Dagur - 27.06.1998, Síða 6

Dagur - 27.06.1998, Síða 6
VFJLA VÓ ARDAGUR 27. Jíf Níi $98 MINNINGAGREINAR rD^tr Steinimn Helga Jónína Ámadóttir Jónína Amadóttir var fædd á Stóra-Hvarfi í Víðidal í V- Húnavatnssýslu 28. nóvember 1900. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 7. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Guðmundsdóttir, f. 11.6. 1871 í Þormóðsdal í Mosfellssveit, d. 4.2. 1960, og Ami Vernharður Gíslason, f. 10.6. 1871 á Fremri-Fitjum í Miðfirði, d. 26.10 1934. Þau bjuggu fyrstu búskaparár sín á Stórahvarfi í Víðidal, en síðan allan sinn búskap á Neðri-Fitj- um í Fitjárdal. Systkini Jónínu eru: Gísli, f. 21.3. 1894, d. 19.8. 1955, Hálfdán, f. 15.3. 1897, d. 20.12.1959, Þuríður Kristín, f. 7.6. 1898, d. 14.9. 1980, Finnur Arinbjörn, f. 16.8. 1904, Sæunn Ágústa, f. 25.8. 1906, d. 28.12. 1991, Guðmundur Alexander, f. 8.6. 1908, d. 16.3. 1978,Jóhannes Pétur, f. 30.6. 1911, d. 12.8. 1981. Uppeldissystkin: Jóhann Benediktsson, f. 15.1. 1919, Álfheiður Bjömsdóttir, f. 15.2. 1931. Hinn 12. maí 1928 giftist Jónína Kristófer Jóhannessyni frá Fremri-Fitjum í Fitjárdal, f. 30.11. 1893, d. 15.9. 1966. Þau hófu búskap á Þóreyj- arnúpi í Vesturhópi og bjuggu þar í eitt ár, en fluttust þá að Barkarstaðaseli 1929. Árið 1939 fluttust þau að Finnmörk í Fitjárdal og bjuggu þar á meðan Kristófer entist heilsa til. Jónína dvaldist nokkur ár hjá syni sínum á Finnmörk og hjá systur sinni, Þuríði Krist- ínu, á Hvammstanga. Eftir erf- ið veikindi árið 1975 dvaldi hún á heimilum bama sinna, lengst af á heimili Erlu dóttur sinnar í Reykjavík. Síðan haustið 1995 hefur Jónína dvalist á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Böm Jónínu og Kristófers: 1) Jóhanna, f. 10.4. 1929, gift Einari Long, sem er látinn. Jó- hanna á einn son. 2) Erla, f. 17.6. 1930, gift Herði ívars- syni frá Melanesi á Barða- strönd og eiga þau tvö böm og Ijögur bamaböm. 3) Jóhannes, f. 4.6. 1931, kvæntur Sofflu Pétursdóttur frá Geitafelli á Vatnsnesi, og eiga þau fjögur böm og sex barnabörn. 4) Sig- ríður Amý, f. 15.7. 1932, gift Skúla Axelssyni frá Valdarási í Víðidal. Börn þeirra eru Qögur og barnabörn tíu og eitt bama- barnabarn. 5) Gunnar, f. 3.12. 1940, kvæntur Guðrúnu Sig- urðardóttur frá Reykjavík og eiga þau þijú böm. Útför Jónínu fór fram frá Melstaðarkirkju þriðjudaginn 16. júní sl. Elsku mamma. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mina, leiðir mig um rétta vegu jyrir sakir nafns stns. Jafnvel þótt égfari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. ]á, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mt'na, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Erla. Sunnudaginn 7. júní sl. andaöist á sjúkrahúsinu á Hvammstanga Jónína Árnadóttir, merk og mæt kona, eftir langa, reynsluríka og farsæla starfsævi frá gamaldags búskaparháttum til nútíma tækni og vélvæðingar. Hún var fædd á Stóra-Hvarfi í Þorkelshólshreppi og fluttist þriggja ára með foreldrum sínum og þremur eldri systkinum að Neðri-Fitjum þar sem hún elst upp til fullorðinsára ásamt stór- um hópi systkina, átta alsystkin- um og tveimur fóstursystkinum. Æskuárin var hún lengst heima í foreldrahúsum þó kæmi fyrir að hún væri um tíma á öðrum stöð- um ef hjálpar var þörf. Einn vetrartíma var hún í Síðumúla í Hvítársíðu í Borgarfirði hjá þeim hjónum Ingibjörgu og Andrési Eyjólfssyni fyrir atbeina Nínu Elíeserdóttur, fermingarsystur sinnar og æskuvinkonu, er átti þá heima á Signýjarstöðum í