða mjög fjöl-
menn ríki með mikla markaði.
„Varðandi Kanada eru menn-
ingar- og söguleg rök fyrir því að
opna þar sendiráð, auk þess sem
samskipti íslands og Kanada
fara mjög vaxandi á viðskipta-
sviðinu. Ég er því sátt við að
opna sendiráð þar. Ég hef hins
vegar ekki sannfæringu fyrir því
að opna sendiráð í Austurríki í
tengslum við ÖSE,“ segir Krist-
ín.
Hún segir að það verði að
skoða vel þá miklu skörun sem á
sér stað. Þar segist hún eiga við
starfið í Öryggis- og samvinnu-
stofnun Evrópu, (OSCE/ÖSE),
NATO, Evrópuráðinu og EFTA,
svo dæmi séu tekin. Þarna séu
menn meira og minna að sinna
sömu verkefnunum.
„Það þarf að koma í veg fyrir
þessa skörun þannig að við séum
ekki að dreifa kröftunum of mik-
ið. En hjá eflingu utanríkisþjón-
ustunnar verður ekki komist,"
segir Kristín Astgeirsdóttir.