Dagur - 27.06.1998, Side 7

Dagur - 27.06.1998, Side 7
LAJJtfíAROAfiVH ,2 7. ,l,Ú Kf ,,X 9JJI - Vg,T t^tr____________________ ^Í^lLÍClÍ'Us. u -i iL v21L 21 NAR Ingium Baldursddttir Ingunn Baldursdóttir fæddist á Akureyri 27. október 1945. Hún lést af slysförum 15. júní síðastliðinn. Foreldar hennar voru Baldur Guðlaugsson, endurskoðandi, f. 30.8. 1912, d. 24.6. 1952, og Anna Mar- grét Björnsdóttir, f. 23.7. 1916, d. 31.3. 1990. Systkini hennar eru Björn, Guðlaugur, Anna Pálína, búsett á Akur- eyri, og Agnes búsett í Hollandi. Eiginmaður Ingunnar er Gunnlaugur Matthías Jónsson, ketil- og plötusmiður, f. 12.11. 1940. Synir þeirra eru: 1) Jón Birgir, skrúðgarðatæknir, f. 6.7. 1964, búsettur í Dan- mörku, maki hans er Kolbrún Erna Magnúsdóttir, f. 12.5. 1968. Dætur þeirra eru Karen Lind og Hildur Björk. 2) Bald- ur, skrúðgarðatæknir, f. 5.5. 1969, búsettur á Akureyri, maki hans er Elva Dröfn Sig- urðardóttir, f. 10.3. 1972. Synir þeirra eru Halldór Krist- ján og Kristófer Birkir. 3) Sæv- ar, nemi, f. 19.11. 1979, bú- settur á Akureyri, unnusta hans er Kristín Dögg Jónsdótt- ir, f. 7.9. 1981. Ingunn lauk sjúkraliðaprófi árið 1975 og vann eftir það á Fjórðungssjúkrahúsinu áAkur- eyri og síðar við hjúkrun aldr- aðra. Ingunn tók þátt í félags- störum, s.s. Félagi aðstand- enda alzheimerssjúkra á Akur- eyri og nágrenni. Einnig starf- aði hún í Oddfellowreglunni. Útför Ingunnar fór fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 23. júní. Oft er það svo að ákveðnir at- burðir í lífi manns gleymast aldrei - sama hve mörg æviárin verða. Einn slíkur atburður varð þeg- ar foreldrum mínum fæddist dóttir f annað sinn á fyrsta vetr- ardag 1945. Ég man skýrt hve okkur bræðrunum 8 og 10 ára fannst hún falleg og örðuvísi en við hin systkinin - með kolsvart mikið hár og langar neglur. Eitthvað hefur eldri systur- inni, þá 4 ára glókolli, fundist at- hyglin á sér minnka því hún seg- ir: „Mamma, en finnst þér þá ekkert vænt um mig lengur?" Það var þó sannarlega ekki svo og áttu foreldrar okkar nóg ást- ríki fyrir okkur öll og er árin liðu kom ný litla systir þannig að Ing- unn átti bæði stóru systur, sem allt vissi betur og litlu systur sem hægt var að lúskra á. Eg tel að við systkinin höfum tengst óven- ju sterkum vináttuböndum, sem ekki hafa minnkað með árunum. Það er þ\a eins og að hafa misst hluta af sjálfum sér þegar Guð hefur nú, svo skyndilega, kallað Ingunni til sín. I bernsku okkar voru börn oft send f sveit og var Ingunn engin undantekning frá því. Var hún á sumrin bæði hjá afa og ömmu í Olafsfirði og í sveit hjá góðu fólki í Kelduhverfi. Þar fékk hún gott veganesti á Iífsbraut sinni. Ingunn byrjaði snemma að vinna og þá strax að umönnun sjúkra, sem síðar varð svo snar þáttur í lífsstarfi hennar sem sjúkraliði. Ingunn vann alllengi í blóma- verslun og hafði mikið yndi af skreytingagerð, en við hana naut hugmyndaríki og listfengi henn- ar sín vel. Er ekki vafi á að þetta tímaskeið setti mark á lífsviðhorf hennar og bera heimili og garður þeirra hjóna glöggt vitni þar um. Ingunn naut við þetta dyggrar hjálpar Matta og voru þau hjón- in samhent og glöð í garðinum sínum. Það var því ekki undarlegt að synirnir