Dagur - 10.07.1998, Page 1
81. og 82. árgangur - 127. tölublað
Verð í lausasölu 150 kr.
Föstudagur lO.júlí 1998
Fyrstu ákærur í
málverkamálinu
Eigandi Gallerís Borg-
ar kærður eftir ítar-
lega rannsókn. Fðlsuð
málverk enn á ferð-
inni og falboðin gall
eríiun.
Gefín hefur verið út ákæra hjá
embætti Ríkislögreglustjóra
vegna meintra málverkafalsana á
hendur Pétri Þór Gunnarssyni,
eiganda Gallerís Borgar. Um er
að ræða þrjú málverk sem fyrir-
tækið seldi og lögreglan telur að
séu fölsuð. Upprunalega hafi
þau verið eftir danskan málara,
en nafn Jóns Stefánssonar mál-
ara falsað á verkin. Miklu fleiri
verk hafa verið í rannsókn sér-
fræðinga, en henni er ekki lokið.
RLR og síðan Ríkislögreglan
hafa unnið að rannsókn á upp-
runa 25 málverka, sem grunur
leikur á að séu fölsuð og seld
sem verk gamalla íslenskra
meistara: Jóhannesar S. Kjarval,
Jóns Stef-
ánssonar,
Þórarins B.
Þorláksson-
ar, Svavar
Guðnasonar
og Muggs.
Af þessum
myndum eru
ellefu í eigu
Listasafns
Reykjavíkur.
Hundruð
miUjóna?
Samkvæmt
heimildum
Dags í gær
má reikna
með að þetta
sé aðeins byrjunin, fleiri ákærur
eigi eftir að líta dagsins ljós síð-
ar, enda rannsókninni ekki lokið.
I þessu máli eru í húfí miklir
fjármunir og tala menn um tugi
eða hundruð milljóna, sem gætu
verið í fölsuðum verkum vítt um
landið.
Á dögunum þegar meiðyrða-
mál Galler-
ís Borgar
gegn Páli
Skúlasyni
lögmanni
var tekið
fyrir áætlaði
Olafur Ingi
Jónsson
forvörður
að allt að
300 fölsuð
málverk
gætu hafa
komist í
umferð.
Hann telur
að eftir að
málið
komst upp
hafi framleiðsla á nýjum fölsun-
um stöðvast.
Gamlar falsanir eru þó enn
falboðnar. Tryggvi Páll Friðriks-
son í Galleríi Fold sagði blaðinu
í gær að fölsuð verk væru greini-
lega enn í umferð. Örfáir dagar
væru síðan maður kom með verk
sem hann sagði eftir einn
„gömlu meistaranna". Strax við
skoðun hefði komið í ljós að svo
gat ekki verið. Listfræðingur
hefði staðfest að þarna væri á
ferð afar illa gerð stæling á Jóni
Stefánssyni.
Tcnging við Danmörku
Yfirgripsmikil rannsókn hefur
verið í gangi í Danmörku vegna
málverkafaisana og talið að teng-
ing sé við þau mál sem hér eru í
athugun. Dagur hefur heimildir
fyrir því að falsanir sem í umferð
eru hér á landi hafi að stórum
hluta verið unnar í Danmörku og
eins líklegt er að hér verði gefin
út ákæra á hendur aðilum ytra.
Málverkin sem nú hefur verið
kært útaf koma frá Danmörku,
keypt á uppboði þar að því er
talið er, höfundarnafn afmáð, og
þau merkt sem verk Jóns Stef-
ánssonar áður en þau voru seld
hér á landi.
Ekki náðist í Pétur Þór Gunn-
arsson í Galleríi Borg. Kæran
verður tekin fyrir dóm í næstu
viku. - fþg/jbp
Pétur Þór Gunnarsson eigandi Gallerís
Borgar hefur verið ákærður fyrir að selja
þrjú fölsuð málverk.
Landssímiim
mismunar
keppmautuni
Samkeppnisráð hefur úrskurðað
að Landssíminn mismuni keppi-
nautum við dreifingu útvarps-
merkja þar sem útsendingum
RUV er dreift án endurgjalds á
breiðbandinu en ekki útsending-
um Fjölmiðlunar.
Stofnunin telur að endurgjalds-
laus dreifing á útvarpsmerki
RUV hafi skaðleg áhrif á sam-
keppnisstöðu Fjölmiðlunar
gangvart RUV. Svo kunni að fara
ef þróunin verður sem horfir að
marga notendur skorti þann
búnað sem til þarf. Því skuli
Landssíminn veita sjónvarpsfyr-
irtækjum aðgang að dreifikerfi
sínu á sambærilegum kjörum svo
lengi sem sömu forsendur eigi
við um dreifínguna. Þá mælir
ráðið einnig með fjárhagslegum
og stjórnunarlegum aðskilnaði
Breiðbandsins frá öðrum rekstri
fyrirtækisins.
Sól og sumar og sundlaugarbakki... getur það verið betra? mynd: jak
Steingrímur J. Sigfússon.
„Ég var kyrr!“
„Eg lít því svo á, og meina það i
alvöru, að það er ekki ég sem er
að fara neitt, heldur er verið að
leggja af stað með Alþýðubanda-
lagið upp í leiðangur inn á miðj-
una,“ segir Steingrímur J. Sig-
fússon í samtali við blaðamann
Dags. Um orðróm þess efnis að
óánægja hans séu leifar af for-
mannsslag hans og Margrétar
Frímannsdóttur segir Steingrím-
ur: „... það er ekki á dagskrá hjá
mér að færa orðasamskiptin við
félaga mína og vini í Alþýðu-
bandalaginu niður á þetta plan.“
70% draga
uppsögn
iil baka
Kostnaður Akureyrarbæjar
vegna samkomulagsins við
kennara er talinn vera á bilinu
15 og 20 milljónir króna. Nú-
verandi meirihluti samdi síðan
við samninganefnd kennara um
Iaunauppbót sem fólst í 7 til 12
óunnum yfirvinnustundum,
misjafnt eftir starfstíma viðkom-
andi. Þessir tímar bæta laun
kennara frá 70 þúsund kr. til
150 þúsund kr. á ári, en ef allir
kennarar gangast inn á þessa
launauppbót er kostnaður bæj-
arsjóðs Akureyrar á bilinu 15 til
20 milljónir króna.
Það er á valdi kennaranna
sjálfra hvort þeir afturkalla upp-
sagnir sínar og gangast inn á áð-
urnefnt samkomulag. Reiknað
var með að allflestir mundu gera
það en í gær höfðu um 70%
þeirra haft samband og dregið
uppsögnina tii baka. Líklegt er
talið að allnokkrir kennarar við
Brekkuskóla bíði með sína
ákvörðun þar til ljóst er hver
verður skólastjóri þar, en skóla-
nefnd fjallaði um umsóknir í
gær, sem voru frá Birni Þórleifs-
syni og Sigmari Ólafssyni.
Skólanefnd samþykkti í gær að
mæla með ráðningu Björn Þór-
leifssonar — GG
Með Baldri yfir Breiðafjörð
Ferðir alla daga: Alltaf viðkoma í Flatey
Frá Stykkishólmi kl. 09:00 og 16:00
Frá Brjánslæk kl. 12:30 og 19:30
Flateyjarpakkinn á góða verðinu.
Dagstund í Flatey með útsýnissiglingu
Ferjan Baldur 438 1120 og 456 2020
BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222 • 8REFASÍMI 562 1024
Alfa Laval
airVDRI
-sterkur í verki