Dagur - 20.05.1998, Page 2

Dagur - 20.05.1998, Page 2
2 -MIÐVIKUDAGUR 20.MAÍ 1998 FRÉTTIR Fríkortið er nú orðinn nýr liður i skilnaðarsáttmálum. Pú færð himdinn ef ég fæ Mpunktana Það er með Mpuiiktana eins og kvótann, að þetta era ný atriði sem semja verður um ef hjón ákveða að skilja. „Reglumar eru þannig að það gildir hið sama um frípunktaeign og hverja aðra sameign hjóna, þannig að þegar um sambúðarslit er að ræða þá þurfa aðil- ar að koma sér saman um hvort hjón- anna heldur punktunum. Frípunktun- um er ekki skipt upp eftir því hver afl- ar þeirra, heldur verður einn eigandi yfir reikningnum og annar þarf að stofna nýjan reikning á núlli," sagði Páll Þór Armann, framkvæmdastjóri Fríkorts. Þar sem athygli var vakin á þessu nýtilkomna atriði sem semja þarf um í tengslum við hjónaskilnaði, var Páll spurður hvort hann vissi til þess að reynt hefði á þetta. Frípunkta í heimanmimd? „Það hafa ekki komið upp nein vanda- mál. En þetta er bara eins og með annað: Þegar fólk er að gera eitthvað saman sem það síðan hættir að gera saman þá verður að ganga frá málun- um. Skilnaðir eru því miður allt of tíð- ir, svo þessi mál hafa komið upp, en þetta hefur gengið alveg vandræða- Iaust. Við fáum beiðni um það að punktainneignin færist á nafn hans eða hennar og hinn aðilinn byrji með 0 eign á nýjum reikningi." Páll sagði þetta raunar geta átt við um fleiri sem eiga sama lögheimilið og safni því punktum á sama reikninginn. Þannig geti barn sem flytur að heiman líka þurft að byrja á núlli - nema þá að for- eldrarnir séu svo rausnarleg að færa þeim frípunktana í eins konar heimanmund. Unglinguriim át alla fripunktana í pitsum Sumir unglingar a.m.k. virðast þó hafa allan varann á og tryggja fyrirfram að þeir verði ekki af sínum fripunktum. Þannig segir fréttabréfið t.d. h'ka frá Ijölskylduföður sem skildi ekkert í því hversu illa gekk að safna punktum, þrátt fyrir að allir í Ijölskyldunni not- uðu Fríkort. „Astæðan var einföld, unglingurinn á heimilinu notaði nefni- lega Fríkortið sitt til pitsukaupa og bíó- ferða án vitundar annarra Ijölskyldu- meðlima.“ Því samkvæmt innlausnar- reglum er nú orðið hægt að nota Frfkortið eins og debetkort til að greiða fyrir pitsur hjá Domino's, en það fyrir- tæki er nýkomið í Fríkortshópinn, og eins fyrir bíómiða í Sambíónum. -HEI FRÉTTAVIÐTALIÐ Hulduherinn, hin vaska stuðn- ingsdeild Alberts hcitins Guð- mundssonar, er emi við lýði og beitir sér í pólitík. í síðustu borg- arstjómarkosningum studdu með- limir „hersins" Ingibjörgu Sól- rúnu og vinna nú ötullega að end- urkjöri hennar. Að sögn eins með- lims Hulduhersins í heita pottin- um er notast við maður á mami aðferðina í þeirri baráttu. Af frambjóðendum R-listans er borgar- stjórinn í miklum hávegum hafður hjá félögum Hulduhersins en Anna Geirsdóttir nýtur einnig mikilla vinsælda. Megn óánægja er sögð innan fé- lagsskaparins með hvemig sjálfstæðismenn hafa meðhöndlað mál Hrannars Bjöms Arnarssonar og allt kapp er lagt á að tryggja sem glæsilegastan sig- ur R-listans. í heita pottinuin á Akureyri fréttist af nokkrum örvæntingarfullum stjórnmálaáhugamönnum sem liéldu að þeir fengju ekkert að kjósa cftir að auglýsing birtist í Degi í gær um kjörstað í Odd- eyrarskóla. Þar var sagt að í kjördcild III ættu að koina þeir sem byggju í Fögrusíðu-Hamragerði og í kjördeild IV ættu að mæta Heiðarlundur - Hvammshlíð... Hvers á ég að gjalda að búa í Há- hlíð???!! sagði einn stjómmálaáhugamaðurinn... Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir. Arni Gunnars- son. Nú styttist í að SUF haldi þing sitt, en það mun verða undir iniöjan júní. Fyrirfram er búist við nokkrum flugeldasýningum hjá uiigliðunum scm er umhugaö um að rjúfa það kyrrstöðuorð sem fer af ríkisstjóminni og stjómarþátt- töku flokksins. í heita pottinum cr fullyrt að Ámi Gunnarsson, for- maður SUF og aðstoðarmaður félagsmálaráð- hcrra, muni koma fram sem framsóknarróttækl- ingur. Fáir eiga von á að Þorlákur Traustason, for- maður ungra framsóknarmanna í Reykjavík, sem sækir að Ama í formannsstólnuin, inuni hafa er- indi sem eríiði... Ingi Rúnar Eðvarðsson lektor við Háskólann á Akureyri. Ný skýrsla um byggðamál hefiir litið dagsins Ijós og er hún unnin afRannsókna- deild Háskólans á Akureyri aðfrumkvæði Byggðastofn- unar. Ýmis atriði skýrslunn- ar er varða þróun lands- byggðarinnar vekja ugg. Landsbyggðin eins og þriðji heimurinn - Hverjar eru helstu niðurstöður? „Því er erfitt að svara í fáum orðum. Þarna eru margir málaflokkar teknir fyrir s.s. menntamál, atvinnumál, heilbrigðismál og menning. Hvað atvinnumálin áhrærir er mér efst í huga hve einhæfni atvinnulífsins úti á landi er mikil og sér ekki breytingu á að óbreyttu á sama tíma og fjölhæfnin eykst á höfuðborgarsvæðinu. Við reyndum að áætla Jrróunina á næstu árum og það virðist sem störfum fyrir vel menntað fólk — ýmsa sérfræðinga og framkvæmdastjóra í þjón- ustugeiranum — muni fjölga, en störfum fyrir lítt menntað fólk og bændur muni ým- ist fækka eða fjöldinn standi í stað. I land- búnaði mun væntanlega fækka um 300-600 störf á næstu fimm árum og í sjávarútvegi hvorki meira né minna en 4.200. Á sama tíma verður aukning í iðnaði og Jrjónustu, heilsugæslu og menntun. Þetta þýðir að um 5000 störf tapast en önnur 6000 skapast í staðinn." - Hvað með landfræðilega skiptingu? „Hún er ansi dökk. Fækkunin verður að meirihluta til úti á landi en ijölgunin rheira og minna öll á höfuðborgarsvæðinu." - Hvað jrýðir þetta fyrir t.d. Akureyrar- svæðið? „Þar verða menn heldur betur að halda vöku sinni. Byggja upp opinbera þjónustu og menntun, en jafnframt er miidlvægt að huga vel að margskonar nýsköpun á Eyja- fjarðarsvæðinu ef Akureyringar ætla hrein- lega ekki að missa af lestinni. Þótt það hljómi svolítið ankannalega held ég að staða Iandsbyggðarinnar sé ekkert ósvipuð og í þriðja heiminum. Ef ekkert verður að gert, verður hér aðeins einhæf framleiðsla en öll þróun og nýsköpun verður á höfuðborgar- svæðinu.“ - Hvað með heilbrigðismálin? „Almennt er fólk ánægt með heilsugæslu- Jrjónustu úti á landi en sérfræðijrjónustu er mjög misskipt. T.d. stendur varla nokkur geðlæknisjrjónusta landsbyggðarfólki til boða. Einnig er athyglisvert hvaða áhrif samgöngur hafa á heilbrigðiskerfið. Nú eru nánast engar skurðaðgerðir gerðar nema á Akureyri og í Reykjavík. Þetta hefur gerst ótrúlega hljótt. Annað sem menn sjá fyrir sér sem dálitla ógnun, er að flug er að leggj- ast af á mörgum stöðum og þar af leiðandi gæti sjúkraflugið verið í hættu. Staðþekk- ingu flugmanna hrakar og flugvöllum er ekki haldið við. Það þýðir að staðsetningu björgunarjjyrla verður að endurskoða. Gerð er tillaga um að önnur þyrla Landhelgis- gæslunnar verði flutt norður tii Akureyrar." - Hvað kemur þér heilt yfir mest á óvart t þessari skýrslu? „Það er e.t.v. hve mennta- og atvinnumál eru nátengd. Þarna er enginn greinarmunur Iengur. Ef byggja á upp fjölþætt atvinnulíf úti á landi, þýðir það stórbætta menntun hjá þeim sem þar búa og þetta tengist líka upp- lýsingatækninni." - Það er ekki nóg að biðja bara um stór- iðju? „Nei, það er alveg á hreinu að þótt stór- iðja ein og sér hjálpi tímabundið J>á breytir hún ekki þessu munstri.“ — Bh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.