fengju „græna putta“ og man ég glöggt hve óvenjulegt og gaman var að sjá litla stráka rækta pottablóm með mömmu og pabba, en tveir þeir eldri eru nú skrúðgarðatæknar. Ekki verður systur minnar minnst án þess að getið verði um heimilishald hennar að öðru leyti, svo sem eldamennsku og bakstur, en við þau störf var hún glöð og hamningjusöm og hafði ánægju af að veita vinum og gestum, sem ávallt voru margir í ltringum hana. Glöðust var hún samt þegar börnin og barnabörn- in fóru södd frá hennar borði. Ef til vill lýsir það dugnaði hennar í bakstrinum best þegar hún tók að sér að baka 3 tertur fyrir erfidrykkju móður okkar - en bakaði 13. Nú þegar Ingunn er komin til nýrra heimkynna bið ég Guð að blessa hana og trúi því að hún hvísli að okkur syrgjendum þess- um orðum óþekkts höfundar: „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið eldd um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlægið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til Ijóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég þótt látinn sé tek þátt í gleði ykk- ar yfir lífinu.“ Fyrir hönd okkar systkinanna vil ég þakka Ingunni fyrir allt, allt, sem hún gaf okkur og bið Drottin að milda með kærleik sínum sorg Gunnlaugs Matthí- asar og barna þeirra ásamt fjöl- skyldum. Sá sem eftir lifir deyr þeitn sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir ern himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Björn Baldursson. „Gættu vináttunnar. Ekkert er fegurra á jörðinni, engin huggun betri í jarðnesku lífi, vini geturðu ljáð hug þinn allan, og veitt hon- um fyllsta trúnað.“ Þvílík harmafrétt er mér barst 15. júní að Ingunn mfn kæra vinkona væri öll. Eg hef dvalist í Reykjavík sl. 10 mánuði en var á leið heim til Akureyrar næsta dag. Við Ingunn kynntumst fyrir um 30 árum en mann hennar þekkti ég fyrir þar sem váð vorum skólasystkin í 10 ár. Ingunn var opin, glaðleg og sérlega tryggur vinur. Hvergi hef ég komið þar sem myndarbragur var þvílíkur. Fyrstu árin bjuggum við í inn- bænum, með okkar fjölskyldum og mynduðust fljótt sterk tengsl milli barna og maka. Hafa þau tengsl aldrei rofnað. Seinna byggðum við okkur sitthvort húsið og fengum þá lóðir í sömu götu með fimm húsa millibili. Við drifum okkur báðar í sjúkra- liðanám vdð FSA og tókum þar til starfa að námi Ioknu. Einnig eignuðumst við okkar yngstu börn og átti ég dóttur mína á af- mælisdaginn hennar þann 27. október; kallaði hún mína oft uppbótardóttur sína, þar sem hennar börn voru drengir. Eg ólst upp með vangefna systur svo oft fannst mér mínar nánustu vinkonur vera mínar systur og var Ingunn svo sannarlega ein af þeim. Ollum viðburðum í þrjá áratugi deildum váð og var öll samvera og samvánna sérlega góð, oft eins og við vægjum hvor aðra upp. Það voru skírnir, ferm- ingar, afmæli, jarðarfarir, ferða- lög, jól og fleira og fleira. Við tókum slátur, fórum saman í berjamó, sultuðum, söftuðum, að ótöldu laufabrauðinu, sem var árlegur viðburður með Ijöl- skyldum beggja, oft um 20 manns og mikil stemmning. Það væri of langt mál að telja upp allt sem við gerðum saman. Ingunn var mjög vinamörg enda með af- brigðum gott að sækja hana heim. Hún var