Dagur - 20.05.1998, Blaðsíða 4
4 -MÍBVIKUDAGUR 20. MAÍ 1998
FRÉTTIR
Sjónvarpað frá Akureyri
Bein útsending Sjónvarps verður frá framboðsfundi á Akureyri á upp-
stigningardag sem fram fer á sal Menntaskólans á Akureyri. Gísli Sig-
urgeirsson og Arnar Páll Hauksson fréttamenn munu stýra fundinum
sem hefst klukkan 14.00. Fyrirspurnir verða leyfðar úr sal og verða
efstu menn listanna á Akureyri fyrir svörum.
Nýr forstöðumaður
Nýr forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs Is-
lands á Akureyri hefur tekið til starfa. Þetta er Elí-
as B. Gíslason, 36 ára, en áður gegndi Helga Har-
aldsdóttir þessu starfi. Elías starfaði síðast sem hót-
elstjóri Hótel KEA og hefur verið allan sinn starfs-
feril í ferðaþjónustunni, eða 19 ár. Hann hefur BS
gráðu í hótelrekstrarfræði og MBA gráðu í við-
skiptafræði. Elías hefur starfað víða um heim.
„Nýjum mönnum fylgja nýir siðir og ég mun
reyna að leggja áherslu á að tengslin við greinina
verði aukin. Þar á ég við að Ferðamálaráð er að
upplagi markaðsapparat en hefur einnig fræðsluhlutverk. Eg tel t.d.
mikla þörf á að selja greinina almenningi og fjölmiðlum innanlands,"
segir Elías. — bþ
Göngu- og hjólreiðastígar í Kjama
Bygginganefnd hefur falið byggingafulltrúa í samráði við skipulags-
deild og umhverfisdeild að hefja undirbúning að lagningu göngu- og
hjólreiðastfgs milli Ióðar Verkmenntaskólans og útivistarsvæðisins í
Kjarnaskógi. Utivistarsvæðið í Kjarnaskógi er mjög vinsælt sumar sem
vetur. Þangað kemur fólk sem vill njóta útiveru og hreyfingar í fallegu
og notalegu umhverfi. Aðkoma að svæðinu að norðan er hins vegar
óviðunandi nema fyrir akandi gesti.
Skautahús í sjónmáli
Félagsfundur Skautafélags Akureyrar hefur fagnað þeirri ákvörðun
bæjarráðs Akureyrar að ganga til samninga við Skautafélag Akureyrar
um byggingu skautahúss. Skautamenn vona að samningar gangi hratt
og vel íyrir sig svo framkvæmdir geti hafist sem fyrst. - GG
Sýuingum á Söngvaseið að ljuka
Sýningum á Söngvaseið fer nú að Ijúka og aðeins Ijórar sýningar eft-
ir. Sýnt verður í kvöld, miðvikudagskvöld, á morgun fimmtudag og
síðan á laugardag og sunnudag. Söngvaseiður var frumsýndur í byrj-
un mars og hefur aðsókn verið með eindæmum góð. Nú þegar hafa
verið 34 sýningar á verkinu og sýningargestir komnir á sjöunda þús-
undið.
Stefnumótun heitir hún
Verðlaunasmásaga Hjartar Pálssonar, sem sagt var frá hér í blaðinu í
gær að hefði unnið til 1. verðlauna í samkeppni Dags og Menor, var
sögð heita „Stefnumótið“. Þetta er alrangt því sagan heitir „Stefnu-
mótun“ eins og Iesendur munu komast að þegar hún birtist í næsta
helgarblaði.
Auglýsing frá ÁTVR
Athygli er vakin á, að samkvæmt áfengislögum
skulu áfengisverslanir vera lokaðar þá daga, er
almennar kosningar til sveitarstjórna fara fram.
Verslanir ÁTVR verða því lokaðar laugardaginn
23. maí 1998.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.
Elías B. Gíslason.
Árskógshreppur
ÚTBOÐ
Árskógshreppur óskar eftir tilboðum í að byggja fyrri hluta 5. áfan-
ga Árskógsskóla. Byggingin er á einni hæð. Grunnflötur hennar er
224,6 rh2.
Verkið skal hefjast í júní 1998 og vera lokið eigi síðar en 15. desem-
ber 1998.
Útboðsgögn verða afhent frá og með 20. maí 1998 á skrifstofu Ár-
skógshrepps og á Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks ehf.
Kaupangi v. Mýrarveg, Akureyri, gegn 20.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Árskógshrepps föstudaginn 29. maí
1998 kl. 11.00.
Árskógshreppur.
Skrífaö undir á snertiskjá í Sparísjóði Norðlendinga. - mynd: bOs
Ný hankatækni
í sparísjóðimt
Bylting í afgreiðslu-
tækni sem sparar
tima. Inu- og úttekt-
armiðar úr sögunni.
