Dagur - 20.05.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 20.05.1998, Blaðsíða 13
"syr MIDVIKUDAGUR 20. MAÍ 1998 - 13 ÍÞRÓTTIR Frá undirritun samnings Fáks, Saga Film og Ríkssjónvarpsins um beinar útsendingar frá kappreiðum á Fáksvelli í sumar. Beinar útsendingar frá kappreiðum Fáks I' ákur, Saga Film og Ríkisútvarpið Sjón- varp hafa gert með sér samning iiin beinar útsendtngar frá kapp- reiðum á Fáksvelli í sumar. Eins og fram kemur í fréttatil- kynningu frá Hestamannafélag- inu Fáki er mikill áhugi fyrir hestamennsku í landinu og flest- ir sakna kappreiðanna sem fyrr á árum voru grunnsteinninn í allri starfsemi hestamannafélaganna. Nútímatækni sjónvarps í beinum útsendingum gefa kappreiðum því nýtt tækifæri til að ná hylli almennings. Þetta er tilraun til að hefja gamla og þjóðlega íþrótt til vegs og virðingar og er markmið að- standenda að þær verði sjálf- sagður hluti af þeim íþróttum sem sýndar eru reglulega í ís- lensku sjónvarpi. í sambandi við kappreiðarnar rekur Fákur veðbanka á Fáksvelli, sem er byggður á gömlum reglum í lögum frá 1945 og reglugerð frá 1995. Reglurnar eru öðruvísi en boðið er upp á hjá getraunafyrirtækj- um á Islandi, en keimlíkar því sem gerist á veðhlaupabrautum erlendis og því skemmtileg til- breyting á íslenskum getrauna- markaði. Inn á milli kappreiðasprett- anna sem verða a.m.k. sextán, verður sýnt frá verðlaunaafhend- ingu í gæðingakeppnum, sem fer fram sömu helgi og sigurvegar- arnir hlaupa sýningarhring í beinni útsendingu. Einnig verða kynnt þau kynbótahross sem fá hæstu einkunnir á kynbótasýn- ingunni. Utsendingin um hvítasunnuna ætti að vekja verðskuldaða at- hygli, því þar sprettur íslenski hesturinn upp í aðalhlutverki, á fullri ferð og við hestaheilsu, segir í fréttatilkynningu Fáks. Ágúst þjálfar Þórsara Þórsarar verða með yngsta liðið í úrvals- deildinni í körfulmattleik í haust. Nýráðinn þjálf- ari hefur náð góðum árangri með drengja- ilokk félagsins. Ágúst H. Guðmundsson, sem síðustu fjögur árin hefur þjálfað drengjaflokk Þórs á Akureyri, hefur skrifað undir tveggja ára samning um þjálfun úrvals- deildarliðs fé- lagsins. Ágúst hefur að undan- förnu náð góð- um árangri með drengj aflokkinn og eins og við sögðum nýlega frá í Degi, unnu þeir Islandsmeistaratitilinn í ár. Ágúst sagði í samtali við Dag að sér litist vel á að taka við lið- inu, enda þekkti hann það mjög vel. „Liðið verður aðallega byggt upp af ungum leikmönnum sem eru að ganga upp úr drengja- flokknum og við verðum senni- lega með yngsta liðið í úrvals- deildinni í haust. Verið er að skoða erlenda leikmenn, en að öðru leyti á ég ekki von á öðrum aðkomumönnum til liðsins." Ágúst, sem á að baki um 150 leiki með Þór, segir að mildð uppbyggingarstarf hafi verið unnið hjá félaginu síðustu árin, sem nú væri að skila sér í ungum og efnilegum leikmönnum. „Eg er því bjartsýnn á framhaldið og auðvitað er stefnan sett á úrslita- keppnina að ári,“ sagði Ágúst. Ágúst H. Guð- mundsson. ÍÞR ÓTTAVIDTALIÐ Breiðablik deildarbikar meistari Breiðablik sigraði Val 3:2 í úrslitaleik deild- arbikarkeppni kvenna, sem fram fór á Ás- völlum í Hafnarfirði um helgina. Blikarnir sigruðu nú í deildarbikarnum í þriðja sinn á jafn mörgum árum og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. Valsstúlkur voru fyrri til að skora, þó Breiðablik byrjaði betur í leiknum. Ásgerður H. Ingibergsdóttir skoraði á 17. mínútu fyrra mark Vals eftir þunga sólcn. Þremur mínútum síðar jafnaði Margét Olafsdóttir fyrir Breiðablik með glæsilegu skoti úr víta- teignum. Stuttu seinna bætti hún við öðru marki með skalla eftir hornspyrnu og staðan þar með 2:1. Um fimm mínútum fyrir leikslok jafnaði Ásgerður leikinn í 2:2 með sínu öðru marki og knúði fram framlengingu. I framlengingunni skoraði Margrét sigurmark Breiðabliks úr vfta- spyrnu á 12. mínútu og þar með sitt þriðja mark í leiknum. Sigrún Óttarsdóttir, fyrirliði UBK. Magnús Teitsson þjálfar kvennalið FH Magnús Teitsson sem þjálfað hefur meistaraflokk kvenna hjá Hauk- um síðustu tvö árin, hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH. Magnús hefur undanfarin ár náð góðum árangri sem þjálfari og urðu bæði Stjarnan og Haukar Islandsmeistarar undir hans stjórn. FH-ingar eru með efnilegasta liðið f kvennahandboltanum í dag og það vantar aðeins herslumuninn á að það komist