dáð af öllum sem hana þekktu fyrir sína miklu hlýju og innileik. Ég á eftir að sakna hennar mikið. Oft, oft hef ég heyrt sjúldinga tala um þessa góðu stúlku, sem var mér svo góð er mér leið sem verst og samstarfsfólk bar henni einnig mjög gott orð, ljúf, lipur og hörkudugleg í starfi. Blóm og allur gróður óx og dafnaði í ná- vist hennar og snillingur var hún í öllum skreytingum, ekki ástæðulaust að hennar tveir elstu synir eru hámenntaðir inn- an garðyrkjunnar, aldir upp við að sá, planta og hlúa að gróðri, úti og inni. Síðast hitti ég hana 30. desember er ég dvaldi hér um jólin og stakk hún þá tveim útsaumuðum jólahjörtum í Iófa minn og sagði: Þú átt þetta næstu jól. Eg vil að endingu votta hennar nánustu mína inni- legustu samúð, Matta, Jóni Birgi, Baldri og Sævari, tengda- dætrum hennar, barnabörnum og systkinum. Mikill er missir þeirra allra. í Biblíunni stendur: Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma, að deyja hefur sinn tíma, að gráta hefur sinn tíma, að hlæja hefur sinn tíma, að kveina hefur sinn tíma, að dansa hefur sinn tíma, að kasta steini hefur sinn tíma, að tína saman steina hefur sinn tíma, að elska héfur sinn tíma, að hata hefur sinn tíma, að faðmast hefur sinn tíma, að halda sér frá faðmlög- um hefur sinn tíma. Allt sem Guð gjörir stendur að eilífu, við það er engu að bæta, og af því verður ekkert tekið. Kæra vinkona, við áttum ein- nig okkar tíma og hafðu þökk fyrir allt og allt. Far þú í friði til hins eilífa Ijóss og friður Guðs varðveiti þig að eilífu. Þín vinkona, Helen. Það dimmdi yfir þann 15. júní sl. þegar okkur var tilkynnt um hörmulegt fráfall hennar Ing- unnar okkar. Á slíkri sorgar- stundu er erfitt að átta sig á til- gangi almættisins, það eina sem veitir huggun er að einhver hann sé. Með nokkrum orðum langar mig og fjölskyldu mína að minn- ast hennar Ingunnar okkar sem v'ar svo stór hluti af lífi okkar, og það fyrsta sem kemur upp í hug- ann eru orð Einars Benedikts- sonar, „eitt bros getur dimmu í dagsljós breitt,“ orð sem lýsa henni svo vel þessari brosmildu, kærleiksríku konu sem alltaf var til staðar fyrir okkur. Það var ekki ósjaldan á upp- vaxtarárunum að við systkinin fórum í innbæinn að leika við frændur okkar og settumst svo inn í eldhús hjá Ingunni og feng- um okkur eitthv'að gott að borða. Hún var húsmóðir af guðs náð og töfraði fram kræsingar að því er okkur virtist án nokkurrar fyr- irhafnar. Alltaf bauð hún okkur jafn velkomin, faðmaði okkur að sér og smellti kossi á kinn. Árin liðu og alltaf sýndi hún sama óþijótandi áhugann á þvd sem við systkinin tókum okkur fyrir hendur og hvatti okkur til dáða. Eftir að ég fór að starfa sem læknir var ég svo heppin að fá að starfa henni við hlið um tíma og fylgjast með hversu vel hún sinnti sínu starfi af hlýju, kærleika og alúð, sjá hvernig Iíf og gleði færðist yfir dapurt and- Iit þegar hún náígaðist. Hún var smávaxin kona með stórt kær- leiksríkt hjarta, og fengu allir sem á hennar lífsleið urðu þar sinn sess. Alltaf var hún til staðar, bæði í gleði og sorg og veitti okkur þann styrk og uppörvun sem við þurfum sv'o oft á að halda, ást og hlýju. Hún var listræn kona og unni öllu sem fagurt var og