Dagur - 24.06.1998, Side 5

Dagur - 24.06.1998, Side 5
I MIÐVIKUDAGUR 2 4,. J Ú NÍ. 1,9 9 8 - 211 n MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU BROTAHÖFUÐ Alvöru íslandsviniir Brotahöfuð, glæsileg skáldsaga Þórarins Eldjárns, er komin út í kilju. MartinAxford er tíður gestur á íslandi. Þessi geðþekki Skoti erhrif- inn aflandi og þjóð, svo hrifinn að hann hefur lært íslensku. Hannvinnurnúá Akureyri um tíma og reynirað læra málið. „Ég las Brennunjálssögu, á ensku að sjálfsögðu, og langaði að sjá landið í framhaldi af því,“ segir Martin Axford, skoskur Is- landsvinur sem hefur komið hingað til lands á hverju ári síð- an 1972. Erfiðasta timgumál í hetmi Martin lærði ensku í hinum virta Cambridge háskóla og hef- ur lengstum starfað sem skóla- stjóri i Strathclyde háskóla en er kominn á eftirlaun. „Ég og eig- inkona mín komum hingað fyrst í frí árið 1972 og kynntumst hjónum hér, Skota og íslenskri eiginkonu hans. Við urðum góð- ir vinir og höfum haldið góðu sambandi síðan.“ Martin verður hér í þijár vikur og vinnur með þroskahefta og fatlaða einstaldinga á Hæfingar- stöðinni við Skógarlund á Akur- eyri. „Ég hef unnið lítillega við þetta áður. Þegar ég var skóla- stjóri heimsótti ég skóla fyrir fatlaða og kynntist því að vinna með þeim og þegar ég kom hingað í fyrra vann ég með sömu einstaklinga og nú þó húsakynnin séu önnur.“ Vegna tíðra heimsókna til Islands „Vandamálið er að ég þarfaldrei að tala íslensku hér á íslandi. Allir tala góða ensku,“ segir Martin. ákvað Martin að reyna að læra íslensku og hefur gert það fyrir alvöru nú í tvö ár. Hann kynntist íslenskum mæðginum sem voru við nám í Strathclyde og þau hjálpuðu honum að læra ís- lensku. „Vandamálið er að ég þarf aldrei að tala íslensku hér á Islandi. Allir tala góða ensku. ís- lenskan er gífurlega erfitt tungu- mál, örugglega það erfiðasta í heimi. Það er svo mikið af lýs- ingarorðum. Ég get lesið ís- lenskuna nokkuð vel a.m.k. bet- ur en ég tala hana. Ég get nú- orðið lesið Njálu með hjálp orðabókar," segir Martin og hlær við. Báðum þykir sopinn góður Martin segist kunna mjög vel við ísland og íslendinga. „Þið eruð mjög þolinmóðir að umbera mig,“ segir hann og hlær. „Yfirleitt þarf að tala hægt við mig á íslensku, endurtaka og svo jafnvel á ensku. En ég kann afar vel við mig hér. Ég hef eignast góða vini í gegn- um árin og veðráttan hér er ekk- ert vandamál fyrir mig. Þið ættuð að koma til Skotlands. Það er mun kaldara þar.“ Martin segir Skota og íslend- inga að mörgu leyti líka. „Báð- um þjóðum þykir gott að drekka sterkt og við höfum viðlíka klmnigáfu. Ég get ekki útskýrt það neitt nánar en við segjum sömu brandarana. Það gerum við ekki við Þjóðveija." Martin ætlar að koma hérna aftur að ári en ætlar hann að vinna á sama stað? „Það er und- ir starfsfólkinu komið. Ef það þolir heimskuna mína og heyrn- ardeyfðina," segir hann og hlær. „Ég mundi svo sannarlega vilja það.“ -jv Kottxún Bw|!