Dagur - 24.06.1998, Side 6

Dagur - 24.06.1998, Side 6
I 22 - MinVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 LÍFIÐ í LANDINU IDa ^j^wur Sigurður Bogi Sævarsson, slær á þráðinn og kannar mannlífið í landinu. A vatn- inu - Kolbeinn, segðu mér eitthvað um þessar siglingar um Þing- vallavatn sem þú ogfleiri eru nú farnir að bjóða uppá? „Ja, það er Iagt upp í ferðir frá Skálabrekku, skammt vestan við Þingvelli og farið á tveggja klukkustunda fresti um helgar, eða klukkan 11, 13, 15 og 17. Ferðir á öðrum dögum og tím- um eru eftir samkomulagi. Venjulega tekur hver túr um eina og hálfa klukkustund og þá förum við fyrst og siglum fyrir landi þjóðgarðsins og síðan að Arnarfelli, sem er við vatnið austanvert. Þá förum við fram- hjá Ólafsdrætti, en þar eru helstu hrygningarstöðvar bleikj- unnar í vatninu." - Segðu mér um Amarfell, voru þar ekki hreindýr á sínum tt'ma? „Alveg rétt. Þau voru þar til 1947 og voru þá reyndar ekki nema þijú dýr eftir og þeim varð það að fjörtjóni að álpast út á vatnið á ís og verða innlyksa þar. Síðan höldum við áfram og sigl- um meðfram Sandey sem er tvö- þúsund ára gömul eyja. Síðan förum við fyrir landi Nesjavalla, „Lagt er upp í ferðirnar um Þing- vallavatn frá Skálabrekku, “ segir Kolbeinn I Heiðarbæ. þaðan sem gott útsýni er til hveranna í Hengli. Þá siglum við um Hestvík, þar sem sér vel upp að Jórukleif, en þar hafðist tröllkonan Jóra við, að því er þjóðsagan segir.“ - Hverjir standa að þessum ferðum um Þingvallavatn? „Þingvallavatnssiglingar ehf. eru hlutafélag í eigu hóps fólks í Þingvallasveit og Grafningi. Við byrjuðum 1996 og þetta hefur verið í vexti. Við hyggjumst síð- an efla þessar ferðir frekar, t.d. erum við að kanna möguleika á að leyfa fólki að skyggnast undir yfirborð vatnsins með botnsjá. Þá er í bígerð að koma upp bryggju í Arnarfelli, þar sem hægt verður að taka land og gera eitthvað skemmtilegt. Síð- an höfum við verið að leyfa fólki að smakka reyktan silung úr vatninu." Komin snyrtistofa - Er það Lónið. Já, komdu blessuð Sjöfn, hvað er helst að fréttafrá Bakkafirði? „Það er allt þokkalegt að frétta héðan. Hér er talsvert að gera í fiskvinnslunni og ég gæti trúað því að hjá Gunnólfi hf., sem er aðalfyrirtækið hér á staðnum, séu við störf þetta 15 til 20 manns. Þar af eru einir átta Pól- veijar sem hafa verið hér á staðnum í eitt og hálft ár. En reyndar gengur þeim eitthvað hægt að Iæra íslensku." - Hvernig er það, er gerður út einhver fjöldi smábáta frá Bakka- firði og þá er ég að tala um að- komubáta sem eru þarna yfir sumarið? „Nei, það hefur nú heldur bet- ur breyst með kvótakerfinu skal ég segja þér. Þegar best lét voru héðan gerðir út þetta tíu til fimmtán aðkomubátar á sumrin, en ætli þeir séu nema tveir eða þrír núna. En hjá þessum fáu bátum sem eru eftir hafa afla- brögð verið góð að undanförnu, það hefur fiskast vel á Bakkafló- anum.“ - Segðu mér með Pólverjana, hvernig gengur þér að afgreiða þá ef þeir eru ekki mæltir á ís- lensku? „Það er ekkert mál, það er bara pat út í loftið og einhverjir dulmálslyklar. En þetta er mikið ágætisfólk og harðduglegt sem „Það er ekkert mál að afgreiða Pól- verjana, það er bara pat út í loftið og einhverjir dulmálslyklar, “ segir Sjöfn Aðalsteinsdóttir á Bakkafirði. reynst hefur vel sem starfskraft- ur hérna við fiskvinnsluna og oft vantar einmitt fólk hér til starfa yfir vetrartfmann. Þetta er hins- vegar öðruvísi núna þegar heimakrakkarnir eru komnir til baka frá skólanum og vantar vinnu hér heima. Nei, ég hef ekkert orðið vör við að pólsku strákarnir séu að skoða íslenskar stelpur hér eða aftur öfugt.