Sparisjóðirnir á landinu hafa rið-
ið á vaðið með nýja tækni sem
auðveldar mjög afgreiðslu við
viðskiptavini. Svokallað
Kingsley-kerfi, sem hefur verið
lengi við lýði í bankastofnunum,
hefur runnið sitt skeið á enda og
er nýi búnaðurinn í grundvallar-
atriðum ein PC-vél á hvern
gjaldkera með þremur jaðartækj-
um.
Staðfest með snertiskjá
Skrifplata snýr að viðskiptavinin-
um og á henni er skanni sem
debetkorti er rennt í gegn.
Gjaldkerinn fær þannig sam-
stundis fram allar upplýsingar
en ef viðskiptavinur er ekki með
kort nægir að gefa upp kenni-
tölu. Eftir að bón viðskiptavinar
hefur verið sinnt, er beðið um
staðfestingu sem fram fer á
skrifplötunni. Staðfest er með
snertiskjá og er þá prentaður út
miði með færslunni og undir-
skrift. Þar með er ekki Iengur
þörf á að stimpla greiðsluseðla
og inn- og úttektarmiðar heyra
sögunni til.
„Þetta gekk mjög vel fyrstu
dagana hjá okkur og það er ljóst
að mikill tímasparnaður fylgir
þessari tækni. Bæði fyrir starfs-
menn og viðskiptavini," segir Jón
Björnsson, sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Norðlendinga, en þar
var þessi búnaður tekinn í notk-
un í vikubyrjun.
Fer í flest útibú
Sparisjóður Norðlendinga er sjö-
unda útibúið sem hefur tekið
upp þessa afgreiðslutækni og
fyrsti sparisjóðurinn á lands-
byggðinni. Riðið var á vaðið með
þennan búnað á höfuðborgar-
svæðinu í febrúar en fyrst fyrir
þremur vikum hófst almenn
dreifing í sparisjóðsútibúunum.
Stefnt er að því að kerfið verði
komið í noktun í sem flesta
sparisjóði fyrir áramót. Að sögn
Jóns er kostnaður við breyting-
arnar um 300.000 á gjaldkera
auk kostnaðar við hveija tölvu.
- BÞ
Hugsað U111 vtnáttima
Það er ekki algengt að menn
setji skilyrði fyrir vináttu við
annað fólk. Það gerði þó Sverrir
Hermannsson, fyrrverandi
bankastjóri, í grein f Morgun-
blaðinu fyrir nokkru. Þar taldi
hann upp ýmsar ávirðingar á
Sigurð Þórðarson ríkisendur-
skoðanda og kallaði hann
Renda. I lokin spurði hann svo
Olaf G. Einarsson, forseta AI-
þingis, sem er yfirmaður Renda,
hvort hann tryði sér eða Renda
betur. Ef hann tryði sér ekki væri
búið með vináttu þeirra tveggja.
Sverrir Hermanns- Ólafur G. Einarsson.
son.
Ólafur var spurður hvort hann
hafi leitt hugann að þessum skil-
yrðum fyrir vináttu Sverris Her-
mannssonar og hvað hann ætl-
aði að gera í því máli?“
Eg hef hugsað töluvert um
vináttuna. Ég hef hins vegar ekki
svarað enn en hef þó ekki hugs-
að mér að láta þögnina verða til
þess að hann slíti vináttubönd
okkar. Eins og alþjóð veit hafa
annir verið miklar á Alþingi að
undanförnu og ég hef ekki haft
tækifæri til að setjast yfir þetta
mál en geri það þegar um
hægist," sagði Ólafur G. Einars-
son. - S.DÓR
Bræddi úr sér á bílasölu
Bílasala Keflavíkur og forsvars-
menn hennar hafa verið kærð til
sýslumannsins í Keflavík og
krafist rannsóknar á því með
hvaða hætti bræddi úr vél sport-
bíls sem var í sölu hjá fyrirtæk-
inu. Einnig hefur verið höfðað
skaðabótamál þar sem eigandi
bílsins krefur bílasöluna um
tæpa eina milljón króna vegna
skemmdanna.
Eigandi Mitsubishi sportbíls,
af tegundinni 3000 GTVR 4, ár-
gerð 1991, setti bifreiðina í sölu
í september sl. Tveimur vikum
síðar kannaði eigandinn, Gunn-
ar Þór Sveinsson, með bílinn og
kom þá í ljós að vélin var úr-
brædd. Ljóst þótti að bíllinn
hafði verið prufukeyrður tvisvar,
en enginn kannast við að vanda-
mál hafi komið upp. Skoðana-
gerð sérfróðra manna leiddi í Ijós
að skemmdirnar geta ekki hafa
orðið nema með einhverri mjög
óvenjulegri meðferð. — FÞG