Dagur - 27.06.1998, Page 3

Dagur - 27.06.1998, Page 3
SÖGUR OG SAGNIR ur yfir auðum bekkjunum í stór- ri kirkjunni, af því að hún fórn- aði viðkvæma, fíngerða mann- inum sínum öllu, sem hún átti. Af þeim fúsleik, sem veitti styrk og innri gleði. Á lirakhóliuii aldarfarsins Þess sést getið í skrám, Þorsteini Þorsteinssyni frá Hvassafelli til amalegs ofmælis og niðjum hans til óþarfrar upphefðar, því að þeir frægðu sjálfír nafn sitt á nýj- um tíma í hugsjón félagshyggju og samvinnustefnu, að hann væri bóndi í Hvassafelli. Það er sem betur fer rangt, enda var ástandið slæmt eins og að fram- an er sagt og ítrekað í fyrri þátt- um. Hins er einnig getið, að Þor- steinn væri bókbindari. Þess er maklegt að minnast, en iðnlærð- ir menn fáir um og eftir miðbik aldarinnar, sem leið, helzt þó í byggðum Eyjaíjarðar og þá smið- ir, en báðir Ólafur Briem timb- urmeistari á Grund og Þorsteinn Daníelsen á Lóni tóku lærlinga, og var þar ekki hálfverk á. Þor- steinn frá Hvassafelli nam bók- bandsiðnina á Akureyri um tví- tugsaldur, en í því ofboði, sem greip fjölskylduna við voðalegan dauða heimilisföðurins undir vor 1857, kom hann heim. Ókunn- ugt er, hvort hann batt svo sem nokkuð, enda gefa sífelld vista- skipti vinnu- og húsmennskunn- ar slíku lítið færi, þó að bók- bandstæki séu hvorki dýr eða þung í flutningi. Hann er aldrei titlaður bókbindari á sóknar- mannatali í þeim 5 sóknum, þar sem hann átti dvöl og stundar- veru til æviloka. Telja verður, að Þorsteinn væri fremur heppinn í vistum framan af og kæmist þannig helzt af með fjölskyldu sína, þótt væri í mestu fátæki og misjafnt dragi, en í þau fáu ár, sem hann var bóndi á ósitjandi leigukotum og harðbala afbýlum, vegnaði honum mjög illa. Var þó kona hans, Þorgerður Sigfúsdóttir, sérdeilislega verka- drjúg og vinnusöm. Þau náðu aldrei slöku meðallagi, þótt þau væru afar nægjusöm, og með allri guðs þolinmæði og Iempni, en gædd þeim andlegum gáfum, sem til var tekið. Þau giftust hinn 22. júlí 1869, og hafði hann þá verið vinnu- maður í 10 ár. Bæði voru þá vinnuhjú í Hvammi í Arnarnes- hreppi og Möðruvallasókn, hann 33 ára, hún tæpum 2 árum yngri. Þorgerður var fædd í Stóru-Brekku í sömu sveit, en foreldrar hennar bjuggu á Ytri- Bakka 1840-1860. Voru við bú- hokur í Hvammkoti, þegar dóttir þeirra giftist Þorsteini. A Ytri- Bakka hafði þeim vegnað all vel, enda átti Sigfús Stefánsson bát og stundaði sjó. Það gerði gæfumuninn. Til glöggvunar skal sagt, að Arnarneshreppur er allur f Möðruvallaklausturssókn, utan frá Fagraskógi og fram í Litla- Dunhaga, og svo bæjaröðin vest- an fram með Hörgá að Skriðu, lengi fyrr að Fornhaga. Þá eru í sókninni Skipalón í Glæsibæjar- hreppi, austan ár, og bæirnir frá Djúpárbakka og Skútum fram í Steðja á Þelamörk. Hér er ekki rúm að rekja ættir Þorgerðar Sigfúsdóttur, en geta má þess, að hún var komin af Jórunni dóttur síra Þorsteins Hallgrímssonar í Stærra Arskógi, en Jórunn var húsfreyja á Grund í Þorvaldsdal. Voru