Dagur - 23.05.1998, Side 6

Dagur - 23.05.1998, Side 6
VI-LAVGARDAGVR 23. MAÍ 1998 ÚTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í steypuviðgerðir utanhúss á Ölduselss- og Hólabrekkuskóla. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu okkar frá þriðjudeginum 26. maí nk. gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: fimmtudaginn 4. júní 1998 kl. 14.00 á sama stað. bgd 63/8 INNKA UPASTOFNUN REYKJA VÍKURBORGA R Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 Starfslaun listamanna Auglýst er eftir umsóknum um starfslaun listamanna hjá Reykjavíkurbog. Menningarmálanefnd borgarinnar velur þá listamenn er starfslaun hljóta. Þeir einir koma til greina við úthlutun starfslauna sem búsettir eru í Reykjavík. Starfslaun skulu veitt í allt að 12 mánuði. Þeir listamenn sem starfslaun hljóta skuldbinda sig til að gegna ekki fast- launuðu starfi á meðan þeir njóta starfslaunanna. Starfslaunin verða kunngerð í tengslum við afmælisdag Reykjavíkur hinn 18. ágúst nk. og hefst greiðsla þeirra 1. október eftir tilnefningu. Umsóknum um starfslaunin skal skila til Menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, Kjarvalsstöðum, v/Flókagötu, fyrir 20. júlí nk. Atvinna Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða flokksstjóra og verkstjóra til að hafa umsjón með vinnuskóla Eyjafjarðarsveitar sumarið 1998. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463 1335. Umsóknum skal skila á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Syðra- Laugalandi, 601 Akureyri fyrir 1. júní 1998. Sveitarstjóri. Innilegar þakkkirtil allra sem auðsýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR KARLSSONAR Draflastöðum Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Seli fyrir einstaklega góða umönn- um og alúð. Kristín Jónsdóttir, Dómhildur Sigurðardóttir, Jón F. Sigurðsson, Svanhildur Þorgilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. JÓN KRISTJÁN FRIÐRIKSSON Munkaþverárstræti 21, Akureyri lést á heimili sínu 14. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Anna Friðriksdóttir, Ásdís Ólafsdóttir og fjölskyldur. MINNINGARGREINAR Sigurður Karlsson Sigurður Karlsson fæddist að Draflastöðum í Fnjóskárdal í Suður-Þingejjarsýslu 30. októ- ber 1912. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Seli 11. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Karl Agúst Sigurðsson bóndi að Draflastöðum fæddur 13. ágúst 1873 í Þúfu á Flateyjardalsheiði dáinn 14. ágúst 1945 og kona hans Jónasína Dómhildur Jó- hannsdóttir frá Víðivöllum í Fnjóskárdal fædd 9. maí 1882 dáin 28. september 1921. Karl Agúst var sonur hjónanna Sig- urðar Jónssonar frá Syðra-Hóli í Fnjóskárdal og Helgu Sigurðar- dóttur, Þorsteinssonar bónda á Veisu síðar á Draflastöðum. Foreldrar Jónasínu Dómhild- ar voru Jóhann Einarsson bóndi á Víðivöllum Erlendssonar en móðir Jóhanns var Sigríður Þor- steinsdóttir frá Stokkahlöðum í Eyjafirði er var tvíburasystir Dómhildar konu Ólafs Briem timburmeistara og bónda á Grund í Eyjafirði og kona hans var Kristín Mýrdal dóttir Jóns trésmiðs og skáldsagnahöfundar frá Hvammi í Mýrdal. Systkini Sigurðar voru: Krist- ín fædd 24. apríl 1902, látin, Jóhann Þórður fæddur 16. nóv- ember 1903, látinn, Ingibjörg Gunnþórunn fædd 15. febrúar 1905 Iátin, Helga fædd 3. des- ember 1906, Iátin, Ingimaria Þorbjörg fædd 15. janúar 1911, Karl fæddur 30. október 1912, tvíburabróðir Sigurðar, Gunn- laugur fæddur 15. apríl 1915 Iátinn, Kristinn Steingrímur fæddur 7. maí 1917, látinn, Tvö systkinanna Ingimaría og Guð- jón Iétust á bamsaldri. Arið 1936 kvæntist Sigurður eftirlifandi eiginkonu sinni Kristínu Jónsdóttur fæddri 3. janúar 1915, dóttir Jóns Ferdín- andssonar og Hólmfríðar Jóns- dóttur Birningsstöðum. Börn þeirra eru Jónasína Dómhildur kennari og leiðsögu- maður búsett í Mosfellsbæ, fædd 28 maí 1937. Eiginmaður hennar var Axel Sigurgeir Axelsson, endurskoðandi, f. 9.8. 