Dagur - 18.07.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 18.07.1998, Blaðsíða 8
5C 24 -LA U G ARD AGtJR 1 8 . JÚ Lí 1 9 9 8 X^MT LIFIÐ I LANDINU Ofurkonan Helena Helem Dejak ersló- vensk að uppruna en hejur verið húsett á ís- landi í rúma tvo ára- tugi. Hún erhúin að vera íferðahransanum síðan í menntaskóla og rekur núferðaskrif- stofu áAkureyri. Hel- ena ermeð dellu fyrir Grænlandi. Ferðaskrifstofan Nonni hefur haft nokkra sérstöðu því hún reynir að fá ferðamenn til ís- lands en sendir þá ekki úr landi eins og aðrar skrifstofur. Konan sem rekur hana heitir Helena og hefur nóg að gera um þessar mundir þegar háannatíminn er í ferðabransanum. En hún gaf sér þó tíma til að spjalla aðeins og leyfa okkur að kynnast þessari ofurkonu ferðabransans. Friðelskandi manncskja Helena var strax yfir sig hrifin af Islandi þegar hún kom til lands- ins í fyrsta sinn í desember 1974. Akureyri heillaði hana sérstaldega, þrátt fyrir að hún kæmi frá sólríkum stað við Mið- jarðarhafið í svartasta skamm- degið hér. „Það er svo mikil víð- átta og friður hér," segir Helena. Helena ílengdist á Islandi, stofnaði fjölskyldu og eignaðist tvo syni, Iærði frábæra íslensku og er hér enn. Hún er mjög frið- elskandi manneskja þrátt fyrir að hún sé full af orku og sé sí- fellt að störfum, en hvemig fer hún að þessu, hvaðan kemur orkan? „Ég stunda jóga og hverjum degi. Þegar ég er þreytt veit ég ekkert betra en að stunda jóga og standa á höfði á tíu mínút- ur,“ segir Helena og bætir við: „Eftir það er ég endurnærð." syndi Munaðarvaran ís- land Helena starfaði sem fararstjóri fyrir íslenska ferðamenn í fyrrverandi Júgóslavíu fyrstu sumr- in eftir að hún flutti til Islands en rak síðan gistiheimili innan ferða- þjónustu bænda að Pét- ursborg í Eyjafirði. Arið 1988 stofnaði hún síðan Ferða- skrifstofuna Nonna. „Reksturinn á Nonna hefur gengið upp og niðut, en ég hafði alltaf trú á þessu og þetta geng- ur núna en það kostaði gífurlega vinnu,“ segir Helena. Ferðaskrif- stofan Nonni rekur eins og áður sagði útibú á Grænlandi, en líka í Þýskalandi og Reykjavík. Helena segir að lítil samstaða sé í ferðaiðnaði á Islandi, því þeir sem að málunum koma hafi oft aðeins gróðann að hugsjón sem sé miður. „Það á að mark- Þó að Helena Dejak komi frá sólríkum stað við Miðjarðarhafið heillar Akureyri, jafnvel í svartasta skammdeginu. aðssetja ísland sem munaðar- vöru, þannig að fólk sem kann að meta landið komi frekar," segir Helena og bætir við: „Við verðum að standa saman, Island er svo lítið, það borgar sig ekki að selja landið of ódýrt.“ Helena segir einnig að það skjóti nokkuð skökku við að reyna að efla ferðaiðnað á lands- byggðinni þegar ferðamenn þurfi að borga fyrir flugfar milli staða í jafn litlu landi. „Far- gjald innanlands á Islandi ætti að vera innifalið í farmiða út- Iends ferðamanns, þannig eru valkostirnir fleiri og hægt að efla ferðaþjónustu á Iandsbyggð- inni,“ segir Helena. Helena segir ennfremur að er- Iendir ferðamenn á íslandi séu ekki jafri margir í sumar og áður. „Island er ekki Iengur eins ósnortið og það var og ennþá jafn dýrt þannig að fólk sækir frekar á staði sem eru jafn dýrir eða jafnvel ódýrari en ennþá „orginal" eins og til dæmis aust- urlöndin," segir Helena. Sækja Mðinn á Grænlandi Ferðaskrifstofan Nonni hefur verið með skipulagðar ævintýra- ferðir til Grænlands síðustu árin og er Helena mikill Grænlands- vinur. A Grænlandi starfrækir hún meðal annars útibú í sam- starfi við Inúíta sem eiga meirihlutann og er meðal annars með ferðir á hundasleðum, kajakróður og ferð- ir með grænlensk- um veiðimönnum. Hér er líka græn- Iensk stúlka sem er í þjálfun hjá Helenu á Islandi £ sumar, sem síðar mun vinna á ferðaskrifstofunni Nonna á Græn- landi. „Grænland er ennþá ósnortið erlendir ferðamenn sem koma til tslands hafa mik- áhuga á Grænlandi. Lífs- æðakapphlaupið og hraðinn á slandi verður meiri með hverju árinu sem líður þannig að Is- lendingar eru líka byijaðir að sækja í friðinn á Grænlandi," segir Helena. Karlakórinn Heimir fór í mjög vel heppnaða tónleikaferð með Ferðaskrifstofunni Nonna og eru einir af fáu íslensku ferða- mönnunum sem hafa farið til Grænlands. Annars eru Banda- ríkjamenn og Þjóðveijar mest hrifnir af Grænlandi eins og er. Helena iðkar jóga á Grænlandi. Á suinarhús við Scores- bysund Helena og maður hennar, Sig- urður Aðalsteinsson, eiga sum- arhús við Scoresbysund og eiga núorðið marga vini meðal heimamanna. „Þegar ég varð fimmtug fékk ég vikuferð á Zodi- ac bát með grænlenskum veiði- mönnum í afmælisgjöf frá bæj- arstjóra, vini mínum á Græn- landi, sem var yndisleg ferð,“ segir Helena. Hún segir að það komi þær stundir þegar hún verður þreytt að hún velti fyrir sér hvers vegna hún er í þessum bransa en held- ur þó alltaf áfram. „Ferðaiðnað- urinn er það sem ég lifi fyrir, þetta er ég og það er ekki hægt að stökkva frá sjálfum sér. Guð gaf mér alla þessa orku og eitt- hvað verð ég að gera við hana!“ segir Helena Dejak, athafna- kona á Akureyri. - RUT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.