Dagur - 18.04.1998, Qupperneq 12
12- LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998
Tilboð óskast í 80 hektara
land úr jörðinni
Ytri Bakka við Hjalteyri
Landið er vel fallið til skógræktar.
Á því er um það bil 4ra hektara nýskógur (fyrst plantað 1983), 12
hektara tún og 36 fm steinhús með rafmagni og síma, en óinnréttað.
Nánari upplýsingar fást hjá undirrituðum.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Benedikt Kr. Alexandersson
Ytri Bakka v/Hjalteyri
Sími: 462 5397.
I
UTBOÐ Y/Á
VEGAGERÐIN
F.h. Borgarverkfræðings í Reykjavík og Vegamálastjóra er óskað
eftir tilboðum í: „Gullinbrú gatna- og brúargerð, Stórhöfði - Halls-
vegur. Eftirlít".
Áætluð stærðargráða framkvæmdakostnaðar er á bilinu 250-300 milljónir.
Framkvæmdir hefjast í maí nk. og er gert ráð fyrir að verkinu verði lokið um
mitt ár 1999.
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar, frá þriðjudeginum 21. apríl 1998
gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: þriðjudaginn 5. maí 1998 kl. 11.00 á sama stað.
gat 43/8
INNKA UPASTOFNUN
REYKJA VÍKURBORGA R
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16
Menntamálaráðuneytið
Styrkir til háskólanáms
í Japan
Japönsk stjórnvöld bjóða fram tvo styrki handa íslendingum til
rannsóknanáms í háskóla í Japan á árinu 1999. Ætlast er til að
styrkþegar hafi lokið háskólaprófi og séu yngri en 35 ára miðað
við 1. apríl 1999. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram
á japönsku er til þess ætlast að styrkþegar leggi stund á japanska
tungu a.m.k. um sex mánaða skeið.
Umsóknum um styrkina, ásamt staðfestum afritum prófskírteina,
meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðu-
neytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. júní nk. Sérstök
umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið, 17. apríl 1998.
IEX liriArbic 13
Hér er komin nýjasta mynd
stórstjörnunnar Leonardo DiCaprio.
Stórkostleg ævintýramynd byggd á hinni
vinsælu sögu „Madurinn med járngrímuna".
Frábær mynd með ótrúlegum hópi
stórleikara. Leonardo DiCaprio, John Malcovich,
Gerard Depardieu, Gabriel Byrne og Jeremy Irons.
D I G I T A L SOUND SYSTEM
ÍÞRÓTTIR
Á skjánum í viTuinni
Laugardagur 18. apríl
RÚV
KNATTSPYIiNA
Kl. 13.25 Þýska knattspyman
Hansa Rostock - Kaiserslautern
HANDBOLTI
Kl. 16.00 Úrslitakeppni karla
Valur - Fram
STÖÐ 2
KNATTS PYRNA
Enski boltinn
Kl. 13.45 Man. Utd. -
Newcastle
SÝN
ÍSHOKKÍ NHL-deildin
Kl. 17.00 Colorado - Detroit
Boston - Buffalo
HNEFALEIKAR
Kl. 20.00 Hnefaleikakeppni
Prince Naseem Hamed -
Wilfredo Vazques
Sunnudagur 19. apríl
RÚV
HANDBOLTI
Kl. 16.20 Úrsltakeppni kvenna
Stjarnan - Haukar
STÖÐ 2
KÖRFUBOLTI
Kl. 13.05 NBA-deildin
Minnesota Timberw. - Utah Jazz
KNATTSPYRNA
Kl. 14.00 ítalski boltinn
Inter - Udinese
KÖRFUBOLTI
KI. 16.00 Úrslitakeppni DHL-
deildar
KR - Njarðvík
SÝN
KNATTSPYRNA
KI. 15.00 Enski boltinn
Coventry - Liverpool
Kl. 18.25 ítlaski boltinn
Vicenza - Lazio
GOLF
KI. 20.45 Golfmót f Bandaríkj-
unum
Freeport - McDermott Classic
Þriðjudagur 21. apríl
SÝN
KNATTSPYRNA
KI. 22.50 Enski boltinn
Svipmyndir úr leikjum Arsenal
Miðvikudagur 22. apríl
SÝN
KNATTS PYRNA
