Dagur - 10.07.1998, Page 7

Dagur - 10.07.1998, Page 7
FÖSTUDAGVR 10. JÚLÍ 1998 - 7 Tkypr ÞJÓÐMOLAR Fenemal og haföminn Svar við opnu bréfi Ama Finnssonar „Ég tel rétt að nota það tækifæri sem Árni gefur mér með opnu bréfi sínu og rekja betur staðreyndir málsins og ástæður ákvörðunar minnar, sem er tekin að höfðu samráði við fjöida sérfræðinga og tryggir að ítrasta gát verður höfð í notkun Fenemals, þannig að arnarstofninum og öðrum lífverum en vargfugli á engin hætta að stafa af henni," segir Guðmundur m.a. í bréfi sínu. í opnu bréfi sem birtist í Degi 3. þ.m. sendir Arni Finnsson, í nafni Náttúruverndarsamtaka Islands, mér opið bréf þar sem hann gagnrýnir þá ákvörðun mína að veita undanþágur frá banni við notkun lyfja til að halda í skefjum vargfugli í æðar- vörpum. Þá gagnrýnir hann að Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóri umhverfisráðuneytisins, skuli svara gagnrýni sem Ævar Petersen, fuglafræðingur, setti fram í viðtali við Dag þ. 26. f.m. í tilefni þess að hann sagði af sér sem formaður ráðgjafarnefndar um villt dýr vegna fyrrgreindrar undanþágu sem ég hafði veitt. Mér finnst gæta misskilnings í gagnrýni Arna Finnssonar og ljóst að hann hefur ekki haft fyr- ir því að leita skýringa ráðuneyt- isins á málinu eins og eðlilegt hefði verið af hálfu samtaka hans, sem hljóta að vilja Iáta taka sig alvarlega. Hið sama má reyndar segja um aðra umfjöllun íjölmiðla um þetta mál, þar sem gerður hefur verið úlfaldi úr mýflugu og lítt hirt um að draga staðreyndir málsins fram í dags- ljósið. Staðreyndir máls Eg tel rétt að nota það tækifæri sem Arni gefur mér með opnu bréfi sínu og rekja betur stað- reyndir málsins og ástæður ákvörðunar minnar, sem er tekin að höfðu samráði við Ij'ölda sér- fræðinga og tryggir að ítrasta gát verður höfð í notkun Fenemals, þannig að arnarstofninum og öðrum lífverum en vargfugli á engin hætta að stafa af henni. Eg vil þó í upphafi segja að ég ætla ekki að munnhöggvast í fjölmiðlum við undirmenn mína, starfsmenn þeirra stofnana sem undir ráðuneytið heyra, eða þá sem ég hefi skipað í forsvar fyrir opinberar nefndir. Þeir geta rætt við mig á skrifstofu minni og tel ég reyndar rétt að þeir biðji um viðtal við mig telji þeir sig knúna til að gera athugasemdir við ákvarðanir mínar áður en þeir bera þær á torg í opinberri Fjöl- miðlaumræðu. Það er ekkert því til fyrirstöðu að maður segi af sér störfum í nefnd, slíkt verður við- komandi að gera upp við sjálfan sig. Ummæli sem höfð eru eftir Ingimar Sigurðssyni, skrifstofu- stjóra, eru lýsing á staðreyndum um starfsaðferðir formanns ráð- gjafanefndar um villt dýr og þau kalla fráleitt á afsökun, eins og Arni krefst. Samkvæmt 9. