Dagur - 20.05.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 20.05.1998, Blaðsíða 8
8-MIDVIKUDAGUR 20. MAÍ 1998 MIDVIKVDAGUR 20. MAÍ 1998 - 9 FRÉTTASKÝRING % y Spurning Ddgs: Veróa þetta spenn- andi kosningar á Akureyri og hverju spáirþú um úrslit? Anna Lilja Bjömsdóttir „Eg get ekki sagt að ég hafi mikið hugleitt þessar kosn- ingar en ég ætla samt að nota atkvæðið mitt. Ég veit ekkert hvernig þær fara en þær verða efiaust spenn- andi.“ Valborg Svavarsdóttir „Auðvitað hef ég hugleitt þær en ég veit ekki hvort þær verða spennandi. Ég hef ekki hugmynd um hvernig úrslit geta orðið og vil alls ekki spá um þau.“ Hálldór Tryggvason „Ég hef lítið fylgst með kosningabaráttunni, kannski hefur hún verið svo dauf. Ég held að Fram- sóknarflokkurinn missi fylgi en þori ekki að segja til um hver verður sigurveg- ari kosninganna. Ég er svo lítill spámaður." Baldur Þorsteinsson „Ég hef Iítilsháttar fylgst með kosningabaráttunni hér og ætla að nota atkvæð- ið mitt. Þetta verður efa- laust spennandi barátta um ellefta manninn, Fram- sóknarflokkurinn tapar en Sjálfstæðisflokkurinn verð- ur sigurvegari, vinnur tvo menn. Skólamál í forgangi GEIR GUÐSTEINS- SON SKRIFAR Vilji hjá öllum fram- boðum á Akureyri að Eyjafjörður sé valkost- ur fyrir orkufreka stóriðju. Skólamál virðast vera sá mála- flokkur sem frambjóðendur á Ak- ureyri telja mikilvægast að komist í viðunandi horf á næsta kjör- tímabili og lestur stefnuskráa framboðanna styður þá skoðun. Því virðist vera lag nú til þess að húsnæðisvanda grunnskólanna verði komið í ásættanlegt horf, jafnvel fyrir upphaf skólaárs haustið 2000. Atvinnumál hafa einnig verið töluvert í umræð- unni og hefur núverandi meiri- hluti bæjarstjórnar, Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur, tölu- vert verið gagnrýndur af D, F og L lista fyrir slælega frammistöðu í þeim málaflokki. Þannig hafa verið boðaðar Iántökur til fram- kvæmda, t.d. við byggingu skóla og til að leysa aðkallandi hús- næðisvanda Amtsbókasafnsins, sem reyndar hefur verið lengi á stefnuskrá, m.a. fyrir síðustu kosningar. Umræðurnar á Akureyri hafa einnig snúist um það að mark- aðssetja Akureyri og Eyjafjörð sem valkost fyrir orkufreka stór- iðju, og þar hefur sérstaklega ver- ið horft til Dysness í Arnarnes- hreppi. Mörgum finnst yfirstjórn Akureyrarbæjar vera þunglama- Ieg og vilja sjá á því breytingar, að stjórnkerfið verði gert aðgengi- legra fyrir hinn almenna borgara. Sameiningarmál hafa einnig ver- ið í umræðunni, og möguleikan- um á að Eyjafjörður verði f nán- ustu framtíð eitt öflugt sveitarfé- lag með yfir 20 þúsund íbúa hef- ur síður en svo verið kastað fyrir róða. Bæjarstjórinn, Jakob Björns- son, oddviti framsóknarmanna, nýtur mun meira fylgis meðal kjósenda sem bæjarstjóraefni en oddvitar hinna framboðanna, raunar nýtur hann fylgis Iangt umfram það fylgi sem Framsókn- arflokkurinn hefur verið að fá í skoðanakönnunum. I næstu bæj- arstjórn munu sjást nokkur ný andlit hvernig svo sem kosningar fara, og aðrir sem hafa verið þar nokkur kjörtímabil hætta, eins og t.d. Gísli Bragi Hjartarson, Heimir Ingimarsson, Sigríður Stefánsdóttir og Þórarinn E. Sveinsson. Aðrir berjast fyrir pólitisku lífi sínu, eins og t.d. Sigurður J. Sigurðsson sem sæti hefur átt í bæjarstjórn Akureyrar í 24 ár. Áhersla á atvtnnu- og