Dagur - 29.04.1998, Page 2
18-MIÐVIKVDAGUR Z9.APRÍL 1998
Tkyptr
LIFIÐ I LANDINU
Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri
og Þverholti 14 • 105 Reykjavík
Siminn hjá lesendaþj ónustuuni:
5631626 netfang: ritstjori@dagur.is
Símbréf: 460 6171 eða 551 6270
Getur það
verið?
Getur verið að
um heims-
byggðina liggi
ósýnilegur
þráður til að
viðhalda og
efla notkun eit-
urlylja? Og
hver getur
þessi þráður
verið sem eng-
inn virðist átta sig á? Hann er
virkur allan sólarhringinn miðað
við ástandið í þessum málum.
Hvetjir virkja þennan þráð og
hvernig er það gert? Er það gert
þannig að fjölmiðlar og Iista-
menn eru að gera eitthvað sem
þeir ekki átta sig á? Eiturlyfja-
barónar sem sækja tekjur sínar í
eiturlyfjasölu eru mjög hug-
kvæmir í markaðssetningu. Þeir
ráða yfir svo miklum fjármunum
að þeir geta framkvæmt allt það
sem þeim hugkvæmist.
Ekki sálvæn tónlist
Sú tegund tónlistar sem helst
heyrist leikin í fjölmiðlum er af
þeim sem ekki fellur hún kölluð
ýmsum ónöfnum. Hún virðist
samt falla stórum hópi ungs
fólks í geð.
Þá kemur að því sem engin
virðist taka eftir en það eru áhrif
þessarar tónlistar. Hvernig og
fyrir hvaða áhrif varð þessi tón-
listarsmekkur svo almennur hjá
æskunni? Hverju var til kostað
til þess að fella í gengi góða og
hugljúfa tónlist? Af hveiju eru
ekki búnar til fallegar melódíur
lengur í því mæli sem áður var?
Tónlist sem tekur mikinn líf-
toll af semjendum, flytjendum
og hlustendum er ekki sálvæn.
Að því hefir trúlega verið stefnt
þegar þessi smekkur var brotinn
áfram í heiminum. Þegar tónlist
fer þannig með alla aðila sem á
hlusta að líðan þeirra kallar á að
komast í vímu þá er tilgangi eit-
urlyfjabaróna náð. Þegar stórar
erlendar hljómsveitir koma hing-
að með miklum tilkostnaði þrátt
fyrir hvað markaðsvæði landsins
er lítið þá vakna ýmsar spurn-
ingar. Hvað er verið að gera með
þessum hljómleikum? Er verið
að styrkja og stækka svæðið fyrir
eiturlyfjamarkaðinn? Hveijir
styrkja þessar hljómsveitir til far-
arinnar?
Engúm sér samhengið
Tónlist er það fyrirbrigði sem
mest og almennust neysla er á í
heiminum. Þess vegna fannst
eiturlyljabarónum að þar í gegn
kæmu þeir best þeim áhrifum
fram sem þeir sóttust eftir hjá
almenningi. Hernaðaráætlun
þeirra var að búa til nýjan tón-
listarsmekk og sú áætlun hefir
gengið eftir. Þessi tónlist hljóm-
ar um allan heim í miklum mæli
og neyslan á eiturlyfjum hefir
Ifka aukist í miklum mæli um
allan heim.
Að einhver sem les þetta trúi
því sem ég er að reyna að segja
með þessum skrifum er ólíklegt.
Spuni þess þráðar sem ég nefhdi í
upphafi skrifanna er einmitt gerð-
ur af þeirri snilld að engin sér
samhengið sem þarna er á milli.
Brynjólíur
skrifar
„Hvaö er verið að gera með þessum h/júmleikum? Er verið að styrkja og stækka
svæðið fyrir eituriyfjamarkaðinn? Hverjir styrkja þessar hjómsveitir til fararinnar?"
— Óþolinmæði fólks í umferðinni á sér engin takmörk.
Meinhyrningur ekur um á kraftlítilli bifreið og því
geta brekkur stundum reynst seinfarnar. Hinar kraft-
r miklu nútímamúsir (litlar bifreiðar með hlutfallslega
alltof mikinn kraft) koma þá alveg í afturendann á
manni. Einmitt þetta gerðist á þriðjudagskvöldið. Hinn óþolin-
móði taldi hæfilegt að hafa bilið u.þ.b. einn metra og kórónaði
dónaskap sinn með því að leggjast á flautuna. Óþolandi.
Nú eru erfiðir tímar framundan fyrir knattspyrnufíkla
ÍH| - sérstaklega úti á Iandi. Upptöku- og sýningarréttur á
íslensku knattspyrnunni hefur verið seldur úr landi og
a einfaldir og góðhjartaðir íslenskir sjónvarpsmenn
þykjast hissa nú þegar í Ijós kemur það sem allir þótturst vita:
Hinir erlendu einkaleyfishafar vilja fá eitthvað fyrir snúð sinn!
