Dagur - 18.07.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 18.07.1998, Blaðsíða 5
Xk^wr LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 19 9 8 - 21 á Skólavörðustígnum María Pétursdóttir og Bragi Halldórsson eru tveir af stofnendum Fisksins sem opnar sína fyrstu myndlistarsýningu með verkum Heigu Þórsdóttur og Daníels Magnússonar við Skólavörðustíginn í dag og á vefnum. Regla fisksins (Order oflcthys) erheiti áfé- lagsskap sem varform- lega stofnaður S. júní síðastliðinn. Stofnend- ureru fimm ungir myndlistarmenn, sem nenna ekki að sitja og bíða eftirþví að hlut- imirgerist. Þau vilja framkvæma sjálf. María Pétursdóttir, Bragi Hall- dórsson, Unnar Orn Jónasson, Karlotta Blöndal og Ingibjörg Magnadóttir, ætla hins vegar ekki að sýna eigin verk í hús- næðinu sem þau hafa tekið á leigu til sýningarhalds í sumar við Skólavörðustíg 22c. Þau ætla að setja upp verk annarra listamanna, en ekki á alveg hefðbundinn hátt. Fiskurinn hefur stefnt saman tveimur ólíkum listamönnum í senn, á fjórar aðskildar sýningar, sem þeim er boðið að vinna saman. „Stundum þekkjast lista- mennirnir, en hafa aldrei unnið saman, aðrir eru að hittast í fyrsta skipti,“ segir María, sem er mætt í viðtal með Braga. Bragi: „Þótt Iistmennirnir séu ólíkir þurftu verk þeirra að hafa sameiginlegan snertiflöt, svo þeir gætu mæst.“ María: „Annars hefðu þeir aldrei getað unnið sarnan." Með því að koma á stefnumóti tveggja listamanna vonast Fisk- urinn til að skapa spennu. María: „Þar sem við bjóðum Iistamönnum að vinna saman, sem annars hefði aldrei dottið í hug að efna til samstarfs, höfum við ekki hugmynd um hver út- koman verður." Þau taka dæmi: „Við fengum Þorvald Þorsteinsson og Jóní Jónsdóttur til að gera verk sam- an, sem bæði vinna með félags- Ieg tákn en á gjörólíkan hátt. Jóní og vinkonur hennar í Gjörningaklúbbnum fara inn í svefnherbergið í leit að efnivið, en Þorvaldur frekar út og á skrifstofuna. Þau mættust á skemmtilegum stað í þessari sýningu." Sem við fáum ekki að vita meira um fyrr en 1 5. ágúst. Hættuleg kynni Bragi kallar þetta fræðilegan Iífsháska og vísar þar í yfirskrift sýninganna, Hættuleg kynni. María: „Islenskir listamenn hafa tilhneigingu til að halda sig á öruggu svæði. Hafa framsetn- inguna pottþétta svo það er í rauninni aldrei nein hætta á ferðum. Vandinn er bara sá að listaverk eru ekkert spennandi nema í þeim felist \áss hætta." Bragi: „En við erum ekki að skapa áhættu fyrir áhorfendur, heldur fyrir verkið. Öfugt við það sem oftast tíðkast.“ Við ætl- um að faera rýmið nær áhorf- endum. Ahorfendum ætti því að geta fundist þeir vera óhultir, þar sem þeir geta virt verkin fyr- ir sér af götunni áður en þeir ganga inn. Of algengt er að sýn- ingarsalir staðsetji sig í bakhús- um og kjöllurum og þekkir mað- ur dæmi þess að fólk veigri sér við inngöngu af þeim sökum." Hver sýning verður þríþætt. I fyrsta lagi eru verk sýnd á hefð- bundinn hátt í rýminu við Skóla- vörðustíginn; í öðru lagi útfærð á DC-ROM diska; og í þriðja lagi sýnd í vefgalleríi félagsins (http://this.is/icthys). Tveir síðari þættirnir munu lifa sjálfa sýning- una af. Bragi: „Sýningin fer aldrei inn á CD-ROM diskinn heldur er hann sjálfstætt verk. Margmiðlunardiskarnir skapa möguleika fjrír listamenn sem hafa verið að vinna með hug- myndalist. Hún hefur hingað til verið illseljanleg, einfaldlega vegna þess að safnarar geta ekki tekið heilu innsetningarnar með sér heim. Með tilkomu marg- miðlunardiskanna verður það hins vegar hægt. A diskunum er ekki hægt að ná fram sömu áhrifum og menn upplifa á sýn- ingu eða á gjörningi en hann býður upp á nýjar útfærslur, og nýja upplifun, því á honum má nálgast verkið á annan hátt. En eftir sem áður stendur verkið og fellur með konseptinu.