Dagur - 10.07.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 10.07.1998, Blaðsíða 3
 FÖSTUDAGVR 10. JÚLÍ 1998 - 3 LANDSMÓTSDAGUR Stóðhestar í gæðingakeppm Askriftarsíminn er 8oo 7080 Einstakt að yfir 20 stóðhestar tahi þátt í gæðmgaheppni eins og nú er á landsmóti. Það sem er sérstakt við þetta landsmót núna er hve margir stóðhestar taka þátt í gæðinga- keppninni. A landsmótinu 1994 var það undantekning ef stóð- hestur keppti en þó voru nokkur dæmi þess. Þá var það stóðhest- urinn Orri frá Þúfu sem vann B- flokkinn. En núna eru það nærri 30 stóðhestar sem skráðir eru til keppni í A og B-flokki. I for- keppninni í B-flokkinum urðu stóðhestar í öðru og þriðja sæti. Það voru þeir Þokki frá Bjarna- nesi sem keppti fyrir Andvara og Hektor frá Akureyri sem keppti fyrir Fák. Auk þeirra komust Glampi frá Vatnsleysu sem keppir fyrir Stíganda og Galsi frá Ytri-Skógum sem keppir fjTÍr Hörð inn í milliriðilinn. Aðrir stóðhestar sem voru í þessari keppni voru Garri frá Grund fyr- ir Smára, Nasi frá Hrepphólum fyrir Smára og Glúmur frá Reykjavík sem keppir fyrir Horn- fírðing. Yfir 10 hestar í A-flokki I A-flokknum er stóðhesturinn Galsi frá Sauðárkróki efstur og síðan koma þeir Hjörvar frá Ket- ilsstöðum og Geysir frá Dals- mynni í þriðja og fjórða sæti. Þá er Sjóli frá Þverá í sjötta sæti og Baldur frá Bakka í því sjöunda og Kolfinnur frá Kvíarhóli fylgir fast á eftir. Litiu neðar koma Fákshestarnir Reykur frá Hof- túni og Elrir frá Heiði. Aðri stóðhestar sem þátt tóku í A-flokki eru: Fyrir Geysi, Askur frá Hofi og Isak frá Eyjólfsstöð- um keppir fyrir Gust. Dumbur frá Skriðu keppir fyrir Létti. Geysir frá Gerðum er varahestur fyrir Ljúf og Muggur frá Eyrar- bakka varahestur fyrir Sleipni. Þröstur frá Innri-Skeljabrekku er varahestur hjá Stíganda. Þá keppir Hlekkur frá Hofi fyrir Svaða og Gumi frá Laugarvatni fyrir Trausta. Fleiri stóðhestar vor skráðir í gæðingakeppni en mættu ekki. Sumir þeirra voru reyndar líka skráðir í kynbóta- dóm. Því verður að breyta að hestar séu bæði skráðir í kyn- bótadóm og í gæðingakeppni þegar það er vitað að þeir geta aðeins komið fram á öðrum hvorum staðnum. Slíkt verða menn að vera búnir að gera upp við sig áður en mótsskrá er prentuð. Aðrar reglur Eins og sést á þessu eru stóð- hestarnir í fremstu röð gæðing- anna. Þeim er að sjálfsögðu rið- ið eftir þeim reglum um fóta- búnað sem gilda um gæðinga. Þær eru öðruvísi en þær sem gilda um kynbótahross. Gæðing- um má ríða með þyngingum sem ekki Ieyfist hjá kynbótahrossum enda til þess ætlast að kynbóta- hrossin sýni aðeins eðliskosti en ekki gang sem þeim er hjálpað til að framkalla með þyngingum. Þessir hestar koma því oft öðru- vísi fyrir en þeir myndu gera í hæfileikadómi kynbótahrossa. Það er að vfsu misjafnt hvað Elrir frá Heiði, einn af stóðhestunum sem komið hefur vel út í gæðinga- dómi. Knapi Sigurður V. Matthíasson. Níke Fatnaður og skór Adidas Puma Champion Russell Ozipn-Cintamani-Max l Útivistarfatnaður Trek Mongoose alvöru fjallahjól Dalsbraut 1 • 461 1445. hestar þola mikla þyngingu en hitt er víst að miklar hreyfingar sem eru framkallaðar með slíkri hjálp villa um fyrir fólki ef menn fara að Iíta á þessa gæðinga sem kynbótahross. En miðað við þá miklu fjölgun sem er á stóðhestum mun þeim fjölga í gæðingakeppni enda góður kostur til að auglýsa þá ef vel tekst til. Þess eru dæmi að stóðhestur hefur aðeins verið sýndur í gæðingakeppni en ekki í kynbótadómi og hefur fengið góða notkun út á frammistöðu sína þar. Engin formleg úttekt hefur þó farið fram á því hvernig þessi hestur er byggður og þá auðvitað ekki mat á þvf hvort bygging hans sé æskileg með til- liti til framræktunar. Þetta eru mál sem gefa þarf gaum og skoða út frá ræktunarsjónar- miði. — KA KAFFI AKUREYRI KAFFI AKUREYRI KAFFI AKUREYRI KAFFI AKUREYRI Tilboð á Grolsch Hvað er framundan. Föstudags- og laugardagskvöld 10.-11. júlí Eyjólfur Kristjánsson og Sigurður Gröndal. I<AFFI AKUREYRJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.