“ Nú virkar Bakkafjörður þannig á mig að þetta sé staður sem erfyrst ogfremst vinnubúðir. Er þetta rétt...? „Að sumu leyti. En það er líka hægt að gera margt skemmtilegt hérna, til dæmis að fara niður á bryggju að dorga eða þá upp í dali eða út með björgum þar sem náttúrufegurð er mikil. Síð- an finnst mörgum gaman að skoða Skeggjastaðakirkju og ef fólk á báta er gaman að fara norður með Langanesi í sigl- ingu. En yfir vetrartímann er kannski minna hægt að gera og ef fólk vill eitthvað skemmta sér fara margir á hótelið á Vopna- firði eða á Hafnarbarinn á Þórs- höfn. Eða þá suður til Reykja- víkur og sletta úr klaufunum þar. Síðan gleymdi ég einu, hér er komin snyrtistofa og nú get- um við Iátið dúlla við okkur. Eygló Antonsdóttir heitir sú sem rekur þessa stofu og aðsóknin er slík að við konur á Bakkafirði komust ekki allar að þó við glað- ar vildum og þyrftum; það að Pv « vera nnar. Fastur stoppistaður Jarðvegsgerð úr inatarlelfuin Ekki er hægt að kennda sauðkind- inni um gróðureyðingu, “ segir Hilm- ar Gunnarsson á Klaustri. landi á áttatíu símsk - Hvað er að frétta úr Varmahlíð, Pétur. Er sumartraffíkin byrjuð fyrir alvöru núna? „Já, það er komin nokkur traffík, en hámarki nær hún um mánaðamótin júní og júlí og er þannig alveg fram í miðjan ágúst. Nei, ég held að Hvalljarð- argöngin muni ekki hafa svo mikil áhrif hérna, fjarlægðin úr Skagafirði og suður í Hvalíjörð er það mikil. Síðan hefur Varmahlíð líka fastan sess sem stoppistaður á ferðalögum fólks á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur þannig að þetta breytist ekki svo mikið.“ - Hver er vinsælasti rétturinn sem þið bjóðið wppá i Varma- hlið? „Réttur dagsins stendur alltaf fyrir sínu. I dag vorum við með ... ja bíddu nú við ... kjöt í karrý. Slíkur íslenskur heimilismatur stendur alltaf fyrir sfnu og er vinsæll, hér er til dæmis alltaf fastur kjarni manna sem er í föstu fæði hjá okkur, til dæmis bílstjórar, smiðir og verktakar. Rétt dagsins erum við reyndar aðeins með á ákveðnum tímum, almennur matseðlill með fjöl- breyttu úrvali gildir allan dag- inn. En við erum, einsog þú „Réttur dagsins stendur alltaf fyrir sínu. í dag vorum við með... ja bíddu nú við... kjöt í karrý, “ segir Pétur Stefánsson, verslunarstjóri Kaupfélags Skag- firðinga í Varmahlíð. veist, með fjölbreytta þjónustu hérna; alhliða verslun, veitinga- skála og bensínstöð." - En mannlif í Skagafirði, blómstrar það ekki að öðru leyti? „Jú, hér er gott mannlíf. Það sem plagar bændur hér helst í dag er þurrkur, vætuna vantar til þess að hér fari að spretta að ráði. En nú er spáð vætu þannig að þetta er allt að koma. Ætli menn byrji ekki slátt svona í kringum mánaðamótin." - Sæll Hilmar. Hvað er að frétta úr túrismanum á Klaustri, eru ferðamenn farnir að sjást? „Eitthvað er það, ég er annars í fríi frá bensínstöðinni og reyni að loka mig frá þessu. Eg er að vinna í öðru, t.d. í garðinum og í spilliefnamóttöku sem Skaftár- hreppur stendur að. Þar erum við einnig að þreifa okkur áfram með notkun á jarðgerðartromlu, því að jarðgera matarúrgang." - Segðu mér aðeins meira frá því? „Þetta er langur hólkur sem við setjum matinn í þar sem hann er Iátinn rotna í fjórar til sex vikur við ákveðinn gerla- fjölda og hitastig. Eftir þann tíma á síðan að koma úr þessu moid. Tromlan er tölvustýrð: tölva setur tromluna í gang á tveggja stunda fresti og við tölv- una er einnig tengdur blásari sem sýgur út rotnunagrasið sem myndast. Þá setjum við í troml- una viðarkurl og timbur sem eru notuð sem þurrefni, þannig að þessu ferli fylgja ýmsar kúnstir einsog þú heyrir." - Það fellitr eitthvað til af mat- arúrgangi þarna, talsvert hlýtur að komafrá hótelinu? „Já, það er rétt. Síðan stendur til að gera átak hér í þorpinu við söfnun á úrgangi með því að senda ílát inn á öll heimili f þorpinu. I haust ætlum við að helja brennslu á sorpi til þess að hita upp Kirkjubæjarskólann og sundlaugina og þá höfum við fyrirmynd frá Svínafelli í Öræf- um, þar sem sundlaug er hituð upp með þeim hætti.“ - Þú varst að tala mn sauðfjár- búskap þegar ég var hitti þig á Klaustri um daginn... „Já, mér finnst vera að fjara undan þeim búskap og landbún- aði almennt. Það er ekki mórall né jákvæð viðhorf gagnvart landbúnaði. Við erum að sjá kort sem sýna ógróin svæði og er sauðkindinni kennt um vegna ofbeitar, sem er fjarstæðukennt. Skeiðarársandur var talsvert gró- inn fyrir hlaupið f)TÍr tæpum tveimur árum. Ekki er hægt að kennda sauðkindinni um þá gróðureyðingu. Fleiri dæmi í þessum dúr gæti ég nefnt. Jarðir eru að fara í eyði þessi árin og unt margt er búskapur í Skaftár- hreppi deyjandi. Jafnframt verð- ur vart vissrar sundurþykkju og ósamlyndis hér, einsog vill verða í hnignandi byggðum." a

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.