Dagur - 05.05.1998, Qupperneq 4

Dagur - 05.05.1998, Qupperneq 4
20-ÞHIÐJUDAGUR S. MAÍ 1990 Ðggur UMBÚÐALAUST Maður þarf ekki að vera Kári Stefánsson til þess að vita að gen manneskjunnar breytast hægt. Enda þótt þróun manns- ins hafi tekið ótrúlega skamman tíma á mælikvarða heimsins er samt um að ræða mörg hundruð þúsund ár, reyndar milljónir ára, sem maðurinn hefur verið að þróast frá hvurri annarri dýra- tegund og uppí það sem hann er nú. Og það er mikill misskiln- ingur ef einhver skyldi nú halda að sú tæknibylting sem maður- inn hefur staðið fyrir nú allra síðustu aldir og helst á þessari öld hafi nú þegar breytt ein- hverju í eðli hans, þörfum og hvötum. Genin eru lífseig kvik- indi og við erum enn nákvæm- lega sama fólkið og byggði fyrstu borgarmúrana suðrí Jerikó fyrir átta þúsund árum, eða hvenær sem það nú var. I því felst meðal annars að þótt við séum hópdýr sem kunnum flest best við okk- ur innan um okkar Iíka, þá vilj- um við samt ekki vera of inni- lokuð; maðurinn var á sínum tíma helstil varnarlítil bráð fyrir allskonar vígtennt villidýr og það eimir enn í genum okkar eftir af þörfinni fyrir undankomuleið, fyrir víðáttu; þrátt fyrir alla hjarðmennskuna sem býr í okk- ur þurfum við að geta séð í kringum okkur, út fyrir hópinn. Þörf fyrir víðáttu Þessi eðlislæga þörf mannsins fyrir víðáttu hefur að verulegu jafnframt hópsálarskapnum leyti verið sniðgengin í tæknibylting- unni; við höfum hrúgað okkur alltof mikið saman, byggt of háa veggi kringum okkur; við höfum talið að sífellt hærri og þykkari múrar séu betri vörn gegn villi- dýrum sem eru okkur ekki leng- ur nein ógn heldur en undan- komuleið víðáttunnar og opinn- ar náttúru. Það má halda því fram og jafnvel leiða að því ein- hver rök að ýmis þau óskemmti- legri vandamál sem maðurinn á við að stríða í eigin sál þessi misseri veraldarsögunnar - lítt skiljanleg og þrálát vanlíðan þrátt fyrir æ auðveldari lifnaðar- hætti, enn óskiljanlegri grimmd, ofsi og græðgi þrátt fyrir að í rauninni sé varla lengur um neinar frumþarfir að berjast, nema í vanþróuðum löndum - það má sem sagt halda því fram að misbrestirnir í sál mannsins stafí af togstreitu, nánast geð- klofa djúpt í eðli hans, milli hinna eðlislægu þarfa mannsins fyrir víðáttu annars vegar og hins vegar þeirrar tilhneigingar hans sem orðið hefur ofan á í reynd að hrúga sér saman á litlu svæði, umbylta og breyta um- hverfinu eftir eigin duttlungum og reisa um sig múra svo að brátt er hvergi ósnortinn sjón- deildarhringur. Og það sér ekki fyrir endann á „Nú hefur skipulagsþrá mannsins teygt sig inn á hálendi íslands og þar er stórkostleg hætta á ferðum efskipulagt verður um of, ef reistar verða virkjanir, vegir, hús og brýr, há- spennulínur og hótel - sem sé einir múrarnir enn.“ þeirri þróun. Ef við hugsum fram í tímann, og þá meina ég ekki tíu ár, ekki tuttugu og ekki fimmtíu, heldur tvö hundruð ár, þrjú hundruð ár, þúsund ár, þá verður ekki betur séð en maður- inn verði orðinn ennþá innilok- aðri en nú er - fastur í sinni eig- in tækni, búinn að umbylta öilu í kringum sig og breyta stærst- um hluta heimsins í sína eigin mauraþúfu. Þá mun hver ein- staklingur hafa harla fátt við að stríða í hversdagslegum vanda- málum, en gen hans verða söm við sig - hann verður ennþá í eðli sínu varnarlitla veiðidýrið sem þarf sífellt að halda vöku sinni og sjá í kringum sig. Og þá, og þá fyrst munum við sjá, hve dýrmæt verða ósnortin eða að minnsta kosti lítt snortin svæði eins og hálendi Islands þar sem sjóndeildarhringurinn er ekki gerður af manna hönd- um. Skipulagsþráin Ef tekst að varðveita hálendi Is- lands mun það verða okkar stærsta og mesta auðlind í fram- tíðinni - og þá er ég sem sagt að tala um næstu þúsund ár - og þegar ég segi auðlind á ég ekki við gróðalind; ég á ekki við að við getum lifað eins og blómi í eggi hér niðrá láglendinu, á höf- uðborgarsvæðinu, og grætt á tá og fingri á að selja einhverjum útlenskum bjánum aðgang að óbrúuðum ám og hrikalegum fjöllum, þótt nú þegar séu inni- byrgðir Evrópubúar og Ameríku- menn og Japanir tilbúnir að borga stórfé fyrir að sleppa stundarkorn úr stórborgum sín- um og tilbúnu umhverfi; nei, ég er ekki að tala um gróðann sem við getum haft af hálendinu, heldur er ég hreint og beint að tala um okkur sjálf, um geðheil- brigði íslensku þjóðarinnar, sem mun velta á því eftir þúsund ár að við getum komist út undir bert Ioft, sloppið undan múrum okkar sjálfra og eygt undan- komuleið - þótt við höfum svo sem ekkert að flýja. En skipulagsþrá mannsins er líka sterk, sú hvöt að rotta sig saman og byggja eitthvað