skóla- mál auk stjómsýslu Sjálfstæðismenn vilja stofna Ak- ureyrarþing til að auka þátttöku bæjarbúa í stjórnun bæjarins og það þing verði bæjarstjórn til ráð- gjafar. Kristján Þór Júlíusson skipar 1. sætið á D-Iista og hann er jafnframt bæjarstjóraefni sjálf- stæðismanna. Hann segir að kosningabaráttan á síðustu dög- um þess snúist um það hvort bæjarbúar vilji breytingar á stefnu bæjarstjórnar Akureyrar síðustu fjögur ár. „Hér hefur ríkt kyrrstaða og við viljum rjúfa kyrrstöðuna og að við taki að nýju tímabil lífs og gró- anda í málefnum Akureyrarbæjar. Við höfum lagt höfuðáherslu á þrjá málaflokka; atvinnumál, skólamál og stjórnsýslu sveitarfé- lagsins. Við viljum reyna að auka áhrif íbúanna á stjórnsýsluna og draga úr þeirri miðstýringu sem ríkt hefur f skólamálum. Bæjaryf- irvöldum er nauðsyn að marka sér stefnu til lengri tíma og það viljum við gera í samráði við aðila vinnumarkaðarins og mennta- stofnanir bæjarins og því verki skal vera lokið fyrir árslok. Við viljum aflétta miðstýringu á skólakerfinu með þvf að færa valdið út til skólanna með skipan nefndar. Þannig koma foreldrar, kennarar og skólastjórnendur meira að fjármagnsstýringu hvað varðar rekstur og gjaldfærða fjár- festingu í skólunum auk innra starfs skólans," segir Kristján Þór Júlíusson. Kristján Þór segir að baráttan á lokasprettinum snúist um að tryggja 5. manni á D-lista, Vil- borgu Gunnarsdóttur, sæti í bæj- arstjórn. Kristján sagðist engu vilja spá um árangur hinna fram- boðanna. Akureyringar verði ekki sniðgengnir í stóriðjumálum Akureyrarlistinn er nýtt framboð félagshyggjuafla á Akureyri. I stefnuskrá hans er m.a. lögð áhersla á að næsta stórverkefni í byggingu íþróttamannvirkja verði yfirbygging yfir skautasvellið og gerðar verði áætlanir um bygg- ingu og rekstur fjölnota íþrótta- húss á íþróttasvæði Þórs. Akur- eyrarlistinn vill að lán Hitaveit- unnar verði endurijármögnuð svo hægt verði að lækka húshit- unarkostnað. Asgeir Magnússon, oddviti Ak- ureyrarlistans, segir að kosningar snúist um stefnu í skólamálum og eins hafi atvinnumálin fengið töluvert vægi í umræðunni þó þau séu ekki beint í verkahring sveitarstjórnarinnar, en þar hafi þó skort forystuhlutverk. ÚrsLit 1994 Atkv. fulltr. Alþýðufl. 931 1 Eramsóknarfl. 3.194 5 Sjálfstæðisfl. 2.160 3 Alþýðubandal. 1.665 2 Meirihlutasamstarf er með Al- þýðuflokki (A) og Framsóknar- flokki (B) „Það á að móta stefnu í at- vinnumálum og skapa atvinnulíf- inu lífvænleg skilyrði. Bærinn hefur t.d. tækifæri til að hafa áhrif gegnum Landsvirkjun í stóriðjumálum, en þar sitja tveir Eyfirðingar i stjórn. Þrátt fyrir það hefur aldrei verið gengið harðar fram hjá Akureyri í stór- iðjuumræðunni en á síðasta kjör- tímabili. Bærinn á aðild að Iðn- þróunarfélaginu og atvinnumála- skrifstofu sem vinna að sömu málum og þrátt fyrir að stefnt hafi verið að sameiningu þeirra fyrir síðustu kosningar að frum- kvæði Framsóknar hefur það ekki gerst enn. Það vekur athygli mína á þess- um síðustu dögum að Kristján Þór, oddviti sjálfstæðismanna, hefur skipt um skoðun á hverjum degi svo fólk hlýtur að velta vöng- um yfir því hvort að kraftbylgju sjálfstæðismanna fylgi trúverðug- ur kraftur," segir Asgeir Magnús- son, Hann segir að ekkert afgerandi gerist í bæjarfélaginu nema Akur- eyrarlistinn fái ótvírætt umboð. F-listinn