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villt- um spendýrum, getur ráðherra í samráði við ráðgjafarnefnd um villt dýr veitt tímabundna und- anþágu frá banni við að nota eit- urefni eða svefnlyf ef villt dýr valda umtalsverðu tjóni og aðrar aðferðir eru ekki taldar henta. Undanfarin þrjú ár hefur Æðar- ræktarfélag Islands ítrekað farið fram á að fá að nota Fenemal til að verjast vargfugli í æðarvörp- um, þar sem tjón væri tilfinnan- legt og engar aðrar betri leiðir þekktar. Eg leitaði samráðs við nefndina með bréfi dags. 28. apríl sl. Svar barst frá nefndinni 4. maí sl. og voru viðbrögð nefndarinnar neikvæð. Eg ákvað þrátt fyrir það að veita undan- þágur til notkunar Fenemals að fengnum upplýsingum frá öðr- um sérfróðum aðilum sem ég kem að síðar. Voru þær undan- þágur veittar 26. maí og 1. júlí sl. að fenginni umsögn ráðgjafar- nefndarinnar um hvern og einn umsækjenda. Orðið „samráð" hefur ekki þá þýðingu að farið skuli í einu og öllu eftir því sem samráðsaðili leggur til, þ.e.a.s. í þessu tilviki ráðgjafarnefnd um villt dýr. Ákvæði laga nr. 64/1994 eru í samræmi við svokallaðan Bern- arsamning sem er samningur um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæði Evrópu sem Island er aðili að. Þvf er Ijóst að engin lög né alþjóðasamningar eru brotnir með veitingu undanþága fyrir notkun Fenemals, eins og sums staðar hefur verið haldið fram. Fenemal skásti kosturinn Á árunum 1971 til og með 1994 var Fenemal notað sem útrým- ingarefni og var því dreift í miklu meira magni og með allt öðrum hætti en gert er ráð fyrir sam- kvæmt þeim leyfum sem nú hafa verið veitt. Þrátt fyrir það er mér ekki kunnugt um að á þeim árum hafi hlotist af því skaði að öðru leyti en því að talið er að hundur hafi drepist sem komst í æti en ekki í egg enda var eitrið þá t.d. borið út í slóg frá fisk- vinnslustöðvum á hafnarsvæð- um til að halda vargi frá. Þegar áðurnefnd lög nr. 64/1994 tóku gildi var lagt bann við notkun svefnly'fja og eiturefna við útrým- ingu dýra og fugla. Ekki var þó loku fyrir það skotið að hægt yrði að nota Fenemal eins og gert hafði verið í rúm 20 ár, skv. ákvæðum um undanþágur í lög- unum. Ákveðið var að láta kanna hvort ekki væri hægt að nota önnur skaðminni efni eða aðrar aðferðir til þess að halda vargi í skeQum. Niðurstaðan var að ekkert skárra efni hefði kom- ið fram og studdist umhverfis- ráðuneytið þar við álit dr. Þor- kels Jóhannessonar, prófessors og forstöðumanns Rannsóknar- stofu í lyljafræði sem hann sendi ráðuneytinu 15. desember sl. Þar kemur fram: „l.Eg fellst á þau rök æðarvarps- bænda sem fyrr að nauðsyn- legt getur verið að eyða varg- fugli. . . í eða við æðarvörp. 2. Eg sé ekki, að hægt sé að nota annað agn en egg vegna þess að mér vitanlega leggst æðar- fugl ekki á egg. 3. Tríbrómetanól (Avertin (R)) virðist ekki gefast nægjanlega vel í eggjum. Annars myndi það hugsanlega vera æskileg- asta efnið af þeim sem ég þekki. 4. Alfaklóralósi var mikið notað- ur t.d. á Bretlandseyjum við útrýmingu á vargfuglum. Fuglafræðingum og fuglafrið- unarmönnum hrýs hins vegar hugur við krömpum, sem fuglarnir fá áður en þeir deyja... 