1945, d. 10.8. 1933. Börn hennar eru Arnhildur Valgarðs- dóttir tónlistarkennari, f. 17.8. 1966, búsett í Mosfellsbæ og Axel Axelsson framkvæmda- stjóri, f. 17.6. 1972, kvæntur Steinunni Ingibjörgu Jakobs- dóttur þau búa einnig í Mos- fellsbæ. Faðir Arnhildar er Valgarður Egilsson læknir, f. 20.03. 1948. Jón Ferdinand bif- reiðastjóri og bóndi Hjarðar- holti Fnjóskárdal, fæddur 30. október 1938, eiginkona hans er Svanhildur Þorgilsdóttir frá Daðastöðum í Reykjadal. Börn þeirra eru Heiðar Agúst bóndi Draflastöðum, fæddur 15. ágúst 1959, kona hans er Hulda As- geirsdóttir. Kristín Linda bóndi Miðhvammi Aðaldal fædd 9. ágúst 1961, maður hennar Sig- urður Arni Snorrason bóndi og múrari. Sigríður Hulda náms- ráðgjafi fædd 18. september 1964 búsett í Reykjavík. Sigurð- ur Arnar bifreiðastjóri fæddur 4. apríl 1972 búsettur á Akureyri. Barnabarnabörnin eru orðin átta talsins. Útför Sigurðar Karlssonar verður gerð frá Draflastaða- kirkju Fnjóskárdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Mig langar til að minnast hér í fáeinum orðum afa míns, Sigurð- ar Karlssonar og þeirra ánægju- stunda sem ég átti með honum. Það vill svo skemmtilega til að ég á í alhiímí Ijósmynd af mér og afa sem tengist minni fyrstu minningu um hann. Þar er ég svona fjögurra ára og hann er að klæða mig í sokka í eldhúsinu á Draflastöðum. Einsog allir vita sem þekktu afa, áttu Draflastaðir hug hans, hjarta og krafta alger- Iega og þess vegna er ómögulegt að sjá hann fyrir hugskotssjónum öðruvísi en standandi fyrir framan útihúsin, í bítið, á leið til verka og kannski að gá til veðurs. Eg fékk oft að fara með honum í fjósið á morgnana. Alltaf man ég hvað okkur afa leið vel saman þessar morgunstundir. Ég fékk að brynna kúnum, moka flórinn svona að nafninu til og sinna ýms- um þeim verkum sem pössuðu lít- illi fjósakonu. Það var alltaf ákaf- lega notalegt hjá okkur afa í fjós- inu. Svo fórum við saman upp tröppumar í eldhúsið og drukkum morgunkaffið með ömmu. Stundum, og það var mesta æv- intýrið fékk ég að sitja hjá honum á traktornum. Þá söng hann iðu- lega við raust, enda mjög verk- glaður maður og meðan hann söng horfði hann yfir túnin eða fram dalinn. Hugur hans við bú- skapinn einsog ævinlega. Það er ekki að undra þau sterku bönd sem tengdu afa við Draflastaði. Líklega fyrst og fremst ættar- og fjölskyldubönd. Faðir hans, Karl Agúst var einnig bóndi af fífí og sál, í raun og sannleika af hreinni ættjarðar ást sem og hans faðir, Sigurður Jónsson sem vann geysi- lega að húsa- og jarðarbótum á sinni tíð. Þessari arfleifð, Draflastaða- jörðinni, helgaði afí minn sína krafta og sitt ævistarf og hlífði sér hvergi fremur en forfeður hans. Enda fór svo að lokum að krafta hans þraut. Eg, fyrir mitt leyti, samgleðst afa mínum af öllu hjarta að vera nú Iaus við Iíkamann sem var orð- inn honum mikil byrði undir lok- in. Hinsvegar gæti ég vel trúað hann stæði núna í sínum sálar- Iíkama í hlaðinu á Draflastöðum að horfa útyfir Pétursvöllinn, ftjáls og glaður bóndi einsog í gamla daga. Elsku afí minn, ég þakka þér kærlega fyrir samver- una. Þín dótturdóttir, Amhildur. Þær eru margar minningarnar með afa. Stutt er á milli bæjanna, Hjarðarholts og Draflastaða, og oft á dag lá leið okkar systkinanna upp í Draflastaði til afa og ommu. Þar var margt að gerast. A vorin var miðpunkturinn í fjárhúsunum þar sem nýtt líf kviknaði á hverri klukkustund. A kvöldin hjólaði ég upp eftir og hóf mína „sauðburð- arvakt". Hún byrjaði í eldhúsinu hjá afa og ömmu þar sem boðið