stefnir á að ná fjórum bæjarfulltrúum. Semja við kcimara í héraði Listi fólksins telur að rödd fólks- ins þurfi að fá að heyrast inn í bæjarstjórn Akureyrar. Málefni fjölskyldunnar eigi að hafa for- gang og það gerist m.a. með hraðri uppbyggingu grunnskóla bæjarins. L-listinn vill umbætur í hafnarmálum og staðið verði fyr- ir umbótum i Sandgerðisbót fyrir smábáta, t.d. með auknu viðlegu- plássi og betri setningsaðstöðu. Listi fólksins styður allar tilraun- ir til sameiningar sveitarfélaga og vill að stærsta sveitarfélagið við Eyjafjörð, Akureyri, taki frum- kvæði í sameiningarmálum á svæðinu í sínar hendur. Oddur Helgi Halldórsson, odd- viti og „guðfaðir" L-Iistans, segir að kosningabaráttan snúist um það að fá fólk til að trúa mál- flutningi L-Iistans, þ.e. að þeir meini það sem þeir segi og vilji framkvæma. „Það er brýnast hér á Akureyri að stefna að auknum framkvæmd- um og strax eftir kosningar þarf að ráðast í það að Ieysa þennan alvar- lega vanda sem kennaramálin eru komin í. I dag eru aðeins 28 kenn- arar af um 215 tilbúnir að hefja kennslu í haust og því þolir þetta mál enga bið. Það þýðir ekkert annað en að ganga hreint til verks og semja við kennara beint, gera við þá sérkjarasamninga, en benda ekki stöðugt á Iaunanefnd sveitar- félaga. „Við viljum hraða uppbyggingu grunnskólanna og við höfum metnað til að gera það hraðar en skólanefnd hefur lagt til. Við þurf- um að taka okkur tak í fráveitu- málum og það er allt of hægt farið að „reyta" í þetta verkefni aðeins um 60 milljónir króna á ári,“ segir Oddur Helgi I lalldórsson. Oddur telur að L-listinn fái tvo bæjarfulltrúa en baráttan standi um að halda honum. Sjálfstæðis- flokkurinn verður stærsti flokkur- inn í bæjarstjórn eftir kosningar með fjóra fulltrúa, Framsókn með þrjá og og Akureyrarlisti með tvo. Lántaka til tekjuskapandi verkefna Framsóknarmenn á Akureyri styð- ja stóriðjuhugmyndir á Eyjafjarð- arsvæðinu og kynna eigi Eyjaljörð sem valkost fyrir orkufrek lyrir- tæki. Mikilvægt sé að standa að stofnun fjárfestingarsjóðs í tengsl- um við atvinnuþróunarfélag sem hafi burði til áhættufjárfestinga. Framsóknarmenn vilja að vægi skólamála verði aukið verulega og áfram verði haldið uppbyggingu aðstöðu. „Kosningabaráttan snýst þessa dagana um hverjum kjósendum treysta best til að halda um stjórn- völinn næstu Qögur árin og stýra þeirri sókn sem nauðsynleg er í mörgum mikilvægum verkefnum sem framundan eru á öllum svið- um og nýta þau tækifæri sem bæj- arfélagið hefur. Við höfum á þessu kjörtímabili lagt mjög traustan grunn að því að halda sókninni áfram. Brýnustu verkefnin eru á sviði skólamála, að leysa húsnæð- isvandræði og efla innra starf skól- ans, sem er mjög brýnt verkefni. Framundan eru verkefni á sviði umhverfis- og atvinnumála þó að bæjarfélagið komi ekki með bein- um hætti að atvinnumálum, held- ur skapi rammann. Þá eru brýn verkefni framundan, t.d. að byggja yfir knattspyrnumenn og skauta- menn. Ég hef verið gerður af and- stæðingunum persónugervingur þess að ekki megi taka lán til framkvæmda en ef um tekjuskap- andi framkvæmdir er að ræða hef ég ekki verið því andmæltur. Við höfum t.d. viljað fjármagna með ríkinu byggingu rannsóknarhúss við Háskólann og byggingu Borg- arbrautar, en það þarf að fara var- lega í að skuldsetja bæjarsjóð fyrir hefðbundnum framkvæmdum," segir Jakob Björnsson. Jakob segir það markmið fram- sóknarmanna að halda sterkum hlut í bæjarstjórn og þeir verði áfram sterkt afl við stjórn bæjar- ins. Það væri ásættanleg útkoma að fá fjóra bæjarfulltrúa. Listi fdlksins 1. Oddur Helgi Halldórsson 2. Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir 3. Agúst Hilmarsson 4. Nói Björnsson 5. Svanborg Guðmundsdóttir 6. Víðir Benediktsson 7. Hulda Stefánsdóttir 8. Þorsteinn Haraldsson 9. Helgi Snæbjarnarson 10. Ingibjörg Osk Pétursdóttir 11. Kristinn H. Ólafsson Oddur Helgi Halldórsson. Akureyrarlistiiui, listi jafnaðar- stefnu, félagshyggju og kvenfrelsis 1. Ásgeir Magnússon 2. Oktavía Jóhannesdóttir 3. Þröstur Ásmundsson 4. Sigrún Stefánsdóttir 5. Jón Ingi Cæsarsson 6. Kristín Sigfúsdóttir 7. Matthildur Sigurjónsdóttir 8. Kristján Halldórsson 9. Guðrún Magnúsdóttir 10. Björn Guðmundsson 11. Hilmir Helgason Ásgeir Magnússon. Listi SjálfstæðisfLokksins 1. Kristján Þór Júlíusson 2. Valgerður Hrólfsdóttir 3. Þórarinn B. Jónsson 4. Sigurður J. Sigurðsson 5. Vilborg Gunnarsdóttir 6. Þóra Akadóttir 7. Steingrímur Birgisson 8. Páll Tómasson 9. Guðmundur Jóhannsson 10. Sunna Borg 11. Jóhanna H. Ragnarsdóttir Kristján Þór Júlíusson. Listi FramsóknarfLokksins 1. Jakob Björnsson 2. Ásta Sigurðardóttir 3. Sigfríður Þorsteinsdóttir 4. Elsa B. Friðfinnsdóttir 5. Guðmundur Ómar Guðmundsson 6. Valgerður Jónsdóttir 7. Friðrik Sigþórsson 8. Konráð Alfreðsson 9. Mínerva Björg Sverrisdóttir 10. Einar Sveinn Ólafsson 11. Sunna Árnadóttir Jakob Björnsson. Sýslumaðurinn á Húsavík Útgarði 1, 641 Húsavík, s. 464 1300 UPPB0Ð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Austurvegur 6, Þórshöfn, efri hæð, þingl. eig. Hjalti Jóhannesson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Þórs- hafnar og nágr., föstudaginn 29. maí 1998 kl. 13.30. Hjóttu ferðarinnar ♦ t Nú getur þú lesiö S Dag í loftinu á öllum áætlunarleiöum Islandsflugs. ÍSLANDSFLUG gortr fíoinm taart oð fljúgtt Brúnagerði 1, Húsavík efri hæð 0101, þingl. eig. Halldóra Gunnars- dóttir, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður ríkisins, fimmtudaginn 28. maí 1998 kl. 13.00. Grundargarður 7, Húsavík íb. 103, þingl. eig. Anton Sigmarsson, gerð- arbeiðandi Olíuverslun íslands hf., fimmtudaginn 28. maí 1998 kl. 13.30. Smiðjuteigur 7 b, Reykjahverfi, þingl. eig. Stöplar hf., gerðarbeið- andi íslandsbanki hf. höfuðst. 500, fimmtudaginn 28. maí 1998 kl. 14.00. Sæblik, Raufarhöfn, þingl. eig. Jóna G. Nikulásdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands, Raufarhöfn, föstudaginn 29. maí 1998 kl. 12.00. Sýslumaðurinn á Húsavík, 19. maí 1998. Halla Bergþóra Björnsdóttir, fulltrúi. Glerárkirkja Messað verður á uppstigningardag kl. 14.00. Vísbending Lestu blaðið og taktuþdtt ileiknum! 5fyO oooo Vy Þú gre Þú greiðir ekkert umfram venjulegt símtal Séra Kristján Róbertsson predikar og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kvenfélagið Baldursbrá býður til kirkjukaffis í safnaðarsal eftir messu. Kór Glerárkirkju mun syngja nokkur létt lög í kirkjukaffinu. Eldri borgarar eru sérstaklega boðnir velkomnir. ATH. nýtt hljóðkerfi er komið í kirkjuna. Áskriftarsíminn er Miðvikudaginn 20. maí ki. 18:00 AsUrlftarsímlnn sr S1S 6100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.