Hálsasveit. Var það upphafið að langri vináttu hennar við Síðu- múlaheimilið. Þannig var hún, þessi kæra systir mín, vinföst og einlæg í öllum sínum háttum. Hún var mér tæpum fjórum árum eldri og eru því margar bernskuminningar mínar við hana tengdar. Tuttugu og átta ára ræðst hún í það að festa ráð sitt. Hún giftir sig nágranna sín- um og gömlum leikfélaga á næsta bæ sem var á líkum aldri, Kristófer Jóhannessyni frá Fremri-Fitjum, vænum manni og dreng góðum. Hófu þau bú- skap 1929 á Þóreyjarnúpi í Vest- urhópi. Eftir eitt ár fluttust þau að Barkarstaðaseli í Miðfirði, þar sem búið var í tíu ár og búnaðist vel. Þá fóru þau að Finnmörk í sömu sveit, þar sem heimili þeir- ra stóð upp frá því, á jarðnæði sem langafi hennar, Finnur Finnsson, hafði byggt upp sem nýbýli úr heimajörð sinni Fremri-Fitjum. Alla búskapartíð sína búnaðist þeim hjónum vel, þau voru samhent og mátu hvort annað mikils og farsæld var í garði þeirra. Mann sinn missti hin dugmilda kona eftir 37 ára sambúð. Þau hjón eignuðust fimm börn, þrjár dætur og tvo syni. Nú við leiðarlok, þegar ég kveð þessa kæru systur mína, þá er svo margs að minnast: Vel man ég eftir þegar við hjálpuðumst að í fyrsta votabandinu mfnu, hvernig þú hjálpaðir mér þá við að koma blautum heysátunum á klakkinn, sem flytja átti heim á þerrivöllinn. Eg var þá ekki orð- inn nógu stór eða sterkur, þótt ég þættist vera fullfær, en er á reyndi varstu alltaf viðbúin til hjálpar. Eins minnist ég þess þegar þið stelpurnar, systur mín- ar, voruð að brýna okkur bærð- urna við sláttinn og þóttust ætla að raka okkur upp að Ijánum, svo þið gætuð klórað í hælana á okkur með þeim afleiðingum sem þeirri athöfn átti að fylgja og þótti fremur niðurlægjandi. Það voru þá æskudagar í leik og starfi. Stundum gat þó komið fyrir að misfellur brutust út en gott er þá að muna eftir, hvernig þú afvopnaðir mig sökudólginn með jafnaðargeði og glettni í til- svari. Þetta eru aðeins skyndi- leiftur, sem koma fram í hugann. Eftir að við urðum eldri áttum við saman skemmtilegar ferða- stundir um helgar á sumrin, því bæði áttum við góða hesta. Alltaf varstu sami góði ferðafélaginn sem gott er að minnast. Þú áttir svo góða skaphöfn, glöð í við- móti, jafnlynd og vinföst. Þegar ég skrifa þessar minningar mínar finnst mér sem ég sjái þig sem í gamla daga, þegar dagurinn var of stuttur til að sinna hugðarefn- unum sem hugurinn snerist um, hannyrðunum. Hvar hún ein við Iitla ljóstýru sat uppi fram á nótt við hekl og útsaum eða aðra því- líka handiðn, sem var huganum hugleikin á þeim árum. Nú er önnur tíð, ævidagurinn liðinn í sátt við lífið. Eg kveð þig, kæra systir mín, með sárum trega, og þakka allt sem varstu mér, þú varst svo falslaus og ást- rík og óeigingjörn, full af trú, von og kærleika. Ég bið góðan Guð að gefa þér ríkan ávöxt og góða heimkomu í eilífðarríki sitt, sem þú hefur henni tilbúið. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins. Þinn bróðir, Arinbjörn. Að fæðast um síðutu aldamót í íslenskri sveit í fögrum dal norð- ur í landi þar sem torfbærinn stendur einsmall tilbúinn að verja menn og dýr fyrir brigðul- um veðrum Islands eins vel og efni stóðu til. Að fæðast í samfé- Iagi sem ekki hafði náð að þróa sig og sína í samfélagi þjóðanna um margar aldir þannig að allt var eins og áður og aðeins var hægt að tala um „fornaldar frægð“. Hér mátti aldrei láta deigan síga, aldrei láta verk úr hendi falla, hver stund dýrmæt svo hægt væri að nýta allt það