Dagur - 24.06.1998, Síða 7

Dagur - 24.06.1998, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 - 23 LÍFIÐ í LANDINU fólkið Harmleikur í Hollywood rödd sína. Hann Iék einnig í nokkrum kvikmyndum, þar á meðal Sgt. Bilko með Steve Martin og Jingle All The Way með Arnold Schwarzenegger. Hartman var 49 ára þegar hann lést og hafði í tíu ár verið giftur þriðju eiginkonu sinni Brynn, fyrrverandi tískusýning- arstúlku, sem var níu árum yngri en hann. Hjónin áttu tvö börn, dreng og stúlku, sem þóttu eiga sérlega ástrfkt sam- band við móður sína. Þau voru níu og sex ára þegar foreldrar þeirra létust. Samband hjón- anna þótti stormasamt á köflum. Hartman, sem var einfari í eðli sínu, átti til að loka sig af og sinnti þá konu sinni lítt. Brynn, sem þjáðist af öryggisleysi, var háð áfengi og kókaíni og tók einnig inn þunglyndislyf. Kvöld eitt, seint í maí, rifust hjónin heiftarlega vegna fíkniefnanotk- unar Brynn. Eftir rifrildið lagðist Hartman til svefns og var í fasta svefni þegar Brynn skaut hann þremur skotum, þar af tveimur í höfuðið. Eftir morðið flúði Brynn til vinar síns sem síðar fylgdi henni aftur á morðstað- inn. Lögregla kom á staðinn og þegar verið var að flytja skelf- ingu lostin börn hjónanna frá morðstaðnum gekk Brynn inn í svefnherbergið, lagðist við hlið- ina á líki eiginmanns síns og skaut sig í höfuðið. Hún Iést samstundis. Ofurfyrirsæta giftist Kyimtust um verslimarmaimahelgi Um fátt hefur verið meira rætt í Hollywood en morðið á gaman- leikaranum Phil Hartman. Það var Brynn, eiginkona leikarans, sem skaut hann til bana þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Brynn framdi síðan sjálfsmorð. Phil Hartman þótti ákaflega hæfiieikaríkur gamanleikari. Hann kom lengi fram í Saturday Night Live þar sem hann brá sér fyrirhafnarlítið í gervi Bill Clint- on og Frank Sinatra, hann hlaut mikið lof fyrir leik sinn í fram- haldsþáttunum News Radio og Iéði Troy McClure í Simpsons Cindy Crawford ásamt nýjum eiginmanni sínum á brúðkaupsdaginn. Brúðar- kjóllinn minnir mest á vandaðan undirkjól en er sagður hannaður eftir nýjustu brúðartisku. Ofurfyrirsætan Cindy Crawford gifti sig fyrir skömmu. Brúðkaupið var haldið á lítilli eyju í Suðurhöfum. Brúðguminn er næturklúbba- eigandinn Rande Gerber, 36 ára og fjórum árum eldri en brúðurin. Þetta er fyrsta hjónaband Gerbers en Crawford var gift leikaranum Richard Gere í tæp fjögur ár. Það hjónaband var á brauðfótum frá upphafi og sögusagnir komust á kreik um að Crawford og Gere hefðu gengið í það heilaga til að fela samkynhneigið sína. Bæði neit- uðu því staðfastlega en hjónabandi þeirra varð ekki bjargað. Vonandi fer betur í þetta sinn. Gefin voru saman þann 2. maí sl. í Grindavíkurkirkju, af séra Hirti Hjartarsyni, brúðhjónin Sigríður Gerða Guðlaugsdóttir og Elvar Hreinsson. Heimili þeirra er að Leynisbrún 3 Grindavík. (Ljósm. st. MYND). „Þetta var alveg klassískt, “ segir Guðmundur Sigurðsson um það hvernig hann kynntist Kristínu Jón- asdóttur en þau gengu I það heilaga þann 16. maí sl. (Ljósm. st. MYND HafnarfirðiJ „Kristín kom vestur á Bolungar- vík til að vinna í fiski 1985 og ég kynntist henni Iítillega þá en bet- ur á verslunarmannahelgi á Bæj- um inni í Djúpi sama ár. Þetta var alveg klassískt," segir Guð- mundur Sigurðsson en þann 16. maí gaf séra Hjörtur Magni Jó- hannsson Guðmund og Kristínu Jónasdóttur saman í heilagt hjónaband í Safnaðarheimilinu Sandgerði. „Eg er verkamaður og er sem stendur að vinna við beitingu á litlum bát sem heitir Guðmundur Einarsson," segir Guðmundur. Kristín vinnur heima en saman eiga þau tvo drengi, þá Sigurð Pétur 6 ára og Sindra Má sem er rúmlega eins árs. „Við erum búin að vera saman í 12 ár og trúlofuð í 11 ár en við vorum svo óákveðin hvort við ættum að gifta okkur eða ekki. Við giftum okkur eiginlega m.a af lagalegum ástæðum frekar en af trúarlegum. Okkur var alltaf sagt að svo löng sambúð sem okkar væri til jafns við vígða sambúð hvað varðar eignaskipti og annað ef til skilnaðar kæmi. Síðan hafa lögfræðingar og aðrir varað \áð þessu fyrirkomulagi því konan er að jafnaði réttlaus sé hún ekld gift, svo við giftum okkur bara,“ segir Guðmundur. -jv Hugljúf fjölskyldumynd af Hartman hjónunum með börnum sínum. Þrem- ur árum síðar urðu börin munaðarlaus þegar eiginkonan myrti mann sinn og framdi síðan sjálfsmorð. Með láti Hartmans er rödd Troy McClure í Simp- sons þögnuð. HHHHH Bœjarhrauni 24 - 220 Hafnarfirði - sími 555 3466 ALLTAF NYTT OG FERSKT m KRAFTMIKIL, LETT OG GANGVISS VERKFÆRI. I fararbroddi í 70 ár HEKKKLIPPUR RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT SLATTUORF, KEÐjUSAGIR, STEINSAGIR, . LAUFSUGUR, STAURABORAR. Þýsk gæbavara meb umhverfisþáttinn °g öryggib í öndvegi. Gób varahluta- og vibgerbaþjónusta. H GRÓÐURVÖRUR yfr VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANN Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sími: 554 321 1

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.