þau Þor- steinn frá Hvassafelli því skyld og samhent á hrakhólum ævinn- ar. Asdís Jónsdóttir, móðir Þor- gerðar, var langafabarn síra Þor- láks Þórarinssonar skáldprests á Osi í Hörgárdal. Hann þjónaði Möðruvallaklaustursþingum 1745 til dauðadags 1773, er hann drukknaði í kílnum, sem skilur eggslétt og grasgefin engjalönd Möðruvallakirkju og Asláksstaða, holbekktur, djúpur og lygn. Var það á hásumarn- óttu. Síra Þorlákur var þjóð- kunnugt skáld, fjarskyggn og dulvitur. Undir morgun nóttina, sem hann drukknaði, á hann að hafa gert vart við sig og kveðið þessa draumvísu: Dauðinn fór djarft að mér, dauðanum enginn ver, dauðinn er súr og sætur, samt er hann víst ágætur, þeim, sem t drottni deyja og dóminum eftir þreyja. Ljóðmæli hans voru prentuð á Hólum 1775, og ýmist hefur birzt annars staðar, svo sem í söfnum Ólafs Davíðssonar á Hofí, sem iðulega fór yfír kílinn og þekkti sagnimar um dular- gáfu síra Þorláks, huldufólks- ljósatrú og staf hans, sem stóð þar í kílnum, sem hann hafði kafnað í tæru vatninu. Síra Þor- lákur drukknaði ekki í Hörgá eins og sagt er í Islenzkum ævi- skrám. Þau urðu hins vegar ævi- lok Ólafs Davíðssonar löngu síð- ar á vaðinu ofan við Melsnesið innar frá Hlöðum. Frá Hvammi fóru Þorgerður og Þorsteinn með Hallgrím Tryggva son sinn Iítinn fram í Stóra- Dunhaga. Þaðan inn í Einars- staði í Kræklingahlíð og voru þar í eitt ár. Þar fæddist Sigtryggur sonur þeirra á höfuðdaginn 1873. Úr Hlíðinni aftur vestur í Hörgárdal og voru þar í hús- mennsku í Svíra, sem er eyðiból síðan 1914 og Iagt til jarðarinnar í Þríhyrningi. Þar í Svíra fæddist Asdís dóttir þeirra hinn 24. júií 1876. Annað ártal, sem sézt hef- ur á prenti, er rangt, ef til vill af ásteningi vegna þess hve miklu yngri maður hennar var. Arið eft- ir að telpan fæddist fara þau fram í Öxnadal, að Miðlandi og með öll 3 börnin sín. Þar hefur löngum verið talið lélegasta ábýl- ið í Bakkasókn, segir Eiður á Þúfnavöllum í fræðum sínum. Þar bjuggu þau í 2 ár, en flytja að öðru örreytiskotinu til 1880, Bryta á Þelamörk. Þar er and- styggilegt heima við, enda löngu komið í eyði, en fögur fjallasýn. Kirkjuvegur að Bægisá fremur stuttur, en þó spordrjúgt hest- lausu kotafólki. Og nú verða þau að láta Hallgrím Tryggvar frá sér, 12 ára og gat orðið léttadrengur og matvinnungur hjá venzlafólk- inu Undir fjöllum í Eyjafirði. Þar dó þessi mennilegi piltur á að- ventunni 1892. Síra Jakob Björnsson í Saurbæ söng yfír í Mildagarðskirkju. Þorgerður og hin börnin gátu fylgt, því að þau voru þá komin frameftir fyrir fáum árum. Rúmu ári fyrr hafði síra Jakob jarðsungið Þorstein Þorsteinsson þar í Miklagarði. Orðin eru gleymd og ræðan týnd, en Eiður Guðmundsson segir um Þorstein í búendatali á Miðlandi, að hann væri snauður, en gáfaður og hagorður myndar- maður. Frá Bryta fara þau, og eru ekki framar bændur, því að reynslan er slæm, að Ytrakoti hjá Stóru- Brekku í Hörgárdal, fæðingar- stað Þorgerðar. Og nú fluttu þau ofan