Dagur - 29.04.1998, Qupperneq 4
20-MIDVIKUDAGUR 2 9. APRÍL 1998
AGUSTA
ÞORKELS-
DÓTTIR
SKRIFAR
Krían er komin, heldur á fyrra
fallinu. Þá er vorið komið í
Reykjavík. Víða tengja menn
vorkomuna við lóuna, en aðrir
telja hávaðasama þresti í heimil-
isgörðum boða vorkomuna, en
víða í dreifbýli eru kóratónleikar
fyrsti vorboðinn.
Nú er sungið einu sinni eða
tvisvar í viku í flestum félags-
heimilum landsins og rútubílar
þeytast um sveitir með glað-
beitta kóra á milli staða. Söng-
glaðir Islendingar sem eytt hafa
vetrarkvöldum við kóræfingar
uppskera nú gleði og samkennd,
í hópnum og með áheyrendum,
afrakstur óeigingjarnrar vinnu
sinnar.
Þessum vorboðum fylgir alltaf
einstakur kraftur og samstaða,
eitthvað sem má virkilega þakka
fyrir á þessum vordögum, eftir
endalaus leiðindi og ergelsi sem
einkennt hefur liðinn vetur.
Við tölum oft um miðsvetrar-
ergelsi, en það sem yfir hefur
gengið nú er miklu meira, svo
mikið, að hver einasti þjóðfé-
lagsþegn virðist hafa verið í
beijamó að leita að einhveiju til
að tína upp til gagnrýni og kvart-
ana.
Pöróttir strákar hafa jafnvel
ekki látið lúkurnar duga til að
kasta skít, heldur notað stórvirk
kastdreifara svo enginn sleppi
við skítkastið. En karlakórar,
kvennakórar og samkórar láta
sig það engu skipta, ólaunuð,
með magra sjóði, bruna þau af
einum stað á annan, syngjandi
hér og syngjandi þar, okkur hin-
um til ánægju.
Vakna Dísa, vakna þú!
Og svo kemur „veltu þér úr
Vída í dreifbýli eru kóratónleikar fyrsti vorboöinn. Nú er sungið einu sinni eða tvisvar í viku i flestum félagsheimilum landsins og rútubílar þeytast um sveitir með glaðbeitta
kóra á milli staða.
fleti". Við, sauðsvartur almúg-
inn, sem ennþá kunnum þetta
gamla lag, ættum að minnast
þess „að vond er þessi leti“.
Hættum að bíða eftir nýjum
upplýsingum um spillingu og
óhófseyðslu hálaunamannanna,
brettum upp ermar og brosum
við vorboðunum. Kosningar eru
í nánd og þá getum við reynt að
velja okkur þá menn sem sýnt
hafa af sér heiðarleika og fram-
takssemi, látum hitt liðið sitja
eftir með sitt skítkast og yfir-
breiðslur.
Notum áburð, án eiturefna, til
að bera á, svo upp megi spretta
gómsætari Iaukar en við höfum
fengið sýnishorn af á liðnum
vetri.
Starf allra þeirra kórfélaga
sem nú flytja vorið um landið
kveikir nefnilega miklu heil-
næmari tilfinningar, en það sem
mest hefur dunið í eyrum okkar
undanfarið.
Þeir hafa flutt okkur gamalt
og nýtt, íslenskt og erlent, há-
gæða tónlist og svona rétt 1' með-
allagi. En alltaf gefið af óeigin-
girni og umfram allt gleði. Þetta
starf er ekki metið til margra
fiska, að maður tali nú ekki um
laxa, en er ómetanlegt fyrir þjóð-
ina í heild. Ekki er uppeldis-
þátturinn sístur. Tónlistarskóla-
nemendur, í það minnsta í dreif-
býli, taka þátt í tónleikum kór-
anna og gefa þeim líf og lit.
Unglingar sem stunda tónlistar-
nám hafa kynnst aga, sem kem-
ur þeim vel í framtíðinni og
verður kannske til þess að næstu
kynslóðir verða ekki eins óagað-
ar og þeir fulltrúar eldri kyn-
slóða sem mest hafa verið í
fréttum á liðnum dögum.
Fjórðimgi bregður til fósturs
Nú, þegar erfðaefni Islendinga
er að verða einn mesti auður
okkar, er rétt að minnast þess að
það eru ekki bara genin sem
ráða hvern mann við höfum að
geyma. Þeir sem hafa mestar
áhyggjur af því að Kári, Islensk
erfðagreining, hreinlega steli frá
okkur genunum, geta snúið sér
að þeim Ijórðungi sem eftir er,
fóstrinu, uppeldisáhrifunum.
Kröfugerð, kvartanir, græðgi og
yfirgangur eru ekki góðir þættir í
uppeldi. Samkennd, samstilling,
agi og þjálfun, líkt og hjá kórfé-
lögunum og tónlistarskólakrökk-
unum er happadrýgra í leitinni
að hinum eina sanna tóni, lífs-
hamingjunni sjálfri.
