Dagur - 15.04.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 15.04.1998, Blaðsíða 5
Tfc^iu- MIDVIKUDAGUR ÍS.APRÍL 1998 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Þetta verk er i svipuðum stíl og Hugleikur hefur áður orðið kunnur fyrir, það er skopfærsla á þjóðlegum bók- menntaarfi. Aftur afturgöngur Hugleikur: SÁLIR JÓNANNA GANGA AFTUR. Harmþrungin, siðferði- Ieg þjóðfélagsádeila með Ijóð- raenum óperuinnskotum eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, Sig- rúnu Óskarsdóttur og Unni Guttormsdóttur. Tónlist: Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason. Söngtextar: Ármann Guð- mundsson, Saevar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Ljósahönnuður: Árni J. Baldvinsson. Sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm. Þetta verk var frumsýnt í lok mars en ég sá það ekki fyrr en nú í dymbilviku vegna þess að boð til mín misfórst. - Þetta verk er í svipuðum stíl og Hugleikur hefur áður orðið kunnur fyrir, það er skopfærsla á þjóðlegum bók- menntaarfi. Nú er mér ekki vel ljóst að hve miklu leyti þetta verk er frábrugðið eldra verki, Sálum Jónanna sem sýnt var fyrir tólf árum. Það verk sá ég ekld - eða minnist þess ekki, sem hlýtur að þýða að ég hafi það ekki augum litið. Því hvað sem annars má um Hugleikssýningar segja í einstök- um atriðum verða þær minnis- verðar fyrir að skera sig úr öðrum leiksýningum í höfuðborginni, eins og Stefán Baldursson þjóð- leikhússljóri minnir á í leikskrár- grein. Áhugaleikarar Hugleiks vita sem sé að lífsvon þeirra felst í heimabrugginu, frísklegri - og um Ieið dálítið hallærislegri - áhuga- mennsku þeirra, leikstíl sem þeir hafa þróað og mætti kallast eins konar alþýðlegur revíustíll, ef það segir eitthvað. Gamalt og nýtt En sem sagt, Sálir Jónanna ganga aftur, hvað er nýtt í því? Af því sem Viðar Eggertsson leikstjóri segir má ætla að það sé einkum og sér í lagi óperusöng- urinn. Óperur falla vel „að hin- um grallaralega bernska leikstíl Hugleiks," segir Viðar „svo fyrst það var verið að endurskrifa Sál- ir Jónanna á annað borð bað ég um að inn í verkið yrði bætt óp- eru.“ Þessi viðbót hefur annars gefið góða raun, meðal annars af því að Þórunn Guðmunds- dóttir sem mest mæðir á í óp- erugríninu, syngur ágætlega. Sýning eins og þessi byggir á því að almennir leikhúsgestir séu vel kunnugir menningararf- inum og vonandi er það almennt svo ennþá. Að minnsta kosti verður að treysta því að sagan um sálina hans Jóns míns sé öll- um kunn og helst Iíka Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson. Kerlingin úr Gullna hliðinu kemur reyndar hér við sögu, nokkurn veginn eins og hún hef- ur verið leikin síðast, meðal annars í sjónvarpsuppfærslu sem nýlega var endursýnd, það er með Guðrúnu Stephensen í hlutverki kerlingarinnar. Þá kerlingu, hina ldassísku (númer I), Ieikur Jónína Björgvinsdóttir býsna vel. Kerling II er aftur á móti dúlla eins og úr Holly- woodmyndum, hana leikur Hulda B. Hákonardóttir. Harð- skeytta og freka nútímakerlingu (númer II) leikur Ylfa Mist Helgadóttir. En - svo er reyndar bætt um betur í nútímavæðing- unni, því að sem íjórða kerling er Karl einn með skjóðu Jóns síns rétt eins og