á Þorlák, bróður hennar og fjölskyldu hans, í afar litlum af- býlisbæ. f 3 ár var þraukað, þó að þröngt væri, en 1884 fóru Þorlákur og fólk hans. Hírðust þau Þorsteinn þar áfram búlaus til 1887, þegar þau fóru þessi fáu skref f Stóru-Brekku, en þar tjaldað til einnar nætur. Sigtrygg höfðu þau lánað sem léttadreng niður í Asláksstaði, þegar hann var 12 ára. Fór hann þaðan, eins og Hallgrímur Tryggvi áður, fram í Fjörð. Dauðamun engiun ver Eftir árið í Stóru-Brekku og ann- að í Þríhyrningi, fóru þau hjónin með Ásdfsi einnig fram í Mikla- garðssókn, gömlu heimasveit Þorsteins Undir fjöllum. Hann hafði ráðið sig í vinnumennsku að Litladal, en Ásdís fór að Stóradal og vann fyrir sér, þá tæpra 13 ára. Sigtryggur var þar fyrir og 1888 hafði hann gengið fyrir gafl í sömu kirkju og faðir hans 1850. Skammt varð í fyrir Þorsteini. Hann dó í Litladal tveimur árum eftir heimkomuna í æskusveitina, hinn 18. septem- ber 1891. „55 ára kvæntur vinnumaður í Litladal“. Á næsta ári dó Hallgrímur Tryggvi sonur hans vinnumaður í Litladal, eins og sagt hefur verið. Dauðinn fór djarft að honum, en föður hans eins og þeim, sem eftir þreyja. I 22 ára hjónskap höfðu Þor- steinn og Þorgerður verið í hús- eða vinnumennsku, jafnvel við bú 1878-1881, á 11 bæjum, fyr- ir utan 10 vinnumannsár hans, áður en þau giftust. Skulu veru- staðir þeirra taldir í tímaröð til glöggvunar: Hvammur og Stóri- Dunhagi í Hörgárdal, Einars- staðir í Kræklingahlíð, Svíri í Hörgárdal, Miðland í Oxnadal, Bryti á Þelamörk, Ytrakot, Stóra- Brekka og Þríhyrningur í Hörg- árdal, Stóri- og Litlidalur í Saur- bæjarhreppi. Á Niumuhól sáu sól Þorgerður var áfram á hrakhól- Bægisárkirkja byggð 1858. Að henni áttu sókn Þorsteinn og Þor- gerður, þegar þau bjuggu á Bryta og svo Ásdís dóttir þeirra og hennar fjölskylda á Neðstalandsár- unum. - mynd s.s. 1955. um og lifði við kröpp kjör, vinnu- kona og í nokkur ár í hús- mennsku, næstu 19 árin, en átti að síðustu griðastað hjá Ásdísi dóttur sinni, eftir að hún giftist og varð húsfreyja í Öxnadal. Þá var Þorgerður raunar aðfram- komin af sullaveiki, sem talið var, að hún hefði fengið í sig, þegar hún var vinnandi í Hvassafelli eftir lát Þorsteins. Hún dó í baðstofunni á Neðsta- landi, fæðingarstað Þorsteins heitins, en þar bjuggu Ásdís og maður hennar Þorsteinn Þor- steinsson frá Engimýri í Öxna- dal. Bar andlát hinnar vel gáfuðu og góðu konu að þann 19. marz 1912. Vonandi hefúr verið snjór og sleðafæri, því að flytja þurfti kistuna út að Möðruvöllum. Þar hafði hún kosið sér kirkjuleg, að sinni gömlu sóknarkirkju. Hún var fædd og upp alin í Möðru- vallasókn og þótt hún væri alla sína tíð á sífelldum flutningi, voru hrakhólarnir í Möðruvalla- sókn skárstir, en Nunnuhóll í Möðruvallatúni beztur. Eftir dauða Þorsteins frá Hvassafelli voru báðar, Þorgerð- ur og Ásdís, vinnukonur áfram í Miklagarðssókn, en þaðan fóru þær aldamótaárið, ásamt Sig- tryggi og börnum hans, Hall- grími 6 ára og Þorgerði 3 