var upp á kandís og kamfórudropa í sykurmola. Þar var alltaf notalegt að sitja, spila og spjalla saman. Afi sat við eldhúsgluggann og fylgdist vel með öllu sem fram fór úti. Hann var gamansamur og hlýr, skapríkur og sérlega kraftmikill til allra verka. Hann var bóndi af lífi og sál og mikill náttúrumaður, undi sér vel innan um kindur, kýr og hesta og var fjárglöggur með af- brigðum. Löngum stundum gekk hann innan um lambærnar og var allra manna snjallastur við að koma saman móður og lambi ef villst hafði undan. Afi var alla tíð léttur á sér og skrapp upp í fjall eins og ekkert væri. Þar hugaði hann að ánum, gætti vel að bæjarlæknum og kannski fann hann eitt hreiður eða tvö á ferð sinni. Eg hafði gaman af að fylgjast með varpi fuglanna og þau eru ófá hreiðrin sem hann fann fyrir mig. Saman fórum við svo í leiðangur að hreiðrinu og fundum oft fleiri á þeirri leið. Sumar eftir sumar vorum við afi saman að moka í heyblásarann. Við kepptumst við moksturinn til að eiga hlé á milli vagna. Stund- um kom amma þá upp fyrir hús með hressingu sem var vel þegin. A hlýjum sumardögum var afi jafnan mikið klæddur og talaði um að best væri að klæða af sér hit- ann. Mér fannst þetta skrítið og skemmtilegt viðhorf en ómögulegt var að fá hann úr þykku brúnu peysunni. Afí var alltaf fallega klæddur og hafði skoðun á því hvað færi vel saman. Ég man eft- ir að stundum kallaði hann á mig og bar undir mig hvort þetta eða hitt færi betur saman. Mér fannst sérstakur heiður af því að fá að segja skoðun mína á þessu og alltaf fúndum við „bestu" lausn- ina. Þegar afi var að snúa heyinu á gamla rauða „Fergusoninum" söng hann við raust. Mér fannst alltaf gaman að heyra til hans hvar sem ég var úti að vinna eða eitt- hvað að dunda mér. Afi var radd- sterkur og mér fannst eins og söngurinn hans hljómaði um allan Fnjóskadalinn. Afí átti alltaf góða hesta og eru það einar af mínum bestu æskuminningum þegar hann fór í reiðtúra með okkur systrunum. Mikið var ég glöð þegar hann sagðist ætla að gefa mér „almenni- legan hest“. Úr stórum hópi hesta vorum við sammála um að velja Perlu, kolsvarta og gljáandi hrys- su. Frá vori og fram á haust voru reiðtúrarnir fastur liður flest kvöld. Eftir kvöldmatinn hjóluð- um við Linda systir upp eftir og báðum hann að koma á hestbak með okkur. Alltaf var hann tilbú- inn, kom með okkur suður í hólf með brauðmola til að ná hestun- um og tók til reiðtygin. Oft hlýtur hann að hafa verið þreyttur eftir langan vinnudag en ekld var það að sjá þegar hann var kominn í hnakkinn, til í hvað sem var og lék á als oddi. Við afí vorum á svörtu hestunum okkar, Perlu og Blakk, okkur leið eins og við ættum allan heiminn. Perla var full af lífi og fannst afa við vera ansi kraftmikl- ar og fjörugar. Það var siður að hleypa hestunum í Nónhólnum á leiðinni út í Mela. Þetta voru miklar kappreiðar og ekkert gefið eftir. Afi var svo skemmtilegur, hló mikið og sagði líflegar sögur. Ég sé hann fyrir mér með aðra hönd á taumnum, derhúfu og í brúnlitu fötunum sínum, lítur yfir landið, aðgætir sprettuna, vatna- vexti og veðurhorfur. Ró í svip og sátt við stað og stund. Hann unni dalnum sínum og landinu þar sem hann fæddist og bjó alla tíð. Afí kunni að vera ánægður með það sem hann hafði og njóta þess. Elsku afi, þú ert ávallt með mér og allar góðu minningarnar okkar fylgja mér. Ég er þakklát fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Guð blessi minningu þína og vaki yfir ömmu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta hlund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé loffyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Bríetn) Sigríður Hulda Jónsdóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.