á toppinn. Liðið lenti í þriðja sæti deildarinnar á síðasta tímabili og má búast við lið- inu á toppi deildarinnar á næsta tímabili. Guðni Rúuar í Skallagrím Guðni Rúnar Helgason, sem varð Islandsmeistari með IBV í fyrra, hefur æft með Skallagrími undanfarið. Skallarnir eru í viðræðum við miðjumanninn sterka um að hann leiki með liði þeirra í fyrstu deild- inni í sumar. Guðni Iék í Þýskalandi í vetur og ekki er nokkur vafi á að hann mun styrkja Skallana verulega fari svo að hann leiki með liði þeirra í sumar. Vormót IR í frjálsnm IR-ingar halda sitt árlega vormót í 56. sinn á Laugardalsvellinum á uppstigningardag. Mótið hefst kl. 18:30 og verður veglegt að vanda. Keppt verður í sérstökum unglingagreinum og nöfn sigurvegara fara í sérstakan útdráttarpott IAAF. I júnímánuði verður dregið úr þess- um potti sigurvegara á sambærilegum mótum um allan heim og eru vinningar dvöl á heimsbikarkeppninni í september nk. Á mótinu verður keppt um tvo bikara sem sérstaklega hafa verið gefnir til mótsins. Er það bikar sem gefinn var af afkomendum Sig- urlaugar Hólm og er keppt um hann í 100 m hlaupi kvenna. Einnig er keppt um bikar, gefinn af Kristni Sigurjónssyni, í 400 m hlaupi kvenna. Kaldalshlaupið er hápunktur mótsins, en það er tileinkað minn- ingu Jóns Kaldal sem var margföldur Islandsmeistari í langhlaupum, á þriðja áratugnum. Hlaupnir eru 3000 m og mæta allir bestu lang- hlauparar landsins til keppni. Stákamir stóðust prófið Willum Þór Þórsson þjálfari Þróttar Þróttur óheppinn að tapa tveimur stigum tilís- landsmeistaranna í sínum fyrstaleikíLandssíma- deildinni. Markmiðið að halda sérí deildinni. Hóp- urinnfráhærmeð hjartað á réttum stað. - Hvort á að óska þér til hatn- ingju með jafnteflið eða gráta með þér vegna tveggja tapaðra stiga til íslandsmeistaranna? „Eg veit það nú eiginlega ekki. Við erum náttúrulega mjög ósáttir við að hafa tapað þessum stigum til Eyjamanna úr því sem komið var. Við vorum búnir að ná forystunni rétt fyrir leikslok og það er alltaf sárt að tapa unn- um Ieik niður í jafntefli. En strákarnir stóðust prófið í frumrauninni og léku ágætis fót- bolta eftir að byrjunarskrekkur- inn var farinn úr þeim.“ - Hvemig leggst framhaldið í þig eftir fyrsta leik? „Það hefur ekkert breyst eftir einn leik. Nú ættu strákarnir að vera búnir að ná úr sér mestu spennunni og sjá að þeir geta Ieikið í deild þeirra bestu. Mark- mið okkar hlýtur að vera að halda sæti okkar í deildinni og það getum við gert ef allir gera sitt besta. Ég get ekki kvartað undan leikmannahópnum. Við erum með stóran og hreiðan hóp jafnra leikmanna en auðvitað vantar marga leikmennina reynsluna af þ\4 að spila \dð þá bestu. Við förum bara í hvern Ieik með því hugarfari að vinna saman og gera okkar besta.“ - Fannst þér íslandsmeistar- arnir eins sterkir og þú áttir von á? „Það má aldrei vanmeta Eyja- menn. Þeir eiga mikið inni frá þessum Ieik. Það vantaði sterka menn f þeirra lið og þeir eiga eft- ir að bæta sig mikið áður en langt um líður. Við erum að skora hjá þeim eftir hörmuleg mistök hjá reynslulitlum varnar- manni og þegar þeir verða búnir að stoppa upp í götin f vörninni verður IBV ekki auðunnið. Þessi leikur verður ekki til að drepa væntingar þeirra um að verja tit- ilinn.“ - Hvernig líst þér á Lands- stmadeildina og hvaða lið held- urðu að skari fratn úr í sumar? „Það eru mörg lið sem geta skarað fram úr. Ef maður á að miða við vorleikina verður deild- in mjög jöfn. Eins og ég sagði áðan verður Eyjaliðið í toppbar- áttunni og þar verða Skagamenn líka. KR, Keflavík og Fram geta líka blandað sér í þá baráttu og þar með er ég búinn að telja upp helming liðanna í deildinni. Leiftur verður spurningarmerki í sumar og Valur hefur verið að spila rnjög vel í vor. Spurning hvort þeir halda því áfram. Eg held að baráttan um að halda sæti sínu í deildinni verði milli okkar, Grindvíkinga og ÍR. Grindvíkingar hafa reynsluna fram yfir okkur og IR-inga en það er ekki víst að það dugi þeim nú þar sem þeir hafa misst mjög góða leikmenn úr liði sínu með- an við og IR höfum verið að styrkja okkar lið. Við höfum fengið fimm góða leikmenn til liðs við okkur og meðan tið höld- um trúnni á að við getum leikið í Landssímadeildinni eygjum við alltaf möguleikann á að halda sæti okkar.“ - GÞÖ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.