ára, að Björgum í Hörgárdal og árið eft- ir að Nunnuhóli, hjáleigu Möðruvallastaðar, og er Nunnu- hólsbærinn miðja vegu milli Bjarga og Möðruvalla. Þar var Þorgerður húskona með börn Sigtryggs í 9 ár samfleytt, en hann vinnumaður Stefáns kennara Stefánssonar að búi hans á Möðruvöllum og Nunnu- hóli, en þar var stundum kallað útibú frá staðnum. Ráðsmaður á búi Stefáns kennara var Þor- steinn Jónsson frá Fornastöðum í Fnjóskadal, síðar í áratugi bóndi á Bakka í Öxnadal, þar sem sonur hans og síðan sonar- dóttir og hennar sonur tóku við og búa enn. Voru þeir Þorsteinn og Sigtryggur mjög samhentir og samtaka á Möðruvöllum, og seg- ir Hannes Davíðsson á Hofi, sem glöggt mundi þann tíma, fæddur 1880 og var fram í háa elli á Hofi, að Sigtryggur væri þarfur maður á búi Stefáns, en ekki getur hann Þorsteins Þor- steinssonar í riti sínu um búend- ur í Arnarneshreppi, því að hann var þar aldrei bóndi, en samt lengi í sveitinni. Þegar Möðru- völlum var skipt í 2 jarðir 1906 og hálflendan gerð að prest- ssetri, en síra Davíð Guðmunds- son á Hofi, faðir Hannesar, var síðasti þingapresturinn og lézt haustið 1905, dró Stefán kenn- ari saman bú sitt, því að bóndi nokkur fékk hálfa jörðina, en áfram bjó Stefán á prestshlutan- um og Nunnuhóli til 1909. Þor- gerður, börn hennar og sonar- börnin voru því á vegum hins merka og óvenjulega mikilhæfa manns öll ár sín á Nunnuhóli og raunar einnig árið á Björgum, þar sem síra Þorlákur á Ósi sá fyrrum ljós huldufólksins í klett- unum, sem bærinn tekur nafn af. Árin á Nunnuhóli voru vildar- tími Þorgerðar Sigfúsdóttur mið- að við aðstæður hennar og veik- indi, sem vitanlega ágerðust þó að læknishjálpar væri leitað, en skammt að finna lækni á Akur- eyri. Hún naut gleði barnanna og öryggi þeirrar afkomu, sem Sigtryggur sá fyllilega borgið. Hún gekk börnum hans í móður- stað. Sigtryggur hafði kvænzt mjög ungur vinnumaður í Hól- um í Eyjafirði. Var kona hans nokkru eldri, Sigríður Stefáns- dóttir, einnig hjú í Hólum. Síra Jakob púsaði þau í messunni í Hólakirkju hinn 8. október 1893. Var brúðguminn tvítugur, hans kærasta, eins og stundum var sagt einnig eftir giftingu, var 28 ára. Sigríður dó að þriðja barni þeirra á Hálsi 1899, en þau voru þá hjú í Litladal. Sig- tryggur hafði verið um sinn áður á Möðruvöllum í Hörgárdal og munaði þangað aftur, þegar ein- manakennd hins unga ekkils settist að honum og óvissan um framtíð barnanna. Stefán kenn- ari fann ráðið: Þorgerður hugs- aði um bömin uppi á Nunnu- hóli, en Sigtryggur væri með Þorsteini ráðsmanni og Ólöfu Guðmundsdóttur konu hans á Möðruvöllum, svo nálægur sem verið gat. Ásdís var ýmist með móður sinni og bróðurbörnun- um á Nunnuhóli eða afbæjar í vistum í nágrenninu. Hrakhólalífi Þorgerðar og barna hennar lauk, þegar þau komu að Nunnuhóli. Þó að ekki væri timburstafn á hinum litla, en þurra og snyrtilega kotbæ, skein þar sól um skarsúð og hvít- skúrað gólf.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.