Kl. 19.00 Landsleikur
England - Portúgal
Fimmtudagur 23. apríl
SÝN
HANDBOLTI
KI. 13.25 Norræna meistara-
keppnin
KA - Runar Sandeljord
Kl. 18.40 Norræna meistara-
keppnin
Valur - Redbergslid
UM HELGINA
HANDBOLTI
Laugardagur
4. úrslitaleikur karla:
Valur-Fram kl. 16:00
Sunnudagur
3. úrslitaleikur kvenna:
Stjarnan-Haukar kl. 16:20
KARFA
Sunnudagur
KR-Njarðvík kl. 16:00
KNATTSPYRNA
Deildarbikarinn
Laugardagur
LeiknisvöIIur, Breiðholti:
KS-KR kl. 11:00
Afturelding-KA kl. 13:00
Ásvellir í Hafriarfirði:
Þróttur N-Fylkir kl. 13:00
Völsungur-Þróttur R. kl. 15:00
KR-ÍBV ld. 17:00
Sandgerðisvöllur:
Reynir S.-Dalvík kl. 14:00
Sandgrasvöllur Kópavogi:
Sindri-Valur kl. 15:00
Sunnudagur
Asvellir Hafnarfirði:
Sindri-ÍBV ld. 11:00
Völsungur-IA kl. 13:00
Haukar-TindastóII kl. 15:00
FH-Keflavík kl. 17:00
SandgrasvöIIur Kópavogi:
KS-Stjarnan kl. 11:00
Dalvík-Breiðablik kl. 15:00
Leiknisvöllur:
KA-Leiknir R. kl. 11:00
Grindavíkurvöllur:
Grindavík-Selfoss kl. 12:00
Garðskagavöllur:
Víðir-Þróttur N. kl. 13:00
Keflavíkurvöllur:
Njarðvík-Þór kl. 13:00
Skíði
Unglingameistaramót Islands á
skíðum hófst í Hlíðaríjalli á Ak-
ureyri í gærmorgun. Það er
skíðadeild Breiðabliks í Kópavogi
sem stendur fyrir mótinu í sam-
ráði við Skíðasamband Islands
og er það liður í 25 ára afmæli
deildarinnar. Upphaflega átti að
halda mótið í Bláfjöllum, en
vegna snjóleysis, var það flutt í
skíðaparadís Akureyringa í Hlíð-
arfjalli.
Að sögn Páls Grétarssonar,
formanns skíðadeildar Breiða-
bliks, er fjörtíu manna starfslið
frá þeim á staðnum. „Við fáum
góðan stuðning frá vinum okkar
fyrir norðan, en fólk frá Skíða-
ráði Akureyrar, Dalvík og Ólafs-
firði veitir okkur góða aðstoð,“
sagði Páll.
Keppi fer fram í tveimur ald-
ursflokkum, 13-14 ára og 15 -
16 ára og eru keppendur um tvö
hundruð, 160 í alpagreinum og
30 í göngu.
Atvinna í boði
Vélamaður
Loftorka óskar eftir að ráða vélamann.
Aðeins vanur maður með réttindi kemur til greina.
Loftorka Reykjavík,
Dalshrauni 8, 220 Hafnarfirði, sími 565 0877.
Sumarstörf á Laugum
Starfsfólk óskast til sumarvinnu við hin
ýmsu störf á Hótel Laugum.
Skriflegar umsóknir sendist Hótel Laugum,
650 Laugar, fyrir 30. apríl eða í faxi í
síma 464 3163.
Upplýsingar veitir Sólveig Hallgrímsdóttir,
hótelstjóri, á kvöldin í síma 486 6502 og
Hjördís Stefánsdóttir í síma 464 3340.
Verkmenntaskólinn á Akureyri
Lausar stöður
Eftirfarandi kennarastöður eru lausar til umsóknar við Verkmennta-
skólann á Akureyri frá 1. ágúst 1998:
(slenska, 2 stöður.
Hjúkrunarfræði, heil staða.
Líffræði, heil staða.
Rafmagnsgreinar, heil staða.
Sálfræði, hálf staða.
Stærðfræði, heil staða.
Vélstjórn, heil staða.
Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Skriflegar umsóknir, ásamt greinargerð um fyrri störf, berist Verk-
menntaskólanum á Akureyri, Eyrarlandsholti, 600 Akureyri, fyrir 1.
maí 1998. Ekki er þörf á sérstökum eyðublöðum.
Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólapróf í kennslugrein, auk
uppeldis- og kennslufræði.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hef-
ur verið tekin.
Nánari upplýsingar um störfin gefur undirritaður í síma 461 1710.
Skólameistari