Og þeirra snúður stendur auðvitað í fjárvana ríkisstofnun. Þetta
sumarið geta áhugamenn þó huggað sig við heimsmeistara-
keppni í tæpan mánuð ... en hvað svo?
Frá frímerkjasýningu - bréfritari hefur safnað mörgu, þar á meðal frímerkjum.
Söftiunarárátta
Svo lengi sem ég man hef ég verið altek-
in af söfnunaráráttu. Og eins og hjá
hröfnunum og krákunum í sögunum er
það ákaflega tilviljanakennt hveiju ég
safna.
Eins og hjá fleirum byrjaði þetta Iík-
Iega með frímerkjum, þegar við systkinin
löbbuðum upp að Kópsvatni til Gvendar
að skoða safnið hans. Það var yfir ása og
vegleysur að fara og tók allan daginn þó
ekki væri lengi stansað. Hann seldi okk-
ur fímm hundruð merki fyrir þrjár krón-
ur. Síðan komu þurrkuð blóm, skrautlegar flösk-
ur, skeljar og kuðungar úr fjörunni hjá ömmu og
afa á Hulduhólum.
Utlendir og íslenskir smápeiningar, á tímabili
var jafnvel hægt að tala um myntsöfnun. Aldrei
hefur mér þó tekist að safna gjaldgengum pen-
ingum að neinu gagni.
Safnaði strákiun
A efri táningsárum hélt ég að þessi árátta hefði
dottið niður, en eftir á að hyggja sé ég nú í hvaða
farvegi hún var þá - í nokkur ár safnaði ég strák-
um!
Þegar ég svo eignaðist mann og hús með garði
fór ég að safna ijölærum plöntum og trjám - ég
held ég eigi í þessari litlu lóð nærri hundrað trjá-
tegundir.
Fyrstadagsumslög. Það byrjaði ég með Fischer
og Spassky og stendur enn, litlar glerfígúrur og
smá-bollastell, póstkort, minningargreinar,
kirkjumyndir og reyndar alla vega myndir.
Þegar við fórum að ferðast um Iandið opnuð-
ust ýmsir möguleikar, á tfmabili var ég farin að
safna frændum og frænkum hvar sem ég kom á
ferðalögum. Það dró heldur úr því þegar ég varð
þess vör að ferðafélagar mínir vildu sem minnst
við mig kannast á meðan á þeirri söfnun stóð,
biðu helst á bakvið leiti á meðan ég gekk til
bæja.
Svo kom grjótið, einn steinn hér og annar þar,
ekki lét ég alltaf bera mikið á þeim og það var
mesta furða hvað fatatöskur stórrar fjölskyldu
gátu falið.
Svo fækkaði í bílnum og þá fór ég að gerast
stórtækari - þeir urðu ekki endilega
stærri, en með tímanum mörgum sinn-
um fleiri og nú er þetta ekkert feimnis-
mál lengur.
En það er eins með þá og kirkjumynd-
imar, ég hef Iítið gaman af steinum sem
ég hef ekki sjálf fundið og haft fyrir að
flytja heim. Bestir eru þeir sem mikið
þurfti að hafa fyrir.
Segir fátt af einiun
Og nú er ég búin að læra að þekkja
ýmsa skemmtilega steinastaði. Ég man einn stað
þar sem ég klöngraðist í rigningarsudda yfir stór-
grýtta íjöru og mátti vara mig að skripla ekki af
sleipum steinunum og lenda í gráðugri úthafs-
öldunni.
Ég hef vaðið uppá mið læri útí Atlantshafið
við strönd Nýja-Englands til að ná þar af botnin-
um dýrindis djásnum, sem ég svo tók með heim
í handfarangrinum og mátti hafa mig alla við að
bugast ekki undir byrðinni.
I staðinn fórnaði ég stórri flösku af fágætum
amerískum líkjör. Svona getur maður verið Iangt
leiddur.
Svo eru staðir sem ekki er hægt að komast til
nema gangandi, og það oft ekki neinar smá-
vegalengdir. Nesti og hlífðarfatnað verður þá að
hafa með sér, en á leiðinni til baka með klyljar
af dýrmætum steinum eru nestisílátin og fötin
Iátin flakka því byrðarnar eru nógar samt. Síðan
er Guð almáttugur látinn um það hvort maður
nær til bílsins, örmagna og soltinn, á þessum
degi eða þeim næsta. Eða bara yfirleitt áður en
fannir leggjast yfir landið og leysir ekki fyrr en
næsta vor, og væri þá lítið eftir sem benti til leið-
angursins, nema kannske fyndist í skjóli kletta
beinakös undir fargi af skrautlegum smástein-
um.
Þið sjáið að þetta getur verið hið mesta glæfra-
spil. „Það segir fátt af einum."
Það eru svosem til ágætir steinastaðir sem
ekkert mál er að komast til, en mér finnst bara
miklu meira gaman að því gijóti sem á sér svolít-
ið hrollvekjandi sögu, helst að ég geti sagt sem
svo: „Ja, þar mátti ekki miklu muna maður.“
Helga R.
Einarsdóttir
skrifar