Dagur - 16.04.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 16.04.1998, Blaðsíða 1
|H . S: ■ || IBgBæg|gI ^ Jf; Meðferðarheimili grasrótarmnar Mummi ogMarsibil ætla að opna meðferðarheimilijyrir 16-20 árafíkniefnaneytend- urog þarverðurfarið inn á ótroðnar slóðir. Allir koma inn afeigin hvötum og skemmtilegheitin eru skylda. Unglingunum erkenntað njóta lífsins - edrúl „Það er sorglegt að sjá hversu margir krakkar vilja snúa blaðinu við en það er ekkert sem getur hjálpað þeim. Fíkniefna- vandi ungrar manneskju er allt öðruvísi en alkóhólismi hjá fimmtugum einstaklingi þannig að meðferðarheimili af þessu tagi bráðvantar. Við ákváðum að láta reyna á það hvað við getum gert mikið og stefnum að því að opna í byijun maí,“ segir Marsi- bil Sæmundsdóttir. KerCið tekur þeim vel Marsibil og Mummi, sem gjarnan hefur verið kenndur við Mótorsmiðjuna, eru þessa dagana að undirbúa opnun með- ferðarheimilis að Dugguvogi 12 í Reykja- vík. Þar ætla þau að taka við ungu fólki á aldrinum 16-20 ára en flest starfandi meðferðarheimili sinna unglingum á aldr- inum 13-16 ára. Stefnt er að því að opna heimilið 1. maí. Þau hafa þegar fengið leyfi fyrir þessa starfsemi í húsinu og hafa sótt um starfsleyfi hjá Barnaverndarstofu. Þau segja að kerfið hafi tekið frumkvæði þeirra vel. „Við erum að undirbúa fjármögnun og skipuleggja innra starf. Við erum komin með grófa vikudagskrá og tvo ráðgjafa. Við ætlum að vera með hópa og fundi á kvöld- in. Við verðum með iðju og framkvæmdir eftir hádegi, að vinna við tölvur, tónlist eða handverk. Leiðbeinendur koma hingað í hlutastarf. Við teljum mikilvægt að vera alltaf með dagskrá eftir hádegi á föstudög- um og laugardögum, fara út úr bænum í Hjónakornin Marsibil og Mummi eru að opna meðferðarheimili I Dugguvogi i byrjun maí og veita 14 fíkniefnaneytendum aðstoð. Þau hafa þegar óskað eftir starfs- leyfi og leyfi fyrír húsnæðinu. Nú vantar bara peninga og húsgögn. Þarna má segja að sé meðferðarheimili grasrótarinnar á ferð. mynd: e.ól. helgarferð, hafa nóg að gera og hafa svolít- ið gaman af lífinu edrú. Það þarf að sýna krökkunum fram á að það sé hægt að hafa gaman af því þannig," segja þau. Koma enn í súpu og brauð Mummi og Marsibil hafa verið í kastljós- inu undanfarin misseri fyrir frumkvæði sitt í starfi með ungu fólki, meðal annars fyrir Mótorsendla, sem var atvinnuúrræði fyrir ungt fólk. Þau fengu ekki fjármagn inn í þann rekstur og urðu að hætta. Þá voru þau með athvarf fyrir heimilislausa unglinga um jólin og varð þá mjög umdeilt hversu mikill fjöldi heimilislausra ung- linga væri í raun og veru. Nú ætla þau að taka á móti ungmennum í 12-14 rúm, að meðtöldum neyðarrúmum fyrir fólk í neyslu sem vill komast í meðferð strax, og reka meðferðarheimilið mjög ódýrt, fyrir aðeins 17 milljónir á ári eða 3.000 krónur dagurinn á haus. „Þegar við hættum með athvarfið ákváð- um við að fylgja krökkunum. Fimm eða sex þeirra koma hingað ennþá á daginn f súpu og brauð í hádeginu. Við getum ekki yfirgefið þau. Þau þurfa á langtíma með- ferð að halda, langtíma stuðningi og að- haldi. Þau vilja koma hingað á hverjum degi og ná lífi sínu á réttan kjöl. Þannig að við ákváðum að láta reyna á að setja upp það sem við teljum nauðsynlegast. Það er sorglegt að sjá að þessir krakkar vilja snúa við blaðinu en það er ekkert sem getur hjálpað þeim,“ segir Marsibil. Hafa háleit markmið Vinna Mumma og Marsibilar er grasrótar- starf þó að í rauninni séu þau hjónin eins og svart og hvítt. Marsibil er óvirkur alkó- hólisti en hún kemur úr góðri fjölskyldu. Mummi kemur úr fjölskyldu með mikla erfiðleika. Hann fór snemma að heiman og var á götunni í fjölda ára. Hann hefur farið til vítis og til baka aftur og þekkir því götuna og eiturlyfjaheiminn af eigin raun. Þau eru saman í vinnunni með unglingun- um og hafa háleit markmið. Þau leggja áherslu á að unglingarnir verði að koma í meðferðina af fúsum og frjálsum vilja, all- ir séu jafnir og allir séu með. -GHS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.