|wiHtqWr Gluggað í kiljur Því hefur verið marghaldið fram að eftir hina árlegu jólabókavertíð komi varla út bækur á Islandi, nema þá einstaka handbækur. Þetta á sannarlega ekki við þetta árið þvi nóg er af bókum á markaði. Þar er vert að minnast vandaðrar útgáfu Eddukvæða sem Mál og menning stendur að og Gísli Sigurðsson íslenskufræðing- ur ritstýrir. I kiljuklúbbi Máls og menningar komu út fyrir ekki allslöngu þrjár bækur, tvær erlendar og ein íslensk. Skemmst er frá því að segja að íslenska bókin ber höfuð og herðar yfir þær erlendu. Bókin er Brotahöf- uð eftir Þórarinn Eldjárn sem kom fyrst út árið 1996. Þarna er tvímælalaust á ferð eitt besta verk Þórarins enda áttu gagnrýnendur það sam- eiginlegt að halda ekki vatni af hrifningu, en af einhverri ástæðu gleymdist að tiinefna Smnargestir í LeiWmsinu Leikfélagið Leikskól- inn hefurfrumsýnt leikgerð sína á leikriti Maxim Gorkis Sumar- gestir í Leikhúsinu. Það er Ásdís Þórhallsdóttir sem leikstýrir hópnum, en í honum er hópur ungs fólks sem hefur valið sig saman og er nú að setja upp sína fyrstu leiksýningu. „Þau hafa öll reynslu úr leikfé- lögum menntaskólanna, eru nú útskrifuð þaðan og vantaði far- veg fyrir leiklistaráhuga sinn. Það hefur verið alveg sérstak- lega skemmtilegt að vinna með þeim,“ segir Ásdís, sem kenndi hópnum á námskeiði í nóvem- ber og var svo fengin til þess að leikstýra honum. Hugmyndin kviknaði síðasta sumar og hófu þau starfið með því að fá Ásdísi Þórhallsdóttur til að halda eins konar leikhús- fræðinámskeið. Kristinn Ingv- arsson er framkvæmdastjóri hópsins og hann bendir á að það sé ódýrara á sýninguna en í bíó, Leikskólinn er hópur ungs fólks sem er nú að setja upp sína fyrstu leiksýningu. Þau hafa valið leikrit Maxim Gorkis, Sumargesti. „kostar aðeins 500 kr. Við feng- um 800.000 kr. styrk úr Sókratesáætlun Evrópuráðsins, en í framtíðinni mun Hitt húsið reka þetta leikhús, sem mun fá nafnið Leikhúsið." Leikfélagið sýnir að Ægisgötu 7, þar sem Kvennakór Reykja- víkur var áður til húsa. Hægt er að fá miða þar, en einnig er hægt að panta miða í símum 561 66 77 og 899 02 07. bókina til íslensku bók- menntaverðlaunanna. I þessu áhrifamikla og feiki- lega vel stílaða verki segir al- múgamaðurinn og gallagrip- urinn, Guðmundur Andrés- son, sögu sína meðan hann bíður örlaga sinna í Bláturni haustið 1649. Þetta er bók sem engan svíkur. I Sálmi að leiðarlokum segir norski höfundurinn Erik Fosnes Hansen sögu hljóðfæraleikaranna sem voru í hljómsveitinni sem lék um borð í Titanic í ferð skipsins út í dauðann. Höf- undurinn var 25 ára þegar bókin kom út og hann hlaut ein virtustu bókmenntaverð- laun Noregs fyrir þetta verk sitt sem satt best að segja virðist heldur þunglamalegt og merkilega laust við dramatík. Þriðja bókin í kiljuklúbbi MM er Fegurð sögunnar eft- ir eistnesku skáldkonuna Vivi Luik þar sem hún lýsir andrúmsloftinu í Eystrasalts- rfkjunum þegar löndin voru undir járnhæl Sovétríkjanna. Tilgerð í stíl verður til þess að sagan nær aldrei verulegu flugi þótt efnið sé áhugavert. Verðið á kiljubókunum er rétt innan við þúsund krónur á bók. \___________________________>

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.