Kára-umræðan er farin að
minna á þegar við sungum öll
„Fúll á móti“. Margir sem telja
sig kallaða til að blanda sér í þá
umræðu, virðast hafa fátt annað
til umræðunnar að Ieggja, en ótt-
ann við að einhver sé að gera
það gott. Og þvílík ógæfa ef svo
færi. Þá verður gott að vera ein-
föld sál, í afskekktu byggðarlagi,
sem gleðst við vortónleika sam-
kórsins og lætur hér eftir sem
hingað til brölt sjálfskipaðra
stórmenna sig litlu skipta í
amstri hversdagslífsins. Genin
sem ég fékk að gjöf hef ég aldrei
séð, en þeir sem sáu um að
fóstra mig eru eða voru sýnilegir.
Meniiingarvaktin
Sáhimessa Spaugstofunnar
STOFAN
JÓN
HAFSTEIN
SKRIFAR
Sálumessa Spaugstofunnar var
haldin á laugardagskvöld á hefð-
bundnum þjóðlegum spaugtíma
- þeim sem árum saman hefur
verið frátekinn hjá þjóðinni fyrir
þáttinn sem kvaddi. Þessi loka-
þáttur sýndi í hnotskurn hvert
hefur verið vandamál spaugar-
anna að undanförnu: Spaugstof-
an er ekki fyndin. Ekki lengur,
ekki nema einu sinni eða tvisvar
á vertíð.
Lokaþátturinn er sem betur
fer ekki bautasteinn fyrir þessa
frábæru sjónvarpsþáttaröð. Það
sem Iifir í minningunni eru af-
rekin. Spaugstofumenn eru sér
kafli í sjónvarpssögu landsins og
verðskulda nána athugun fjöl-
miðla-, þjóðhátta- og menning-
arfræðinga framtíðarinnar. Sem
samtímaspegill voru þeir einmitt
það sem þjóðin kallaði þá:
„óborganlegir".
Ragnar Reykás
Persónugalleríið mun lifa. Ragn-
ar Reykás er persóna sem skipar
ekki minni sess í hugum fólks
en helstu bókmenntahetjur
söguþjóðarinnar. Ris Ragnars
var merki um eitt það besta sem
frá Spaugstofunni kom, ómót-
mælanleg hnignun hans hin síð-
ari ár var merki um vanda þátt-
arins: Ragnar breyttist í stæl-
ingu af sjálfum sér.
Sterkasti hluti Spaugstofunn-
ar var samt ekki persónurnar,
eftirhermurnar, haganlega ortar
vísur. Spaugstofan skóp sér mik-
ilvægan sess í menningarsögu
landsins með háðsádeilu á það
sem gegnir því virðulega nafni
„þjóðfélagsástand“. Ekki bara
Karl Ágúst Úlfsson: við þurfum endurnýj-
aða krafta spaugmenna.
pólitík og kerfi, heldur hugsun
og hegðun landsmanna. A þeim
vettvangi skilur Spaugstofan eft-
ir sig skarð sem ekki er sjáanlegt
að neinn fylli í bili. Það eru
slæmu tíðindin við brotthvarf
Spaugstofunnar.
Tómhyggja tekur við
Eg hef áður lýst því að undir
lokin voru keppinautarnir á Stöð
2, Fóstbræður, búnir að yfirtaka
sess Spaugstofunnar í hlátur-
taugakitli. Fóstbræður eru hins
vegar grínarar af þeirri tegund
sem lætur sig „þjóðfélagsástand"
engu skipta. Þeir eru X-kynslóð-
arfólk í hugsun og hegðun -
skilja eftir sig tóm þegar augna-
blikinu sleppir. Þegar Spaugstof-
unni tókst best reis hún svo hátt
að ekkert í þjóðfélagsumræð-
unni stóðst samjöfnuð í innsæi
og gagnrýni. Skarðið sem hún
var búin að búa til eftir sjálfa sig
verður því miður vandfyllt.
Tillaga
Þeir sem til þekkja vita að Karl
Agúst Ulfsson hefur verið hrygg-
stykkið í Spaugstofunni - og er
þá ekki á neinn hallað. Sjón-
varpið þarf bersýnilega á þeim
manni að halda til að hefja til
vegs og virðingar þjóðfélags-
háðsádeilu. Tækifærið er komið
þegar Spaugstofan dregur sig í
hlé við dynjandi lófatak og þakk-
læti. En þar með hefst næsti
kafli. Það er menningarleg
skylda Sjónvarpsins að tryggja
að það sem Spaugstofan gerði
best - verði gert áfram. Sigurð-
ur Valgeirsson þarf að loka að
sér og koma ekki út fyrr en hann
er kominn með brilljant spaug-
þátt fyrir næsta vetur. Við þurf-
um á slíku að halda.