til að fela sig inní, sú þrá sem varð til þess að hinir fyrstu múrar voru reistir í Jeríkó og hefur allar göt- ur síðan togast á við þörfina fyr- ir víðáttuna. Nú hefur skipu- Iagsþrá mannsins teygt sig inn á hálendi Islands og þar er stór- kostleg hætta á ferðum ef skipu- lagt verður um of, ef reistar verða virkjanir, vegir, hús og brýr, háspennulínur og hótel - sem sé einir múrarnir enn. Eftir þúsund ár verða ósnortin eða lítt snortin svæði ansi fá eftir í ver- öldinni, og núna stendur okkur til boða að varðveita eitt slíkt svæði, sem getur ekki einungis orðið börnunum okkar tekjulind í ferðamennsku, heldur getur líka og mildu frekar orðið barna- barnabarnabarnabarnabörnum okkar undankomuleið í ofskipu- lögðum heimi. Ef ég fengi að ráða yrði ná- kvæmlega ekkert byggt inná há- lendinu, og ekkert skipulagt, engar virkjanir reistar umfram það sem nú þegar er orðið, og umfram allt yrði ekki stofnuð nefnd þröngsýnna hagsmunaað- ila til að vinna að skipulagi há- lendisins eins og stendur til, og alveg sérstaklega yrði það skipu- lag ekki fengið í hendur nokk- urra hreppsnefnda sem alveg óhjákvæmilega munu freistast til að græða pínlítið á sfnum skika hálendisins; reisum eitt hótel hér, hvað gerir það til, og ef við setjum niður Iitla virkjun þarna, þá græðum við pening og er nokkur skaði skeður, og þarna þyrfti nú að koma vegarspotti og það er nú synd að það sé ekki brú yfír þessa sprænu, og svo framvegis og svo framvegis. Það gildir einu hversu snoturt er hjartalag þeirra hreppsnefnd- armanna - það kemur alltaf að því fyrr eða síðar að þeir sjá ekk- ert athugavert við að taka einsog einn hektara undir skipulagt svæði, svo kannski annan, og enn einn, og eftir þessi þúsund ár verður sjóndeildarhringurinn á hálendinu orðinn jafn þraut- skipulagður og allt annað um- hverfi mannsins í heiminum. Þessa auðlind sem hálendið er, þessa undankomuleið fyrir sjálft geðheilbrigði okkar Islendinga, má aldrei og undir engum kring- umstæðum setja undir vald manna sem geta freistast til að hafa af henni skammvinnan gróða. Að hugsa stórt Mikið væri nú gaman ef það kæmi í ljós að víðernið á Islandi gerði mönnum kleift að hugsa stórt og langt fram í tímann, þúsund ár, eða jafnvel tíu þús- und ár, og að menn gætu þá hugsað hlýlega til þeirra Islend- inga sem sáu út fyrir múrana og áttuðu sig á þörf sálarinnar fyrir ósnortinn sjóndeildarhring og víðernið í sjálfu sér. En þá kem- ur Páll Pétursson í Sjónvarpið og fussar og sveiar yfir áhyggjum manna sem telja hálendinu stafa hætta af því að vera sett undir hreppsnefndir sem munu, eins og ég sagði, fyrr eða sfðar freist- ast til að krækja sér í smápening með lítilsháttar mannvirkjum hér eða þar - fussar og sveiar og ætlar að keyra frumvarpið sitt í gegn, hvað sem líður þeim sem vilja fara varlegar í sakirnar og reyna að mynda breiðari hóp sem gæti hugsanlega horft út fyrir hina þrengri hagsmuni hreppanna - fussar og sveiar því hann segist hafa verið lengi í pólitík og ætlaði svo greinilega að segja að hann hefði nú alltaf keyrt hitt og þetta í gegn hvað sem leið öllu muldri en dró að- eins í land áður en hann missti þetta alveg út úr sér, en með Ieyfi að segja, þá kemur það eðli mannsins ekJki hætishót við hvort Páll Pétursson hefur verið lengi í pólitík eða ekki. Og eðli mannsins krefst þess - hvað sem líður skipulagsþörfinni - að vita líka einhvers staðar af opinni og óskipulagðri undankomuleið. Sennilega hefur Páll Péturs- son alls ekki verið nógu lengi í pólitík til þess að skilja sam- hengi hlutanna - eða þá alltof Iengi, því svo fór hann að veija frumvarpið sitt um hreppakóng- ana á hálendinu með því að full- trúar allra stjórnmálaflokkanna í einhverri nefnd hefðu samþykkt það, nema fulltrúar Jafnaðar- manna reyndar. En verður það mikil huggun harmi gegn fyrir menn eftir þúsund ár, þegar Jeríkó verður búin að teygja sig inn á hálendið, að vita að ein- hver Jón Jónsson hafi samþykkt frumvarp sem varð fyrsta skrefið í þá átt og þessi Jón Jónsson hafi verið í einhverjum löngu gleymdum stjórnmálaflokki og þess vegna hljóti ákvörðun hans að hafa verið réttr Og verður þess minnst með þakklæti eftir þúsund ár að Páll Pétursson skuli hafa verið lengi í pólitík og ekki látið sér einu sinni detta í hug að skipta um skoðun þó hann heyrði eitthvert muldur öðruhvoru - verður þess yfirhöf- uð minnst með þakklæti eftir þúsund ár að þessi Páll Péturs- son skuli hafa verið í pólitík yfir- leitt? Pistill Illuga var fluttur í morg- unútvarpi Rúsar 2 sl. föstudag. ILLUGI JÖKULSSON r/ SKRIFAR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.