“ Öskjur í áskrift og opnun María sér hér ástæðu til að und- irstrika að það sé ekki nóg að setja hugmyndalistaverk inn á CD-ROM til að það virki, það verði að gera það almennilega. - Rétt eins og á hefðbundinni sýningu! - Þess vegna býður Fiskurinn listamönnunum að vinna diskana fýrir þá eftir þeirra hugmyndum og sér Bragi Halldórsson um þá hlið. Þeir þurfa því ekki á neinni sérstakri tölvukunnáttu að halda til að út- færa verkin inn á margmiðlunar- disk. AIIs verða gefnir út fjórir diskar í hundrað eintökum. Diskarnir verða settir saman í öskjur sem seldar verða í árituð- um eintökum til áskrifenda - rétt eins og tíðkast um grafík- myndir. Markmiðið er að ná dreifingu út um allan heim. Fyrsta sýning Fisksins verður opnuð í dag, 18. júlí, með verk- um Helgu Þórsdóttur og Daní- els Magnússofíar. Síðan taka við opnanir á hálfsmánaðarfresti: Guðmundur Markússon og Jó- hann Eiríkssonar í Reptilicus sýna með Franz Graf og Evu Wholgemuth frá Vín, þá koma Þorvaldur og Jóní, en síðasta sýningin er með verkum Hreins Friðfinnssonar og Egils Sæ- björnssonar. Margmiðlunardiskarnir verða til sýnis í tölvu samhliða sýning- unum, sem og myndbönd með heimildar- og stuttmyndum, sem Ingibjörg Magnadóttir hef- ur grafið upp víðsvegar. -MEÓ Stuttmynd um papa frumsýnd í New York Stuttmyndin Stmnded (Stranda- glópar),fjallíirum papa sem komu til íslands á Miðöldum. Myndin verður frumsýnd í Tribeca Film Center í New York miðvikudaginn 15. júlí. Sverrir Guðjónsson flytur hluta af tónlistinni við myndina. Handritshöfundur Strandaglópa heitir Brian FitzGibbon og er Iri búsettur á Is- Iandi. Hann flutti hingað fyrir þremur árum með akureyrskri eiginkonu sinni, Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistar- manni, en áður bjuggu þau í Flórens á Ítalíu. Stuttmyndin er byggð á leikriti eftir Brian, The Papar, sem var sýnt í írska þjóðleikhúsinu, The Abbey, síðastliðið sumar. Hún segir frá þremur pöpum sem settust hér að á Miðöldum. Einn þeirra fyllist heimþrá og vill snúa aftur til ír- lands. - Er áhuginn á trsku pöpunum tilkom- inn vegna tengsla þeirra við ísland? „Eg var með aðeins eitt í huga þegar ég skrifaði leikritið," segir Brian á fínni ís- lensku. „Eg vildi skrifa um mann sem sér sýnir og annan mann sem gerir það ekki.“ - Eru trúmálin þér ofarlega i huga? „Já, ég hugsa mikið um trúmál. Miðald- irnar voru ótrúlegt tímabil í þeim efnum. Paparnir lögðu af stað í siglingar án þess að vita neitt hvert þeir voru að fara. Þeir voru hvorki landnemar né trúboðar. Þeir komu hingað, eins og Einar Sveinsson segir, „til að deyja, deyja himninum, deyja drottni sínum. En hvorki leikritið né myndin eru sögu- leg endurbygging, heldur persónuleg túlkun. Það er ekki til mikið af heimild- um um þá hér á Islandi." Komu papamir til Islands trúarinnar vegna? „Eg held það. Þeir voru að leita að eyði- mörk í hafinu. Þetta voru einsetu- og meinlætamenn. Paparnir voru alltaf að gera yfirbót, en Islendingar vilja kannski ekki heyra að þeir hafi komið hingað til að refsa sjálfum sér. Ekki af því Island hafi verið svo slæmt heldur vegna þess að stærsta fórn sem þeir gátu fært var að sigla út í óvissuna. Eg Ias mér til um keltneska kristni al- mennt til að fá einhverja hugmynd um papana. Þannig fékk ég tilfinningu fyrir tímabilinu." Var keltnesk kristni sérstök? „Hún var mjög sjálfstæð. A meðan hin- ar „myrku miðaldir" ríktu á meginlandi Evrópu, varðveittu keltarnir menningar- verðmætin. Þeir höfðu lítil samskipti við Róm og voru mjög sjálfstæðir. Irar útilok- uðu algyðistrúna til dæmis aldrei alveg eftir að þeir tóku kristni. Hvemig varð leikritið að mynd? „Ian bróðir minn, sem er leikari (sumir kannast kannski við hann úr þáttunum Prime Suspect), kom á fýrsta leildesturinn þegar æfingar voru að heijast í The Abbey og fékk strax áhuga á að búa til mynd. Fyrst leist mér ekkert á hugmyndina af því að leikritið byggist mikið á samtölum. Eg þurfti því að endurskrifa það og taka út samtöl, þar sem hægt var að koma innihaldinu til skila með myndmáli.“ Annar bróðir Brians, Adrian, gaf þeim eina milljón króna til að tökur gætu haf- ist, en til að ljúka myndinni fengu þeir styrk frá írska Iistaráðinu (Irish Arts Council). Eini Islendingurinn sem kemur að gerð myndarinnar er Sverrir Guðjóns- son „sérfræðingur í miðaldatónlist," segir Brian. „Við hefðum gjarnan viljað taka m^Tidina á Islandi, en það reyndist of dýrt. Ian hefur aldrei komið til Islands og * % Brían FitzGibbon er búsettur á íslandi. Verið er aö frumsýna í New York stuttmynd, sem byggð er á leikriti eftirhann. einu ábendingarnar sem hann fékk voru þær að hér væru engin tré.“ Bandarískur framleiðandi stendur fyrir frumsýningu myndarinnar í New York, en þangað fara Brian og Kristín á mánudag. „Myndin er 26 mínútna Iöng, sem líklega er of langt til að hún fáist sýnd hér á und- an annarri mynd í íslensku kvikmyndahúsi. Eg vona samt að hún eigi einhverntíma eft- ir að verða sýnd í íslensku bíói, þótt ekki væri nema í eitt skipti.“ -MEÓ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.