kerlingamar og hann leikur Ólafur Þór Jóelsson. Þarna er sem sé um homma- sambúð að ræða. Af fjciri og áhuga Já, það eru íjórir Jónar sem geispa golunni í þessum leik og öllum þarf að koma inn fyrir gullna hliðið. Þessir Jónar eru reyndar allir svipminni en gamli Jón og sömuleiðis kveður minna að Lykla-Pétri og postulanum Páli en í Gullna hliðinu. Aftur á móti er hlutur Kölska býsna gild- ur, en hann leikur Einar Þór Ein- arsson. Litríkari er þó fylgifiskur hans, Móri sem Þorgeri Tryggva- son leikur einkar líflega og var það besti Ieikur sýningarinnar. Að öðru leyti er hvorki hægt né rétt að gefa leikendunum einkunnir þótt þeir séu að sjálfsögðu mis- góðir. Þetta fólk lék allt af fjöri og áhuga og hefur notið smekkvísrar Ieikstjómar Viðars Eggertssonar. Viðar hefur áður unnið með Hug- leik fyrir mörgum árum. Það er vitaskuld enn þýðingarmeira hjá áhugaleikflokki en nokkm sinni atvinnumönnum að fá góða og reynda leikstjóra til samstarfs og það hefur gerst nú. Annars er þetta leikrit eins og önnur slík, mjög misfyndið og verður grínið stundum býsna þvingað og áreynslukennt, eink- um þegar reynt er að skeyta við tíðindum og mannanöfnum úr samtímafréttum. Mér reyndist sýningin nokkuð teygð og lang- dregin og var orðinn þreyttur þegar á kvöldið leið og því feg- inn þegar loksins tókst að koma sálunum inn fyrir hliðið eftir all- ar hrókaræðurnar og sönginn, meðal annars um bræðurna frá Kotakoti í Kotum. Annars voru söngatriðin góð út af fyrir sig, þótt leikendurnir séu ekki allir miklir söngmenn eins og gengur. Kann ég svo ekki þessa sögu lengri. Velkomin í Villta vestrið eftír Ingibjörgu Hjartardóttur. Leikstjóri Helga E. Jónsdóttir. Fóshid. 17. apríl kl. 21.00 ðtgáhitónlaikar á Pollinum í tilefni aí útkomu gaisladisks Villta vestursins. Einnig koma iram Holgi og hljóðfæralsikararair. 14. sýning lau. 18. apr. kL 20.30. UPPSELT 15. sýning sun. 19. apr. kL 20.30. Miðapantanir í síma 463 1195 irá kl. 1700. - 19.00. Gisting og matur fyrir hópa að Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit. HLAÐAN er opin eftir sýningar upplýsingar i síma 463 1380 Freyvangs- leikhúsið Leikfélag Akureyrar Söngvaseiður The Sound of Music eftir Richard Rodgers og Oscar Hainnterstehi II, sýn.föst. 17. aprílkl. 20.30 UPPSELT sýn. laug. 18. apríl kl. 20.30 örfá sæti laus sýn. sunn. 19. apríl kl. 16.00 UPPSELT sýn. fimmt. 23. apríl kl. 20.30 laus sæti sýn. föst. 24. apríl kl. 20.30 UPPSELT sýn. laug. 2S. apríl kl. 20.30 UPPSELT sýn. sunn. 26. aprfl kl. 16.00 sýn. föst. 1. maí kl. 20.30 sýn. föst. 2. maí kl. 20.30 sýn. föst. 3. mal kl. 16.00 Markúsar- guðspjall Einleikur Aðalsteins Bcrgdal. á Renniverkstæðinu. Lýsing: Ingvar Bjömsson. Leikinynd: Manfrcd Lemkc. Leikstjóm: Trausti Ólafsson. sýn. fimmt. 16. aprfl kl. 20.30 örfá sæti laus sýn. sunnud. 19. aprfl kl. 20.30 laus sæti Gjafakort á Markúsarguðspjall tilvalin fermingargjöf Landsbanki íslands veitir handhöfum gull debctkorta 25% afslátt. Miðasalan cr opin priðjud. fiimntuil. kl. 13-17, föslud.sunntui. fram að sýnlngu. Súnsvari allan sólarliringinn. Munið pakkafcrðiniar. Sími 462 1400 Tyamtr er st>Tktaraðilí Lcikfélags Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.