sem náttúran gaf í trogið. En lögmál náttúrunnar var, er og verður að gefa og taka. Það finn- ur sá sem allt á undir náttúr- unni. Fædd í fögrum dal norður í landi um síðustu aldamót. Þetta var veganesti og raunveru- leiki Jónínu í upphafi þessarar aldar og hana óraði ekki fyrir, né aðra í fagra dalnum norður í landi á eyjunni gleymdu, hvílíkar breytingar þessi aldamótakyn- slóð ætti eftir að upplifa. Já, og allt mannkyn jarðar. En nú skyl- di horft á nýja og betri tíma. Tíma vísinda, tækni, samgangna, sjálfstæðis, styrjalda, geimferða, atóma og öreinda. Allt átti að vera hægt, ekkert ómögulegt og ekkert óyfirstíganlegt. Margra alda stöðnun lögð af. Kannski var þúfnabaninn sem kom í dal- inn fagra norður í Iandi á öðrum áratug aldarinnar upphafið að nýjum tímum. Nú var hægt að slétta úr grasgefnum þúfum svo ljárinn færi Iéttar fyrir í sterkum höndum bóndans og gúmmístíg- vélið sem gerði börnum og full- orðnum, öllum, fært að labba um grundir án þess að vera vot- ur í lappir. Þessir tveir hlutir komu upp í huga Jónínu þegar ég spurði hana hveijar hefðu verið mestu tækniframfarirnar í dalnum fagra norður í Iandi í upphafi þessarar aldar. Þetta kristallar lífssýn Jónínu sem varð næstum jafngömul þessari öld og sagði manni hve vel hún var tengd við sinn uppruna. Menn og dýr urðu að hafa nóg svo öll- um Iiði vel og ekki bara þeir sem næstir voru heldur allir í dalnum fagra, á öllu Islandi og öllum heiminum. Hvergi mátti hún aumt sjá. Alltaf að gefa það besta af hjarta sínu og því veraldlega sem til var. Islensk bóndakona, alþýðu- kona sem tók öllu veraldarvafstri með jöfnum höndum og horfði á umhverfið sitt og allan heiminn breytast svo mikið að engin kyn- slóð hefur orðið vitni að öðrum eins umskiptum. Hún var per- sónugervingur tuttugustu aldar. Allt það sem maður hafði lesið í sögubókum um upphaf þessarar aldar og meira til hafði hún upp- lifað og tekið þátt í á einn eða annan hátt. Og þrátt fyrir þessa miklu reynslu og dugnað við að halda lífshjólinu gangandi, koma börnum og búi á Iegg og hlúa að afkomendum og skömmu síðar missa allt sitt bú í bruna. Ævi- starfið farið. Þrátt fyrir langa ævi var ekki verið að velta sér upp úr spurningunni, „Var þetta til ein- hvers?“ heldur aðeins reynt að miðla sinni reynslu til þeirra sem erfa eiga landið. I hvert skipti sem ég talaði við Jónínu fannst mér ég eftirá standa betur í báð- ar lappir, horfa á tilveruna öðr- um augum, meta betur það sem til er og sættast við sjálfan mig og aðra. Ekki af því að hún væri með einhverjar predikanir um hvernig maður ætti að haga líf- inu, þó síður væri. Heldur þessi ró og höfgi sem fylgdi henni alltaf. Þessi mikla hlustun á ná- ungann. Lífsspekin lá í loftinu, Iá í hennar fasi og í handbragði hennar. Já og vel á minnst, aldrei mátti verk úr hendi falla. Sífellt verið að prjóna og gefa afkom- endum. Engum mátti vera kalt. En núna á fardögum hefur Jón- ína lagt sitt fallega og góða fas til hvílu. Reynsla hennar og lífssýn liggur eftir í huga okkar hinna svo við getum lært. Þetta voru mér ómetanleg kynni, ungum manninum sem stend frammi fyrir nýrri öld, nýjum tímum. Af öllu hjarta - hvíl þú í friði. Hinrik Ólafsson. Minn hugurspannar himingeiminn. Mitt hjarta telur stjömusveiminn, sem dylur sig í heiðlofts hyl. Svo hátt og vítt mérfinnst ég skynja, Guðs veröldl Andans hlekkir hrynja sem hjóm við þetta geislaspil. Mér finnst ég elska allan heiminn og enginn dauði vera til. (Einar Benediktsson.) Það er