5. Eg tel enn sem fyrr, að Fenemal megi vel nota til þess að útrýma vargfugli. Fenemal er auðvelt í meðförum, það er vel virkt og það er hættulítið fyrir menn. . . “ Álit sérfræðinga Rétt er að taka það fram að dr. Þorkell Jóhannesson er einn helsti eiturefnasérfræðingur landsins og líklega manna best fallinn til þess að dæma um áhrif mismunandi efna. Aðspurður taldi dr. Þorkell Jó- hannesson ólíklegt að Fenemal gæti orðið erni að aldurtila. Ern- ir leggjast ekki á egg svo vitað sé og örninn er það stór og þungur fugl að jafnvel þó að bann æti t.d. svartbak sem drepist hefði af Fenemali mundi það hafa litla verkun á örninn. I þessu tilvild er líka rétt að benda á að á árunum 1971 til 1994 þegar Fenemal var notað í mun meira mæli en nú er gert ráð fyrir, var arnarstofninn á hægri uppleið sbr. niðurstöður Náttúrfræðistofnunar Islands. Á síðustu árum hefur stofninn hins vegar staðið í stað þannig að ekkert bendir til þess að sam- band sé milli notkunar Fenemals og viðgangs arnarstofnsins. Ekki má bera þetta tímabil saman við árin þar á undan þegar notað var striknín til að eitra fyrir ref en talið er að það eitur hafi haft áhrif á arnarstofninn. Ströng skilyrði Auk þess leitaði ráðuneytið til Hollustuverndar ríkisins, eitur- efnasviðs, sem gerði tillögu um notkunina að höfðu samráði við Veiðistjóraembættið og hvaða skilyrði umsækjendur þyrftu að uppfylla og fékk tillögur þar að lútandi. Undanþága sú sem ég hef nú veitt fimm æðarræktend- um sem uppfylltu sett skilyrði var gefin f tilraunaskyni. Skilyrð- in eru m.a.: Einungis Ijórar teg- undir fugla eru ófriðaðar á varp- tíma; svartbakur, sílamáfur, silf- urmáfur og hrafn. Gæta þarf þess að aðrar tegundir fugla komist ekki í eitrið. Efnið skal eingöngu lagt út í eggjum Undanþágan er háð því að fram- kvæmdin verði undir umsjón sérfræðings hjá Veiðistjóraemb- ættinu. Undanþágan gildir til 10. júlí 1998. Haldið skal ná- kvæmt yfirlit yfir útburð eiturs og árangur af útburði. Skýrslu um árangur eitrunar skal skilað til umhverfisráðuneytisins fýrir 1. september 1998 á þar til gerðu eyðublaði. Jafnframt var Náttúrufræði- stofnun Islands fengið það hlut- verk að gera tillögur um hvernig staðið skuli að rannsókn og notk- un efna sem gætu komið í stað Fenemals. Sú rannsóknaráætlun hefur nú borist ráðuneytinu. Það eru þvf góðar horfur á því að mönnum takist loksins að fá botn í þetta mál og komi sér þá saman um hvaða úrræðum skuli beitt í framtíðinni. Ekki allir sanunála Þegar ráðherra þarf að taka af- stöðu til mála af því tagi sem hér um ræðir eða erfiðar ákvarðanir leitar hann til þeirra ráðgjafa sem hann hefur, í þessu tilfelli voru þeir margir bæði innan ráðuneytis og utan, þ.m.t. ráð- gjafarnefnd um villt dýr, Veiði- stjóri, Hollustuvernd ríkisins og dr. Þorkell Jóhannesson. Þegar umsagnir og álit eru ekki sam- hljóða þarf ráðherrann að skera úr. Það er hans skylda og við því að búast að ekki séu allir sam- mála slíkum ákvörðunum. Slíkt ber að virða, en það er firra að bera þetta takmarkaða leyfi til notkunar Fenemals, með mun strangari skilyrðum en giltu fyrir aðeins fjórum árum síðan, sam- an við óheftan eiturhernað gegn tófu og erni fyrr á öldinni. Það er enn fjarri sanni að brigsla mér og ráðuneytinu um að hafa ekki samráð við sérfræðinga vegna þessarar ákvörðunar, hvað þá að vilja stofna arnarstofninum í hættu. Ekkert bendir til þess að slíkt sé gert með þessari ákvörð- un.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.