not- aði þennan hæfiíeika til að búa til fagra hluti sem hún fegraði heimili sitt með, en flesta gaf hún frá sér til að veita öðrum gleði. Ekki grunaði mig að það væri okkar hinsti fundur í þess- um jarðneska heimi þegar ég heimsótti hana þann 7. júní sl. Þá eins og svo oft gaf hún mér fallega gjöf til að sýna hversu vænt henni þótti um mig og litla strákinn minn, skjal sem hún hafði skrautskrifað, vísu sem sem sagði okkur svo margt: Sem gull í öskjum gódir eru vinir þeir geymast þó ei stöðugt lítum þá og ávallt verða öðruvisi en hinir sem aðeins muna dveljum við þeim hjá. Fráfall hennar er fjölskyldunni mikil sorg og stórt skarð situr eftir sem ekki verður fyllt. Elsku Ingunn við þökkum Guði fyrir þann tíma sem við fengum að hafa þig hjá okkur og allar þær hlýju og góðu minningar sem við eigum, og eiga eftir að styrkja okkur í sorginni. Við sem þekkt- um þig svo vel vitum og finnum, að þrátt fyrir að þú sért horfin sjónum oklcar og farin að sinna öðrum verkefnum, að þú lítur enn til með okkur og minning þín mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku Matti, Nonni, Balli, Sævar og ykkar fjölskyldur, miss- ir ykkar er stór og fátt til hugg- unar hægt að segja. Mamma ykkar var vön að leita styrks í trúnni og saman biðjum góðan Guð að milda sorg okkar allra. Fyrir hönd fjölskyldunnar í Álfa- byggð 18 og sonar míns Huga, ósk- um við þér ffiðar í landi ljóssins. Þín Solla Dóra. Okkur setti hljóðar, samstarfs- konurnar á Dv'alarheimilinu Hlfð, þegar við mættum til vinnu mánudagskvöldið 15. júní síðast- liðinn og okkur var tilkynnt að samstarfskona okkar, hún Ing- unn, hefði látist af slysförum þá fyrr um daginn. Það sóttu hratt að okkur ljóslifandi minningarn- ar. Ingunn alltaf hress og kát, allsstaðar fylgdu henni glaðværð og hlýja bæði gagnvart vistfólki og samstarfsfólki. AUtaf var hún boðin og búin að rétta hjálpar- hönd enda kom það sér vel í því starfi sem hún vann á Dvalar- heimilinu Hlíð sem sjúkraliði og „flakkari" á næturvöktum, en starfið felur í sér aðstoð á öllum deildum heimilisins. Áhugamál Ingunnar voru mörg og fengu margir að njóta þeirra. Allt fönd- ur lék í höndum hennar, t.d. þegar hún framleiddi túlípana í tugatali, kenndi þeim samstarfs- konum sem gátu lært hand- brögðin, en hinar fengu nokkra í vasa og deildirnar líka. En fyrst og síðast var hugur hennar hjá fjölskyldunni, manni, börnum og ekki síst barnabörnum, sem henni var svo tíðrætt um og gáfu henni svo mikla gleði. Er því hugur okkar hjá þeim öllum á þessum erfiða tíma og viljum við senda Matta, Jóni Birgi, Baldri, Sævari, fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum Ingunnar okkar dýpstu samúðarkveðjur með von um að tíminn græði öll sár. Eftir stendur minningin um mæta konu. Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sv.E.) Kveðja frá samstarfskonum á næturvöktum Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. ISLENDINGAÞÆTTIR íslendingaþættir birtast í Degi alla laugardaga. Skilafrestur vegna minningagreina er til miðvikudagskvölds. Reynt er að birta allar greinar eins fljótt sem verða má, en ákveðnum birtingardögum er ekki lofað.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.