dýrmætt fyrir börn og ungt fólk að alast upp með manneskju sem átti jafn langa og viðburðaríka ævi og hún amma okkar. Amma sem var fædd um síðustu aldamót og upplifði svo margar og stórfenglegar breyt- ingar á Islandi. Þessarar miklu reynslu sem hún gekk í gegnum fengum við að njóta á svo marg- an hátt ásamt öllum þeim vinum okkar sem voru tíðir gestir heima. Henni fannst gott að hafa okkur unga fóklið í kringum sig til að ræða málin og vita hvort einhvern vantaði ekki sokka. Og sokkar eða vettlingar voru vel þegnir því þeir voru víð- frægir á meðal vina okkar og á fleiri stöðum. Oft gerðist það þegar vinir okkar komu í heim- sókn og við ekki heima að þeir lentu í hrókasamræðum við ömmu uppi í herbergi í langan tíma og síðar þegar við komum heim og búin að vera í drykk- langa stund komu þeir út úr her- berginu vel birgir af ullarvörum og mettir af kökum. Út frá þess- um og mörgum öðrum uppá- komum sem vinir okkar áttu í tengslum við ömmu fundum við hve dýrmætt það var að alast upp með henni. Ekki var það bara fólk sem hændist að ömmu held- ur var það Iíka heimilishundur- inn, Snoddas, sem var hennar besti vinur. Þau áttu það til með- an amma prjónaði eða las að deila með sér því konfekti sem amma átti og meðan hún hafði heilsu til þá fóru þau reglulega í göngutúr saman. Mestan hluta ævi sinnar var amma bóndakona og tengsl við dýrin og náttúruna voru henni hjartfólgin og þetta skynjaði Snoddas. I þau tuttugu ár sem Jónína amma var hjá okkur var aðdáun- arvert að sjá hve samrýmdar mamma og hún voru. Móðir okkar mátti varla sjá af henni. Alltaf voru þær að leggja á ráðin með heimsóknir eða annað þvíumlíkt allan þann tíma sem hún var hjá okkur. Og ekki má nú gleyma því þegar verið var að spekúlera í hvaða fötum ætti nú að vera. Báðar eru þær smekkkonur á föt og manni er sagt að amma hafi alla sína tíð verið eftirtektarverð til fara og allt hennar heimili. Hún vildi hafa alla hluti á hreinu í orðsins fyllstu merkingu. Ef hún var beðin um greiða stóð ekki á henni. Og þannig vildi hún líka að komið væri fram við sig. Sjálf- sagt hefur amma ekki beðið marga um hjálparhönd um æv- ina þar sem hún var nægjusöm á alla hluti í lífinu. Þar kemur til það umhverfj sem hún kemur úr. Oft þurfti að fara sparlega með hluti sem okkur finnast sjálf- sagðir í dag. Það var Iíka svo göf- ugt að sjá hve matmálstímar í hennar augum voru heilagir. Alltaf var borðað á réttum tíma. Þegar við systkinin Iítum til baka þá munum við eftir öllum gesta- ganginum á heimili okkar meðan amma bjó hjá okkur. Því var oft gert góðlátlegt grín þegar sfman- um var svarað og sagt, „Hótel 59“. Mamma var alltaf með heitt á könnunni og troðfulla skápa af kökum. Við höfum alltaf dáðst að foreldrum okkar, hversu góð þau voru við ömmu. Hún hafði óskaplega gaman af spilum og komst stundum ekkert annað að. Oft og tfðum gat hún setið við spilin fram á rauða nótt þótt ald- ur væri orðinn hár. Eftirlætið hennar var að hitta vinkonur sín- ar Helgu og Halldóru og spila við þær í Bústaðakirkju eða heima hjá einhverri þeirra. Þá varð amma að vera fín og tók það tíma að velja föt og skartgripi fyrir þessi tækifæri. Amma var ein af okkur og er enn þótt hún sé far- in. En nú er hún amma gengin á vit feðra sinna eftir langa ævi. Elsku amma, þessar stundir sem við fengum að deila með þér voru ómetanlegar og þín verður minnst af hlýju og væntumþykju. Megi guð geyma þig! Drífa og Geir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.