Dagur - 20.05.1998, Side 1

Dagur - 20.05.1998, Side 1
Böðvar er dsáttur við sektarskýrslima Böðvar Bragason er ósáttur við skýrslu dómsmálaráðimeytis- ins um innheimtumál embættis síns. Þar er fundið að fjölmörgu í meðferð sekta og sak- arkostnaðar allt frá árinu 1993. „Eg er ekki sáttur við allt það sem þarna kemur fram og mjög ósammála afstöðu ráðuneytisins til þeirra vinnubragða sem lög- reglan viðhafði um niðurfelling- ar í smæstu málum. Ég tel að lögreglumenn hafi haft heimild til þeirra afskipta af almenningi, sem þeir hafa haft um langan aldur, í formi áminninga og af- skipta í smærri málum, þó svo ekki séu sérstök lagaákvæði um slík afskipti," segir Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, um svokallaða sektar- skjhslu sem dómsmálaráðuneyt- ið hefur tekið saman og greint er frá í blaðinu. Um að inn- heimtu sektar- og sakarkostnaðar hafi verið áfátt segir Böðvar að um árabil hafi mörgum aðilum verið ljóst að þessi innheimta væri mjög þung. „Við erum um árabil búnir að viðhafa mikla til- burði til að bæta árangurinn og innheimtan hef- ur oft verið end- urskipulögð. Inn- heimta hjá þeim einstaklingum í þjóðfélaginu sem verst eru staddir og skulda sektir og önnur viðurlög er sennilega sá málaflokkur sem erfiðastur er í framkvæmd. Það þekkja þeir sem unnið hafa við þetta. Við höfum vissulega ekki náð þeim árangri sem að var stefnt og því kemur það mér ekki beint á óvart að athugasemdir séu gerðar við þetta. En því má bæta við að enn eina ferð- ina stendur yfir endurskipu- Iagning á þess- um þætti,“ segir Böðvar. Hörð gagnrýni I skýrslu dóms- málaráðuneytis- ins er fundið að fjölmörgu í meðferð lög- regluembættis- ins á sektar- og sakarkostnaði allt frá 1993. Segir að áminningar sem mála- lok hafi tíðkast í mun ríkara mæli en upplýsingar löreglu- stjóra gáfu til kynna. Aminning- arnar hafi ekki verið heimilar samkvæmt lögum, en þó kerfis- bundið tíðkaðar. Þetta hafi dreg- ið úr varnaðaráhrifum sektanna. Þá hafi ökumönnum verið mis- munað þar sem ökumönnum utan Reykjavíkur hafi verið gert að greiða sektirnar en borgarbú- ar sloppið með áminningu. Óþekktar verklagsreglur I skýrslunni kemur fram að inn- heimta á dómsektum hafi verið í ýmsu áfátt og dæmi um að sekt- ir hafi fyrnst. Tilviljunarkennt hafi verið fylgst með afborgun- um vegna samninga og dæmi um að ekkert hafi verið gert þótt greiðslufall hafi orðið á slíkum samningum. Sum sektarmál hafi ekki einu sinni verið skráð inn til meðferðar hjá embættinu. Einnig er sagt að innheimtu sakarkostnaðar hafi verið áfátt og oft erfitt að innheimta þar sem fjárnámi hafi ekki verið beitt. Á hverju ári fyrnist því mikill fjöldi sakarkostnaðar- krafna vegna aðgerðarleysis. Þá kemur fram að verklagsreglum frá september sl. um niðurfell- ingu sakarkostnaðar hafi ekki verið fylgt þar sem engum starfs- manna í innheimtu og bókhaldi var kunnugt um tilvist reglanna. - FÞG Böðvar Bragason lögreglustjóri: Inn- heimta hjá þeim einstaklingum í þjóð- félaginu sem verst eru staddir og skulda sektir og önnur viðurlög er sennilega sá málaflokkur sem erfiðast- ur er t framkvæmd. ílÖgð Og íögirr sk i n n á Laugavegi Heldur óvenjuleg sýning var opnuð í Reykjavík í gær sem ber yfirskriftina Flögð og fögur skinn en viðfangsefni hennar er mannslíkaminn eins og hann birtist í menningu okkar. Fjórir erlendir listamenn eiga verk á sýningunni og á fimmta tug ís- lenskra listamanna vann verk sérstaklega fyrir þessa sýningu. Sýningin er í Nýlistasafninu og 14 búðargluggum á Laugavegi og í gær bauðst fólk leiðsögn um hana. Lagt var af stað frá Húsi Tryggingastofnunar þar sem er að finna verk, stoppað við þær verslanir sem geyma verk sýning- arinnar f gluggum sínum og end- að hjá Sævari Karli í Banka- stræti. I tengslum víð sýninguna er einnig gefin út viðamikil bók með greinum eftir fjölda ís- lenskra fræðimanna um allt sem viðkemur mannslíkamanum. Einn þeirra viðburða sem þessa dagana setja svip sinn á borgarbrag Reykjavíkur er hin óvenjulega sýning „Flögð og fögur skinn", sem er / Nýlistasafninu og 74 búðargluggum við Laugaveginn. Viðfangsefnið er mannslíkaminn eins og hann birtist í menningu okkar. mynd: e.ól Guðbrandur Sigurðsson framkvæmda- stjóri ÚA, sem nú er að selja hlut sinn í MHF sem hefur verið félaginu byrði síðustu árin. ÚA selur þýsku út- gerðina Samningar eru að takast um sölu Utgerðarfélags Akureyringa á 68% hlut félagsins í þýska út- gerðarfélaginu Mecklenburger Hochseefischerei til hollenska fyrirtækisins Parlevilet Q van der Plas B.V. Fyrirtækið óskaði eft- ir að kaupa hlut UA eftir að hafa eignast fjórðungshlut þýskra meðeigenda UA. Stefnt er að því að niðurstaða fáist í þetta mál fyrir lok júní næstkomandi og þegar liggur fyr- ir staðfest sölutilboð, en andvirði þess er ekki gefið upp. Kveðst Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri UA, ekki vænta annars en þess að samningar um kaupin gangi upp. „Við erum að skera frá okkur vandamál í rekstrinum,“ sagði Guðbrandur í samtali við Dag. Rekstur MHF hefur gengið illa og í heild er uppsafnað tap hjá MHF um 1,6 milljarðar króna. Parlevilet Q er stórt sjávarút- vegsfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í veiðum og vinnslu á upp- sjávarfiski. I fréttum RÚV í gærkvöld sagði Þorsteinn Már Baldvins- son, framkvæmdastjóri Sam- herja, að fyrirtæki sitt hefði sóst eftir að kaupa hlut ÚA í MHF, en ekki fengið. Greinilegt væri að öfl innan stjórnar ÚA vildu ekki að Samherji eignaðist þetta fyrirtæki. Sagðist hann hafa lagt inn 100 milljónir króna á banka- bók hjá Landsbankanum sem tryggingu fyrir því að ÚA skaðað- ist ekki af hugsanlegum töfum ef Samherja yrði selt fyrirtækið. Um þessi orð Þorsteins vildi Guðbrandur ekki tjá sig í gær- kvöld en sagðist væntanlega gefa út yfirlýsingu þar að Iútandi í dag, miðvikudag. - SBS. H8agBBBsa8gB8aa«Ba«i Varmaskiptflr AlfaLaval SINDRI -sterkur í verki

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.